Tíminn - 04.07.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.07.1970, Blaðsíða 5
MMJGARDAGUR 4. Jú!í lí)70. TIMINN MEÐ MORGUN KAFFINU _ — Já, það er rétt hjá þér. Útlrtið skiptir ekki mestu máli. ibróðir og stóra systir voia að rífast, ' og þegar mamma var búin að sætta þau, varð litla bróður að orði: — Ó, að það væri ekkert kvenfólk till — I>á væri heldur enginn. sem gæti hneppt fyrir þig bux anum. — Nei, en þá þyrfti ég held- ur engar buxur. — Við mamma sendum þér kannski kort frá Mallorka. Jonni: — Ég skal segja tnömmu, að þú hafir brotið rósina. Elsa: — Þá segi ég henni, að þú hafir pissað inn um bréfa- rifuna hjá frní Nielsen! Jonni: — Jæja þá, þú mátt svo sem brjóta aðra rós. Afsaki'ð, gætuð þér gert mér greiða? — Komdu hérna vina tnín og fáðu þér sæti á hnénu á mér. Svo skal ég segja þér frá blómunuen og býflugunum. — Æ, ég kann það allt sam an. Segðu mér heldur frá Janc og Tarzan. Frú: — Drengur minn. Veit mamma þín að þú reykir? Drengurinn: Frú mín. Veit maðurinn yðar, að þér ávarpið ókunna karlmenn úti á götu? Heyrt í strætisvagni: — Mamma, hvaða stóra hús er þetta? — Þetta er baðhús. Þangað fer fólk, sem hefur engin bað- herbergi til að baða sig í. — En af hverju höfum við þá aldrei farið þangað? ISPEGU VClSMIM] Mamma var árangui-slaust búin að reyna að fá Munda litla til að borða spaghettíið. — Ég skal reyna, sagði þá stóra systir, og eftir nokkrar mínútur var potturinn galtóm- ur. — Hvernig í ósköpunum fórstu að þessu? spurði mamma forviða. — Ég sagði honum bara að þetta væru hveitiormar. DENNI DÆMALAUSI Fínt, þú ert vakandi, ég var hræddur um að ég vekti þig. Þv.j miður vitum við ekki hvað þessi hráðfallega stúlka heitir, né hverrar þjóðar hún er. Það eina, sem við getum um hana sagt er, að hún er þátttakandi í námskeiði stúd- enta í Englandi, þar :.am fjall- að er um „tungumál líkam- ans“. Einn af leiðbeinendum á námskeiðinu er amerískur sál- fræðingur, sem mjög hefur lagt sig í líma við að rannsaka hreyfingar, stellingar og hátta- lag manna yfirleitt og ráða láknmál þeirra. Hann segir, að fólk geti tjáð sig til fullnustu með hreyfingum einum sam- an, og að ómeðvitað noti all ir „tugumál Iíkamans“ miklu meira en fólk almennt ger sér grein fyrir. Allir vita, að við yppum öxl- um, lyftum augabrúnum, blikk- um o. fl. í ákveðnum tilgangi, Ein þeirra kvenna er Pablo Picasso skreytti æviferil sinn með, en hljópst síðan frá, er Francoise Gilot. Francoise er nú fjörutíu og átta ára og var að ganga í það heilaga fyrir nokkrum dögum. Hún virðist ekki líta við öðrum en fræg- um mönnum og snillingum, því í þetta skiptið giftist hún dr. Jónasi Salk. lækninum er fann upp bóluefnið við mænusótt. Þau Jónas og Francoise hittust í Kaliforníu fyrir ári hjá sam- eiginlegum kunningjum sínum sem fannst tilvalið að kvnna þau, héldu að þau gætu átt vel saman. Og svo fór að þau en aftur á móti gera fæstir sér grein fyrir ástæðu þess, að við krossleggjum fætur, svo eitthvað sé nefnt. Þetta, og margt fleira, dunda stúd- entarnir sér við að athuga, m. a. með því að halda bagnar- dansleiki, þar sem enginn segir aukatekið orð. Og ef allar stúd ínurnar eru jafnfallegar og nafnlausa vinkonan okkar á myndinni, hlýtur þetta að vera einkar skemmtilegt námskeið. Ef lesendur hafa áhuga á að kynna sér frekar „tungu- mál líkamans", er upplagt að byrja á myndinni. Fyrir suma þarf kannski ekki einu sinni að ,,þýða“ hana, en til vonar og vara er þýðingin eitthvað á þessa leið: Þú ert velkominn í minn félagsskap, ég er ein- mitt að leita mér að nýjum vini. ákváðu að ganga í það heilaga. Sonur Francoise og Pablo Picasso er nú 23 ára, en hann heitir Claude Picasso. Er blaðamenn spurðu hann hvað honum fyndist um ráðahaginn svaraði hann fáu, muldraðj að- eins: „Ég vona að þið skiljið, að ég segi ekkert um þetta“ en síðan bætti hann við, „þau virð- ast hæfa hvort öðru“. Lögreglan i Thrapston, North ans í Englandi er nú mjög á verði, því íbúar borgarhlutans hafa kvartað yfir að djöfla- Það er ekkert grín fyrir venjulegt fólk að læra full- komna mannasiði, hvað þá kon- unglega framgöngu. Og eins og myndin sýnir, er Hinrik prins þar engin undantekning. Hann mundi nefnilega ekki eftir því fyrr en um seinan. að það er argasti dónaskapur að taka í hendina á sjálfum kónginum, án þess að taka af sér hanzkann, jafnvel þótt maður sé, eins og í þessu tilfelli, tengdasonur hans. Annars er það að frétta af prinsinum, að hann tekur stöð- ugt framförum í hinu eríiða námi. dýrkendur vaði uppi þar í hverf inu. Þeir hafi sézt dansa alls- naktir um miðnæturskeið í skemmtigarðinum, o,g einnig kvarta nokkrar fjölskyldur yf- ir því að heimiliskettir þeirra séu horfnir. Kveðst fólkið þess fullvíst, að djöfladýrkendur hafi stolið köttunum og fórn- að þeim á altari djöfsa. Einn lögregluþjónanna sem þarna hafa verið á vappi und- anfarnar nætur í þeim tilgangi að standa vesalings diöfladýrk- endurna að einh ærju ósæmi- legu ,segir að djöfladans og dýrkun séu orðin svo útbreidd trúarbrögð í Englandi, að það sé nœsta fáránlegt að vera að eltast við þetta, enda er trú- frelsi í landinu og naumast sam rýmist það lögum um trúfrelsi að hefta djöfladans nakinna manna og kvenna um xniðnæt- urskeið. C9aude nokkiur Pieasso taipaði máli fyrir rétti á dögunnm. Þetta væri kannski ekki í frá- sögur færandi, ef málið hefði ekki fjallað um rétt bans til að kalla sig son föður sms og jafnfnamt réttinn til arfs eftir hann. Þar sem faðirinn er eng- inn annar en Pablo gamli Pic- asso, sem auk þess að vera heimsfrægur, veit ekki aura sinna tal, verður þetta að telj- ast fjárans óheppni. Niðurstaða réttarins grund- vallaðist á því, að fyrri kona Pablos, Olga, var enn á lífi, þegar Claude fæddist. Móðir Claudes og Palomu. alsystur hans, var um áraraðir ástmey Pablos, en giftist honum aldrei. Hún er eins og sjá má á öðr um stað á síðunni, nýgift Jón- asi Salk. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.