Tíminn - 04.07.1970, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.07.1970, Blaðsíða 10
K) * " -- •----------------------------- TIMINN , LAUGARDAGUR 4. júlí 1970. FULLT TUNGL Eftir P. G. Wodehouse 30 eru alls staðar umhverfis sveita- setur, ryðgaðir bekkir hafa ekki mikið aðdráttarafl fyrir menn sem eru áhyggjum hlaðnir, vana- lega líta menn bara á bessa bekki og halda svo leiðar sinnar, það hefði Freddie líka gert, ef hann hefði ekki séð að Veronica frænka hans sat á þessum bekk og hann heyrði meira að segja að hún var að gráta, slík sýn var líka það eina sem gat fengið Freddie til að gleyma vandræðum Bills, Freddie var ekki maður til að gariga fram hjá nauðuglega staddri fegurðardís. án þess að hafast eitthvað að, hann flýtti sér til hennar og sagði: — Halló Vee, er eitthvað að? Veroniku Wedge hafði einmitt vantað einhvem til að hlusta á frásögnina af Tipton Plimsoll, sem hafði mælt sér mót við hana en látið hana svo eina, sem leiddi til þess að óður garðyrkjumaður hafði ofsótt hana. Veronika sagði sögu sína af ástríðuþunga. Fredd- ie var hjartagóður og það 1 eið ekki á löngu áður en hann tók ættræknislega utan um frænku sina og fór að kyssa hana hvað eftir annað eins og góðum frænda sæmdi. Þegar Veronika hafði lok- ið sögu sinni andvarpaði Freddie af samúð og lagði hváð eftir ann- að eið út á að þetta væri hörmu- legt og furðulegt 'og kyssti hana töluvert og þó nokkuð oft enn. Á meðan þessu fór fram, stóð Tipton Plimsoll á bak við tré, rétt hjá frændsystkinunum og honfði á þessa endurfundi elsk- endanna að því er hann hélt, Tip- ton var myrkur á svip og honum leið eins og einhver hefði barið hann bylmingshögg á bak við eyr- að. Emsworth jarl kom til London rétt fyrir klukkan fimm, hann fékk sér bíl til ktúbbs Aldraðra ihaldsmanna, en þar ætlaði hann að fá sér herbergi til einnar næt- ur. Bill hafði ferðazt með sömu lest og jarlinn og kom því um sama leyti til heimsborgarinnar, hann hélt þegar til aðalbæki- stöðva hins æruverða Galahads Treepwood, sem voru í Duke- stræti. St. James. Frá beirri stundu sem frú Hermione Wedge hafði sprungið, eins og uppblásin pappírspoki og sagt hver hún væri hafði Biil orðið ljóst að það sem honum reið mest á var að ráðfæra sig við hinn úrræðagóða heims- mann. Að vísu fannst Bill að kringumstæður sínar væru svo ískyggilegar að enginn mannlegur máttur gæti bjargað honum. en þó taldi hann smá von um að sá hugsuður sem hafði komið bví í kring að Ronnie Fish kvænt.ist söngleikahússtúiku, þrátt ryrir fnótstöðu ráðríkra frænkna, mundi enn einu sinni komast í gang og finna lausn á vandamál- inu, en sú lausn varð að vera al- veg frábær. Bill hitti hinn æru- verða Galahad fyrir utan dyrnar heima hjá honum, hann stóð á tali við bílstjórann sinn. Skyldur frændans voru heilagar í augum þessa góða manns, hann var bví um það bil að leggja af stað til Blandings kastaala til að vera við- staddur á afmælisdegi Veroniku systurdóttur sinnar. Þegar hr. Galahad sá Bill, trúði hann varla sínum eigin augum, svo brá honum illa, honum skild- ist að eitthvað voðalegt hefði gerzt, að öðrum kosti væri ungi maðurinn ekki þarna, hann sem átti að vera að sýsla með hrífu þar að Blandings. Hann hrópaði því: — Guð komi til. Bili, hvað ert þú að gera hérna? — Má ég tala einslega við þig? spurði Bill og leit óvingjarnlega á bilstjórann. sem hafði eins stór eyru og gíraffi og bar með sér að hann vildi helzt heyra alla hluti. Hinn æruverði Galahad teymdi Bilil niður götuna, það langt frá, að bílstjórinn gat ekki heyrt til þeirra, svo spurði hann: Jæja þá, hvað er á seyði? hvers vegna ertu ekki heima í Bland- ings? Ég vona að þú sért ekki kominn til að segja mér að bú hafir gert aðra skyssu og verið rekinn aftur? — Jú, það er nú einmitt það, sem ég er kominn til að segja þér, en það var ekki mér að kenna. Hvernig gat ég vitað að hún væri ekki eldabuska? Allir hefðu haldið að hún væri það. Þó að hinn æruverði Galahad vissi enn ekkert um hvað hafði gerzt, þá varð honum þegar ljóst hver það var í Blandings kastala. sem hafði verið álitin eldabuska. Hann sagði því: — Þú ert auðvitað að tala um Hermione systur mína? — Já. — Þú hélzt að hún væri elda- buskan? — Já. — Hvaö svo? — Svo lét ég hana fá bréfið og bað hana að lauma því til Prud- ance, auk þess gaf ég henni skild- ing. — Einmitt. nú skil ég allt sam- an, og hún hcfur þá dregið sverð- íð úr slíðrum og rekið þig út úr garðinum? — Já. — Skrýtið, — sagði hinn æru- verði, — mjög undarlegt. Það kom nákvæmlega það sama fyrir Sliffy Bates, vin minn fyrir nokkr um árum, sá var bara munurinn, að hann tók feil á brytanum og föður stúlkunnar sinnar, hélt Her- mione skildingnum eftir? — Nei, hún kastaði honum í mig. — Þú hefur þá verið heppnari en Stiffy, hann gaf föður stúlk- unnar tíu skildinga og sá gamli lét þá ekki af hendi aftur, ég man vel að Stiffy þótti það af- leitt, honum fannst að hann hefði borgað tíu skildinga fyrir að láta elta sig í gegn um þyrnigerði og láta reka á eftir sér með stungu- gaffli, Stiffy vildi alltaf fá fullt verðmæti fyrir peningana sína. En hvernig stóð á þvi að þú rakst á Hermione? — Hún kom til að skamma mig fyrir að elta dóttur sína. — Þú meinar sjálfsagt systur dóttur hennar. —Nei. það var dóttir hennar hún er hávaxin hálfviti með út- stæð augu. Hinn æruverði Galahad greip andann á lofti þegar har.n heyrði' þessa lýsingu, svo sagði hann: — Svo Veronika kom þér þá svona fyrir sjónir, var það? Þú hefur óvanalegar skoðanir Bill, karlmenn sem þekkja hana tala vanalega um hana eins og gyðju. en þetta er ágætt, það hefði gert allt enn flóknara, ef bú hefðir allt í einu orðið hrifinn af Veroniku, en úr þvi þú varst ekki hrifnari af henni en þú segir, hvers vegna varstu þá að elta hana-;> — Ég ætlaði að biðja hana að fara með bréfið til Prue. — Ah, nú skil ég, hvað stóð í þessu bréfi? — Ég skrifaði að ég væri reiðu- búinn að gera allt sem hún vildi . . . hætta við að mála og setjast um kyrrt á þessari krá minni og vinna við hana, en Freddie hef- ur kannski sagt þér frá bví öllu saman? — Já. í höfuðdráttum og hvað bréfinu viðvíkur, þá skaltu ekki hafa neinar áhyggjur af því, ég skal sjá um að Prue fái það, eg er einmitt að leggja af stað til Blandinigs. — Þetta er hræðilega vel boð- ið. — Hreint ekki, er þetta bréfið? — spurði hinn æruverði, og tók við umslagi sem Bill hafði þrifið upp úr innri brjóstvasanum, eins og þegar töframaður tínir kanín- upp úr hattinum sínum. Gala- had virti bréfið fyrir sér og sagði: — Það er orðið dálítið vott af svita, en ég býst ekki við að Prue setji það fyrir sig. Jæja, svo þú hefur þá ákveðið að snúa þér -að Mulberry Tree kránni? Það tel ég viturlegt, þú kærir þig sem sagt ekki um að vera að grauta í list- inni núna og æblar að spenoa vagninn fyrir tryggt verzlunarfyr- irtæki. Ég sé heldur ekki neina vankanta á því að þér takist vtl með krána, sérstaklega ef Iþú fær- ir hana í nýtízkulegra horf. — Það er einmitt það sem Prue vifll, hún • vill hafa sundlaug og leikvelli þarna. —En þig mundi auðvitað vanta peninga. — Það er nú einmitt þar sem skói-inn kreppir. — Ég vildi óska að ég gæti hjálpað þér, ég mundi gera það eins og skot. en ég fæ eioungis þær tekjur af óðalinu, sem yngri syni ber og get rétt dregið fram lífið af því, en hefur þú nokkurn í huga sem þú getur slegið? — Prue hélt nú kannski að Ems worth .l’arl mundi hósta upp pan- ingum, en auðvitað ekki fyrr en við værum gift, en meinið er, að ég sagði honu-m að kalóna á sér hausinn. — Og það var rétt, það er ein- mitt það sem Clarence ærti að gera, en -hvað með það? er laugardagur 4. júlí — Marteinn biskup Tungl í liásuðri kl. 14,21 Árdegisháflæði í Rvík kl. 7,32 HEILSUGÆZLA Slökkviliðií 1 siúkrabifrelðir. Sjúkrabifreið 1 Hafnarflrðl síma 51336. fyri. r ykjavik og Kópavog simi 11100. Slysavarðstofan t Borgarspftalannm er opin aUan sólarhringinn. A8- eins móttaka slasaðra Simi 81212. Kópavogs-Apóteb og fieflavfkur Apótek erc opln virka daga kL 9—19 iangardaga kl. 9—14 helga daga kl. 13—15 Almennar upplýsingar um tæfcna pjónustu l borginnl eru gefnat sfmsvara I-æknafélags Reykjavtk- ur, simi 18888. Fí garhe ’:ð i Kópavogt Hlíðarvegi 40. simi 42044. Kópavogs-apótek og Keflavikur- apótek eru opin virka daga fcl. « —19 laugardaga kl. 9—14, helgi- daga kL 13—15. Apótek Hafnarfjarðar er oplð alla virka daga frá fld. 9—7 a laugar dögum fcl 9—2 og á sumnudögum og öðrnm helgidögum er opið uá kl 2—4. Tannlæknavakt er ' Heilsuvernd arstöðinnl (þar sem slysavarð stofan var) og er opin Iaugardaga og sunnudaga ki 5—6 e. h. Sím) 22411 Kvöld- og helgarvörzlu Apótcka í Reykjavík vikuna 4. júlí til 10. júlj annast Lyfjabúðin Iðunn og Garðs Apót-ek. Næturvörzlu í Keflavik 4 júlí og 5 júlí annast Arnbjörn Olafsson. Næturvörzlu í Keflavík annast Guðjón Klemenzsen. SIGLINGAR Skipadeild SÍS. Arnarfel-1 er á Blönduósi. Jökul- fell fór í gær frá Dalvík til Aust fjarða. Dísarfell losar á Norður- landshöfnum. Litlafell er í Þor- lákshöfn. Helgafel-1 fór í gær frá ísafirði til Sauðárkróks. Stapafell væntanlegt til Reykjavíkur á morgun. Mælifell er í Keflavík. Skipaútgerð ríkisins Hekla fer kl. 20,00 í kvöld aust ur um land til Akureyrar. Herjólf ur er í Reykjavík. Herðubreið fer kl. 20,00 í kvöld vestur um land til Akureyrar. FLUGÁÆTLANIR Loftleiðir h.f. Eirí-kur rauði er væntanl-egur frá NY kl. 04,30. Fer til L/axem- borgar kl. 05,15. Er væntanlegur frá Luxemborg kl. 14,30. Fer til NY kl. 15,15. — Snorri Þorfinns- son er va»stanlegur frá NY kl. 07,30. Fer til Luxemborgar kl. 08,15. Er væntanlegar tíl baka frá Luxemborg kl. 16.30. Fer til NY kl. 17,15. — Þorfinnur karls- efni er væntanlegur frá NY kl. 09,00. Fer til Luxemborgar kl. 09,45. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 18,00. Fer til NY kl. 19,00. — Guðríður Þorbjarnar dóttir er væntanleg frá NY kl. 08,30. Fer til Oslóar, Gautaborgar og Kaupmannahafnar kl. 09,30. Er væntanleg til baka kl. 00,30. Fer til NY kl. 01,30. Flugfélag íslands Gullfaxi fór til Kaupmannahafnar kl. 03,30 í nótt. Vélin kemur aftur kl. 10,00 í dag. — Gullfaxi fer til Osló kl. 11,00 í dag. Vélin kemur aftur kl. 16,20 í dag. — Sólfaxi og Skýfaxi fara til London kl. 07,00. Eru væntanlegir aftur til Reykjavíkur kl. 17,50 í dag. — Gullfaxi fer til Kaupmannahafnar kl. 17,00 í dag. Vélin kemur aftur til Keflavíkur kJ. 23,00 í kvöld. Innanlandsflug. — f dag er áætl að að fljúga til Vestmann-aeyja (2 ferðir), Hornafjarðar, Akur- eyrar (3 ferðir), ísafjarðar, Egils staða (2 ferðir) og Sauðárkróks. — Á morgun er áætlað að fljúga til A-kureyrar (3 ferðir), ísafjarð ar, Vestmannaeyja (2 ferðir), Eg- ilsstaða, Hornafjarðar og Fagur- hólsmýrar. FÉLAGSLIF Kvenfélag Grensássóknar: Fer skemmtiferð miðvikudaginn 8. júlí kl. 5 s. d. frá Hvassaleitis skóla. Farið verður hringferð, Strandakirkja. Hveragerði. Tilkynnið þátttöku fyrir mánu- dagskvöld j síma 36911, 35955 og 34965. Húsmæðraorlof Kópavogs. Dvalið verður að Laugum í Dala- sýslu 21. júlí — 31 júl. Skrifstof an verður opin í Félagsheimilinu 2. hæð þriðjudaga og föstudaga kl. 4—6 frá 1. júlí. Oppl. í síma 40689. (Helga), 40168. (Fríða). Tónabær — Tónabær — Tónabær. Félagsstarf eldri borgara. Mánudaginn 6. júlí verður farin skoðunarferð um Reykjavík, leið- sögumaður Árni Óla ritstjóri.Lagt verður af stað frá Austurvelli kl. 2 e h. kl. 3 drukkið kaffi í Grilliau Hótel Sögu. Þátttökugjald kr. 175, kaffi innifalið. Uppl í síma 18800. KIRKJAN Laugarneskirkja. Messa kl. 11. Séra Garðar Svav- arsson. Dómkirkjan. Messa kl. 11. Séra Óskar J. Þor- láksson. Neskú-kja. Guðsþjónusta kl. 11. Séra Jón Thorarensen. Kálf a tj arnarkirkj a. Kirkjudagur. Guðsþjónusta ki 2. Séra Jón M. Guðjónsson predik- ar. Að lokinni kirkjuathöfn verða kaffiveiting-ar seldar í Glaðheim- um Vogum, Bragi Friðriksson. Grensásprestakall. Messa í Safnaðarheimlinu Miðbæ kl. 11. Séra Felix Ólafsson. Hallgrímskirkja. Messa kl. 11. Séra Ragnar Fj-alar Lárusson. i Langholtsprestakall. Guðsþjónusta kl. 10.30. Séra Sig- urður Haukur Guðjónsson. Hallgrímskirkja Saurbæ. Guðsþjónusta kl. 2. Séra Jón Ein arsson. Háteigskirkja. Messa k-1. 10. Séra Arngrlmur Jónsson. Messa kl. 2. Séra Jón Þorvarðs- son. Hjallakirkja. Messa kl. 2. Séra Ingþór Indriða- son. Lárétt: 1 Fiskur 6 Svif 7 Tré 9 Dauði 11 Leit 12 Baul 13 Iíanda 15 Ra 16 Maðkur 18 Byggðum. Krossgáta Nr. 527 Lóðrétt: 1 Fugl 2 Umgangur 3 R-öð 4 Frostbit 5 Hreyfð- um 8 Drcifi 10 Tunnu 14 56 15 Op 17 Freri. Ráðning á gátu no 573. Lárétt: 1 Trommur 6 Fáa 7 Lin 9 Róm 11 H1 12 Ra 13 Ama 1S Sið 16 Flá 18 E«lhma. Lóðrétt. Tilhald 2 Ofn 3 M-ar 4 Mar 5 Rómaðra 8 Ilm 10 Óri 14 Aíl 15 Sáu 17 LL.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.