Tíminn - 04.07.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.07.1970, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 4. jtílí 1970. TÍMINN 9 ÍDÉ Útgefandi: FRAM5ÓKNARFLOKKURINN Framfcvæmdastjóri: Kristjáin Benediiktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áto), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstjórnar- skrifstofur í Edduhúsinu, símar 18300—18306. Skrifstofur Bamkastræti 7 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsimgasími 19523. AÓrar skrifstofur siími 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði, innanlands — f lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf. Rafvæömg landsins Eitt þeirra mála, sem stjórnarþingmenn svæfðu á síðasta þingi, var frv. Vilhjálms Hjálmarssonar o. fl. um að Orkustofnuninni yrði falið að gera áætlun um, hvemig hagkvæmast verði að ljúka rafvæðingu landsins eigi síðar en fyrir árslok 1973. í framhaldi af þessari áætlun, skyldi raforkumálaráðherra gera tillögur um öflun þess fjár, sem þyrfti til að fullnægja henni, og leggja þær tillögur fyrir Alþingi haustið 1970. í greinargerð tillögunnar segir, að á árunum 1954 —68 hafi að jafnaði um 200 býli verið tengd samveitum. í árslok 1968 hafi 3429 býli verið tengd samveitum, 948 hafi haft rafmagn frá einkastöðvum, en 447 býli hefðu verið án rafmagns. Víða væri rafvæðingu mjög langt komið, t.d. væri aðeins 2,6% býla í Eyjafjarðarsýslu utan samveitusvæða og 5,3% í Rangárvallasýslu. Annars staðar væri þetta miklu verra, t.d. væri 72,1% býla í N- Múlasýslu utan samveitusvæða og 71,9% í Barðastrandar sýslu. Árið 1968 dró verulega úr framkvæmdahraðanum, en þá voru aðeins 130 býli tengd samveitum, og 1969 varð samdrátturinn enn meiri, en þá voru aðeins um 80 býli tengd samveitum. Vegna málflutnings stjórnarandstæð- inga, mun ráðgert að auka þessar framkvæmdir nokkuð á þessu og næsta ári, þannig að fyrir árslok 1971 verði búið að tengja öll þau býli, þar sem meðalfjarlægð milli þeirra er undir 1,5 km. Hvergi nærri er þó búið að tryggja nægilegt fjármagn í þessu skyni. Eftir er svo að sjá fyrir þörfum þeirra býla, sem ekki fullnægja þessu skilyrði. Það er því mikil nauðsyn, að mörkuð verði ákveðin stefna í þessum efnum, líkt og gert var í frumvarpi Framsóknarmanna, og að stefnt sé að því að ljúka raf- væðingunni innan ákveðins tíma. Þrátt fyrir fámenni og erfiða staðhætti ákváðu ís- lendingar að koma síma og útvarpi til allra landsmanna og að tengja sérhvert byggt ból vegakerfinu. Þetta tókst. Það er í fullu samræmi við þá stefnu að veita öllum landsmönnuní aðgang að raforku- Læknaskipunin t Á síðasta þingi fluttu Kristján Ingólfsson og fleiri tillögu þar sem skorað var á heilbrigðismálaráðherra að skipa sérstaka nefnd til að athuga gaumgæfilega núgild- andi löggjöf um læknaskipun með það fyrir augum að gera læknaþjónustuna traustari en hún nú er. í greinargerð tillögunnar var bent á, að læknaskip- unarlögin frá 1964 hefðu bætt kjör lækna verulega. En þrátt fyrir þessar úrbætur, hafi skorturinn á héraðs- læknum víða um land síður en svo dvínað. Ýmsir bindi nú miklar vonir við lögin frá 1968 um læknamiðstöðvar, en þó verði að draga í efa, að þær leysi allan vandann. Það er ekki spurningin, segir í greinargerðinni, um siundarúrbætur í einstaka tilfellum, sem hljómar hæst, heldur hlýtur um það að vera spurt fyrst og fremst, hversu úr megi bæta fyrir heildina í komandi framtíð. Læknar hafa þegar þingað um heilsugæzlumál lands- byggðarinnar, sömuleiðis landshlutasamtök sveitarfélaga og enn fleiri aðilar. Þjóðarheill kallar á varanlegar úrbætur í þessu vandamáli og má telja eðlilegt og vænlegt til árangurs, að mál þetta verði krufið til mergjar í milliþinganefnd, þar sem viðkomandi aöilar eiga sína fulltrúa. Þ.Þ. ERLÉNT YFIRLIT Verður Servan-Sctireiber mikill áhrifamaöur í franska þinginu? Kosningasigur hans í Nancy hefur vakið heimsathygli. SERVAN- SCHREIBER FRANSKA ríkisstjórnin virð- ist hafa lítinn byr með sér í aukakosningunum. í okróber síðastliðnum féll Couve de Murville, fyrrv. forsætisráð- herra og utanríkisráðherra, í aukakosningu fyrir formanni flokks vinstri sósíalista, Michal Rocard. Fall de Murville var afsakað með því, aiS ekki hefði verið um öruggt kjördæmi að ræða. Hið sama verður hins vegar ekki sagt um aukakosn- inguna í Nancy tvo undanfarna sunnudaga. Þar misstu stjórn- arsinnar kjördæmi, sem var tal- ið öruggt, og við það bættist, að sigurvegarinn var maður, sem er talinn öðrum líklegri ý til a@ gera stjórninni erfitt fyr- 1 ir á þingi, jafnvel kljúfa lið hennar þar. Þessi maður er Jean-Jaques Servan-Schreiber, framkvæmda stjóri radikala flokksins og þekktasti blaðakonungur Frakk lands. RÉTT er að rifja upp aðdrag- anda þessara kosninga. í .stuttu máli. Lorraine er eitt heízta námuvinnsluhérað Frakklands. Einkum eru kol og járn unnin Iþar úr jörðu- Heldur hefur dregið úr námuvinnslu síðustu árin og það valdið nokkru at- vinnuleysi og brottflutningum. Það hefur dregið úr þessu, að mikill jám- og stáliðnaður er í Lorraine, en honum hefur vegn- að heldur illa að undanförnu. Tvær borgir hafa lengi keppt um forustuna í Lorraine, Metz og Nancy. Metz hefur veitt bet- ur síðustu áratugina, m.a. vegna mikils iðnaðar þar. Kjós- endur í Nancy hafa yfirleitt þótt heldur íhaldssamir og þvi § átti de Gaulle þar mikið fylgi. Það kom því á óvart, þegar hann beið ósigur þar í fyrravor við þjóðaratkvæðagreiðsluna um hina fyrirhuguðu fylkja- skipun- Það átti þó augljósa skýringu, þvi a0 samkv. tillög- um stjórnarinnar átti Metz en ekki Nancy að verða höfuðborg fylkisins. Nú í vor urðu Nancy-búar fyr ir nýju áfalli. Núverandi þjóð- .cgur milli Parísar og Strass- bourg liggur um Nancy. í vor var tilkynnt, að stjórnin hefði ákveðið að leggja hraðbraut milli Parísar og Strassbourg, en hún s'kyldi ekki fylgja þjóð- veginum, heldur liggja um Metz. Þessu reiddust íbúar Nancy ákafega og þingmaður þeirra, Roger Souchal, taldi sér ekki annaið fært en að leggja niður þingmennsku í mótmælaskyni. í aukakosningunni bauð hann sig svo fram sem óháðan fram bjóðanda, en naut óbeins stuðn- ings stjórnarflokkasna. Kosning hans þótti viss, en í fyrri um- ferð þingkosninganna 1968 fékk hann 48% atkvæða. Kommún- istar komu þá næst með 17%. Þetta breyttist hins vegar, þegar Servan-Schreiber ákvað að gefa ko t á sér, einnig sem óháður frambjóðandi SERVAN-SCHREIBER er ekki nema 46 ára, en á þó orðið hir,. sögulegasta feril að baki. Hann er stofnandi vikublaðsins L'Express, sem er nú útbreidd- asta fréttablað Frakklands. Hann vakti á sér sérstaka at- hygli 1963, þegar hann beitti sér fyrir því, að Mr. X, sem reyndist vera Deferre borgarstj. í Marseille, yrði frambjóðandi gegn de Gaulle í forsetakosn- ingunum 1964, og yrði reynt að sameina um hann alla mið- flo'kka og vinstri flokka, aðra en kommúnista. Þessi ráðagerð mistókst, því að Mitterand varð íraenbjóðandi vinstri flokk anna. Servan-Sdhreiber var á þessum árum mikill aðdáandi Mendes-France. Við forseta- kosningarnar 1968 skildu hins vegar leiðir þeirra, því að Mendes France studdi Def- ferre, en Servan-Schreiber yar hægri hönd Pohers, frambjóð- anda miðflokkanna. Nokkra eftir hina misheppriuðu tilraun með Mr. X, vakti Servan- Sohreiber á sér nýja athygli með hinni frægu bók sinni um hina amerísku ögrun, sem hef- ur orðið metsölubók bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Síðan hefur Servan-Schreiber verið ákafur talsmaður evrópskrar efnahagssamvinnu, en hún er að dómi haas, eina rétta svarið vi? nú,:erandi yfir burðum Bandaríkjanna. Fyrir átta mánuðum tók Servan-Schreiber að sér að vera framkvæmdastjóri Radi- kala flokksins og byrjaði á því að semja miikla og róttæka stefnuskrá, sem var samþybkt á þingi flokksins síðastl. vetur. Stefnuskráin er ítarleg og ný- stárleg um margt og kemur víða við, enda kallaði Servan- Schreiber uppkastið Himinn og jörð. f AUKAKOSNINGUM í Nancy bauð Servan-Schreiber sig fram utan flokka, og talaði nú hvorki um þriðja aflið né samfylkingu miðflokka og vinstri manna, heldur um sam fylkingu framfaraafla. Servan- Schreiber hefur tvívegis boðið sig fram til þings áður og fallið í bæði skiptin. Nú fór hann því á ýmsan hátt öðru vísi að en áður. í þetta sinn lagði hann aðaláherzlu á sér- mál héraðsins, en ræddi minna um landsmálin. Honum tókst í upphafi að afla sér fylgis bæði borgarstjórans í Nancy o3 aðalblaðsins þar. Hann lofaði að beita sér fyrir alls- herjarendurreisn Lorraines, og því til sönnunar setti hann á stofn evrópískt fjárfestingar- félag, sem eingöngu skyldi styðja framkvæmdir og at- vinnurekstur -í Lorraine. Hann fékk marga þekkta erlenda fjármálamenn og stjórnmála- menn til að heita félaginu stuðningi og leyfðu þeir hon- um að nota nafn sitt í kosn- Framhald a bls 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.