Tíminn - 04.07.1970, Page 12

Tíminn - 04.07.1970, Page 12
12 ÍÞRÓTTIR TIMINN IÞROTTIR LAffGARDAGUR 4. Jíílí Í970. „Hlaupin brotalöm okkar“ Rabbaö við Örn Eiðsson, formann FRI um 5-landa keppnina Á morgun, eftir setningarat- höfn íþróttahátíðarinnar, hefst á Laugardalsvellinum, ein mesta íþróttakeppni, sem nokkurn tíma hefur verið halðin hér á landi. En það er 5. landakeppnin í frjáls um íþróttum, milli Finnlands, Belgíu, Danmerkur, írlands og ís- lands. Íþróttasíðan hafði tal af Erni Eiðssyni, formanni Frjálsíþrótta- sambands íslands í gær, og spurði hann um möguleika okkar manna í þessari keppni: „Ég tel að við höfum sáralitlar vonir, og nokkuð öruggt að við rekum lestina í keppninni. ÍÞRÓTTA m ■ m HATIÐ1970 Þrír Norðurlandameist arar í landsiiðinu — sem leikur gegn Færeyingum Idp—Reykjavik. Á miðvikudaginn í næstu viku lcikur landsliðið I handknattlcik við úrvalslið Færeyja og fer sá lcikur fram í Laugardalshöllinni. Ekki er hægt að telja þetta íslands- mótið í handknatt- leik utanhúss íslandsmótið utanhúss árið 1970 í meistaraflokki karla og kvenna og n. fl. kvenna fer fram dagana 5.—11. júlí í Reykjavík og er lið ur í Íþróttahátíð ÍSÍ. í íslandsmótinu taka þátt 10 flokkar í mfl. karla, 9 flokkar í mfl. kvenna og 13 flokkar í 2. fl. kvenna. Riðlaskipting er sem hér segir: Meistaraflokkur karla: A-riðill: Fram, Valur, KR, ÍR Þróttur. /'B-riðill: FH, Haukar, Armann, Víkingur, Grótta. Meistaraflokkur kvenua: A-riðill: KR, Njarðvík, Valur, Víkingur, Völsungar. B-riðill: Árrnann, Fram, Breiöa blik, ÚÍA. 2. fl. kvcnna: A-riðill: Breiðablik, ÍA, Njarð vík, Víkingur, ÍR. B-riðill: FH, Valur, Ármann, ÍBK. C-riðiU: Fram, Fylkir, Þór, Ve. KR. Samtals taka því 32 flokkar þátt í mótinu og má gera ráð fyrir að þátttakendafjöldi sé um 380— 390. Mótið hefst á morgun, sunnudag og verða þá leiknir eftirtaldir leikir: Laugarnesskólavöllur: ÍA — Njarðvík 11. fl. kv. Breiða blik — ÍR II. fl. kv. Valur — Fram mfl. karla FH — Haukar mfl. karla. VöUur v. Laugardalshöll: ÍBK — FH II. fl. kv. KR — ÍR mfl. karla Víkingur — Ármann mfl. karla- Laugarlækjarskólavöllur: KR — Þór II. fl. kvenna. Víkingur — Valur mfl. kv. Njai’ðvík — Völsungar mfl. kv. Fram — Ármann mfl. kv. ÍÞRÓTTA mfeHÁTÍÐ1970 STÚR-DANSLEIKUR í Laugardalshöllinni, sunnudaginn 5. júlí, kl. 21,00 Hljómsveitirnar ÆVINTÝRI og NÁTTÚRA leika. Söngvarar: Björgvin Halldórsson og Pétur Kristjánsson. Aðgangseyrir kr. 150,00. Aldurstakmark 14 ára til 21 árs. — Ölvun er stranglega bönnuð. — Forsala aðgöngumiða í Café Höll, Austurstræti 3. ÍÞRÓTTA landsleik, þar sem Færeyingar eru ekki aðilar að alþjóða handknatt- leikssamabndinu, en þessar þjóð ir hafa leikið áður, en þá í Fær- eyjum, og lauk þeim leik með sigri íslands, en liðið átti í miklum vandræðum með mótherjana í þeim leik, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Landsliðsnefnd HSÍ hefur nú valið „landsliðið“ sem mæta á (Færeyingum á miðvikudag, og er það þannig skipað: Ingólfur Óskai’sson, Fram, fyrirliði. Guðjón Erlendsson, Fram, Emil Kai’lsson, KR, Sigurður Einarsson, Fram, Axel Axelsson, Fram, Bjarni Jónsson, Val, Ólafur H. Jónsson, Val, Geir Hallsteinsson, FH, Ágúst Svavarsson, ÍR, Páll Björgvinsson, Víking, Viðar Símonarson, Haukum, Stefán Jónsson, Haukum. í þessu liði eru 4 menn, sem ekki léku með j HM-keppninni í Frakklandi, þeir Emil Karlsson, og unglingalandsliðsmennirnir Guðjón Erlendsson, Páll Björg- vinsson og Axel Axelsson. HIM-leikmennii’nir, sem ekki komust í liðið móti Færeyjum, eru allir markverðirnir með tölu, þeir Þorsteinn Björnsson, Birgir Finnbogason og Hjalti Einarsson, ásamt þeim Jóni Hjaltalín, Einari Magnússyni, Sigui’bergi Sigsteins- syni og Björgvini Björgvinssyni. Við komum til með að berjast um neðsta sætið við íra, og ég geri mér vonir um að við verðum ekki langt frá þeim.“ „Það er fyrirfram vitað að við verðum ekki ofarlega í þessari keppni. Til þess eru mótherjarnir allt of góðii’ fyrir okkar unga og óreynda lið. Finnarnir eru með jafnasta liðið, og það bezta, en Belgíumenn eru einnig með gott lið, og verður örugglega hörð keppni milli þeirra og Dana um annað sætið. En það veitir rétt til þátttöku I undanúrslitum Evr ópukeppninnar. Okkar brotalöm er hlaupin, en við stöndum þokkalega að vígi í tæknigreinunum, og eigum í nokkr um greinum möguleika á að vera framarlega, en það er helzt í kúlu varpi, kringlukasti, hástJökki, og ef tii vill einnig í grindahiaupi og 200 metra hlaupi. „Ég er viss um að þetta mót á eftir að verða öllum ógleyman- legt, sem það sjá. Svona stórt mót hefur aldrei fai’ið fram hér áður, og búast má við að það verði bið á því að annað tækifæri gefist.“ Orn Eiðsson Erlendis di’aga svona ,mðt að sér þúsundir áhorfenda, enda eru þau oftast mjög góð. í þessari keppni taka þátt marg ir af þekktustu frj álsiþróttamönn um heims, og verður eflaust gam- an að sjá þá alla hér á vellinum. En ég tel að mestur spenningurinn verði í kringnm hlaupin, eius og ætíð á svona móbum. þau geta oft orðið ofsalega spenoandi. „Ég vona að okk'ar menn standi sig vel, og að allir geri sitt bezta, sem ég raunar veit að þeir gera alir — til meira er ekki hægt að ætlast af þeim. —Mp.— Erlendir gestir keppa á badmintonmótinu hér I sambandi við Iþróttahátíðina vei’ður haldið hátíðarmót í bad- minton, og er það lang stærsta mót í badminton, sem haldið hefur verið hér á landi. Þátttakendur eru 135 víðsvegar að af landinu. Þá koma til mótsins tveir af beztu badmintonleikurum Finn- lands. Keppt verður í íþróttahöll inni, Laugardal og hefst mótið með setningarathöfn, mánudaginn 6. júlí kl. 14 en (keppni hefst strax á eftir. Mótið heldur siðan áfram á þriðjudaginn og hefst kl. 14.30 en þá verða leiknir undan- úrslita- og úrslitaleikir. Ails verða leiknir 150 leikir, og verður leik- ið á átta völlum samtímis. Eins og áður sagði koma hing- að tveir af beztu badmintonleik- urum Finnlands, þeir eru: Eero Laikkö 22 ára, dýi’alækua- stúdent. Hann er finnskur meist- ari í einliðaleik í ár og hefur ver- ið meistari í tvíliðaleik árið 1966 og í tvenndarkeppni árið 1968 og 1969. Hann hefur leikið 13 lands- leiki í badminton. Marten Segererantz 28 ára tann læknir. Hann var finnskur meist- ari í einliðaleik árin 1967 pg 1969, meistari í tvíliðaleik 7 ár í röð 1963 — 1969 og í tv enndark eppni 1963 — 1966 og 1970. Hann hef- ur leikið 16 landsleiki í badmin- ton. Finnarnir leika hér við okfcar sterkustu menn, bæði í einliða- leik og tvílíðaleik. Um styrkleika þeirra er vitað, að þeir stóðu sig mjög vel í Norð urlandamótinu í vetur. Léku þar við beztu lifk Norðmanna í tví- liðaleik og töpuðu með 15:12 og 15:12, en Norðmenn eru meðal sterkustu badmintonþjóða heims. Af þessu má sjá að hér eru mjö,g góðir badmintonleikarar á ferð og verður fróðlegt að sjá viðureign fslendinganna við þá. Á mótinu verður keppni í meist araflokki — a og b flokki full- orðinna, einnig verður keppt í fyrsta skipti í „old boys“ flokki (40 ára og eldi’i). Þá verður keppt í þrem aldursflokkum unglinga. í sambandi við þetta mót verður efnt til kennslu og kynningar á íþróttinni og verður það á þriðju daginn, kl. 10—12 f. h. Mótsstjóri er Karl Maack, en umsjón með kennslu hefur Garð- ar Alfonsson. Hinir 17 ,iítvölclu' Alf — Reykjavík. — I gær- dag var tilkynnl á blaðamanna- fundi, sem KSÍ boðaði til, um nöfn 17 leikmanna, sem skipa landsliðshóp, en úr þessum hópi verða valdir 11 leikmenn til að leika gegn Dönum á þriðjudags- kvöld. Mesta athygli vekur, að Hermann Gunnarsson, Akureyri, hcfur vcrið valinn í hópinn aft- ur, en eins og kunnugt er, hefur hann ekki átt upp á pallborðið hjá forustuniönnum KSÍ að und- anföi’nu. Annars lítur 17 manna hópur- inn þannig út: Þorbergur Atlason, Fram, Magnús Guðmundsson. KR. Jóhannes Atlason, Fram, Einar Gunnarsson, ÍBK, Þorsteinn Friðþjófsson, Val, Ellert Schram. KR Guðni Kjartansson. ÍBK, Haraldur Stui’laugsson, f A, Eyleifur Hafsteinsson, ÍA, Halldór B jörnsson, KR, Skúli Ágústsson, ÍBA, Ásgeir Elíasson, Fram, Matthías Hallgrímsson, ÍA, Guðjón Guðmundsson, ÍA, Elmar Geirsson, Fram, Hermnn Gunnarsson, ÍBA, Jón Ólafur Jónsson, ÍBK.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.