Tíminn - 04.07.1970, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.07.1970, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 4. júlí 1970. ÍÞRÓTTIR TIMINN IÞROTTIR 13 Þjóðver jar bjóða Hermanni 1 millj. króna fyrir að undirrita samning! Boðið að gerast atvinnumaður með sterku þýzku 1. deildar liði. Hermann mun svara tilboðinu í haust, en honum og Skúla Ágústssyní, hefur verið boðið til Þýzkalands Klp-Reykjavík, föstudag. Enn á ný hefur Hermanni Gunnarssyni, knattspyrnu- manni, borizt tilboð um að gerast atvinnumaður í knatt- spyrnu- Þegar vestur-þýzka áhugamannaliðið, VfB Spel- dorf, lék á Akureyri s.l. mið- vikudag, kom aðalfararstjóri liðsins, Fritz Buchloh, sem hér var þjálfari fyrir mörgum árum, að máli við Hermann, og bauð honum að gerast at- vinnumaður í Þýzkalandi. Buchlah, sem er heiðursforseti VfB Speldorf, er einnig stjórnar- meðlimur í hinu vel þekkta at- vinnumannaliði, Rot Weiss Ober- haiusen, sem leikur í Ðnnderslig- unni 'þýzku, en það er sama og 1. deild. í þeirri deild leika allir þekkt ustu knattspyi-numenn Vestur- Þýzkalands eins og t.d. Gerd Mulí- er, tnarkakóngurinn frá síðtustu HM keppni, Uwe Seeler, Overath, eða nær ailir HM-leikmenn Vest- ur-IÞýzkalands í keppninni í Mexíkó. Bucfhloh bauð Hermanni 40.000 vestur-þýzk mörk við undirritun samnings. en það er um 1 miiljón fsl. króna. Hann sá Hermann leika fyrst fyrir 2—3 árum, er hann var hér í boði nokkurra gamalla félaga sinna, og hreifst þá mikið af leikni hans og kunnáttu. Ekki varð hrifningin minni í leik ÍBA og Speldorf, en þar átti Her- mann góðan leik, skoraði m.a. eitt mark, og lagði annað upp. — Hermann Gunnarsson. Daginn eftir fór Hermann með þýzka liðinu til Mývatns, en þar léku Þjóðverjarnir einn ieifc við heimamenn. Báðu þeir Hermann að leika með þeim. Gerði hann það, og skoraði 2 mörk af 6 mörkum liðsins í þeim leik, en leiknum lauk með sigri Speldorf 6—2. Eftir leikinn bauð Buchloh hon um að koma til Vestur-Þýzícalands i og æfa og leika með Rot Weiss Oberhausen, sem er frá sama hér- aði og VfiB Speidorf, eða Ruhr- héraði. RW Obeiihausen komst upp í Bundersliguma á síðasta ári, eftir sigur í Regionligunni. Stóð liðið sig mjög vel í vetur, og varð ofarlega í deildinni. Er þvi spáð miklum frama, — enda mun það vera vel efnað, og vel stjómað. Íþróttasíðu Tímans tó&st að ná fcali af Hermanni Gunnarssyni í síma á Akureyri í gær — og sagði hann það rétt vera að Buchloh hefði boðið sér samning við Ofoer hausen — og að hann fengi 40.000 vestur-þýzk mörk við und- irritun samnings, þar að auki húsnæði, góð mánaðarlaun og foónus, eins og aðrir leikmenn liðsins. „Ég er ekkert farinn að faugsa um þetta ennþá, og ætla að foíða með það. ÍB>A liðið tekur þátt í Evrópukeppni foikarmeistara í haust, og bauð Buefaloh mér og Skúla Ágústssyni að koma til Vestur-Þýzkalaads í utanferð okk ar — og mun ég þá gefa eadan- legt svar.“ Eins og menn muna. fór Her- mann til Austurríkis s.I. sumar, og lék þá nokkra leiki með 1. deildaríiðinu Eisenstadt, sem þjálfað var af Walther Pfeiffer, sem árið áður hafði þjálfað ER og landsliðið. Mikið „fjaðrafok" varð hér heima út af þeirri för, og var Pfeiffer settur í klemmu fyrir „kaupin“ á Hermanni, og hann varð skömmu síðar að hrökklast frá félaginu, en Her- manni líkaði illa vistin eftir að Pfeiffer var farinn, og hætti. Þá hafði honum fooðizt tílfooð frá öðru 1, deildarKði í Austnr- ríki, en það fannst honum ófaag- sfcætt, því sanmingurmn var til þriggja ára. Þetta tilfooð, sem Hermann fær núna, er tnjög gott, og gaman Dönsku leikmennirnir flestir margreyndir landsliðsmenn Alf — Reykjavík. — Hér á eftir fara upplýsingar um dönsku landsliðsmennina, sem leika gegn íslendingum á Laugardalsvelli á þriðjudags- kvöld. 1. Kaj Poulsen, AAB — 29 ára, hefur leikið 5 A-landsleiki. Ör uggur og traustur markmað- ur. sern stóð sig sérstaklega vel í landsleiknum við Svía í síðustu viku. 2. Jan Larsen, AB — 25 ára, hefur leikið 22 A-landsleiki. Bakvörður, sem hefur góðan skilning á breyttu hlutverki bakvarðar í nútíma knatt- spyrnu. auk þess að vera mik- ill keppnismaður. 3. Erik Nielsen, B1901 — 32 ára, hefur leikið 6 A-lands- leiki, fyrrverandi atvinnaleik- maður í Þýzkalandi. Hann er fyrirliði á leikvelli. Reyndur leikmaður og hefur góða yfir- sýn. 4. Jens Jörgen Ilansen, Esbjerg 31 árs, hefur leikið 33 landsl. Reyndur og þolgóður leikmað- ur. Einn af burðarásum iiðs- ins. 5. Jörgen Christensen, AAB — 30 ára, en leikur nú sinn fyrsta A-landsleik. Fljótur og öruggur bakvörður. 6. Berger Petersen, Hvidovre — 22 ára og er einnig nýliði í A-landsliöinu, en er tvímæla- laust einn af efnilegustu mið- svæðisleikmönnum Dana. Hef ur mikla yfirferð. 7. Jörn Rasmussen, Horsens — 30 ára, hefur leikið 3 A-lands- leiki. Mjög skemmtilegur og leikinn knattspyrnumaður. sem skilar knettinum ávallt vel frá sér. 8. Per Röntved, Brönshöj — 22 ára, hefur leikið einn A- landsleik, er hann var settur inn á móti Svíum um daginn. Mjög efnilegur. Líkamlega sterkur og skotfastur. 9. Jörgen Marcussen, Vejle — 23 ára. Hann lék sinn fyrsta landsleik á móti Svíum í síð- ustu viku og var einn af beztu mönnum vallarins. Hann á einn ig frábæran feril með Ungl- ingalandsliðinu. 10. Johnny Petersen, AB — 24 ára, hefur leikið 2 A-lands- leiki. Marksækinn og baráttu- maður mikill. 11. Ove Flint-Bjerg, AAB — 22 ára, og nýliði í landsliðinu. Harin er lágur vexti, en leifc- Jörn Rasmussen inn vel með knöttinn og eru miklar vonir tengdar við hann. Framkvæmdastjóri liðsins er: Rudi Strittich. sem hefur ver ið þjálfari í mörguam löndum, síðan hann lagði knattspyrnu- skóna á hilluna, eftir eftirtekt arverðan knattspyrnuferil í Austurríki. Hann hefur verið þjálfari hjá dönskum félög- um s.l. 8 ár og landsliðsþjálf- ari síðan í janúar 1970. fyrir haon að hafa fengið slfkt boð. Það er ekki öllum sem gefst tækifœri tíl að leika í einni sterk ustu 1. deildarkeppni í heimi, og það með og á móti mörgum af fræg'ostu og beztu leikmönnum heitns. ÍR-ingar ÍR—ingar, gönguæfing fyrir setningu íþróttahátíðarinnar við Barnaskólann í Breiðholti í dag M. 14,00. Mætið öll. — Stjórniu. Minni- boltinn Mótsskrá Minni-boltamótsins á íþróttahátíð ÉSÍ A-riðiH: Eram, ÍA, ÍRb, UMES. B-riðiU: Ármann, ÍR, KÍR, KRb. Mánudagur 6. júlí í Breiðagerðis- skóla M. 17.00: B-riðilI: KR:KRb A-riðill: ÍRb:Eram A-riðill: ÍArUMFS Þriðjudagur 7. júlí í Breiðagerð- isskóla M. 16.00: B-riðiIl: Ármann:KR B-riðill: ÍR:KRfo A-riðiIl: ŒArEram Miðvikudagur 8. júlí j Laugardals i faöU M. 15.30: B-riðill: Ármann:ÍR A-riðiIl: EramíölMES A-riðill: ÉRfo:ÍA Fimmtudagur 9. júK f Breiðagerð i isskóla kL 17.00: B-riðill: KRb^Ármann Briðill; KEtífR A-riðSI: UMFSrÍRb Föstudagur 10. júlí höU M. 15.30: ÚrsUt: I/i@ nr. 1 í a-riðli: Lið nr. 1 í b-riðli Lið nr. 2 í b-riðli Lið nr. 2 í a-riðli í Laugardals- Nýlega fór fram golfkeppni á Afcureyri m Gunnarsbikarinn svonefnda. Þátttakendur voru 25 og urðu úrslit þessi, en 72 faolur voru leiknar og full forgjöf gefin: 1, Tómas Sigurjónsson 54+50 52+50+52+51+50+52=4111 ■+ 136=275. — 2. Sigurður Ringsted 47+48+49+39+45+44+45+45 =302-4-84=278. — 3. Björgvin Þorsteinsson 37+42+38+38+42 +37+36+37=307-4-28=279. — 4.—5. Grjnnar Þórðarson 41+39+ 42+40+37+37+44+41=321-:-40 =281. — 4.—5. Svavar Gunnars- son 36+40+40 +35 +38+42+37 +41=309-28=281.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.