Tíminn - 08.07.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.07.1970, Blaðsíða 2
TlMlWft rv>i,'-;;-V"r'-l,r" rÁ--*&y£%’riX-.'\ " •''' 'í*fl fi^/" '''/,‘"Wt'/,"'s"''V"‘ ....'v//w'•'/'■'•"•'//■■■■'y'/y/"/s4ty'"/*£srysr///'sr%s*p///*-"''-,y'wSfWtWf'/SV''$''/'/>'■?/'/' <"yv"n"">"y ' v''"'""/"""""~r'">"'""/'//"//"t\ Eins og frá hefur verið skyrt I er gistirými fyrir 12 manns, og Myndm her að ofan er af gistihysa í blaðinu voru tekin í notkun sma síðar verða tekin í notkun nokkur sambyggiugunni, eins og hun lit hýsi við Valaskjálf á Egilsstöðum hús í viðbót fyrir jafnmarga gesti. ur nu ut. (Timamynd: JK) fyrir nokkru. I smahysum þessum Kaupfélag Berufjaröar 50 ára - Heildarvelta kaupfélagsins jókst um 50,89% frá fyrra ári EB-Reykjavík, þriðjudag. Þann 18. júní s. 1. var 50. aðal- fundur Kaupfélags Berufjarðar haldinn. og kom þá fram að heild- arvelta s. 1. árs nam 104,7 millj- króna, og hafði aukizt um 50,89% frá fyrra ári. Á aðalfundinum var ákveðið að minnast 50 ára afmælis kaupfélags ins þann 4. júlí og var svo gert á veglegan hátt í barnaskólanum á Djúpavogi. Hófust hátíðarhöldin með hátíð armessu í Djúpavogskirkju kl. 2 e. h. þann dag, en fóru hátíðahöld in síðan fram í barnaskólanum á Djúpavogi. Formaður félagsins Elís Þórar- insson hreppstjóri setti hófið en síðan flutti Jón Sigurðsson skáld úr Rjóðri kvæði, er hann hafði gert í tilefni afmælisins, og nefndi „Kaupfélag Berufjarðar 50 ára“. Þá rakti Valgeir Vilhjálms- son kennari verzlunarsögu Beru- fjarðar. Eyrteinn Jónsson alþingismaður tók því næst til máls og flutti Æskan komin út EB—Reykjavík, þriðjudag. Júlí—ágúst hefti Æskunnar er nýkomið út, og flytur lesendum sínum að vanda mjög fjölbreytt og skemmtilegt efni. M. a. efnis má nefna grein er nefnist Japan 70 og fjallar mestmegnis um Osaka og heimssýninguna sem þar er nú haldin. Þá má nefna smásögurnar Heljarstökkið, eftir L. Tolstoj, Nýju húfuna hans Andrésar, sög- urnar hennar Mögu eftir Bergþóru Pálsdóttur, og Skór handa Fran- cois. Einnig skulu nefnd kvæðin Vor í skafli eftir Matthías Jo- hannesen og Vorkveðja eftir Ric- hard Beck. Hrefna Tynes ritar um Mexíkóferð á skátaopnunni, og þá er sagt frá börnum út í heimi. Kvikmyndaþátturinn er að þessu sinni að miklu leyti helgaður írsku söngkonunni Dönu, og f íbróttaþættinum kemur það fram, að lesendur Æskunnar hafa kos- ið Geir Hallsteinsson íbróttamann ársins. Að venju eru í blaðinu fram- haldssögurnar, Tarzan, Happdrætt ið, Lóa litla landnemi og Tröll- barnið á Krákeyju, ,og einnig myndasögurnar sívinsælu eins og t. d. Bjössi bolla, Munchhausen og Rasmus Kubbur. Það er Grímur Engelberts sem ritstýrir Æskunni með slíkum sómabrag og er upplag blaðsins nú 17 þús. eintök. kaupfélaginu heillaóskir frá SÍS. Einnig tóku til máls tveir af fyrr- verandi kaupfélagsstjórum KB, bræðurnir Þorsteinn og Gunnar Sveinssynir, og einnig Sigurbjörg Lúðvíksdóttir ekkja Jóns Sigurðs sonar fyrrverandi kaupfélagsstjóra KB., Að lokum hélt tölu, Geprg Jónsson frá Strýtu einn af stofn- endum kaupfélagsins, og færði kaupfélaginu að gjöf veglegan blómavasa til minningar um veru sína á Djúpavogi. Að lokum var svo stiginn dans fram eftir nóttu í barnaskólahúsinu. Kaupfélagsstjóri KB er nú Hjört ur Guðmundsson og hefur verið það s. 1. þrjú ár. Skáktíðindi að koma út Skáktíðindi, fréttablað um skák kemur út fimmtudaginn 9. júlí. Rit stjóri og útgefandi er Svavar G. Svavarsson. Efni blaðsins er m. a frá Sumarmóti Taflfélags Reykja víkur, ýmsar erlendar fréttir o. fl Útsölustaðir: Bókaverzlun Snæ bjarnar Jónssonar & Co., Mál og menning, og Söluturninn á Hlemm- torgi. Verð blaðsins er kr. 55.50 með söluskatti. nnniiRiM! Jilllk Góð veiði í Laxá í Hreppum Á laugardag og sunnudag s.l. veiddust ails 22 laxar úr Laxá í Hreppum, á fjórða veiðisvæði. Þá veiddust 5 laxar á þriðja veiði svæðinu. Voru þetta vænir laxar, að sögn Kolbeins Ingólfssonar í Stangveiðifélaginu, yfirleitt 11— Gubjön Stybkársson HÆSTAKÍTTAKLÖCHADUB AUSTURSTKÆTI C SiMI 1835« 12 punda. Ekki hefur Veiðihorn- inu borizt fréttir af því hvað mikið hefur veiðzt úr ánni frá því hún var opnuð, pn hins vegar sagði Kolbeinn að góð veiði hafi verið úr henni það sem af er, og áleit hann veiðina betri en í fyrra. (1R OG SKARTGRIPIR: KORNELlUS JONSSON SKÖLAVÖRÐUSTÍG 8 BANKASTRÆTI6 ^•18588-18600 Alls 156 laxar í fyrra í fyrrasumar veiddust 156 iax- ar úr Stóru-Laxá ef ekki er talið með það sem úr ánni veiddist á vegum bænda og Búrfellsmanna, en ekki er vitað með vissu hvað þeir veiddu alls. Tíu hæstu veiði staðir árinnar voru: Hrunakrókur með 19 laxa, Hólmahylur 18 laxa, Heljarþröm 13 laxa, Kálfhagahyl- ur 10 laxa, eignnig Hrísa-hylur, Dag málafljót og Klapparhylur með 9 laxa hver veiðistaður, Flatistreng- ur og Árfellsstokkur með 7 laxa hvor og Skarðsstrengur og Sjó- birtingshylur með 6 laxa hvor. — EB. NTB-Stokkhólmi. — Fatnaður og fataefni.fyrir alls 25 millj. sænskra króna, verður á næst- unni sent til Norður-Vietnam. Þetta er liður í sænsku Viet- namhjálpinni 1970. NTB-London. — Nýja íþalds- stjórnin í Bretlandi tók skýrt fram á mánudaginn, að ef kommúnistaríkin halda áfram að hervæðast, verði Bretland að taka til sinna ráðstafana í hermálunum. NTB-Búkarest. — Kosygin for- sætisráðherra Sovétríkjannaj kom til Búkarest á mánudag- inn til að undirrita vináttu- sáttmála við Rúmeníu, eftir að Rúmenar hafa dregið undirrit- unina í tvö ár. NTB-Toronto. — Kanadísk DC- 8 farþegaþota hrapaði niður á akur fyrir utan Toronto-borg í Kanada á sunnudaginn. 108 manns létu lífið. Ekki er vitað hvað olli slysinu og vitnum ber illa saman. NTB-London. — Sir Alex Douglas-Home, utanríkisráð- herra Bretlands, sagði í neðri deild þingsins á mánudaginn, að stjórnin myndi innan skamms birta opinbera tilkynn ingu í samhandi við vopna- sölu til Suður-Afríku, sem nú er mikið til umræðu, hvort tekin verði upp að nýju. NTB-Munclien. — Þrír fyrrver andi SS-menn komu á mánudag inn fyrir rétt 1 Múnchen, ákærð MIÐVIKUDAGUR 8. júlí 1970. ir fyrir a® hafa myrt hundruð ir manna í sovésku þorpunum Taganrog og Jeissk. 400 þessa fólks voru Gyðingar, og 214 andlega eða líkamlega vanheil börn. Réttarhöldin munu lík- lega taka um hálfan mánuð. NTB-París. — Jagúar strauk á mánudaginn úr búri sínu, er hann kom til Orly flugvallar. Dýrið faldi sig á akri og náðist ekki fyrr en eftir níu tíma. Jag úarinn, sem er stórhættulegt villidýr, veitti engá mótspyrnu, þegar hann var handsamaður og lét bera sig inn í búrið aft- ur rétt eins og barn. NTB-Róm. — Rétt einu sinni er stjórnarkreppa á ítalíu, eftir að stjórn Rumors sagði af sér á mánudaginn, en hún hafði þá farið méð völdin í 100 daga. Þetta var 31. stjórnin á ítalíu, eftir síðari heimsstyrjöldina. NTB-Bridgetow. — Frú Yvonne Heyerdahl, kona Heyerdahl á „Ra 2“ sagði um helgina, að sennilega mundi maður hennar leggja að landi á Barbadoseyj- um næsta sunnudag. Frúin ætl- ar að fara út á snekkju til að taka á móti „Ra 2“. NTB—Oslo — Smitandi heila- himnubólga hefur gengið í Norður-Noregi síðan í fyrra- vetur og leggst hún aðallega á börn. Vitað er um 4 börn, sem látizt hafa af völdum veikinn- ar. NTB—Saigon — Bandarískur blaðamaður, sem búið hefur í S-Víetnam í 11 ár, segir, að á fangaeyju þar við land, séu 500 karlmenn, konur og börn, lokuð inni í steinbúrum. Fang arnir séu soltnir og illa á sig komnir, margir þeirra beri glögg merki pyndinga. NTB—Chicago — Um þjóðhá- tíðarhelgina í Bandaríkjunum, en 4. júlí er þjóðhátíðardag urinn, létu 533 manneskjur lífið í umferðarslysum þar. Flestir létust í Kaliforniu, 48, en 31 í New York. Gjaldheimtan Ríki®, Reykjavíkurborg og Sjúkrasamlag Reykjavíkur standa saman að Gjaldheimtunni. Á síð- asta ári var hlutur borgarsjóðs í rekstrarkostnaði Gj aldheimtunnar rúmlega 4.7 milljónir króna. Ríkið greiðir 42.5% kostnaðar, borgin sama hlutfall og Sjúkrasamlagið 15%. Innfært í þennan rekstrarkostn- að voru nýjar bókhaldsvélar, sem keyptar voru á árinu og færðar beint til gjalda, þannig að raun- verulegur rekstrarkostnaður í hluta borgarsjóðs var aðeins tæp- ar 4 milljónir, en það er samt 8.4% hækkun frá árinu 1968. Ef litið er á rekstrarkostnað Gjaldheimtunnar í heild, er stærsti útgjaldaliðurinn fast kaup — rúmar 8.4 milljónir —, og auka- vinna og aðkeypt tímavinna, rúm- lega 2.1 milljón. Launakostnaður samtals var því rúmlega 10.5 millj. ónir. Af öðrum rekstrarliðum má nefna húsaleigu, 487 þúsund, ræst ingu 266 þúsund, bifreiðastyrki 275 þúsund, auglýsingar 320 þús- und. Pappír, prentun, ritföng og handbækur voru rétt innan við milljón á árinu. Mistalningarfé 1968 og 1969 var rúmlega 68 þúsund á gjaldaiið rekstrarreiknings. Bifreiðakosfnaður vegna borgarskrifstofanna í borgarreikningunum kemur í Ijós, að bifreiðakostnaður vegna borgárskrifstofanna á síðasta ári nam rúmlega 2,1 milljón. Er hér átt við skrifstofurnar að Austur- stræti 16 og Skúlatúni 2. Á fyrrnefnda staðnum er bif- reiðakostnaðurinn tæp 930 þús- und. Mestur er kostnaðurinn við þrjár eigin bifreiðir, samtals tæp lega 659 þúsund. Kostnaður við leigubifreiðir er rúmlega 27 þús. og bifreiðastyrkir tæp 244 þús. A síðarnefnda staðnum eru bif reiðastyrkir langhæsta upphæðin, rúmlega 913 þúsund. Kostnaður við tvær eigin bifreiðir er rúm- lega 213 þúsund, en leigubifreiðir nema rúmlega 51 þúsund. kr. — EJ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.