Tíminn - 08.07.1970, Blaðsíða 1
)
IGNIS
150. fbl. — Miðvikudagur 8. júlí 1970.
Fleiri búast
til síldveiða
OÓ Reykjavík, þriðjudag.
Nú eru nálægt 34 íslenzk
sfldveiðiskip í Norðursjó og
hafa þau flest fengið sæmileg-
an afla og seija vel. Eru þau
skip, sem mest hafa veitt, bú-
in að selja fyrir 6 til 7 millj.
króna. Undanfarið hafa bátarn
ir aðallega selt í Danmörku,
en þangað er styttra af miðun-
um en til Þýzkalands eða Eng-
lands.
Undanfarna daga hefur verið
bræla á Norðursjó og tæplega
veiðiveður, en nú er að létta
til aftur og veðrið að batna.
Þeir bátar, sem lengst hafa
stundað þessar veiðar í vor og
sumar, hafa verið við í tæpa
tvo mánuði, en í fyrra fóru
íslenzku skipin ekki á síld-
veiðar í Norðursjó fyrr en í
septembermánuði.
Innan skamms munu fjórir
bátar til viðbótar fara á síld-
veiðar í Norðursjó. Er verið
að gera skipin klár, en þau
komust ekki af stað fyrir verk
föllin og urðu því innlyksa og
hafa táfizt um margár vikur
Myndin var tekin af bátunumí dag i Reykjavíkurhöfn.
(Tímamynd — Gunnar).
Esju-deilan
útkljáð í haust
OÓ-Reykjavík, þriðjudag.
Hótel Esja opnaði í morgun
og voru dönsku landsliðsmenn-
irnir í knattspymu fyrstu gest-
imir. Eins og komið hefur
fram kærði Sæmundur Ólafs-
son, eigandi Kexverksmiðjunn
ar Esju, vegna nafngiftar hótels
ins, og gerir þá kröfu, að því
verði breytt þar sem fyrir-
tæki hans eigi einkarétt á
nafninu.
Málið hefur verið dómte'kið
í Sjó- og verzlunardómi, en
dómsúrskurður verður ekki
kveðinn upp fyrr en í septem-
bermánuði, þar sem komið er
dómsfrí yfir sumarmánuðina.
Mun því hótelið bera nafnið
Esja í sumar, hvað sem síðar
verður.
Sovézkir vísindamenn taka heiðurinn bæði af Leifi og Kólumbusi:
Ameríku fyrir 3500 árum!
NTB-Moskvu, þriðjudag.
Tveir sovézkir vísinda-
menn rændu í dag bæði
Leif heppna og Kólumbus
öllum heiðri af að hafa
fundið Ameríku. í staðinn
lögðu vísindamennirnir
fram þá kenningu, að
Tíbetbúar eða Indverjar
hafi farið tii nýja heimsins,
þegar um 1500 árum fyrir
Krist. Þessi kenning er
byggð á gömlum kortum,
sem vísindamennirnir hafa
rannsakað.
Það eru tveir austurlanda-
sérfræðingar í Leningrad,
Gumilev og Kustnestsov, sem
rannsökuðu landakort í Tíbet-
önskum handritum og eru kort
in talin með þeim elztu i
heimi. Félagarnir halda því
fram, að Tíþetar og Indverj-
ar hafi vitað um Ameríku 3000
árum áður en Kólumbus steig
þar á land.
Þessi kort hafa lengi verið
kunn, en eftir rannsóknir vís-
indamannanna eru þau litin
nýjum augum þar eystra.
„Grænt land, sem ligur langt
í austri, handan við hafið“
segja þeir, að sé Ameríka. Mál
fræðingurinn Vusnetsov hefur
og komizt að raun um, að hið
hreina ameríska orð „tóbak“
hafi verið þekkt í ótal tungu-
málum og mállýakum þegar í
fornöld. Ýmis atriði, sem sjást
á kortunum voru einnig vel
kunn í Asíu, þegar á öldinni
fyrir Krists burð.
Blindir seldu upp
happdrætti sínu!
FB-Reykjavík, þriðjudag.
Það má víst teljast til und
antekninga, að happdrætti geti
státað af því, að hver miði sé
seldur nokkru fyrir dráttardag.
Svo fór þó í Happdrætti
Blindrafélagsins. en í því verð-
ur dregið á morgun, miðviku-
dag, og er vinningurinn Ford
Taunus bfll.
Við hringdum í dag í Jón
Gunnar Arndal formann happ-
drættisnefndarinnar og spurð-
um hann um happdrættifl. Hann
sagði. að happdrættismiðarnir
hefðu allir verið seldir í gær-
kvöldi, og í, dag hefur vinnings
bíllinn svo staðið í Bankastræt
inu me8 miða límda á rúðurnar,
Framhald á bls. i
NAF-fulltrúar
á ferð um
landið í gær
KJ—-Bifröst, þriðjudag.
FuIItrúar á aðalfundi Nor-
ræna samvinnusambandsine
fóru í ferðalög í dag en hitt-
ust síðan allir í kvöld í Hótel
Bifröst, þar sem þeir fengu
sér snæðing. Seinna í kvöld
áttu síðan allir fulltrúamir
að halda til höfuðborgarinnar
aftur.
Fulltrúarnir skiptust í þrjá
hópa. Einn hópurinn fór á hest
bak við Kljáfoss og hélt ríð-
andi beina leið til Bifrastar.
Annar hópur "ór í bílferð til
Þingvalla, um Kaldadal og
Borgarfjörð, en briðji hópur-
inn fór í siglingu og á skak
úti í Flóa.
Um kvöldmatarleytið hittust
allir hóparnir í Bifröst.
Safnar gömlum
mnnum og mynd-
nm af þeim hér
- til sýningar í Svíþjóð
SB-Reykjavík, þriðjudag.
Forstjóri Þjóðminjasafns Svi
þjóðar, Olof Isaksson, er kom-
inn hingað til lands, þeirra er-
inda að viða að sér efni í ís-
Iandssýningu, sem hann hyggst
setja upp í safni sínu á næsta
ari. Með Isaksson í förinni, er
ljósmyndari og munu þeir ferð
ast um lar.dið næstu sex vikurn
ar.
Isaksson hefur einu sinni kom
ið hingað til lands áður og þá
sem áningarfarþegi. En það
varð nóg til þess, að hann fékk
mikinn áhuga á íslenzkri menn
ingu, gamalli og nýrri. Sýning
in, sem hann er nú að safna
myndum og munum í, verður
sett upp í safninu í Stokkhólmi
á næsta ári og komið hefur til
tals, að síðan verði farið með
hana til Gautaborgar, því safn
stjóri þar hefur sýnt mikinn
áhuga á henni.
Með sýningu þessari er leit
azt við að kynna bæði gamla og
nýja menningu Islendinga. Ekki
er ákveðið enn, hvort einhver
íslendingur fer ti1 S-■" íðar til
að hafa hönd í bagga með upp
setningu sýningarinnar..
Jafntefli
ísland — Danmörk
0:0
í gærkvöldi.
S|á bls. 12—13
Viiiningaskrá
í Happdrætti
SBBS - bls. 3