Tíminn - 08.07.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.07.1970, Blaðsíða 5
JKÐVIKUDAGUR 8. júlí 1970. TIMINN 5 MEÐ MORGUN KAFFINU — Ég vildi að ég hefði efrii á að kaupa fíl. — Hvað ætlarðu að gera með ffí? — .fa, ég hef ekki hugsað mér að kaupa hann. Ég viidi bara gjarnan eiga fyrir honuxn. — Pabbi minn og ég, við vitum allt í heiminum, sagði Nonni litli stoltur. — Jæja, hvar er þá Surts- hellir? — Ja, já, . . . það er sko eitt af því, sem pabbi veit. GSmul kona kom inn í apó- tekfð og sagði lágt við af- greiðslustúlkuna: — Ég þarf að fá eina flösku af þessu styrkjandi og hress- andi, sem ég man ekki hvað heitir, en þegar ég er búin með eitt glas, get ég farið he]j- arstökk aftur á bak. Sagt er, að þar sem blaða- menn séu, génst alltaf eitt- hvað. Það sannaðist þegar Jones, blaðamaður frá London fór í sumarfrí til að hvíla sig. Hann var ekki fyrr kominn suður á Miðjarð'arhafsey.juna, en þar urðu miklir jarðskjálft- ar og þorp lögðust í rústir. Rit stjórinn var ánægður með að hafa mann á staðnum og sendi Jones skeyti um að síma lýs- ingu á hamförunum. Skeytið kom og þar stóð: Hafið engar áhyggjur, ég er ómeiddur. Jones. — Mamma mín segir, að við séum komin af Adam og Evu. — Það er della, mamma mín segir að við séum komin af öpum. — Já, þið eruð það kannski í ykkar fjölskyldu. Viðskiptavinur í blómabúð: — Er það virkilega satt, að þctta blóm blómstri aðeins hundraðasta hvert ár? • Blómasalinn: — Já, ef það gerir það ekki, skuluð þér bara skila því. — Pétur, finnst þér kjóllinn hennar frænku ekki fallegur? — Jú, hann er næstum ekk- ert hræðilegur. — Pabbi. í gamla daga, þeg- ar ekkert sjónvarp var, á hvað horfði maður þá, meðan maður hlustaði á útvarpið? DENNI DAMALAUSI En ef ég tala ckki, þá hefur þú enga dagskrá að hlusta á| eigandi, sem var á sunnudags- göngu með fjölskylduna. Er hann hvíldi lúin bein í göml- um klausturgarði, rak hann af tilviljun augun í það litla, af bátnum, sem upp úr stóð. Og þótt hann gerði sér ekki grein fyrir, hversu dýrmætur fundur hans var, þá fannst honum ástæða að tilkynna rétt um aðilum um hann. Hér á myndinni sjáum við bráðfallegt listaverk eftir ung- an, danskan listamann, Poul Havegaard. Hann hefur eink- um fengizt við að skreyta mannslíkamann, og kallar verk sín járnskúlptúr. Og þótt land- ar hans kunni ekki að meta listaverk hans feða þori það ekki ennþá), varð tízkuteiknar inn frægi, Pierre Cai'din, svo hrifinn af þeim. að hann ákvað að miða allan sinn karlmanna- fatnaö á sýningu í vor við að herrarnir bæru þau. Já, það er ekki lengur kvenfolkið eitt, sem hangir skrautmen sér um háls, heldur virðist stefnan sú, að fínerí í þessum dúr leysi hálsbindin sígildu af hólmi, að minnsta kosti um stundarsakir. Og ungi, fátæki listamaður- inn, sem loksins fékk sitt lang þráða tækifæi'i til að kornast til Pansar ,og það meó svo glaesilegum ái:ahgri,‘ þarf 'áreið’ anlega ekki að óttast um fjár- hagsafkomuna á næstunni, svo áhrifamikill sem Cardin er í tizkuheiminum. Það er margt að varast í kvikmyndaheiminum, og ein stærsta hættan ku vera 18 ára smáskvísur í alltof stuttum pilsum, þ.e.a.s. fyrir roskna leikara og þó einkum leiik- stjóra. Hópur kvikmyndafólks, sem um þesar mundir heldur ráðstefnu í Brighton, Englandi, hlýddi m.a. á íróðlegt erindi um þetta efni. Orsökin er einkum talin sú, að stúlkurnar geri svo til hvað sem er tii að verða sér úti um hlutverk, og leikstjórarnix gangi á það lagið. Afleiðingin sé svo einfaldlega of hár blóð- þrýstingur og oíþreyta. Freddy Thomas, futltrúi Rank, kvaddi sér hljóðs eftír þennan pistil, og sagði, að vissulega væri hann þreyttur og með alltof háan blóðþrýst- ing, en það væri hréint ekki vegna ástarævintýra með ung- um og fallegum stúlkum, og sama gegndi um kollega hans. Þeir hefðu einfaldlega ekki nokkurn tíma aflögu til þess háttar. ★ fá hann með í næturlangar svallveizlur, og áfengi lætur hann ekki inn fyrir sínar var- ir við opinber tækifæri. Frí- stundunum ver hann á kyrrlát an hátt í skauti fjölskyldunnar, eins og fullkomnum eigin- manni og föður sæmir. Sem sagt, Ted Kennedy er orðinn fyrirmynd kynbræðra sinna og fjölskyldu sinni til sórna, þótt ef til vill sé það um seinan. En betra er seint en aldrei. ★ 2000 ára gamall bai'karbátur þ.e. trjábolur, sem holaður hef- ur verið innan á frumstæðan hátt, fannst fyrir skömmu ná- lægt bænum Saint-Sauveur-Le- Vieomte, í Frakklandi. í sama héraði hafa áður fundizt tveir sams konar bátar. og er annar þeirra varðveittur. en hinn molnaði sundur. þegar reynt var að grafa hann upp. Sá sem fannst núna siðast, er fastur í þéttum jarðvegi, oe því með öllu óvíst, hvort hægt verð- ur að grafa hann upp í heilu lagi, en það er nú athugun. Fornleifafræðingar eru að von um himinlifandi yfir bessum merkilega fundi, og hafa fjöl- margir þeirra komið á stað- inn til að vera viðstaddir, er reynt verður að ná himim 12 feta langa farkosti upp á yfir- borðið. Reyndar var það ekki forn leiföfræðingur með skóflu og haka. scm fann bátinn, held- ur gönguglaður sögunarmyllu- Reykvíkingar áttu því láni að fagna um daginn að geta notið snilldar leikarans og leik stjórans Orson Welles í tveim kvikmyndahúsum borgarinrxfr sama daginn. Slíkt verður að kallast stórviðburður í fásinn- inu hér, enda liður í okkar myndarlegu listahátíð. Og svo getum við fljótlega farið að hlakka til næstu mynd ar hans, sem nú er í bígerð, „Catch 22“. Sú fjallar um or- ustuflugmenn í síðari heims- styrjöldinni, og á að gerast á Ítalíu, þótt upptakan fari fram í Mexíkó. Og þetta er ekki aðeins spennandi stríðsmynd, því hún fjallar einna mest um persónul. vandamál flugmann- anna og þeirra stiúð innbyrð- is, svo þess vegna mæti segja, að hún væiú sálfræðilegs efnis. Á meðfylgjandi mynd sjáum við meistarann 1 hlutverki sínu sem Dreedle hershöfðingi, og eftir svipnum að dæma er þetta ákveðinn og harður ná- ungi, sem veit hvernig á að stjórna her manns. Nú er næstum ár liðið síðan ósköpin dundu yfir Ted Kenne dy, og fólk er að vonum orðið þreytt á að ræða um hið svip- lega og dularfulla lát Mary Jo Kopechne.. En Kennedy og hans trygga eiginkona Joan, hafa líka svo sannarlega gert allt til að draga úr umtali og vangaveltum um líferni hans. Þeir sem til hans þekkja, segja að hann sé gjörbreyttur mað- ur, og jafnvel hörðustu and- stæðingar hans og illskeyttustu slúðui'dálkahöfundar, geta á engan hátt náð höggstað á hon urn hvað þetta snei’tir. Hvort það dugar til að bjarga fram- tíð hans í stjórnmálunum, er svo aftur önnur saga, það verð ur tíminn að leiða ; ljós. En allt um það, hann er steinhættur að láta sjá sig meö fyrrverandi vinum sínum, sem áður áttu aaðvelt með að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.