Tíminn - 08.07.1970, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.07.1970, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 8. júlí 1970. ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 lafntefli íslands og Danmerkur í gærkvöldi O-O: ÍSLAND Áni FLEIRI TÆKI- FÆRI OG VAR NÆR SIGRI! Alf.-Reykjavík. — íslenzk knattspyrna hlaut mikla upp- reisn í gærkvöldi, er íslenzka landsliðið gerði jafntefli við það danska, en leiknum lauk svo, að ekkert mark var skor- að. íslendingar voru nær sigri í leiknum, þeir áttu fleiri tækifæri, og hefði ver- io s&ruigjarnt, að leiknum hefði lyktað méð eins eða tveggja marka sigri íslands. En jafntefli varð, og það er hálfur sigur. Alla vega er langur vegur frá 14:2 til 0:0, og við megum vera stolt af íslenzku leikmönnunum, sem börðust eins og Ijón allan leiktímann — og voru lang- tímum saman betri aðilinn á vellinum. Þeir fylgdu dyggi- lega dagskipuninni, sem var á þá leið að gefa Dönunum aldrei neinn frið. Enda var það svo, að Dönum tókst aldrei að byggja upp hættu- legan sóknarleik. Miðvallar- leikmenn íslenzka liðsins höfðu öll völd á miðjunni, ef undan er skilinn kafli um miðjan síðari hálfleik. Og ís- lenzka vörnin á sérstakt hrós skilið, ekki sízt fyrirliðinn, Ellert Schram, sem lék meist aralega — bæði með fótum og höfði — og frábær stjórn hans á íslenzka liðinu verður lengi í minnum höfð. Átta þúsund áhorfendur á Laug ardalsvellinum urðu vitni að þess um fyrsta jafnteflisleik íslend- inga við Dani á heimavelli, en eins og kunnugt er, hefur ísland alltaf farið halloka fyrir Dönum hér heima, en einu sinni áður höfum við gert jafntefli við Dani erlendis, það var á Idrætsparken í Kaupmannahöfn 1959, en þá fóru leikar 1:1. Er leikurinn í gærkvöldi hófst, var norðan ,gola, en ekki óþægilega ka*t. Endurminningin um „14—2“ leikinn var ofarlega í hugum fólks. Og manna á meðal var spurt, endurtekur sorgarsagan sig? Hún endui-tók sig ekki, sem bet- ur fer. Frá fyrstu mínútu lék íslenzka liðið mjög yfirvegað — og beitti leika'ðferðinni „4—3—3“, sem var mjög skynsamleg ráðstöf- un. Á fyrstu mínútum leiksins var íslenzka liðið mun hættulegra en það danska, eins og sést bezt, ef við^ flettum upp j minnisbókinni: Á 9. mínútu munar mjóu upp við danska markið. Hermann Gunn arsson, hinn hættulegi miðherji íslenzka liðsins, gaf eldsnöggt á Guðjón Guðmundsson, sem skaut á mark, en danska markverðinum, (Tímamyndir: Gunnar og Róbert) Ellert Schram, maður dagsins, skallar frá. Kaj Poulsen, tókst naumlega að verja í horn. Upp úr hornspyrnunni, sem Guð jón framkvæmdi, skallaði Ellert á mark, og aftur tókst danska markverðinum að verja meistara- lega. Þegar hér var komið sögu, voru liðnar 16 mínútur, og þá gerðist það óhapp, að Elmar Geirsson, einn af bremur miðvallarleikmönn um íslands verður að yfirgefi völl inn vegna meiðsla. Það á ekki af Elmari að ganga, þegar leikið er gegn Dönum annars vegar. Hann átti að taka þátt í leiknum í Kaup mannahöfn 1967, en rétt áður en leikurinn hófst, varð hann fyrir meiðslum, og gat ekki hafið leik- inn. Nú fékk hann aðeins að leika í 16 mínútur. Það eru einhver álög á Elmari. En sem betur fer, kom góður leikmaður í hans stað, félagi hans úr Fram, Ásgeir Elíasson, en Ásgeir var einn bezti maður liðsins í gærkvöli, og lék sérlega skemmtilega. Danir nýttu kantana betur Dönum var lítið ágengt í fyrri hálfleik — og áttu varla eitt ein- asta tækifæri, sem er í frásögar færandi. Að vísu léku Danir oft skemmtilega saman — og nýttu kantana vel, en flestar sóknar- lotur þeirra enduðu við vítateig íslenzka liðsins, þar sem þeir Ellert, Guðni, Jóhannes og Einar Gunnarsson, voru fyrir. Jörn Ras- mussen (no. 7) var atkvæðamest- ur í danska liðinu — átti margar sendingar út á kantana — og tók góðar rispur á miðjunni, en það nægði engan veginn. Eina mark- skot danska liðsins, sem vert er að geta um. átti Per Röntved, en Þorbergur Atlason verði það auð ' veldlega. I ! ; Hættuleg tækifæri Hermanns ; Hermann Gunnarsson var mjög ! hættulegur upp við danska mark- i ið, og munaði aðeins hársbreidd ! að hann skoraði. A 34. mín. hrökk knötturinn af fótum hans, og virt ist stefna i mark. Danski mark- vörðarinn horfði á eftir knettin- um — og áhorfendur biðu með öndina í hálsinum, en knötturinn skreið framhjá stöng. Og á 38. mínútu framkvæmdi Jóhannes Attason aukaspyrnu, nærri vítateig danska liðsins. Eld snöggt skauzt Ellert fram og skallaði fast að marki — en knött- urinn fór framhjá. Hefði ebki verið ósanngjarnt, að ísland hefði haft eitt eða tvö mörk yfir í hálfleik, og töluðu danskir blaðamenn, sem ég hitti í hálfleik, um það að fyrra bragði. Síðari hálfleikurinn jafnari Síðari hálfleikurinn var öllu jafn arí. Strax á 3. mínútu átti Her- mann hæl* legan skalla rét( fram hjá, en yfirlritt átti Hermann erf itt um vik, því að reyndasti leik- maður danska liðsins, Jens Jörgen Han frá Esbjerg, sem hefur 34 landsleiki að baki, fylgdi honum eins og skugginn. A 19. mínútu leiksins stóð Her mann 'einn fyrir opnu marki, en skaut himinhátt yfir, en sennilega hefði dómarinn dæmt markið af, ef Henmann hefði skorað, því mér sýndist knötturinn vera ú. -f, reít áður en hann barst til Hermanns. Hættulegasta tækifæri Danr. — og raunar eina tækifæ.ri þc' _ leiknum — kom 1 20 mínútu, A jg ar Jörn Rasmussen skaut af 30 metra færi, og hafnaði skot hans í þverslá. Af einhyerjum ástæðum var Þorbergur ekki vlðbúinn, en sennilega hefur ha.m álitið, að skotið myndi fara hátt yfir. Danir ná tökum á miðjunni Yfirleitt hafði íslenzka liðið bek-i Pc á miðjunni en Danir. Þeir Haraldur Sturlaugsson og Ásgeir Elíasson börðust eins og ljón og nutu stuðnings Eyleifs í baráttu um völd á miðjunni. En um miðbik síðari hálfleiksins slök uðu þeir á. Og í 10—15 mínútur sóttu Danir öllu meira. En síð- ustra 10—15 mínúturnar komst aftur jafn.ægi á — og í Ifk5- átti íslenzka liðið a. m. k. eitt hættu legt tækifæri, þegar Eyleifur brauzt í gegn, en Dönum tókst að bjarga í horn. Eyleifur varð að yfirgefa völl- inn nokkrum mínútum fyrir leiks lok og kom Skúli Ágústsson inn á í hans stað. Mínúturnax liðu, ein af annarri, og ljóst var, að ekkert mark myndi verða skorað í þessum leik. Mik- il fagnaðarlæti brutust út á áhorf- endapöllunum, þegar skozki dóm- arinn McKenzie, flautaði leikinn af. Jafnvel þó að ísland hafi verið nær sigri, þá var jafntefli alltaf hálfur sigur, og við þessum úrslit um höfðu fáir búizt. Ellert Schram maður dagsins Ellert Sclyam, fyrirliði íslenzka landsl. var óumdeilanlega mað- ur dagsins. Hann var bezti maður vallarins. Hann stjórnaði liðinu eins og snjall hershöfðingi •— hleypti dönsku sóknarmönnunum aldrei inn fyrir sig. Miðherji danska liðsins gafst upp í þessari orrustu — og var honum kippt út af í síðari hálfleik. Hæfileikar Ell erts felast ekki aðeins í því, að hann er snjall miðvörður, sem stöðvar sóknarlotur mótherjanna, heldur er hann einnig frábær skipuleggjari og byggir vel upp. Það er lán fyrir íslenzka knatt- spyrnu að hafa jafn frábæran leik mann og Ellert innan sinna vé- banda, og vonandi á Ellert eftir að leika lengi enn, þó að hann sé einn af .elztu leikmönnum íslenzkr ar knattspyrnu í dag. Aðrir varnarleikmenn eiga einn ig hrós skilið, Jóhannes, Guðni og Einar, gerðu hlutverkum sínum góð skil. Þökk sé þeim, að Danir náðu aldrei að ógna íslenzka mark inu verulega og átti Þorbergur Atlason því óvenju rólegan dag. Ásgeir og Haraldur voru dugleg- ir á miðjunni. Eyleifur hjálpaði þeim mikið, en sá ljóður var á ráði Eyleifs, að hann virtist hrædd ur við að fara í návígi. í framlínunni var Hermann hættulegastur. Þó að Hermann hafi ekki tekizt að sköra í þess- um leik, þá var hann liðinu ómet- anlegur styrkur, því hann er einn af þeim leikmönnum, sem eru líklegir til að gera eittihvað auka- lega. Skagamennirnir Matthías og Guðjón tóku góða spretti, en þó verð ég að viðurkenna, að oft hef ég séð Matthías betri. Um liðið í heild er þetta að segja: Það barðist vel — og lék vel. að á heiður skilið fyrir í frammistöðuna í gærkvöldi. — ! Skugganum frá síðasta landsleik ; hefur verið eytt. Það má með sanni segja, að sólskin leiki um íslenzka knattspyrnu í dag. Þökk sé landsliðspiltunum okkar. Sviplítið danskt lið Danska landsliðið var óneitan- lega sviplítið í þessum leik. En staðreyndin er sú, að enginn er betri en mótherjinn leyfir. ís- lenzka liðið leyfði Dönum aldrei að ógna. Þeir fengu engan frið. Þess vegna náði danska liðið aldrei að ógna. Og nú hverfa Dan- ir heim, vitandi það, að fslend- ingar eru ekki lakari knattspyrnu menn en þeir. Vel má vera, að þeim finnist erfitt að bíta í það súra epli. En verði þeirn að góðu. Skozki dómarinn dæmdi leikinn óaSfinnanlesa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.