Tíminn - 08.07.1970, Blaðsíða 9
*SH>VIKUDAGUR 8. júlí 1970.
TIMINN
9
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framfcvœmdastjóri: Kristján Benedifctsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinisson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas
Karissot, Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnar-
skrifstofur í Edduhúsinu, sírnar 18300—18306. Skrifstofur
Binibastræti 7 — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523.
Aðnar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði,
innanlands — í lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf.
Stuðningur
vi5 íþróttirnar
íslendingar eru góðir íþróttamenn. Það hafa þeir
hvað eftir annað sýnt í alþjóðlegri keppni, og mun vand-
fundin svo örsmá þjóð önnur, að hún standi stórþjóð-
um eins vel á sporði. Hins vegar mætti almennur áhugi
á íþróttum og ástundun íþrótta vera meiri vegna
heilsugildis íþróttanna sjálfra, en ekki vegna afreka eða
meta. Slíkur áhugi fer þó mjög vaxandi, og almenn
íþróttaþátttaka, til að mynda í ungmennafélögunum víðs
vegar um land, er mjög mikil. Við eigum þó margt ólært
í þessum efnum og gætum meðal annars tekið okkur
Norðmenn til fyrirmyndar í íþróttaiðkunum, sem ná til
alls almennings, ungra og aldinna, en merkileg hreyfing
hefur þar orðið í þessum efnum.
Íþróttahátíð sú, sem nú stendur yfir hér í Reykjavík,
þar sem fjölmargir frábærir íþróttamenn eru gestir og
keppa við íslendinga, er tímamótaviðburður, sem von-
andi á eftir að leiða margt gott af sér í íþróttamálum.
Slíkar hátíðir þarf að halda reglulega, því þær munu
mjög fallnar til þess að auka almennan íþróttaáhuga.
Sama er að segja um einstakar heimsóknir erlends
íþróttafólks og kappliða.
En við búnm við örðug kjör í þessum efnum. Því
veldur langræðið. Viljum við bjóða slíkum gestum heim,
kostar það of fjár. Þess vegna verður að veita þessum
heimsóknum alveg sérstakan stuðning til þess að jafna
aðstöðumuninn. Á þessu hefur ríkt sorglega lítill skiln-
ingur, eins og fram hefur komið í umræðum undanfarin
missiri. Borgaryfirvöld hafa til að mynda haft vallar-
leigu svo háa við slíkar heimsóknir, að nær óviðráðan-
legar má kalla. Hefur fulltrúi Framsóknarmanna í borg-
arstjórn reynt að fá þessu breytt, en úrbætur ekki feng-
izt. Ríkið veitir hinum dýru heimboðum erlendra íþrótta-
manna engan stuðning.
Það var því tímabær tillaga, sem Ingvar Gíslason
flutti á Alþingi í vetur um stofnun sjóðs til stuðnings
íþróttasamskiptum íslendinga við aðrar þjóðir. Var þar
gert ráð fyrir nokkru ríkisframlagi og öðrum fjáröflunar-
leiðum. Hér var um að ræða mjög eðlilegan og brýnan
stuðning við íþróttalíf landsmanna, og var tillagan byggð
á reynslu síðustu ára í þessum efnum og fjárhagserfið-
leikum margra íþróttasambanda, sem mjög stafa af því,
að þau eru að reyna að klífa þann þrítuga hamar að
bjóða heim erlendu íþróttafólki. Samt hlaut þessi tillaga
ekki skilning meirihluta Alþingis, og lét stjórnarliðið
hana daga uppi.
Þá fluttu þrír þingmenn Framsóknarflokksins, þeir
Halldór E. Sigurðsson, Einar Ágústsson og Bjarni Guð-
björnsson, merka og tímabæra tillögu á Alþingi í vetur
um áætlunargerð vegna fjárhagsaðstoðar ríkisins við
íþróttastarfsemina í landinu. Var þar gert ráð fyrir skip-
un nefndar manna frá íþróttahreyfingunni, Ungmenna-
félagi ís’ands, ríkinu og Alþingi, er hefði það hlutverk
að kanna eðlilega fjármagnsþörf íþróttastarfseminnar,
aðra en til mannvirkjagerðar, og gera síðan áætlanir,
fyrst til eins árs 1971, en síðan til fjögurra ára, og skyldi
við þá áætlanagerð höfð hliðsjón af fjárframlögum ann-
arra þjóða til íþróttastarfsemi, til að mynda Norður-
landa, en þó að sjálfsögðu tekið sérstakt tillit til að-
stæðna á íslandi.
Sama máli gegndi um þessa tillögu og hina fyrri.
Meirihluti Alþingis hafði ekki skilning á henni, og stjórn-
arliðið lét hana daga uppi. — AK
f
ERLENT YFIRLIT
Verður Tonga veitt aðild að
Sameinuðu þjóðunum?
Það getur orðið verulegt deiluefni á næsta allsherjarþingi.
TUPOU
SVO GETUR farið, að Tonga
verði eitt helzta umræðuefnið
á þingi Sameinuðu þjóðanna á
fcomandi hausti. Stjórn Tonga
hefur það nefnilega til athug-
unar, hvort sæfcja beri am að-
ild að Sameinuðu þjóðunum
eða eifcfci. Verði það niðurstaða
ríkisstjórnarinnar að sækja
um aðild, þurfa öryggisráð og
allsherjarþing S.Þ. að taka
ákvörðún um, hvort veita skuli
einu smáríkinu enn þátttöku í
Sameinuðu þjóðunum eða hvort
setja beri sérstakar hömilur, er
kveði á um hvaða skilyrði ríki
þurfi að fullnægja til þess að
töðlast rétt til aðildar. Á næstu
misserum munu bætast við
mörg ný sjálfstæð ríki, sem
eru enn fámennari en Tonga.
Erfitt getur orðið að neita
þeim um aðild, ef Tonga fær
hana, nema þá, að einhver
ákveðin mörk séu sett.
Það er tilefni þess, að Tonga
kemst þannig á dagskrá, að
Tonga hlaut fullt sjálfstæði
4. júní síðastl. Samkvæmt út-
reikningum fróðra manna var
Tonga þá talið 143. sjálfstæða
ríkið í heiminum.
TONGA er eyjaklasi á Kyrra
hafinu, langt frá öllum megin-
löndum. Næsta meginland er
Ástralía, en Tonga er í 2000
mílna fjarlægð frá norðaustur
strönd Ástralíu. Tongaeyjarn-
ar eru um 150 talsins, en flatar
mál þeirra allra er þó ekki
meira en 270 fermílur. Eyja-
klasinn dregur nafn af stærstu
eyjunni, Tonga, og þar er höf-
uðborgin, sem heitir Nukua-
- lofa. Alls eru íbúarnir um 80
þúsund. Helztu atvinnuvegir
eyjarskeggja eru fiskveiðar og
landhúnaður. Bananar og hnet-
ar eru helztu útflutningsvör-
urnar. Eyjarskeggjar hafa lært
að vera sjálfbjarga vegna ein-
angrunarinnar, og hafa því
hagstæðan verzlunarjöfnuð. —
Vafasamt er að það haldist þeg
ar þeir komast í meiri tengsl
við heimsmenninguna, og inn-
flutningur eýkst af þeim sök-
um.
Tonga komst undir vernd
Breta fyrir 70 árum, en þeir
höfðu áður lagt leið sína þang-
að. Tonga varð sérstakt kon-
ungdæmi 1845 og fékk stjórn
arskrá 30 árum síðar, oc var
þá sett þing á laggirnar við
hlið konungs, en þó með tak-
mörkuðu valdi. Það er skipað
21 manni. Aðallinn velur sjö
menn, óbreyttir kjósendur aðra
sjö, og konungurinn skipar 7,
sem jafnframt eru ráðherrar.
Þetta skipulag virðist hafa
gefizt Tonga-búum vel. Meðal
annars er alþýðufræðsla þar á
háu stigi. fbúarnir hafa tileink
að sér margt hið bezta úr vest-
rænni menningu, ár þess þó
að glata eigin þjóðháttum og
siðum, og kynblöndun við Ev-
rópubúa hefur orðið lítil.
Kiústin trú ruddi sér til rúms
á Tonga á síðustu öld.
Tongaeyjarnar liggja í hita-
beltinu. Þar er kaldast í ágiist.
iiiii^ipniiiIiWmiii'iiiI ~|—~i
en meðalhitinn er þá um 20
stig. Mestur er hitinn í janúar
26 stig til jafnaðar. Eyjarnar
eru frekar láglendar, eða um
6 m. til jafnaðar yfir sjávar-
mál. Mesta hæð er um 30 m.
yfir sjávarmál. Margir, sem
þangað hafa komið, telja þær
tilvalið ferðamannaland, en
stjórnendur eyjanna vilja fara
að með gát í þeim efnum, þar
sem það gæti sett hina þjóð-
legu menningu eyjarskeggja úr
skorðum.
Á UNDANFÖRNUM áratug-
um hefur Salote drottning gert
garðinn frægan á Tonga. Hún
stjórnaði þar í 47 ár eða frá
1918—65. Margt ber þess
merki, að hún hafi verið mjög
hygginn stjórnandi. Annars var
hún sennilega þekktust fyrir
það, að hún var kvenna stærst
og skðruiegustu og vakti því
mikla athygli, er hún ferðað-
ist utanlands. Elzti sonur henn
ar, Tanfa’ahan Tupou, fer nú
með konungdóminn. Hann er
um margt líkur móður sinni
í sjón og raun. Hann er þrjár
álnir og tveir þumlungar á
hæð og vegur um 300 ensk
pund. Móðir hans lét hann
nema listfræði oa lögfræði við
háskóla í Ástralíu, og yngri
son sinn lét hún nema land-
FJÓRÐI
búnaðarfræði. Þetta þrennt
taldi hún mikilvægast fyrir
þegaa sína, þ.e. listina, lögin
og landbúnaðinn.
Eftir að Tupou lauk námi,
gerðist hann forsætisráðherra
hjá móður sinni 1949 og varð
raunverulega þá strax mesti
valdamaður ríkisins. Hann er
nú 52 ára gamall. Þegar hann
varð konungur fyrir fimm ár-
um, varð bróðir hans forsætis-
ráðherra, en völdin hafa síðan
1845 verið að langmestu leyti
í höndum konungsættarinnar,
þótt þing hafi starfað að nafni
til síðan 1875.
MIKIL hátíðahöld urðu á
Tonga í tilefni af því, að Bret-
ar veittu ríkinu fullt sjálf-
stæði 4. júní síðastl., eins og
áður segir. Hertoginr af Cloust
er, frændi Elisabetar drottn-
ingar, var fulltrúi Bretastjórn-
ar. en Bandaríkin sendu sendi-
herra sinn á Nýja-Sjálandi.
Alls stóðu hátíðahöldin í 4
daga. Þau einkenndust mjög af
söngvum og dansi, en hvort
tveggja eru Tonga-búar frægir
fyrir. Hátíðahöldin báru þess
svip, að Tonga er menimgar-
ríki, þótt lítið sé, og að mikil-
vægt er. að það geti fengið
að dafna sem mest óáreitt eins
og hingað til. Þ.Þ.