Tíminn - 09.07.1970, Síða 6
£
TIMINN
FIMMTUDAGUR 9. júlf 1970.
LANDSMOT HESTAMANNA
SKÓGARHÓLUM í ÞINGVALLASVEIT
10 -12 JÚLÍ
A MORGUN KL. 10 FH. HEFST LANDSMÓT HESTAMANNA
FJÖLBREYTT SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLS KYLDUNA
GÓÐ AÐSTAÐA TSL ÚTIVISTAR
OPIÐ BRÉF TIL BÆNDA
Laks virðist það ljós rannið
■upp fyrir íslendingum, að
gamla Frón kunni að hafa
nokkurt verðmæti sem ferða-
mannaland. Má um þaið segja,
að „betra er seint en aldrei'*.
Straumur erlendra ferða-
manna hefur vissulega aukizt
allverulega og nakkuð jafnt og
þétt hin síðustu ár. Hér kem-
ur tvennt til: Þrátt fyrir mis-
jöfn kynni erlendra manna af
landi og þjóð, þar sem eðlilega
sitt sýnist hverjum í samræmi
við breytileg sjónarmið og mis
jafnan skilning á nýstárlegum
fyrinbærum, þá mun meiri
hluti gestanna mæla með ferð
til íslands við kunningja sína.
í öðru lagi auglýsa flug- og
ferðafélög, innlend og erlend,
landið sem forvitnilegt ný-
næmi.
Á þessu ári mun nú svo kom
ið, ða vafasamat er, hvort allir
þeir útlendingar, sem hingað
fýsir, eigi farkosta völ. Þó rík-
ir sennilega enn meiri óvissa
um, hvort hægt verði að veita
þeim gestum, sem að garði
ber., viðunandi fyrirgreiðslu,
og er hér mest í veði.
Ekki þarf að deila um, að
íslenzk náttúra er svo kosta-
rík og fjölbreytt og forvitni-
leg fyrir útlendinga, að þjóð
in getur tryggt sér örugga há-
tekjunámu um alla frjálsa
framtíð, ef hún kann méð að
fára. Sém stendu. er mest
áherzla lögð á fjölgun og
stækkun gistihúsa. Þá er og
drepið á nauðsyn betri vega.
Vissulega þurfum við að hraða
vegabótum eftir beztu getu, þó
ekki sérstaklega vegna er-
lendra ferðamanna. Það er ann
að. sem er meira aðkallandi
gagnvart útlendingum, ef ekki
á að fæla þá frá landinu.
Hingað til höfum við haft
það fátt gesta, að þeir hafa
ekki þurft að troða hvern
annan um tær. Þegar beim
fjölgar, dreifast þeir meira um
króka og kima bæði í þéttbýli
og strjálbýli, og þá gefst þeim
sums staðar á að líta. Ég segi
aðeins sums staðar. Um síð-
ustu aldamót, raunar miklu
síðar, var alger undantekning
i öllum landshlutum. að til
væru heimili, þar sem gætt
væri fullkomins þrifnaðar hæði
utan húss og innan. Á þeim
tíma var að vísu víðar pottur
brotinn meðal menningarþjóða.
en hvergi jafnalmennt og hér.
Síðan hefur mikið breytzt til
ASAHI PENTAX myndavélar auðvelda fleirum að faka betri myndir
ASAHI
PENTAX
FOTOHUSIÐ
BANK ASTRÆTI
SÍMI 2-15-56
BlLA- OG BÚVÉLASALAN
v/Miklatorg.
Vanti yður búvél til að
bæta yðar hag; bíla, gröf-
ur, ýtur. lengi mætti telja,
| er úrvaJ þess alls hjá okk-
j ur í dag. öllum bjóðast
j kjör, úr nóg uer að velja.
! Bíla- og búvélasalan
j v/Miklatorg. Sími 23136.
SPEGLAR
Tækifærisgjafir
Hafið þér valið gjöfina?
Komið og lítið á hið fjöl-
breytta úrval. — Verð og
gerðir við allra hæfi.
Oivífuj
flflOTS
SPEGLABÚÐIN
Laugavegi 15
Símar: 19635 og 13333
batnaðar hérlendis. Þó eru ís-
lendingar enn langt á eftir hin
um Norðurlandaþjóðunum og
nágrönnum á meginlandinu um
allan þrifnað, sérstaklega utan-
húss. Það má þó segja íslenzk-
um húsmæðrum til verðugs
hróss, aC þær hafa gengið svo
fram fyrir skjöldu um innan-
hússþrifnað á síðustu árum,
að tiltölulega óvíða er ura að
sakast, og harla víða mundu
jafnvel Hollendingar ekki
þurfa um að bæta, en lengra
verður ekki jafnað. Utan dyrá
horfir málið aftur á móti öðru
vísi við. A8 vísu er utanhúss-
þrifnað að finna á stöku stað,
bæði í þéttbýli og strjálbýli,
en því miður tiltölulega óvíða.
Hér verða ekki einstök staða-
nöfn nefnd, en þess skal þó
getið, að fyrir nokkrum árum
stofnuðu Austur-Skaftfelling-
ar samtök um allt héraðið til
aukins þrifnaðar. Þar eru ár-
lega veitt verðlaun málefninu
til gengis. Árangurinn er þeg-
ar sá, að nú þekkist líklega
ekki í neinu öðru sýslufélagi
jafnmikil, almenn snyrti-
mennska umhverfis bæi.
Ég hefi frétt nú nýlega, að
í tveimur öðrum sýslum sé
vöknuð svipuð hreyfing, og er
það yel, en betur má, ef duga
skal. Það eru margir áratug-
ir liðnir, síðan ég kynntist ör-
fáum bændabýlum í sumum
sýslum landsins, þar sem þrifn-
aður og snyrtimennska var ríkj
andi, hæði utanhúss og innan.
Ástæða er til að ætla, að slík
ar fyrirmyndir hefðu áhrif á
næstu nágrenni. Má og vera, að
þess séu dæmi, bó að þau hafi
farið fram hjá mér. Eina ráð-
ið til gagngerðra, almennra um
bóta virðist því vera fordæmi
Austur-Skaftfellinga.
Bænaur eSðir. Hefjizt »ú
handa og gerið nreinv í?7Ír
ykkar dyrum. Farið tilsvaiiwsdi
að og eiginkonur ykkar hafa
gert innan dyra. Mér er full-
kunnugt. að þið hafið ærið að
starfa svo að hjá flestum ykk
ar er naumast hægt við að
bæta, en hér er mikil nauðsyn á.
Sumir ykkar þurfið litlum eða
engum tíma að offra, aðrir
töluverðum eða iafnvel mikl-
um, en þetta er starf sem taka
má i áföngum. oe .hálfnað er
verk. þá hafið er“ Þegar
„hreingerningunni“ er lokið. ar
eftirleikurinn sama sem eng-
inn, en ánægja og vellíðan
margborgar fyrirhöfnina.
Það voru íslenzkir bændur,
sem á sínum tíma skipuðu
þjóðinni á bekk meðal fremstu
menningarþjóða, og treystu
þar með sjálfstæði hennar
gegn nm allar þrengingar. Nú
gefst ykkur, bændur , góðir,
tækifæri til að bjarga að ykk
ar hluta þjóðarsómanum, þeg-
ar erlendir náttúruunnendur
taka að flæða yfir landið.
Erlendiun ferðamönnum má
skipa S tvo flokka: Annar hóp-
urinn er fólk, sem kemur til
þess að hafa komið hingað,
komið í höfuðborgina, komið
að hinum heimsfræga Geysi, o.
s. frv., til þess að geta lengt
nafnaskrá sína, sem verður
eina ferðasagan. Þessi lýður
kemu” ekki til að skoða það,
sem fyrir augun ber og er bví
ekki með neina hnýsni. Það
væri tilviljun, ef bað kæmi
aunga á óþrifnaðinn. Hinn hóp
urinn er stærri, sem kemur
beinlínis til að skoða og festa
sér í minni það, sem markvert
er eða sérstætt. Myndavélam
ar eru óspa. t notaðar, og engu
er hlíft. Þessir gestir troða
ekki hverjir öðrum um tær.
Þeir leita frekar næðis á víð
og dreif og skoða, sem ná-
kvæmast það, sem fyrir aug-
un ber. Bakpokalýðurinn (að-
alleg?. náms- eða menntafólk).
sem leggur land undir fót, hef
ur hvað gleggst gestsauga og
gægist um krók og kima. Á
ferðum sínum um landið á
hverju einasta sumri tek ég
þetta fólk oft upp af götunni
og ek þvi skamman eða lang-
an spöl. Af tillitssemi ek ég þá
oftast hægt, svo að gestirnir
geti betur litið í kring um
sig, þó verður mér á að full
nýta að minnsta kosti leyfileg
an ökuhraða til að skjótast
fram hiá amum bæjum, er
standa nálægt veginum. Þetta
nær þó litlum tilgangi. Þyssi
glöggskyggni göngulýður. sem
hefur augun alis staðar. hefur
þegar séð og fest annars stað
ar á filmu það. sem ekki ætti
að sjást. Þetta er alvarlegra
mál vegna bjóðarsómans. en
íslendingar munu almennt gera
sér grein fyrir.
íslenzkir bændui, ég end-
urtek askorun mína til ykkar.
Verið á undan béttbvlisfólk-
inu með hreingerninguna. Þið
hljótið að launum auk beið-
ursins bæði ánægju og vellíð-
an, rétt eins og eftir að bið
hafið fágað vkkur sjálfa að
kvöldi eftir /el unnið dags-
verk
Með beztu árnaðaróskum,
Ásgeir L. Jónsson.