Tíminn - 09.07.1970, Síða 7

Tíminn - 09.07.1970, Síða 7
jrjMMTUOAGm 9. jiffi 1970. TIMINN 7 LAUNÞEGASPIALL Að loknum samningum WNnSRJFRIÐU'R er nú á ný i landinu eftir l'öng verkföll og vfðtæb, og gilda kjarasamning ar lengttr en oftast áður, eða trl 1. október næsta ár. Ættu því engar verulegar kjaradeil wr að rlsa fyrr en síðla næsta ár, nema hvað sjómenn semja að venju í byrjun árs, og ó- rcást er hvað verður 'uim samn- ioga prentara, sem eru larasir í baust, og um kjör vfirmanna á kaupskipaflotan um — en verkfall þeirra var sem kunnugt er bannað með Iögum og kjaradeila 'þeirra sett í gerðardóm, en yfirmenn sögðu upp störfum sinum og eru lausir úr starfí. 10. október mæstkomandi. Það er því útlit fyrir áfram haldandi átök milli yfirmanna og skipafélaganna. Hvað úr því verður, fer auðvitað veru- lega efíir niðurstoðum gerðar- dóms, en auðskilið er að yfir- menn uni þvi illa, aið kjaradeil ur þeirra séu hvað eftir annað „leystar" með bráðábirgðalög- nm. ŒRÐARDÖMSDÖG þessi minna annars á það, að atvinnu rekendur virðast telja, að leysa eigi allar kjaradeilur meS gerðardómi — þótt sterk verkalýðshreyfing komi í veg fyrir, a® stjórnvöld leggi út í slíkt nema þegar um er að ræða einstaka tiltölulega fá- menna starfshópa, sem standa einif í kjarabaráttunni. í sjón varpsþætti, eftir að samningar við verkalýðsfélögin höfðu ver- ið undirritaðir, kom þeifa skýrt fram hjá Barða Friðrikssyni, skrifstofustjóra Vinouveitenda- sambands Islands. Benti hann á, að við hefðum dómsstóla til að útkljá margvíslegustu mál, og eins ættum við að geta treyst dómstólum svo sem gerð ardómi til að skera úr um kaup og kjör Þa@ er eð’ilegt, að atvinnu- rekendur hafi þetta sjónarmið, þar sem reynsian af gerðar dómum — bæði Kjaradómi og ýmsum, sem komið hefur verið á með lögum — sýnir, að þeir eru yfirleitt nær afstöðu at- vinnurekenda en launafólks í úrskusðum sínum. Hins vegar er þessi reynsla slík ,að launþegar munu aldrei láta sér tfí hugar koma, að kalla yfir sig slíka „lausn“ kjara mála sinna. í ÞESSUM sjónvarpsþætti, og víðar á þessum tíma, var mikið rætt um það, að nauðsynlegt væri að breyta undirbúningi og vinnubrögðum varðandi gerð kjarasamninga — og hefur rík isstjórnin nú farið fram á sam vinnu við samtök vinnumarkað arins um úrbætur í því efni. Því neitar víst enginn, að margt mætti betur fara við gerð kjarasamninganna. Vinnu- brögðin eru orðin úrelt, en ekki hefur sem skyldi verið leit að að nýjum leiðum. Barði Friðriksson vildi reynd ar gera þá breytingu veiga- mestm að sterkari miðstjórn AlþýSúsambands Islands yrðu færð flest völd í hendur, og gætu síðan fámennir liópar ASÍ og Vinnuveitendasambands ins ráðið gerð kjarasamninga. Vissulega gæti það stundum auðveldað samningsgerð, en hins vegar kemur s’íkt afnám lýðræðis í verkalýðshreyfing-' unni auðvitað ekki tií greina. Vilji atvinnurekendur byggja sín samtök upp á hálfgerðum „einræðisgrundvelli", þá er það auðvitað þeirra mál. En verkalýðshreyfingin er fyrst og fremst lýðræðisleg samtök fólksins í landinu, en ekki einkafyrirtæki örfárra manna — þótt ýmsir kunni aö gleyma því stundum. LAUSNINA verður því að finna annars staðar. Og ég er nokkuð bjartsýnn á, að það sé ekki svo erfitt, ef raunveruleg ur áhugi er fyrir því að finna hana. Grundvallaratriði er, að verkalýðshreyfingin og sam- tök atvinnurekenda ræði sam an og nái algjöru samkomulagi um nýtt fyrirkomulag, annars verður það óstarfhæft. Meginatriði virðist mér vera að komið verði á fastri við- ræðunefnd milli verkalýðshyeyf ingarinnar og samtaka vinnu- veitenda. Þetta ætti ekki að reynast erfitt, þótt ASÍ hafi ekki allsráðandi miðstjórn, þar sem ASÍ er aið skiptast upp í landssambönd, sem eiga eftir að verða sterkari þegar tímar líða, og þar sem þessi sam- bönd eiga öll fulltrúa í i. sam- bandsstjórn Alþýðusambands- ins. I slíkri viðræðunefnd — sem kæmi saman við og við allt samningstímabilið — væri hægt að ræða hin ýmsu atriði, sem þýðingu hefðu fyr- ir gerð næstu kjarasamninga. Báðit aðilar myndu þannig hafa góða hugmynd um afstöðu :V*>*N*á sem er hvors annars tímanlega áður en kjarasamningar rynau út. Fulltrúar verkalýðshreyfing arinnar í slíkri viðræðunefod hefðu að sjálfsögðu ekki samn ingsrétt — hann er í höndum félaganna sjálfra. Hins vegar er Ijóst, að ef það samband, seni vera á, er milli forystu- manna ASÍ og landssamband anna annars vegar og forystu manna hinna einstöku félaga hins vegar, þá myndu slík við ræðunefnd gefa öllum aðilum góða hugmynd um, hvernig mál in stæðu — og það verulegum tíma áður en samningar eru lausir. SLIKT SAMBAND milli vinnu veitenda og launþega myndi auðvitað ekki útiloka verkföll með öllu, en það er forsenda þess að hægt sé að draga úr líkum á verkföllum. En þá verða baðir aðilar að ganga heilir til verks og draga úr þeirri póker-spilamennsku, sem alltof oft einkennir samninga viðræður, þ.e. að menn segja t- d. 5% en vita í rauninni, að þeir munu sernja um 10% — eða öfugt, — og eru svo marga dýra verkfallsdaga að láta blekkingarhjúpinn falla. Viðræðuvettvangur og heil- indi í viðræðum eru því að mínu viti tvö þau atriði, sem nauðsynlegust eru til að draga úr verkfallshættunni. Elías Jónssou. ISLAIMD & 12 KAUPSTAÐIR # Merkingar til hagræðis fyrir ferðamenn: Hótei, greidasöiur, samkomuhús, sundiaugar, símstöóvar, bifreidaverkstæði, byggða- söfn, sæluhús o. fi. # Allt iandið er á framhiið kortsins # Kort yfir 12 kaupstaði á bakhlið # Hentugtbrot: 10x18 cm # Sterkur korta- pappír # Fæstihókaverziunum og Esso-bensinstöðvum um/andailt

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.