Tíminn - 21.07.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.07.1970, Blaðsíða 2
hir i ' > ' > TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLf 197». UnnlS er af kappi vlð aS setja nlður vélar i nýfu Sútunarverk- smlSiu SÍS á Akureyri. Þegar er byr|a8 18 súta f hluta ný|a hússlns. en enn er ekkl aðstaða til a full- vinna sklnnin, því það er aðeins votdeildin, sem tekin er til starfa að nokkru leyti, Myndin var tekjn fyrir skömmu t verksmlðiunn! og sjást á henni tvö af spjaldkörunum og tromla, sem notað er vlð hreins- un og sútun gæra. 80—85% vinnuslysa hér á landi „Yfirsjónaslys' FLEIRI SLYS HER VEGNA SLÆMS SKIPU- LAGS VERKA OG UMHVERFIS EN ERLENDIS EJ—Reykjavík, mánudag. Hér á landi, eins og víða ann ars sta'ðar, virðast um 80—85% slysa á vinnustöðum vera „yfir- sjónaslys", — segir Friðgeir Gríms son, sem tók við embætti öryggis málastjóra um síðustu áramót, í tímariti Iðnaðarmálastofnunarinn- ar, Iðnaðarmál, sem nýlega er komið út. Bætir hann því við, að hér á landi „virðast hlutfallslega fleiri slys stafa af ófullkomnu skipulagi verka og umhverfis held ur en hjá nágrannaþlóðum okk- arv" í vi'ðtalinu segir Friðgeir m. a., að sér finnist „skilningur á öryggismálum hafa verið of lítill, en hann fer ört vaxandi. íslend ingar hafa gjarnan viljaðfarasínu fram og oft þurft að reka sig á. T. d. er enn nokkur tregða á notkun öryggishjálma á ueim stöð um, sem hún er þó talin nauð- synleg.'í byggingariðnaðinum, vdð skipasmíðar, á sumum vélaverk stæðum eða deildum beirra og víðar er nauðsynlegt að nota örygg ishjálma, skó með stálhlífum í táhettu og hlífðargleraugu meir en gert er. Lífbelti og líflínur ætti einnig að nota meira en gert er. þegar menn vinna hátt uppi í tví- sýnni aðstöðu". Þá kemur fram, að Friðgeir tel ur Öryggiseftirlitið ekki hafa nægu starfsliði á að skipa. Þannig geti það t. d. ekki hafttifastaeftirlit í bygigingariðnaðinuim, heldur ein ungis sinnt beiðnum, og auk bess séu þungavinnuvélar ekki næg.ian lega skoðaðar. Einnig þendir hann á, að tals- vert vanti á. að stjórnendur fyrir tækja ræki þá skyldu sína að til- kynna eftirlitinu um rekstur fyr irtækis, og því verði sum þeirra ekki eða of seint skoðuð. MIKLAR VERÐHÆKKANIR EJ—Reykjavík, mánudag. Verulegar hækkanir hafa orðið á ýmsum sviðum síðan kjarasamn ingar voru undirritaðir í júlíman uði. Hefur orðið hækkun á út- seldri vinnu víða og álagningar prósenta hiá kaupmönnum hefur hækkáð. Einnig hefur nú sfðast komi'o' til hækkun á rafmagni. Skömmu eftir að samningarnir voru undirritaðir varð hækkun á landþúnaðarvörum vegna aukins tilkostnaðar. Þá var verzlunarálagn ing hækkuð um 12%, en bað býð ir að álagning, sem var 10%, verð ur 11,2% og álagning sem var 20% verður 22.4%. Útseld vinna ýmissa iðnaðar- manna hækkaði einnig strax eft ir samningana, og var sú hækk un mjög veruleg. bar sem aukinn tilkostnaður vegna kauphækkana var settur beint út í verðlagi'ð. Síðar voru uppskipunargjöld og flutningsgjöld hækkuð um 16%, en sú hækkun mun aðeins vera til bráðabirgða. Hefur verið farið fram á rúmlega 30% hækkun á bessum liðum, bæði vegna kaup hækkaaa og hækkaðs tilkostnað ar erlendis, en fallizt á 16% með an málið er í rannsókn. Þá hefur orðið veruleg, eða um 19% hækkun á rafmagni til almennra heimilisnota. rpn LSU nn É Gengur eins og í sögu viS Laxá í Kjós — Þetta gengur eins og í sögu, sagði ráðskonan í veiðihúsinu við Laxá 1 Kjós í viðtali við Veiðihorn iS i gær, er spurzt var fyrlr um veiði bar. Voru um 650 laxar komnir á land úr ánni i fyrra kvöld og veiðist nú á öllum veiði- stöðum árinnar á stengurnar 9 sem f henni eru. — Ég skrapp niður að Laxfossi s. 1. flmmtudag og fannst mér bá íem áin iðaði af laxi. G2 var dökk á að líta vegna hans, sagði ráðskonan ennfremur. 1000 laxar úr Norðurá Eins og sagt var frá hér í Veiði horninu á dögunum dró heldur úr veiðinni í Norðurá á tímabili. Hins vegar virðist veiðin þar fara aftur vaxandi nú síðustu daga. Veiddi „hollið" sem var þar fyrir helgina alls 135 laxa. og það „holl" sem kom þangað til veiða á laugard., var búið að fá yfir 60 laxa i gær. Eru þá um eitt búsund laxar veiddir úr ánni a sumrinu. Þá hefur netaveiðin í ánni gengið mjög vel Dáð sem af er. Talsverð oanga í Svartá Frá Svartá fyrir norðan fengum við þær fréttir, að allsæmileg veiði hafi verið þar undanfarið, og sem dæmi, veiddust 15 lax-ar úr ánni fyrir skömmu á einum og hálfum sólarhring. Og að sögn Hannesar Pálssonar, útibússtjóra, hefur talsverð ganga verið í ána undanfarið. 11—13. .iúlí voru þeir Hannes Pálsson, útibússtjóri, Stefán Jóns- son fréttamaður og Svavar Guðna son listmálari við veiðar í Girímsá og fengu þeir alls 29 laxa. Veiddi Stefán Jónsson þann þyngsta sem var 16 pund. Þá kom „holl" úr ánni í fyrradag og mun það hafa alls veitt 30 laxa. Æi 'm vím iur í HNOT SKURM W0^í§ímiíy!0:y NTB-Strassbourg — Mannrétt- indanefnd Evrópuráðsins í Strassþourg upplýsti í gær, að hún hefði ákveðið að halda á- fram rannsókn á kærum þeim gegn Grikklandi um pyntingar og brot á mannréttindalöggjöf- inni. NTB-Varsjá — Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í mið- og suður Póilandi eftir að þar hafa orðið mikil flóð. Annað eins hefur ekki rignt þarna f 36 ár og áin Vistula hefur hækk að um 9 metra. Ekki er vitað aö nokkur hafi farizt 1 flóðun- um. NTB-Osló — Norskir fbtninga- verkamenn hafa ákveðið að gera samúðirveikfail végna hafaarverkfallsins í Bretlandi. Verkfallið hefst á miðnætti sunnudags 26. júlí. Þá verður ekki unnið við vörur, sem fara eiga ti. eða frá Bretlandi um norskar hafnir. NTB-London. Sir Alec Douglas Home utanríkisráðherra Breta, sagði í dag, að nýja brezka stjórnin væri fús til að selja Suður-Afríku vopa, ef þau yrðu ekki notuð til að framfylgja aðskilnaðarstefnu stjórnarinn- ar þar. j > NTB-London — Kjötburðar- menn í London lýstu því yfir í gær, að þeir ynnu ekki við kjöt, sem skipað yrði upp af hermönnum í verkfalli hafnar- verkamainna. Talsmaður stærsta stéttarfélags landsins, Félags flutniagaverkamanna, sagði, að ef það væru ekki félagsmenn, sem afhentu kjöti'ð, yrði ekki tekið við því. SVIFFLUGMOTINU Á HELLU ER LOKID EB—Reykjavík, mánudag. Svifflugmótinu á Hellu lauk í gær, en þá var þriðji gildi dagur mótsins. Hófst mótið þann ellefta s. I. og voru hinir gildu dagarnir s.l. mánudagur og þriðjudagur. • Stighæstir ^é mötinu vöru „þeir Leifur Magnússon verkfræðingur og Sverrir Thorláksson matsveinn. Hlaut íslandsmeistarinn, Leifur Magnússon, Ráðherrabikarinn fyr ir mestan hraða til og frá Hellu, og var bikarinn afhentur af Ing ólfi Jónssyni flugmálaráðherra við mótsslitin á Hellu í gærkvöldi. Hins vegar verður Leifi ekki af- hentur Islandsbikarinn fyrr en á flugmálahátíðinni, en sá bikar er gefinn í minningu látins félaga. Jóhannesar Hagans. Ásbjörn Magnússon mótsstjóri sagði í viðtali við blaðið, að þeir svifflugmenn hefðu verið nokkuð óheppnir með veður. Var a'ð vísu sólskin og mikið hitauppstreymi, en stöðugur stormsveipur af há- lendinu gerði bað að verkum, að svifflugurnar komust lítið áfram eftir að þær voru komnar á loít. Tvær vélflugur voru notaðar til að draga svifflugurnar á loft en á þeim flugu þeir Húnn R. Snæ dal frá Akureyri og Ómar Ragnars son. Færeyskur þjóðdansa- flokkur kemur SB—Reykjavík, mánudag. Færeyskur þjóðdansarahópur, 30 manns, karlar og konur, er vffint anlegur til Reykjavíkur á mið- nætti í kvöld. Hér mun hópur inn sýna færeyska þjóðdansa á þrið.iudagskvöld f Stapa og á föstudagskvöld heldur Færeyinga félagið þeim samsæti að Hótel Borg. Ekki er enn ákveðið, hvort hópurinn sýnir einnig í Árbæ. Hópurinn fer utan aftur á mánu daginn, en bangað til býr fólkið á færeyska sjómannaheimilinu við Skúlagötu. Rekstur horprinnar og horgarfyrirtækja 1969 Risna og fleiri „óviss útgjöld" Undir kaflaheitinu „Óviss út- gjöld" í borgarreikningum eru sex gjaldaliðir. Utanfarir og gjafir nema rúmlega 432 þús. kr. Móttaka erlendra gesta og önn- ur risna er rúmlega 1,4 millj. kr. Aðrir liðir eru minni, svo sem eftirlit með Dómkirkjuklukkanni og klukku borgarinnar í Eimskipa félagshúsinu, rúm 22 þúsund. Fjárveitingar utan fjár- hagsáætlunar Sérstakur kafli í borgarreikn- íngunum fjallar um fjárveitingar borgarráðs utan fjárhagsáætlunar, en þær nema samtals 2580 þús. kr. Stærsti hlutinn er til atvinnu- mála, eða rúmlega 977 þús. kr. 414 þús. kr. fóru til rannsókna á vegum borgarverkfræðings, og skipta þar mestu athuganir vegna flóðahættu í Elliðaánum, 191 þús. kr., og verndun vatnsbóla 146 þús. Borgarkynning kostaði 648 þús. og er byggðarkönnun þar stærsti liður, tæplega 201 þúsund kr. — Reykjavíkurkvikmynd kostaði tæp lega 175 þús. kr., Reykjavíkurbók in 142 þús. kr. og fegrjnarvika og fegrunarnefnd rúmlega 13C þús. kr. Þá eru styrkir rúmlega 540 þús kr., en þeir eru tii ýmiss konai fékga og einstaklinga. — BJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.