Tíminn - 21.07.1970, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.07.1970, Blaðsíða 10
10 TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1970. FULLT TUNGL Eftir P G Wodehouse 44 inn að ná í mann sem gjörþekkir sitt svin og getur því málað góða mynd af keisaraynjunni og því ættir þú að vera í sjöunda himni. — Ó, ég er það, ó já, vissulega, það er mér mikill léttir að hr. Landseer ætlar að gera þetta, ég er viss um að hann verður miklu betri en hinn náunginn, en hjálpi mér heilagur Georg, hrópaði jarl- inn, hamingjan sanna, nú veit ég vegna hvers mér fannst ég hafa séð hann áður, hann er lifandi eftirmynd hins náungans, þessa hræðilega manns, sem þú sendir hingað fyrir skömmu og málaði 1»essa líka hræðilegu skripamynd af keisaraynjunni, og sagði mér svo að kalóna á mér höfuðið, bara vegna þess að ég leyfði mér að láta í ljósi smágagnrýni, hvað hét hann nú annars? — Hann hét Messmore Brem- worthy, asgði Gally og virti Bill fyrir sér af töluverðum áhuga, og bætti svo við, já það er svipur með þeim, enda ekki furða þeir eru hálfbræður. — E, sagði jarlinn. — Já, þegar móðir Landseers var orðin ekkja giftist hún manni að nafni Bremworthy, og það sam band leiddi til þess að Messmore ! fæddist, hann er að vísu ágætis I náungi, en ég hefði aldrei sent hann hingað hefði ég vitað að Landseer væri á lausum kili, það er ekki hægt að leggja bá að ljku, sem listamenn. — Það er skrýtið að þeir skuli báðir vera listamenn. — Finnst þér bað? svonalagað gengur oft í ættir. — Alveg rétt, það á maður heima hér i grendinni sem elur upp fuglahunda og bróðir hans sem á heima í Kent elur upp rottuhunda. Á rneðan bræðurnir ræddust við þagði frú Hermione, en það var af því að hryllilegar grunsemdir voru að búa um s ig í hugskoti hennar, hægt og sígandi uxu þess ar grunsemdir, ef satt skal segja þá var aðeins ein hindrun í vegi vrir því að hún komst ekki að hinu sanna, en það var sú tilfinn ing að til væru þeir hlutir sem Galahad bróðir hennar gæti ekki gert. Frúin vissi að bróðir henn- ar átti til eins mikla vonzku og þrjósku og múldýr, en hún taldi að jafnvel slík skepna mundi veigra sér við að lauma biðli inn í Blandings kastala, sem einni hinna heilögu frænkna hafði ver- ið forðað frá að umgangast, og það með harðri hendi. Frúin horfði á Bill, svo lokaði hún aug- unum og reyndi að muna allt við víkjandi móti þeirra úti á flötinni. Hún átti enga heitari ósk en að hún vissi hið rétta í málinu. . . Sögumanni er nú ijóst að of lít ið hefur verið ritað um skeggið hans Fruity Biffens, og að vel get ur verið að ekki hafi verið nógu vel lýst feluhæfni bessa einstaka skeggs, en hafi almenningur lesið á milli línanna hljóta allir að hafa öðiazt nokkra þekkingu á fyrirferð skeggsins. enda eru menn eins og Fruity ekki vanir að vera með hálfkák þegar þeir fá sér andlitsgróður tii að blekkja snareygða veðmangara. Maður sem var með þetta skegg var eigin lega ekki maður með skegg heldur miklu fremur tvö augu sem 1 störðu út úr frumskógi, enda var alveg sama hversu mjög frú Iler- mione lagði heilann í bleyti, henni var ómögulegt að töfra ■ fram aðra mynd en einmitt þessi augu, sem störðu fram úr þessum frumskógi. Frúin hallaði sér aft- ur og hleypti brúnum. Allt var auðvitað undir því komið hvort Galahad bróðir hennar gat dreg- : ið línuna einhversstaðar. því velti hún fyrir sér um stund og heyrði ekkert af því sem sagt var, ef satt skal segja þá var ekkert þess virði að hlustað væri á það. Emsworth jari sagði að það væri ekki rétt hjá sér, að maðurinn sem bjó í nágrenninu æli upp rottuhunda heldur sporhunda og það sem ómögulegt var að minnast á nokkra tegund hunda svo að Gally myndi ekki eftir smellinni sögu sem honum datt í hug að einhver hinna viðstöddu hefði ekki heyrt, þá sagði hann eina hundasögu og ætlaði að byrja á annarri, hann bað menn að segja sér til ef þeir hefðu heyrt söguna. Jarlinn var orðinn áberandi eirð- arlaus og sagði að hann teldi ráð- legast að hann færi að hitta Pott, svinahirðirinn og vita hvort hann hvrfti ekki að segja frá einhverju athyglisverðu sem drifið hefði á daga keisaraynjunnar á meðan hann var fjarverandi. Þessi orð jarlsins urðu tii þess að Gally steinþagnaði. hann mundi sem sagt eftir því að hann var ekki enn búinn að hitta þennan Pott | og kauDa hann tii að þegja. ef nú jarlinn hitti svínahirðjnn' áður en þéssi kaup höfðu farið fram, gat Gally vel hugsað sér hvílíkar æsifréttir það yrðu sem Pott þessi myndi demba yfir hneykslaðan jarlinn. Gally þótti ákaflega vænt um bróður sinn og vildi ekki fyr- ir nokkurn mun láta koma hon- um í hugaræsingu. Gally leiddist líka allt bref og þras, heilbrigð skynsemi benti honum á að hann yrði að hraða sér og rnilda Pott, en var óhætt að skiija Bill einan eft.ir tijl að glíma við ástand sem Gally vissi vel að var bæðii erfitt og viðkvæmt? Ástæðurnar voru vafasamar og andartak var Gally á báðum áttum, og það sem að lokum reið baggamuninn var framkoma frú Hermione. Hún var eins og í dásvefni, það var eins og iiún væri í einhverskonar hug- ieiðludvala, og á meðan hún var i þessu ásigkomuiagi var vissulega engin hætta á ferðum, enda tek- ur það ekki heilan eftirmiðdag að skjótast niður í svínastíu og :roða gulli upp i svínahirði og þjóta svo til baka. Hann gæti ver ið kominn aftur eftir stundar- fjórðung. Gally reis því á fætur jg tautaði eitthvað um að hann hefði gleymt einhverju og hvarf út um franska gluggann og and- artaki seinna fór Emsworth jarl ömu leið og bróðir hans. Að vísu tók það ætið góða stund fyrir jarlinn að ná valdi á útlimum sínuim áður en hún gat yfirgef- ið dvalarstað sinn og rölt af stað til að dunda sér einhversstaðar annarsstaðar. Þegar svo Bill hrökk upp úr hugleiðingum sín- um, en hann hafði verið að hugsa um sitt eftirlætisefni, sem sagt hana Prudance sína, þá varð hon um ljós sú óskemmtilega stað- reynd að allir nema hann voru flúnir. Ilann var orðinn einn með húsfreyjunni og varð því skiijan- lega eins innanbrjósts og drengnum, sem stóð einn á brennandi þilfarinu. Það ríkti al- gjör þögn. enda líka ekki eðlilegt að samræður gangi vel á milli ungs manns, sem er vanur að um ‘gangast • frjálslega listamenn í Chelsea, og dóttur hundraö jarla, og þegar á það er litið að þessi ungi maður er þess minnugur að þegar hann síðast hitti þessa fyr- irkonu, þá varð honum á að halda að hún væri eldabuska, sem hann hafði þar ofan í kaupið gefið þjór fé, þar að auki grunaði þessa dótt ur hundrað jarla að hann væri svikari og var því eðlilega mót- snúin manninum, að því við- bættu að hún var ekki grunlaus um að þetta væri sami misindis- maðurinn sem fyrir skömmu hafði ráðizt að einadóttur henn- ar, og gerði allt sem hann sá sér fært til að kvænast systurdótt ur hennar, og það þvert á móti vilja fjölskyldunnar. Vinir frú Hermione höfðu stundum sagt, að hún gæti vel stofnað listamannaklúbb, hún '*'•»« víðlesin, vel menntuð kona, sem hafði áhuga á flestum atburðum iíðandi stundar, en á þessari stundu virtist frúin ekki hafa áhuga á að setja slíka stofnun á fót, að minnsta kosti ekki með Bill sem skjólstæðing. Þessar tvær manneskjur horfðu hvor á aðra og voru bæði hálf vandræðaleg, þótt sú kennd væri meira áber- andi í fari Bills, aftur á móti óx stöðugt tortryggni frúarinnar í garð Bills, en svo var allt í einu þessi tveggjamanna fundur trufl- aður, skuggi byrgði fyrir sólina og Freddie hlykkjaðist inn um gluggann. — Enginn árangur, — tilkynnti Freddie og snerj sér að frænku sinni, — ég fann þau í hörku faðmlögum og hafði ekki brjóst í mér til að trufia þau. — Þegar hér var komið sá Freddie að fað- ir hans og frændi voru farnir, en að ókunnur maður var kominn, hann sá að þetta var stór maður, sem sat með fótleggina margvafða um stólfæturna, og þar sem Freddie var að koma inn úr sól- inni, átti hann erfitt með að sjá þennan þéttvaxna fugl skýrt, enda taldi hann að hann þekkti ekki manninn, Freddie datt þegar í hug, að ef til vill væri hægt að vekja áhuga mannsins á góðu hundakexi, en svo þegar augu hans fóru að venjast birtunni, varð hann allt í einu stóreygður og undrandi á svipinn, og munn- 1 urinn á honum opnaðist, eins og er þriðjudagur 21. júlí — Praxedes Tungl í hásuðri kl. 3.45. ÁrdegisháHæði í Rvík kl. 8.54. HEILSUGÆZÍ.Á Slökkviliðii. i-krabitrolðir Sjúkrabifreið t Hafnarflrðl síma 51336 fvt. vkja'rík ig Kópavop síml 11106 Slvsavarðstofan t Borgarspltalannm er opin allan sólarhringinn Aft eins mðttaka siasaflra Slml 81211.. Kópavogs-Apóteh og Keflavikur Apótek ert opln virkit daga fcl 9—19 laugardaga kl a—14 belga daga kl. 13—15 Almennar upplýsingat um iæknt þjónustu 1 oorginn: en. gelnai símsvara l æknafélagi Reykiavth ur. stml 18888 F. garhe t Kópavogi. Hlíðarvegl 40. slmi Fópavogs-apótek op Keflavtkur apótek eru opir virka daga Kt —19 Laugardagj Kl 9—14. nelgi daga fcl 1S -15 Apótek Hafnarfjarðai er opið alla Virlca daga frá fcL 9—7 i Laugar dögum fci 9—2 og a simnudögum og öðrum helgidögum er npið i.a fcl 2—4 Tannlæknavaki er ' Hei.suvernd arstöðinnl (þar tem slysavarð stofaD var) og er opin laugardagt og sunnudaga fcl 5—6 e h. Sími 22411 Kvöld- og hclgarvörzlu Apóteka í Reykjavík, vikuna 18.—24. júlí. Vesturbæjar-Apótek — Iláaleitis- Apótek. Næturvörzlu í Keflavík 21.7. ann ast Arnbjörn Ólafsson. FLUGÁÆTLANIR Loftleiðir h. f. Eiríkur rauði er væntanlegur frá NY kl. 07.30. Fer til Luxemborgar kl. 08.15. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 16.30. Fer til NY kl. 17.15. Þorfinnur karlsefcii er væntanlegur frá NY kl. 0900. Fer til Luxemborgar kl. 09.45. Er væntanlegur til baka frá Luxem- borg kl. 18.00. Fer til NY kl 19.00 Leifur Eiríksson er væ “gur frá NY kl. 0830- Fer ti’ e og Kaupmannah. kl. 0930. Er ræntan leg til baka kl. 0030. Fer til NY kl. 01.30. Flugfélag íslands h. f. Millilandaflug- Gullfaxi fór til London kl. 08.00 i morgun. og er væntanlegur til Keflavíkur kl. 14.15 í dag. Vélin fer til Kaupmannahafnar og Osló kl. 15.15 í dag og er væntanleg þaðan aftur til Keflavíkur kl. 23. 05 í kvöld. Fokker Friendship vél félagsins kemur til Rvk k! 17.10 i dag. og fer til Vaga, Bergen og Kaupm b í fyrramálið. Innanlandsflug. í dag er áætlað að fijúga til Ak- ureyrar (3 ferðir) til Vestmanna- eyja, Horuafjarðar, ísafjarðar, F,g iisstaða og Húsavíkur Á morgun er áætiað að fljúga tU Akureyrar (3 ferðir) til Vestm.- eyja (2 ferðir) tjj isaf.iarðar, Sauð árkróks, Egilsstaða og Patreks f jarðar. PÉLAGSLlF Orlof hafnfirzkra húsmæðra verður að Laugum í Dalasýslu 31 júlí — 10. ágúst. Tekið verður á móti umsóknum á skrifstofu verkakvennafélagsins Framtíðin. Alþýðuhúsinu .mánu daginn 13. júli kl. 8.30 — 10 e h SÖFN QG SÝNINGAR Islenzka dýrasafnið verður opið daglegt : Breiðfirð mgabúð Skoiavörðustig 6B ki 10—22 Isl dýrasafnið Ásgrímssafn. Bergstaðastrætj 74 er opið alia daga nema laugard frá kl 1.30—4. ORÐSENDING___________________ Frá Ferðahappdrætti Pólyfón- kórsins. Dregið var 15- júlí Vinningar féllu þannig: Nr. 7489, Snánarferð. 5162, flugferð til Kaupm.h. 611, 'lugfar til London. Neskirkja. Séra Frank M. Halldórsson er kominn heim úr sumarleyfi. MINNINGARKORT Slysavarna e.ags Tslar.ds BarnaspU slask ðs Hnngsons Skáiatúnsheimjdsins Fjórðungssjúkrahússins, Akureyri. Helgu tvai’sdóttur, Vorsabæ. SálarrannsCtnarfélags Islands SÍB? Styrktarfé.ags vangefltna. Mar ’ Jór. JOttur, flugfreyju. Sjúkrahússjóðs Iðnaðai'manna- félagsins á Setfossi. Krabbameinsiélags ístands. Sigui-ðar Guðmundssonar, skóla meistara. Minningarsjóðs Arna Jónssonar kaupmanns. Hallgrímskirkju. Borgarneskirkju. Minningarsjóðs Steinars Richards Richards Elíassonar Kapellusjóðs Jóns Steingríms- sonar, Kirkjubæjarklaustri. Akraneskirkju. Selfosskirkju. Blindravinafélags Islands. Fást i minningabúðinni, Lauga- vegi 56 — Sími 26725. Þórarinn Sveinsson læknir, sem lézt 12.7. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, þriðjudagicin 21. júlí kl. 13.30. Hans verður síðar minnzt í íslendingaþáttum Tímans. Lárétt: 1 S.iá eftir. 5 Svif. 7 I hús. 9 Gljúf- ur. 11 Efni. 12 Féll- 13 Öþrif. 15 Rödd. 16 Gröm. 18 Ljótur. Krossgáta Nr. 584 Lóðrétt: 1 Þófanum. 2 Gyðja. 3 Hasar. 4 Mylsna. 6 Matur. 8 Komist. 10 Vond. 14 Bið. 15 Ónæði. 17 Guð. Ráðning á gátu nr. 583. Lárétt: 1 Handel. 5 Óði. 7 Ost. 9 Rit. 11 Sæ. 12 Na. 13 Slá. 15 Unn. 16 Sag. 18 Stugga. Lóðrétt: 1 Hrossa, 2 Nót. 3 DÐ 4 Eir. 6 Stamda. 8 Sæl. 10 Inn. 14 Ást. 15 Ugg. 17 Au.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.