Tíminn - 21.07.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.07.1970, Blaðsíða 6
6 TIMINN ÞRIDJUDAGUR 21. JÚLÍ 1970. MJÚKUR - STERKUR m D 1 C TO N * Verð: 28—34 kr. 592,00 ú * 1 35—39 kr. 699,00 * Sérstaklega þægilegir og sterkir barnaskór í brúnum lit. — Póstsendum. — Skóverzlun Þórðar Péturssonar við Austurvöll, sími 14181, Póstn. 51 BÓKABÍLLINN Bókabíllinn gengur ekki næsta hálfan mánuð vegna sumarleyfa starfsfólks. Byrjar aftur ferðir 4. ágúst. Engin sumarleyfislokun verður í Aðalsafni, Þing- holtsstræti 29 A. Ekki heldur í útibúunum Sólheimum og Laugar- nesskóla. Borgarbókasafn Reykjavíkur. Frá fræðsluskrifstofu Reykjavíkur Kennaranámskeið í stærðfræði verður haldið í Melaskólanum 10.—21. ágúst. Kynntar verða ýms- ar nýjungar í stærðfræði (mengjafræði o. fl.). Námskeiðið er ætlað kennurum, sem hafa áður sótt a.m.k. eitt námskeið í þessu efni. Umsóknum er veitt viðtaka í fræðsluskrifstofunni. Fræðslustjóri. Frá Gagnfræðaskóla Siglufjarðar í ráði er að starfrækja framhaldsdeild (5. bekk) við Gagnfræðaskóla Siglufjarðar veturinn 1970—71, ef nægileg þátttaka fæst. Ums. um deildina skal senda fyrir 15. ágúst n.k. til Jóhanns Jóhanns- sonar skólastjóra eða Skúla Jónassonar formanns fræðsluráðs, sem veita nánari upplýsingar. Nokkrir nemendur geta fengið skólavist í lands- prófsdeild, 3. og 4. bekk. Umsóknir sendist skóla- stjóra eða formanni fræðsluráðs fyrir 15. ágúst n.k. Fræðsluráð Siglufjarðar. Enn sem fyrr Mallorka London ódýrustu og beztu utanlandsferðirnar Leiguflug beint til Spánar Dvöl í London á heimleið f erðaskrif stof a bankastræti 7 símar 164 001207$ Brottfor annan livcni míð vikudag. Vikulcga i ájrúst og sept. 15—1? dagar. Verð frá kr. 11.80U.00. Tvo bókaverði til starfa síðari hluta dags ca. 20 st. á viku vill Bóka- safn Kópavogs ráða fyrir haustið. Eiginhandarumsóknir ber- ist fyrir 10. ágúst n.k. Stjórn Bæjarbókasafns Kópavogs, Félagsheimilinu. f i s Bændur j Þrettán ára drengur óskar ; ! eftir að komast í sveit. Upplýsingar í síma 37517. Ferðafólk - Ferðafólk Heitui matur í hádeginu oe a kvöldin Grili-réttu — kaffi 02 smurt orauð allan dagmn Sta'ðarskáli, Hrútafirði. JÓN E. RAGNARSSON LÖGMAÐUK Lögmannsskrifstofa, Laugavegi 3 Sími 17200 Guðjön Styrkársson HXSTAHÍTTAIILÖCMAOUK AUSTUKJMMII « SiHI lt3U Bæjarráð Akureyrar ræðir mótmælin á næsfa fundi sínum „óvenjulegt plagg" segir bæjarstjóri SB-Reykjavflc, mánudag. Mótmælaferðalag Þingeyinga til Akureyrar á laugardaginn gekk átakalaust og að mestu samkvæmt áætlun. Helzta breytingin var, að borðiim áletraði, sem ætlunin var að strengja yfír veginn við Laxárvirkjun, var settur við Einarsstaðaskálann. Frá Húsavík lögðu 100 bflar af stað, en á leiðinni fjölgaði þeim og til Akur- eyrar komu alls um 160 bílar. Bæjarstjórinn Bjarni Einarsson, tók við mótntælaskjali, sem væntanlega verður lagt fram á næsta bæjarráðsfundi á AkureyrL Það var rigning á Húsavík, þegar bílalestin lag'öi af stað laust fyrir kl. 1. Spjöldum hafði verið komið fyrir í gluggum bílanna og á þeim mátti lesa áletranir eins og: — Laxá og Mývata verða varin — Nýja Laxárvirkjuaarstjórn — Al- menningsálitið er á móti Laxár virkjun o. s. frv. Um kl. 2 var komið að Laxárvirkjun og þar átti að strengja yfir veginn helj armikinn borða, en hætt var við affi setja hann þar og í staðinm sett stórt spjald. Hermoður Guð mundssoa í Arnesi, sagði að ekki hefði þótt þorandi að setja borðann niður við virkjunina, því ekki treystandi, að hann hefði fengið að standa lengi. A spjaldinu, sem sett var nið- ur þar, var sama ále'.run og á borðaaum. — Mótmæli gegn GljúfurversvirKjun. Verndum perlu íslenzkrar náttúru. Laxá verður varin. Hermóður sagði, að þessi tilfærsla á borðanum hefði ekki verið með öllu ástæðulaus, þvi spjaldið hefði ekki f engið að vera þarna lengi. Uppí voru raðdir um að ein- hverjir hefðu sézt dreifa ein- hverju á vegi við virkjunina og þegar spraKt undir tveim bíl- um komu í Ijós miklir naglar. Unglfcigar nokkrir á Akureyri munu hafa ætlað að hafa svip- aðan viðbúnað, en lögreglan kom í veg fyrir það. Frá virkjuninni var svo haldið til Einarsstaða, þar sem borð- imi var strengdur í þeirri von, að þar yrði hann látinn í friði. Þegar þangað var komið, var veðrið farið »ð lagast. Upp frá því var ekki stanzað nema til að draga bflalestina eitthvað saman. Meðfram veginum á leiðimni biðu margir bílar, sem bættust inn í lestina., Flestir bílarnir voru með Þ-númeri, en þama mátti líka sjá A-bíla, K- bíla og G-bíla. I fremsta bílnum fór Jóhann Skaptason, sýslumaður Þingey- inga i fullum embættisskrúða, en næsti bíll, Landrower, var með mikið spjald uppi á þak- tora, sem á stóð: — Með lög- um skal land byggja, en með ólögum eyða. Uvoru megin við áletrunina var íslenzki fácúnn en fyrir ofan sýslumerki Þing- eyjarsýslu, sem er táknmynd af fossi. Að meðaltali voru 3—4 far- þegar í hverjunr. bíl og þarna var fólk á aldíinuin 10—80 ára. Ekki var miki? um, að Laxár bæmdur þyrftu a® f ara frá hey- skapnum, en þau orð voru lát in falla, að þetta væri miklu merkilegra en allur heyskapur. Þegar lestin birtist Ahureyr- ingum yfir Vaðlabeiðina, var glampandi sólskin og mikill f jöldi cOí) beið á veginum sunn an flugvallarins til að taka á móti mótmælendunum. Sjón- arvottar á Akureyri sögðu, að það hefði verið tilkomumikið, að sjá lestina koma niSur heið- ina. Framendinn var komian niður að vegamótum til Akur- eyrar, þegar afturendinn var enn uppi við brúm. Sólin glamp- aði á bílana, svo þetta var eins og „langur, glitrandi ormur". ViS flugvallarafleggjaracKn stóðu nokkrir strákar sem pú- uðu talsvert og köstuðu plast- : pokum fylltum vatni að bílun- ; um, en fáir tóku eftir þessum ) mótmælum gegn mótmælunum. • Lestin ók síðan inn i bæinn og | að bæjarstjórnarskrifstofunum \ við Geislagötu. Þar tók bæjar- • stjórirm, Bjarai Einarsson á ! móti mótmælaskjali úr hendi ; Herm6ðs Guðmundssonar, for- manns landeigendafélags Laxár \ og Mývatas- Að því loknu hélt 1 bílalestin aftur austur fyrir ) heiði. í Bjarni Einarsson tjáði blað- ! inu í dag, að mótmælaskjalið yrði að líkindum lagt fyrir næsta bæjarráðsfund á Akur- eyri ,og fjallað um það þar. — Þetta er nokkuð óvenja- legt plagg, sagði Bjarni, — og óvíst að við förum að öllu, sem kemur fram þar. Það er til dæmis ekki á hverjum degi, sem farið er fram á, að ákveðin stjórnarnefnd á vegum bæjar, verði sett al." ^P-*^^^*^*^***^^'^*^^^^+^>+**+^*^'^*^»^^^***^>^^^^4t+**&'^<^^*^^^4*im>*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.