Tíminn - 21.07.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.07.1970, Blaðsíða 8
8 Sigurður Jóhannsson við eitt skattholanna, sem hann framleiðir. Sérhæfing - framtíðin i íslenzkri 1 / x Litið við hjá Neshúsgögnum í Borgarnesi í Borgarnesi starfar fyrirtæki'ð Neshúsgögn, sem einkum framleið- ir skatthol ýmiss konar, saumatoorð Rúnar Vernharðsson, einn starfs. manna Neshúsgagna og svefnbekki. Forstjóri er Sigurð ur Jóhannsson en auk hanns vinna sjö menn við fyrirtækið. Skattholin, sem þar eru smíðuð, hafa einkutm orðið vinsæl. Mis- munandi afbrigði eru framleidd af sama skattholinu. En er við göng- um um húsnæði fyrirtækisins vekja svefnbekkir með salúnofnu áklæði athygli okkar. Gaflar og sængurfatageymsla eru plasthúðuð í hagkvæmnisskyni. í fyrra sumar var sölusýning á húsgögnum fyrirtækisins um sum- arleyfistímann. Hún gekk ágæt- lega, en Sigurður kveðst ekki ætla að halda sýningu í sumar. Ástæð- an er sú, að helzt ekki má loka fyrirtækinu, þar sem húsgagna- verzlanir eiga aðeins sýnishorn af vörunni, sem þær bjóða, en panta frá húsgagnaframleiðendum jafn- óðum og húsgögn seljast. — Þeir láta okkur um að eiga lagerinn, sagði Sigurður. — Húsgagnafram- j leiðendur gerðu eitt sinn tilraun ; til að reka sameigialega verzlun. ! Sú tilraun mistókst, en það hlýtur; að hafa verið óþarfi. Slík verzlun væri vissulega ákjósanleg. — Ég tel að sérhæfing og hæfi- leg verkaskipting sé nauðsynleg, eigi íslenzkir húsgagnaframleið- endur að eiga sér framtíð. Með þeim hætti geta lítil verkstæði þrifizt, trúi ég. En í Reykjavík finnst mér alltof margir og smáir aðilar leggja stund á þessa fram- leiðslu, ég skil ekki að það geti borgað sig fyrir einn og tvo menn að starfa við húsgagnaframleiðslu í þeim mæli sem þar tíðkast. SJ. TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLÍ 1970. ÞEIR VEIÐA LANDS- INS BEZTU RÆKJU Þurfum aðstoð til að brúa bilið, meðan við erum að auka framíeiSsTuna Tíminn heimsækir Niðursuðuna í Grundarfirði Soffanías Cecilsson Fyrir tæpu ári byrjuðu Gvund firðingar að stunda rækjuveið- ar og um svipað leyti fór Nið- ursuðan i Grundarf. að sjóða niður og síðan frysta rækju. Fjórir bátar eru nú á rækju- veiðum frá kauptúninu og sækja þeir afiann út á Breiða- fjörðinn í álinn fyrir utan bæ- inn eða út af Hellissandi. Rækj- an sem veiðist á Breiðafirði þykir sérlega Ijúffeng og er mun stærri en Vestfjarðarækj- an. Mikil atvinnubót hefur orð- ið að rækjuvinnslunni í landi bæði í Grundafirði og Stykkis- hólmi. Annað fyrirtæki hefur nýlega hafið rækjuvinnslu í Grundarfirði, Framnes, sem Júlíus Gestsson stendur fyrir. Tveir ísafjarðarbátar stunda rækjuveiði á Breiðafirði frá Stykkishólmi og fyrirtækið Skel h.f. annast þar vinnslu bæði á frystum pilluðum rækj- um og lausfrystum rækjum með skelinni. En þótt rækjuveiðin hafi bætt atvinnuástandið á þessum stöðum og afurðirnar séu sérlega góðar, er ekki rekstrargrundvöllur fyrir þess- um atvinnuvegi á Snæfellsnesi eins og nú er. Til þess er aflinn ekki nógu mikill og ekki nægi- lega stöðugur. Áhafnir bátanna hafa ekki haft nægilega miklar tekjur af þessari veiði. Rækju- miðin á Breiðafirði eru með öllu ókönnuð af opinberum aðil- um og eigendur bátanna hafa eytt miklum tíma og peningum til að leita fyrir sér á eigin spýtur, en hafa þó engan veginn nógu góð fiskileitartæki til þess. Er blaðamaður Tímans heim- sótti Niðursuðuaa í Grundar- firði nú fyrir skömmu var vinnu lokið við pill'unina þann daginn. en 20 konur höfðu unnið fram að hádegi. Páll Cecilsson var að moka rækjuske! á bifreið en skelinai er ekið til laxeldis- stöðvarinnar að Lárósi, þar sem hún er fæða fyrir marflóna, sem laxinn lifir svo aftur á. Bráðlega bar þá að Soffanías Cecilsson eiganda Nirðursuð unnar og skipstjórann á Frosta, einum rækjubátanna, Karl Magnússon. FISKILEITINA VANTAR — Við erum um lVz —- 2 tíma á miðin og erum venjulega í róðri frá þvi M. 6—8 á morgn- ana fram til 10—12 á kvöldin, sagði Karl. — Við veiðum rækjuna á miklu meira dýpi en gert er við Vestfirði. Aflinn hefur ekki verið nógu góður, þótt stundum veiðist vel. Þetta getur rokið upp í smátíma, en svo hverfur rækjan gjörsamlega aftur. Sum- ir gizka á að hún gaagi lengra inn í Breiðafjörðinn. En það vantar alveg fiskileitina hér, Karl Magnússon, skipstjóri á Frosta við sjálfir getum ekki annazt hana. Hæsti báturinin hér hefur far- ið upp í tæp 2 tn í róðri, en Frostina hefur fengið mest um lVs tn. En það er erfitt að stunda þessar vei'ðar eins og veðráttan er hér á vetrum. EKKI NÓGU GOTT FYRIR BÁTANA — Fyrirtækið Niðursuðan er tilraunastarfsemi, sagð' Soffanías Cecilsson. — Ég rek fyrst og fremst saltfiskverkun og gerði ’ "■* ei-ngöngu áður. Fyrir U’ árum byrjuð- um við a niður þorsklif- ur, sem seid hefur verið til Austur-Evrópulanda. Þeir eta hana víst sem álegg, ea við fáum ekki nógu hátt verð fyrir hana til þess að framleiðslan sé arðvænleg. Fyrir um ári byrjuðum við rækjuvinnslu. Fyrst suðum við rækjuna niður í dósir. en nú frystum við hana í saltpækli, og seljum mest allt til Noregs- Rækjan er hreinsuð úr sjó strax um borð í bátunum. Okkar rækja er mun betri og stærri en sú sem vei'ðist við Vestfirði. Oft eru aðeins 135 rækjur í hverju kílói hér, en hins vegar allt upp í 350 í hverju kílói af Vestfjarðarækju, en smærri má hún ekM vera til að seljast á erlendum mark- aði. Því miður fáum við þó ekki hærra verð fyrir okkar framleiðslu. Við setjum rækjuna í plast- fötur og einnig minni dósir. Nokkuð er einmig selt innan- laads og er vert að vekja at- hygli á því að rækjan geymist ófryst í kulda í saltpæklinum i allt alð fimm vikur. — Afli rækjubátanna hér er kominn upp í tæp 100 tn frá áramótum og þetta hefur aldrei verið verulega gott fyrir bátana. sagði Soffanías ennfremur. En rækjan hefur orðið mikil atvimn-ubót fyrir byggðarlögin hér, í gær voru hér 38 í vin-nu, konur og unglingar, sem flest fengju ekki vinnu ella. Hér má skjóta því i-nn I að hjá Skel h.f. í StykMsh. vinna að jafnaði um 45 stúlkur. En 114 hafa unmið þar í einn eða fleiri daga síðaa rækjuvinnslan hófst í síðasta mánuði. — í fyrra vetur var greitt hinga® til Grundarfjarðar það mikið fé í atvinnuleysisbætur, að nægt hefði til að gera út tvo báta á rækju, sagði Soffanías. —Ég tel að pening- unum væri betur varið þann- ig, til að auka framleiðsluna. Við þurfum aðsto'ð til að brúa bilið meðan við erum að auka framleiðsluaa svo að verðið sem fæst fyrir rækjuna verði nægjanlegt. Hér er einnig mögu leiki á að vinna krækling. En það er sama sagan með hann, framleiðsla-n yrði of dýr, a.m.k. til a-ð byrja með. S.J. PáU Cecilsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.