Tíminn - 21.07.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.07.1970, Blaðsíða 3
MUBJUDAGUR 21. JÚLÍ 1970. TIMINN Mt* komi8 væri a8 miSnætti, beiS mannfjöldi viS flugstöðina á Akureyri eftir gestunum. MARGRÉT OG HENRIK Á AKUREYRh FENGU GEFJUNARTEPPI TIL AÐ HALDA A SÉR HITA Á GRÆNLANDI SB-Reykjavík, mánudag. Margrét krónprinsessa Dana og Henrik prins komu til Akureyrar á laugardagskvöldið og höfðu þar rúmlega 2ja tíma viðdvöl. Eftir aff hafa snætt miðnæturverð að Hótel KEA, gengu þau um borð í danska skipið „Thala Dan" sem flutti þau áleiðis til austurstrand- ar Grænlands, sem þau ferðast um á næstunni. Khikkan var um hálf tólf, þeg- ar flugvélin ,sem kom með Mar- gréti og Hinrik frá Grænlandi, lenti á Akureyri. Upphaflega var ákveðið að þau yrð-a á Akureyri daginn áður, en einhver misskiln ingur mun hafa tafíð fyrir. Kalt var í veðri og prinsinn 02 prins- sessan voru vel klædd við kom- una, hún var í þykkri tweed-buxna dragt, með trefil um hálsinn og marglita slæðu, bundna um höfuð ið að sígaunasið. Hinrik var í VATNSKOT - ÞING- VALLASVEIT Ranghermi leiSrétt í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ims 19. júlí s. 1. stendur eftirfar- andi staðhæfing: „Nú hefur ís- lenzka ríkið eignazt Vatnskot". Hér er farið. algerlega rangt með staðreyndir. Engin sala eða afhending hefur farið fram á eign um Símonar heitins Péturssonar, sem þar bjó síðast. Erfingjar hans hafa því enn allan eignar- og um- ráðarétt yfir húsi og öðrum mann-. virkjum, en ekki íslenzka ríkið Erfingjar Símonar í Vatnskoti. frakka, hafði öllu þykkari trefil um hálsinn og loðhúfu á höfðinu. Á móti þeim á flugvellinum tóku bæjarstjóri, forseti bæjar- sfcjónnar, danski konsúllinn og frúr þeirra, auk mannfjölda. Lítil stúlka afhenti prinsessunni teppi frá Gefjun, til að hafa með sér í kuldann á Grænlandi. Síðan var haldið í bæinn og upp á Hótel KEA, þar sem snæddur var miðnæturverður. Danski konsúllinn, Jóhann Þorkelsson, Bjarni Einarsson, bæjarstjóri, Jón G. Sólnes, forseti bæjarstjómar og frúr þeirra, snæddu með gest- unum. Danska skipið Thala Dan, sem sérstaklega er byggt til siglinga í ís og á að flytja Margréti, Hen- rik og fylgdarlið þeirra til austar strandar Grænlands, kom til Ak- ureyrar urp úr miðnætti og þeg- (Tímamyndir Gunnar) ar lokið var snæðingi á KEA, héldu gestirnir fótgangandi til skips. Skipið lagði úr höfn um kl. 2 á sunnudagsnóttina. Prinsessunni var afhent g]öf vlð komuna tll Akureyrar. Margrét og Hlnrlk heilsa Jóhannl Þorkelssyni konsúl Dana á Akureyri og konu hans. T. v. Bjarni Einarsson, bæiarstj. og Jón G. Sólnes, forsetl bæjarstiórnar. 1 Nýr foringi Sjálfstæð- isflokksins kosinn í næsta mánuSi Nokkur óvissa virðist ríkja innan Sjálfstæðisflokksins og utan, um hver muni taka viS frambúðarforystu í flokknum eftir hið sviplega fráfall Bjarna Benediktssonar, forsætisráð- herra. Miðstjórn og þingflokk ur Sjálfstæðisflokksins héldu fund „um þau nýju viðhorf og þann mikla vanda, sem skap azt hefur vegna fráfalls for- manns Sjálfstæðisflokksins" s. 1. föstudag skv. upplýsingum Mbl. f ritstjórnargrein Mbl. er skýrt frá efni þessa fundar með eftirfarandi orðum: „Var fundur þessi haldinn til þess að helztu ráðamenn flokksins gætu borið saman bækur sínar, en hins vegar var ekki að því stefnt, að á beim fundi yrðu teknar neinar veiga miklar ákvarðanir, heldur var ákveðið að boða til nýs fnndar fyrir miðjan ágúst." Varnaglar Ennfremur sagfft Mbl.: „Það liggur í augum nppi, að ógerlegt er fyrir Sjálfstæðls- flokkinn að taka skyndiákvörð un um mikilvægustu flokksmál , efni undir þeim kringnmstæð um, sem nú er að mæta. Menn i þurfa nokkurn tíma til að átta sig á aðstæðum. Hins vegar ' voru þegar á fyrsta degi gerð- i ar nauðsynlegar ráðstafanir til ' að tryggja stjórnarforustu til ' bráðabirgða, þannig að ekkl skapaðist vandræðaástand eða öryggisleysi á meðan menn hugsa ! ráð sitt og þétta ra'Mrnar." Vísir tekur afstöðu Ritstjóri Mbl. upplýsir með þessum orðum, að ekki þyki sjálfsagt í æðstu stjórn Sjálf stæðisflokksins, að Jóhann Haf stein taki við frambúðarfor- ystu í flokknum. Þar þykja sjálfsagt fleiri koma til greina og þá liklegast fvrst og fremst Geir Hallgrímsson. En þótt vomur kunni að vera á ýmsum i Sjálfstæðisflokknum um þess ar mundir, þá er Vísir ekki í neinum vafa um niðurstöðuna og slær því föstu án þess að slá nokkra varnagla, að Jóhann Hafstein sé frambúðarforsætis- ráðherra þessarar stjórnar og framtíðarforingi SjálfstæSisfl. Foringi í kosningum f niðurlagi ritstjórnargreinar sinnar í gær dregur ritstjóri Vísis enga dul á það, að hann stendur með Jóhanni Hafstein. sem frambúðarforingja Sjálf- stæðisflokksins, hvað sem fylg ismönnum Geirs Hallgrímsson ar og varnöglum ritstjóra Morg unblaðsins lfður. Gengur rit- stjóri Vísis algjörlega fram hjá þeirri staðreynd, að þing flokkur og miðstjórn Sjálfstæð isflokksins hafa ákveðið að koma saman til fundar i næsta mánuði til ákvörðunar um málið. Orðrétt hljóðar niffur lag ritstjórnargreinarinnar á þessa leiff. „Við vitum því af fenginni reynslu, að nýi forsætisráffherr ann er dugmikill hæfileikamaS or. Hans hlutverk er aff vcua áfram örugga stjórnarforustu í anda Bjarna Benediktssonar, er til sigurs megi leiffa í næsta kosningum." — TK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.