Tíminn - 21.07.1970, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.07.1970, Blaðsíða 16
MShJdtsurhm 21 fÚII T970 MOT- MÆLI VIÐ jLrYAA. Myndín er tekin, þegar áhuga m«nn nm verndun Laxár og l Mývatns reistu mótmælaborða; við Einarsstaðaskálann. Upp- j haflega átti að reisa borðann \ tjíI Laxárvirkjunina, en horfiðj ?aj- frá því, því sýnt þótti, að j hann fengi ekki að standa þar \ tíl kvöldsins. Frásögn og mynd- \ ir *f mótmælaaSgerðunum eru; á hls. 6 og 7. ÞRJÚ TONN AF MAT SNÆDD VIÐ HREÐAVATN — á landsmóti skáta er hefst 27. júlí. Fyrsti erlendi skátahópurinn kominn ^-~— EB—Reykjavík, mánudag. Glaðvær hópur 10 ungmenna frá Þýzkalandi kom í morgun hing að til lands með Gullfossi, vegna landsmóts skáta er haldið verður að venju í Hreðavatnslandi í Borg arfirði. Hefst það þann 27. n. k. og stendur í 8 daga. Þetta er fyrsti erlendi skátahópurinn sem kemur til landsins vegna mótsins, en alls munu 150—200 erlendir skátar frá 11 löndum koma hingað. Kemur stærsti hópurinn frá Englandi, 51 piltur og 12 stúlkur og koma þau hingað með flugvél á morgun. Þá eru 13 skátar væntanlegir frá Færeyjum á miðvikudaginn, en gert er ráð fyrir að allir skáta Héraðsmót í Vestur-ís. Bjarni Etnar HéraUsnjót Framsóknarmanna í Vesrur-ísaf jarðarsýslu verður á Mngeyri laúgardaginn 25. júlí eg hefst kl. 21. Ræðumenn verða alþingis- mennirnir, Bjarni Guðbjörns- Hiálmar son og Einar Agústsson vara- formaður Framsóknarflokks- ins. Hinn góðkunni Hjálm- ar Gíslason og fleirí annast skenuntiatriði. Hljómsveit As- geirs Sigurðssonar frá fsafirði leikur fyrir dansi. hóparnir erlendu verði komnir hingað fyrír helgina. Alls munu um 1500 skátar sækja mótið og svo gamlir skátar, vinir þeírra og skyldmenni, og er gert ráð fyrir að hátt á þriðja þúsund manns muni dveljast á mótinu þá daga sem það stendur yfir. í viðtali við blaðið í dag, sagoi Sigurjón Mýrdal framkvæmdastj. landsmótsins að 20—30 manns ynnu nú á mótsstaðnum við undir búring. Verður m. a. kom ið þar upp pósthúsi, símstöð og banka. Þá verða einnig verzlan'r ýmiss konar þar á staðnum, t. d. minjagripaverzlun og járnvöru- verzlun. Sagði Sigurður að fleiri myndu fara þangað uppeftir til vinnu næstu daga. Mótssvæðið er eins og fyrr sagði í Hreðavatnslandi, þ. e. á völlun- um skammt fyrir ofan Glanna í Norðurá. Verður þar margt til gagns og gamans m. a. kvöldvök ur við varðelda og leikir ýmsir. Verður stærsti varðeldurinn kveiktur síðasta kvöld mótsins — eða annan ágúst — og er þá gert ráð fyrir að margir gestir komi á staðinn til að njóta hans. Slík s'kátamót eru haldin hér á landi fjórða hvert ár. Var það síðasta einnig haldið í Hreðavants landi. og sótti þá mótið um 3 þús- und manns, en þá munu hafa kom ið á staðinn um sjö þúsund manns til viðbótar er stærsti varðeldur inn var kynntur síðasta kvöld þess móts. Að lokum má svo til gamans geta þess, að ráðgert er, að um 3 tonn af mat verði borð uð á mótssvæðinu hvern dag mótsins. Ráðstefna Verðandi: Stofna umræðu hópa - halda aðra ráðstefnu EJ—'Reykjavík, mánudag. Um helgina hélt Stúdentafélag ið Verðandi ráðstefnu um „leið fslands til sósíalisma — vinstra samstarf'. Ákveðið var að endur taka slíka ráðstefnu svo fljótt sem kostur er og í þeim tilgangi stofn uð sérstök samstarfsnefnd til und irbúnings. Þá var þess farið á leit við Verðandi. „að það hefði forgöngu um að stofna nefnd með tilnefndum fulltrúum allra vinstri flokkanna um hugsanlegt samstarf og sameiginleg stefnuatriði fram að og eftir næstu Alþingiskosning ar. Verðandi mun nú næstu daga verða við þessari beiðni ráðstefn unnar", segir í fréttatilkynningu frá félaginu. f tilkynningunni segir, að ráð stefnugestir hafa verið um 100 þegar fjölmennast var. Ráðstefn an hófst með 5 framsöguerindum á laugardag, en þeir voru, tilnefnd ir af Alþýðubandalaginu (Loftur Guttormsson), Sambandi ungra Framsóknarimanna (dr. Ólafur Ragnar Grímsson), Samtökum fr.i'álslyndra í Reykjavík (Sveinn Skorri Höskuldsson), Sósíalistafé- lagi Reykiavíkur (Hafsteinn Ein- arsson) og Æskulýðsfylkingunni (Raignar Stefánsson). Auk þeirra ákvarðana, sem áður er getið, stofnaði ráðstefnan sér staka umræðuhópa til að rajða ein stök málefnasvið fram að næsta ráðstefnu, en umræðusviðin erœ 1) Hlutverk samvinnuhreyfing ar í leið fslands til sósíaHsma. 2) Verkefni og vandamál verka lýðshreyfingarinnar. 3) Utanríkismál fslands og aSfld að NATO. 4) Efnahagsstefna fslands og þátttaka í efnahagsbandalög- um. 5) Innanríkismál fslands, önnur en þau, sem fjallað er uni í öðrum uimræðuhópum. , SKIPTIMIÐA- KERFI SVR Nýjar s'kiptimiðavélar eru nú komnar til landsins í stað þeirra sem eyðilögðust er verkstæði Strætisvagna Reykjavíkur brann. Skiptimiðakerfið verður því tekið upp aftur á öllum leiðum í dag, þriðj-jdag. r^*-—--»--^- UNGFRÚ DALASYSLA SB—Reykjavik, mánudag. Ungfrú Dalasýsla var kjörin á dansleik i Dalabúð í Búðar dal á laugardagskvöldið. Hlut skörpust af þeim þrem, sem til úrslita kepptu, varð Hafdís Gunnarsdóttir frá Brautarholti 19 ára. Ahugamál hennar eru ferðalög, lestur og tónlist og að verða sjúkraliði seinna meir. Hafdís vinnur heíma hjá sér í Brautarholti, þar sem foreldr ar hennar, Steinunn Árnadóltir og Gunnar Aðalsteinsson, búa. Hafdís er 164 sm. á hæð og | málin eru 88—55—88. Hún lauk skyldunámi frá Laugum, en ætl un hennar er að fara í hús- mæðraskóla næsta vetur. Næsta laugardag verður svo . Ifegurðarsamktíippni í Félaigs (heimilinu á Blönduósi og þá Iverður valin ungfrú Austur og Vestur-Húnavatnssýsla. Þar leik tir hliómsveitin Náttúra fyrir dansinum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.