Tíminn - 21.07.1970, Side 16

Tíminn - 21.07.1970, Side 16
M8|urf*0urt*n 21 fötí W70 MÓT- MÆLI VIÐ ÞRJÚ TONN AF MAT SNÆDD VIÐ HREÐAVATN — á landsmóti skáta er hefst 27. júlí. Fyrsti erlendi skátahópurinn kominn LAXÁ Myndin er tekin, þegar áhuga menn um verndun Laxár og! Mývatns reistu mótmælaborða | vi» Einarsstaðaskálann. Upp-J haflega átti að reisa borðann' Við Laxárvirkjunina, en horfið J ♦gr frá því, því sýnt þótti, að ' hann fengi ekki að standa þar, til kvöldsins. Frásögn og mynd- J ir «f mótmælaaðgerðunum eru' á bls. 6 og 7. I EB—Reykjavík, mánudag. Glaðvær hópur 10 ungmenna frá Þýzkalandi kom í morgun hing að til lands með Gullfossi, vegna landsmóts skáta er haldið verður að venju í Hreðavatnslandi í Borg arfirði. Hefst það þann 27. n. k. og stendur í 8 daga. Þetta er fyrsti ; erlendi skátahópurinn sem kemur I tjl landsins vcgna mótsins, en alls ! munu 150—200 erlendir skátar frá 11 löndum koma hingað. Kemur stærsti hópurinn frá Englandi, 51 ( piltur og 12 stúlkur og koma þau hingað með flugvél á morgun. Þá eru 13 skátar væntanlegir frá Færeyjum á miðvikudaginn, en gert er ráð fyrir að allir skáta j Héraðsmót í Vestur-ls. Bjarni Einar Hjálmar Héraðsmót Framsóknarmanna i son og Einar Ágústsson vara- Vestur-fsafjarðarsýslu verður á formaður Framsóknarflokks- Þing«yri laugardaginn 25. júli ins. Hinn góðkunni Hjálm- og hefst kl. 21. ar Gíslason og fleirí annast skemmtiatriði- Hijómsveit Ás- Ræðumenn verða alþingis- geirs Sigurðssonar frá ísafirði mennirnir, Bjarni Guðbjörns- leikur fyrir dansi. hóparnir erlendu verði komnir hingað fyrir helgina. Alls munu um 1500 skátar sækja mótið og svo gamlir skátar, vinir þeirr* og skyldmenni, og er gert ráð fyrir að hátt á þriðja þúsund manns muni dveljast á mótinu þá daga sem það stendur yfir. í viðtali við blaðið í dag, sagði Sigurjón Mýrdal framkvæmdast.i. landsmótsins að 20—30 manns ynnu nú á mótsstaðnum við undir búring. Verður m. a- kom ið þar upp pósthúsi, símstöð og banka. Þá verða einnig verzlan r ýmiss konar þar á staðnum, t. d. minjagripaverzlun og járnvöru- verzlun. Sagði Sigurður að fleiri myndu fara þangað uppeftir til vinnu næstu daga. Mótssvæðið er eins og fyrr sagði í Hreðavatnslandi, þ. e. á völlun- um skammt fyrir ofan Glanna í Norðurá. Verður þar margt til gagns og gamans m. a. kvöldvök ur við varðelda og leikir ýmsir. Verður stærsti varðeldurinn kveiktur síðasta kvöld mótsins — eða annan ágúst — og er þá gert ráð fyrir að margir gestir komi á staðinn til að njóta hans. Sljk skátamót eru haldin hér á landi fjórða hvert ár. Var það síðasta einnig haldið í Hreðavants landi, og sótti þá mótið um 3 þús- und manns, en þá munu hafa kom ið á staðinn um sjö þúsund manns til viðbótar er stærsti varðeldur inn var kynntur síðasta kvöld þess móts. Að lokum má svo tii gamans geta þess, að ráðgert er, að um 3 tonn af mat verði borð uð á mótssvæðinu hvern dag mótsins. UNGFRU DALASYSLA SB—Reykjavík, mánudag. Ungfrú Dalasýsla var kjörin á dansleik i Dalabúð í Búðar dal á laugardagskvöldið. Hlut skörpust af þeim þrem, sem til úrslita kepptu, varð Hafdís Gunnarsdóttir frá Brautarholti 19 ára. Áhugamál hennar eru ferðalög, lestur og tónlist og að verða sjúkraliði seinna meir. Hafdís vinnur heima hjá sér í Braufarholti, þar sem foreldr ar herinar, Steinunn Árnadóttir og Gunnar Aðalsteinsson, búa. Hafdís er 164 sm. á hæð og málin eru 88—55—88. Hún lauk skyldunámi frá Laugum, en ætl un hennar er að fara í hús- mæðraskóla næsta vetur. Næsta laúgardag verður svo ifegurðarsamkvppni í Félaigs (heimilinu á Blönduósi og þá Iverður valin ungfrú Austur og Vestur-Húnavatnssýsla. Þar leik ur hljómsveitin Náttúra fyrir dansinum. Ráðstefna Verðandi: Stofna umræðu hópa - halda aðra ráðstefnu EJ—'Reykjavík, mánudag. Um helgina hélt Stúdentafélag ið Verðandi ráðstefnu um „leið íslands til sósíalisma — vinstra samstarf*. Ákveðið var að endur taka slíka ráðstefnu svo fljótt sem kostur er og i þeim tilgangi stofn uð sérstök samstarfsnefnd til und irbúnings. Þá var þess farið á leit við Verðandi, ,,að það hefði forgöngu um að stofna nefnd með tilnefndum fulltrúum allra vinstri flokkanna um hugsanlegt samstarf og sameiginleg stefnuatriði fram að og eftir næstu Alþingiskosning ar. Verðandi mun nú næstu daga verða við þessari beiðni ráðstefn unnar“, segir í fréttatilkynningu frá félaginu. f tilkynningunni segir, að ráð stefnugestir hafa verið um 100 þegar fjölmennast var. Ráðstefn an hófst með 5 framsöguerindum á laugardag, en þeir voru, tilnefnd ir af Alþýðubandalaginu (Loftur Guttormsson), Sambandi ungra Framsóknarmanna (dr. Ólafur Ragnar Grímsson), Samtökum frjálslyndra í Reykjavík (Sveinn Skorri Höskuldsson), Sósíalistafé- lagi Reykjavíkur (Hafsteinn Ein- arsson) og Æskulýðsfylkingunni (Ragnar Stefánsson). Auk þeirra ákvarðana, sem áður er getið, stofnaði ráðstefnan sér staka umræðuhópa til að ræða ein stök málefnasvið fram að næsfcu ráðstefnu, en umræðusviðin enn 1) Hlutverk samvinnuhreyfing ar j leið fslands til sósíalisma. 2) Verkefni og vandamál verka lýðshreyfingarinnar. 3) Utanríkismál Íslands og aðfld að NATO. 4) Efnahagsstefna fslands og þátttaka í efnahagsbandalög- um. 5) Innanríkismál íslands, önnur en þau, sem fjallað er um í öðrum umræðuhópum. SKIPTIMIÐA- KERFI SVR Nýjar skiptimiSavélar eru nú komnar til landsins í stað þeirra sem eyðilögðust er verkstæði Strætisvagna Reykjavíkur brann. Skiptimiðakerfið verður þvi tekið upp aftur á öllum leiðum í dag, þriðjudag.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.