Tíminn - 21.07.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.07.1970, Blaðsíða 5
ÞKHMUDAGUR 21. JÚLÍ 1970. TIMINN MEÐ MORGUN KAFFSNU Tvær frúr, sín með hvorn hundinn í bandi, hittust í skemmtigarðinucn Og settust saman á bekk og tóku tal sam- xn. Aaðvitað barst talið að Jvundunum. — Á hundurinn yðar ekki settartré? — Nei, hann notar bara hvaða tró setn er. — Elskan, loksins erum við ein. Maður nokkur var að bíða eftir lyftu í smáhóteli úti á landi. Meðan hann stóð þarna, kom ung og falleg stúlka til hiahs: — Eruð þér kvæntur? spurði hún. — Ha? . . . Já, ég er það, svaraði maðurinn hissa. ', — Gott. Viljið þér þá gjöra svo vel að renna lásnum upp fyrir mig, sagði daman og sneri bakinoi í manninn. — Skipstjóri, ég finn ekki klefann minn. . —Nú, hvaða númer var það. — Ég man það ekki, en það var viti rétt við gluggann. — Ég hef ofnæmi fyrir mink, sagði Petra við vinkonu sína. — f hvert sinn sem ég sé aðra konu í minkapels, verð ég veik. — Heyrðu Hansen. Þegar þið komið til okkar á sunnudags- kvöldið, viltu þá biðja konuna þína að vera ekki í nýja minka pelsinutn sínum. Konan mín vill nefnilega endilega fá svo- leiði.s líka. — Það verður erfitt, kæri vinur. Því við erum einmitt að koma til að sýna pelsinn. Þegar Krag var forgætisráð- herr.a Dana, var hann eitt sinn að ræða við þingmann nokkurn um að taka að sér ráðherra- stöðu. Viðkomandi þingmaður vildi helzt ræða málið fyrst við konu sína og hringdi heim. — Hvað segirðu um að vera gift ráðherra, elskan mín? spurði bann. — Það fer eftir því, hvern þeirra þú meinar. Jósafat forstjóri var.að fara í langt viðskiptaferðalag. — Mundu nú að skrifa heim annað slagið, sagði frúi'n, um leið og hann fór. — Þó það sé ekki annað en ávísun. — Heimskulegt að baka á þess um tíma. DENNI DÆMALAUSI Kannski þú ættir að fara Maðurinn, sem við sjáum hér á myndinni, liggjandi í rúmi sínu, heitir Saturnino de Lucas Gilsanez, og þetta er j fyrsta skipti í 34 ár, sem hann liggur í rúmi. Saturnino var bæjarstjóri í spánska bænum Mudrian árið 1936. þegar borgarastyrjöldin geisaði á Spáni. Honum barst njósn um að andstæðingar hans ætluðu að koma honum fyrir kattarnef, svo hann kvaddi fjölskyldu sína og hvarf spor- laust. Enginn nema bróðir hans vissi, að hann fór aldrei lengra en í niðurgrafið jarðhýsi undir húsgaflinum heima hjá sér, og allir. aðri.r.héldu,-að, hann værj löngU dainn. í öll þessi ár færði bróðir nni honum mst og dr<x þns var á dag og í hvert sinn sem nýr meðlimur bæftisr f.^ilskyld unni, fékk Saturnino að sjá hann gegnum jarðopið. Þannig Fastir kúnnar hjá Dior í París hafa veitt því athygli upp á síðkastið, að búið er að skipta um sýningarstúlkur þar. Hafa þeir haft á orði. að þær nýju séu ekki hálft eins falleg ar og þær sem fyrir voru. — Þetta er alveg rétt, — segir yfirmaður sýningardeild arinnar, Marc Bohan. — Áður greiddum við of fjár fyrir feg urstu sýningarstúlkur Evrópu — en þeim var alltaf „stolið" frá okkur iafnóðum. Þær gift ust flestar einhverjum ríkis- bubbum, og við sátum eftir með sárt ennið. Nú ráðum við aftur á móti stúlkur, sem ekki eru alveg jafn hættulega fallegar. en eru auðvitað sömu kostum búnar sem fyrirsætur. • Barónessa von Langendorff notaði sitt fína nafn í fyrsta sinn á ævinni um daginn, þegar hún boðaði á sinn fund alla þá Englendinga, sem eitthvað hafa að segja í poppheiminum. Boðskortið var gulli slegið og prýtt skjaldarmerki ættarinn- ar, svo skiljanlega fylltust við- takendur lotningu og skund- uðu á vettvang Móttakán fór fram í einu af íburðarmestu hótelum Lundún arborgar, og kvaðst barónessan ætla að kynna nýja og hæfi- leikamikla popstjörnu — „Diana". En undrun manna varð mikil, er í ljós kom, að hin upprennandi stjarna og barón- ! I kynntist hann 28 litlum írænk um og frændum, sem hann sá svo ekki aftur fýrr en þau voru orðin fullorðin, og fékk einnig fregnir af því, að foreldrar hans létust og systkinin týndu tölunni. Það var ekki fyrr en nú fyr ir skömmu, að bróðir Saturn ino fékk talið hann á að koma upp á yfirborðið til að halda upp á 59 ára afmæli sitt í skauti fjölskyldunnar. sem all- an þennan tima hafði .ekki minnsta grun um nálægð hans. Þegar bæjarstjórinn fyrrver andi var að því spurður. hvers vegna hann hefði hírzt þarna svo lengi, ij^taðjjþjess.að :k,oma fram', 'þegár '' 'börgarastyrjöld- inni lauk, svaraði hann aðeins með því að segja, að maður gæti aldrei verið of öruggur með sig. — Og haldið þið kannski að mér hefði aldrei orðið misdæg urt, éf ég hefði búið í því pest essan voru ein og sama mann- eskjan. Margir urðu ógurlega móðgaðir og gengu út, en nógu margir urðu eftir til þess, að nú hefur barónessan sungið inn á sína fyrstu lp-hljóm- plötu og auðvitað undir nafn- inu Diana. Maurice Chevalier, sem nú er orðinn 81 árs, hneykslaði um daginn hina frönsku landa sína með því að láta hafa eft ir sér í blaðaviðtali að hans heitasta ósk væri að fá að deyja á sviðinu. Og helzt af öllu vill hann lognast út af meðan á beinni sjónvarpsút- sendingu stendur. eða eins og hann sjálfur orðar það: — Vegna ástar minnar á áheyr endum og virðingar fyrir þolin mæði þeirra gegnum árin. vil ég vera með þeim. þegar ég kveð þennan heim. Og þá verð ég heldur ekki einmana síðustu stundirnar. Það var reyndar líka Chevali er. sem skrifaði síðustu metsölu bókina í Frakklandi. og þótti hún ekki síður hneykslanleg. Þetta eru æviminningar þess gamla. og kallar hann bókina „Gráhærður stráklingur" Þar fjallar hann meðal annars hreinskilningslega um ástasam band sitt við fjölda kvenna. sem hann hefur kynnzt á langri ævi ,.En". segir hann. „hvert einasta orð í bókinni er satt. svó enginn getur sótt mig til saka fyrir hana." arbæli, sem yfirborð jarðarinn ar er orðið? — Já, dýrmæt er blessuð heils an, en hvort svona mikið er á sig leggjandi fyrir hana, er svo aftur matsatriði. Charles Bretaprins hefur. að sögn, tekið Önnu systur sína til fyrirmyndar hvað klæðaburð- inn snertir. Hann hefur undan farið sézt í öllu litríkari og klæðilegri fötum en áður, og um daginn gekk hann um með glæsilegt og næstum glanna- legt. skræpótt bindi. Unga fólkið að minnsta kosti fagnaði m.iög þessum fram förum prinsins, því þótt okkur finnist þetta ekki stórt skref í átt til nýmóðins klæðaburðar þykir það stórt meðal Breta, þegar hin íhaldssama konungs f.iöiskylda á í hlut. En Adam var ekki lengi í Paradís, því nú skammast blöð in í Bretlandi yfir því, að prins inn hafi verið svo taktlaus, að lát'a s.iá sig þrisvar með þetta margumtalaða bindi, sem hann ber á meðfylgjandi mynd. •«*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.