Tíminn - 22.07.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.07.1970, Blaðsíða 2
TIMINN Vísindasjóður veitir styrki í þrettánda sinn. Styrkir nema 5.5 milljónum króna Bá'ðar deildir Vísindas.ióðs hafa nú veitt styrki ársins 1970, en hetta er í þrettánda sinn, sem styrkir eru veittir úr s.ióðnum. Fyrstu styrkir sjóðsins voru veitt- ir árið 1958. Deildarstjórnir Vísindas.ioðs, sem úthluta styrkjum sjóðsins, eru skipaðar til fjögurra ára í senn, ok voru stjórnir beggja deilda skipaðar í vor. Alls barst Raunvísindadeild að þessu sinni 71 umsókn, en veittir voru 50 styrkir að heildarfjárhæð 5 milljónir 510 búsund krónur. Árið 1969 veitti deildin 46 styrki að fjárhæð samtals 4 milljónir 685 þúsund krónur. Formaður stjórnar Raunvísinda deildar er dr. Sigurður Þórarins son prófessor. Aðrir í stjórn eru Davíð Davíðsson prófessor, dr. Guðmundur E. Sigvaldason jarð efnafræðingur, dr. Leiftir Ásgeirs son prófessor og dr. Þórður Þor bjarnarson forstjóri Rannsókna stofnunar fiskiðnaðarins. Ritari deildarstjórnar er Guðmundur Arn laugsson rektor. Alls barst Hugvlsindadeud að þessu sinni 51 umsókn, en yeittir voru 23 styrkir að heildarfjárhæð 2 milljónir 155 þúsund krónur. Árið 1969 veitti deildin 26 styrki að fjárhæð samtals 2 milljónir og 300 þúsund krónur. Er þetta í fyrsta sinn, sem Hugvísindadeild veitir lægri styrkfjárhæð en árið áður, en það stafar af því. að styrk ir ársins 1969 voru í heild no.ckru ríflegri en efni stóðu til. Umsókn ir voru nú hins vegar fleiri en nokkru sinni fyrr, og var yfirleitt sótt um hærri fjárhæðir en áður. Deildarstj órninni var því óvenju mikill vandi á höndum í þetta skipti, enda varð að synja miklu fleiri umsækjendum en dæmi eru til áður. T.a.m. var að þessu sinni ebki sinnt neinum umsóknum frá félögum eða stofnunum. Formaður stjórnar Hugvísinda deildar er dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri. Aðrir í stjórn eru dr. Broddi Jóhannesson skóla stjóri, dr. Jakob Benediktsson orðabókarritstjóri, dr. Magnfc Már Lárusson háskólarektor og Olafur Björnsson prófessor. Vegna fjar veru Jakobs Benediktssonar um skeið, meðan á styrkveitingum stóð, tók varamaður hans Olafur Halldórsson handritasérfræðingur, þátt í störfum stjórnarinnar við styrkveitingar að þessu sinni. Rit- ari deildarstjórnar er Bjarni Vil- hjálmsson þjóðskjalavörður. Um þessar mundir fer háskóla menntuðum mönnum mjög fjölg andi og þar á meðal þeim, sem leggja fyrir. sig vísindalegar rann sóknir. Ér þess vegna auðsætt, að fjárráð Vísindasjóðs þurfa að auk ast þegar í stað og fara jafnt og bétt vaxandi næstu árin vegna fyr jrsjáanlegi’ar aukningar visinda legra rannsókna með þjóðinni. Úr Vísindasjóði hafa því að þessu sinni verið veittir 73 styrk ir að_ heildarfjárhæð 7.665,000,00 kr. Árið 1969 voru veittir 72 styrkir að helidarfjárhæð 6.985, 000,00, Hér fer á eftir yfirlit um styrk eitingar: A. Raunvísindadeild. I. Dvalarstyrkir til vísindalegs sérnáms og rannsókna. A. 220.000 kr. styrk hlutu: Guðni Ág. Alfreðsson lífefnafræð ingur. Til rannsókna á þarmabakt eríum (doktorsverkefni við há- skólann í Dundee, — framhalds styrkur). ' Hörður Filippusson lífefnafræð- ingur. Til rannsókna á óleysanleg um enzymum í vatni (doktorsverk efni .við- háskólann, í St. Andrewg, — f ramhaldsstyrkur.) Sven Þ. Sigurðsson stærðfræðing- ur. Til rannsókna í hagnýtri stærð fræði (doktorsverkefni við há- skólann í Dundee). B. 150.000 kr. styrk hlutu: Axel Björnsson eðlisfræðingur. Til athuguna á sveiflum í segulsviði jarðar (doktorsverkefni við háskól ann í Göttingen, — framhaldsstyrk ur). Einar Júlíusson eðlisfræðingur. Til rannsókn á geimgeislum (dokt orsverkefni við háskólann í Chi- cago). Geir Arnar Gunnlaugsson verk- fræðingur. Til framhaldsnáms og rannsókna í hagnýtri aflfræði (doktorsverkefni við Brown Uni- versity, Rhode Island, Bandaríkj unum.) Gunnar Benediktsson verkfræðing ur. Til kristallafræðilegra rann- sókna á hreinum málmum (verk efni til licenciatprófs við háskól ann í Stokkhólmi). Hannes Blöndal læknir. Til sér- náms og rannsókna í líffærafræði (doktorsverkefni við Minnesotahá kóla, — framhaldsstyrkur). Helgi Þröstur Valdimarsson lækn ir. Til sérnáms og rannsókna í ónæmisfræði (doktorsverkefni við Lundúnaháskóla, Royal Postgradu ate Medical School). Jakob Yngvason eðlisfræðingur. Til sérnáms og rannsókna í kvanta sviðsfræði (doktorsverkefni við háskólann í Göttingen, — fram haldsstyrkur). Jón Kristinn Arason stærð- fræðingur. Til sérnáms og rann- sókna á sviði algebrulegrar rúm- fræði (doktorsverkefni við há- skólann í Mainz). Karl Grönvold jarðfræðingur. Til sérnáms og rannsókna á bergfræði Kerlingaf jalla (doktorsverkef ni við háskólann í Oxford. — fram haldsstyrkur). Sigfús Björnsson, eðlisfræðingur. Til sérnáms og rannsókna í lífverk fræði (rannsóknir á skynfærum vatna- og sjáyardýra, — doktors verkefni við Washingtonháskóla, Seattle, Bandaríkjunum.) Snorri Sveinn Þorgeirsson læknir. Til sérnmás og rannsókna í klín ískri lyfjafræði (doktorsverkefni við Lundúnaháskóla, — fram haldsstyrkur). '>orkell Helgason stærðfræðingur. Til sétnéimS'rpg rapiisókna í klín- og Éagnyfrí “stærðíræði (doktors verkefni við M. I. T. í Boston, — framhaldsstyrkur). c. 100.000 kr. styrk hlutu: Alfreð Árnason líffræðingur. Til þess að ljúka rannsóknum á blóðvatnseggjahvítu (doktors- verkefni við háskólann i Glasg.). Auðólfur Gunnarsson læknir. Til sérnáms og rannsókna í liffæra flutningum (við sjúkrahús Minne sotaháskóla, Minneapolis — fram- haldsstyrkur). Baldur Símonarson lífefnafræðing ur. Til rannsókna á enzymum í fiskum (doktorsverkefni við Lund únaháskóla, framhaldsstyrkur). I Björn Dagbjartsson efnaverkfræð ingur. Til framhaldsnáms i mat vælaefnafræði (doktorsverkefni við Rutgers. The State University, New Brunswick, N. J. Bandaríkj unum). Gunnar Ólafsson landbúnaðar- fræðingur. Til sérnáms og rann- sókna á efnasamsetningu, meltan leika og næringargildi beitargróð urs á fslandi (verkefni til licen ciatprófs við landbúnaðarháskól ann í Ási, Noregi.) Leó Kristjánsson jarðeðlisfræðing ur. Til sérnáms og rannsókna á bergsegulmagni (doktorsverkefni við Memoriaiháskóla. St. Johns, Nýfundnalandi). Pétur Stefánsson verkfræðingur. Til sérnáms í stjórnun og áætlana gerð (við Cornellháskóla, Banda rikjunum). Sigurður Friðjónsson cand. med. Til sérnáms og rannsókna í eðlis fræðilegri líffræði (doktorsverk efni við State University of Buffalo, Bandarikjunum). Sigurjón Norberg Ólafsson efna fræðingur. Til sérnáms og rann- sókna í efnafræði (doktorsverk- efni við háskólann í Hamborg). Valgarður Stefánsson eðlisfræðing ur. Til sérnáms og rannsókna á sviði kjarneðlisfræði (doktors- verkefni við Stokkhólmsháskóla, — framhaldsstyrkur). Vésteinn Rúni Eiríksson eðlis- fræðingur. Til sérnáms og rann- sókna á sviði eðlisfræði fastra efna (doktorsverkefni við háskól ann í Edinborg). Þór E. Jakobsson verðurfræðing ur. Til orkufræðilegra rannsókna á víxláhrifum lofts og hafs (dokt- orsverkefni við McGill-háskólann í Montreal, — framhaldsstyrkur). D. 70.000 kr. styrk hlutu: Ásbjörn Einarsson efnaverkfræð- ingur. Til sérnáms og rannsókna á súrefnisflutningi í nýrri gerð af rafhlöðum (fuel cells) (dokt- orsverkefni við háskólann í Manc hester, — framhaldsstyrkur). Egill Egilsson stud. scient. Til sérnáms í fastaefnaeðlis- fræði (verkefni til meistaraprófs við Kaupmannahafnarháskóla). Þorgeir Pálsson verkfræðingur. Til rannsókna á sjálfvirkri stjórn fiugfara (doktorsverkefni við M. I.T.,. Cambridge, Bandaríkjunum, — framhaldsstyrkur). E. 50.000 kr. styrk hlutu: Bjarni Guðmundsson búfræði- kandidat. Til rannsókna á heyverk un (verkefni til licenciatprófs við landbúnaðarháskólann í Ási, Nor egi, — framhaldsstyrkur). Rögnvaldur Ólafss., eðlisfræðing- ur. Til rannsókna á aðleiðni í segulsviði (doktorsverkefni við háskólann í St. Andrews, — framhaldsstyrkur). 40.000 kr. styrk hlaut: Sigfús Schopka fiskifræðingur. Til rannsókna á frjósemi helztu nytjafiska í Norður-Attantshafi (doktorsverkefni við háskólann í Kiel, — framhaldsstyrkur). II. Verkefnastyrkir: A. Styrkir til stofnana og fé- laga. Bændaskólinn á Hvanneyri. Til grassprettu- og jarðvegsrann- sókna. 110,00 þús. Gigtsjúkdóma félag ísl. lækna. Til fnamhaldj- ransókna á gigtsjúkdómum á ís landi 100.00. Jöklarannsóknaféiag íslands. Til jöklarannsókna. 50. 000. Náttúrufræðistofnun íslands Til tækjakaupa 75. þús kr. Nátt úrugripasafnið á Akureyri og Rannsóknastofa Norðurlands. Til framhaldsrannsókna á lífveruim í jarðvegi. 80.000 þús. kr. B. Verkefnastyrkir til einstakl.: Bjarni Guðleifsson stud. lic. Til framhalds kalrannsókna 75 bús. Bjarni Þjóðleifsson læknir. Til rannsókna á Pendreds sjúkdómi 75. þús. Gauti Arnþórsson læknir. Til framhaldsrannsókna á varnar mætti magaslímhúðar gegn sár myndun (við Akademiska Sjuk huset, Uppsala) 75 þús. Hjörleifur Guttormsson, líffræðingur. Til framhaldsrann- sókna á hæðarmörkum og út- breiðslu háplantna í Austfjarða- hálendi. 75. þús. Hrefna Krist- mannsdóttir, jarðfræðingur. Til rannsókna á bergfræði Hranpseyj ar og Purkeyjar 100.000 Hörður Kristinsson grasafræðingur. Til rannsókna á fléttuflóru íslands. 90 þús. Jens Pálsson mannfræðingur. MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1970. Til framhalds mannfræðirann- sókna á íslandi, 250 þús. Kjartaa R. Guðmundsson læknir. Til fram halds ransókna á sclerosis multi plex á íslandi, 50 þús. Ivka Munda grasafræðingur. Til framhalds rannsókna á þörungum við 'strend ur íslands. 75 þús. Ófeigur J. Ófeigsson læknir. Til rannsókna á meðferð og lækningu brunasára. 50.00 þús. Ólafur Jensson læknir Til að Ijúka ransóknum á arfgeng um breytingum rauðra blóðkorna. 50 þús. Úlfur Árnason erfðafræð ingur. Til vefja- og litningarrann sókna á sjávarspendýrum (doktors verkefni við háskólann i Lundi, — framhaldsstyrkur) 120 þús. B. Hugvísindadeild: 175 þús. kr. styrk hlutu: Jón Rúnar Gunnarsson magister. Til rannsóknar á sterkum sögnum í forngermönskum málum, eink um 6. og 7, hljóðskiptaflokki og vandamálum tengdum þeim. Jón K. Margeirsson fil. kand. Til rannsóknar á deiAim íslendinga og Hörmangarafélagsins 1752—1757. 150 þúsund króna styrk hlaut: Páll Skúlason licentiat. Til að vinna að ritgerð um vandamál túlkunar í heimspeki, einkum kenningar og skilgreiaing- ar heimspekingsins Paul Ricoeur. 125 þús. kr. styrk hlaut: Björn Stefánsson deildarstjóri. Til að rannsaka byggðarlög á íslandi frá þagrænu og félagslegu sjónar miði. 100 þús. kr. styrk hlutu: Björn Þorsteinsson sagnfræðing- ur. Til að rannsaka sögu íslend- inga á 16. öld, einfcum hagsöguna. Einar Már Jónsson lic. — es — lettres. Til að rannsaka Konungs skuggsjá, heimildir verksins og kenningar þess um stjóramál og félagsmál með hliðsjón af norsku þjóðlífi samtímans og evrópskri miðaldahugsun. Friðrik G. Friðriksson cand. mag. Til að vinna í samstarfi við félags fræðideild háskólans í Freiburg að samanburði á greind mennta skólanema samkvæmt greindar- prófi annars vegar og einkunn hins vegar. Hallfreður Örn Eiríksson cand. mag, og Hreinn Steingrímsson tón i-maður (í sameiningu). Til að vinna fræðilega úr því efni, er fyrir liggur um rímna- kveðskap og rímnalög. Ian John Kirby prófessor. Til þess að rannsaka bibliutilvitnanir í ís- lenzkum og norskum fornritum guðrækilegs efnis. Páll Sigurðsson cand. jur. Til rannsóknar á sögu og þýðingu eiðs og drengskaparheits í réttar fari. Sigurjón Björnsson sálfræð ingur. Til að ljúka yfirlitsrann- sókn á sálrænum þroska. geð- heilsu og uppeldisháttum barna í Reykjavík. Sveinn Einarsson leikhússtjóri. Til þess að halda áfram köSnun á upphafi íslenzkr ar nútímaleiklistar. Þorbjörn Ragnar Guðjónsson cand. oecon. Til þess að vinna að rit- gerð um gengisbreytingar og peningastjórn. 75 þús. kr. styrk hlutu: Álfrún Gunnlaugsdóttir licentiat. Til að ljúka doktorsritgerð^ um Tristams sögu og fsöndar og samanburð hennar við Roman de Tristam eftir Thomas. Jón Guðnason cand. mag. Til þess að rannsaka stjórnmálaferil Skúla Thoroddsens alþingismanns á ár- unurr 1884—1916. Séra Kristján Búason. Til ranhsóknar á þeim textum guðspjallanna. sem fjalla um þiáningu og dauða Krists. Lúðvík Ingvarsson fulltrúi. Til greiðslu kostnaðar við útgáfu á doktorsritgerð um refsingar á bióðveldistímanum. búðvík Kristjánsson rithöfundur. Til greiðslu kostnaðar við undir búning að riti um íslenzka sjávar hætti fyrr og síðar. Örn Erlendsson hagfræðingur. Til að ljúka doktorsritgerð um þróun FramúiLO a bts. 14. nilHBH Varla slætt við Laxá í Suður-Þing. Nú síðustu daga hefur heldur dregið úr veiðinni úr Laxá í S- Þing., og mun það vera vegna^ kuldakastsins sem herjað hefur á landsbyggðina. í gærdag var rigning og storenur þar norður- frá og varla stætt við ána. Er j áin nú mórauð og því slæm til veiða. í fyrrakvöld var búið að veiða um 640 laxa úr ánni og þar af veiddust yfir 20 laxar í fyrradag. Eins og kunnugt er, eru 12 stang ir í ánni og veiddust þann dag 16 laxanna á tvær stangir. Jöfn veiði úr Þverá Þrátt fyrir kuldakastið hefur mjög jöfn veiði verið úr Þverá í Borgarfirði, en í fyrrakvöld voru komnir 950 laxar á land úr ánni. Að sögn Péturs Kjartansson ar, starfsmanns við veiðihúsið þar, hefur veiðin verið heldur betri á neðra svæðinu. Stærsti laxinn sem úr ánni hefur veiðzt á sumrinu er 25 punda. Sagði Pétur að í göngunni um s.l. mánaðamót hafi borið nokkuð á smáum laxi, en hins vegar veiðist nú mikið af 18—20 punda laxi úr ánni. — Ef sama veiðin verður hér áfram, verður þetta algjört met- ár, sagði Pétur Áin hefur oft í frpmst.n röfl hvafi veiði- magnið áhrærir og sumarið 1968 var hún hæst yfir landið með um 1750 laxa. Er í sumar búið að veiða um 200 löxum meira en á sama tíma í fyrra. í fyrrakvöld voru 320 laxar komnir úr Elliðaánum og veidd- ust um 20 laxar þar í fyrradag. Þann dag veiddust úr Leirvogsá 8 laxar á tvær stangir, og veidd- ust þeir allir fyrir hádegi Var engin veiði þar eftir hádegið sök um slæms veðurs. Þá er farið að veiða bleikjuna úr Eldvatni í Meðallandi og hefur verið góð veiði úr vatninu undanfarið. Það er Stangveiðifélag Reykjavíkur, sem hefur vatnið á leigu og er búið að koma upp veiðihúsi þar. __ F.R

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.