Tíminn - 22.07.1970, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.07.1970, Blaðsíða 12
★ Á laugardaginn hófst hjá GR, meistarakeppni GR, og er keppt í öllum flokkum. f gær (þriðjudag) hófust tvær meistara-. keppnir hér sunnanlands, hjá Keili og hjá Golfklúhhi SuSur- nesja. Á fimmtudaginn hefst svo meistarakeppni Ness. Öllum þess um keppnum líkur svo á laugar- daginn, en Tíminn mun reyna að birta úrslit frá þeim öllutn strax eftir helgina. ★ Hjá Ness-klúbbnum fór fram ein keppni á iaugardaginn. Var það fjórboltaleikur (betri bolti). Sigurvegarar urðu Jón Þór Ól- afsson og Ólafur Tryggvason á 39 höggum. í öðru sæti urðu Jónatan Ólafsson og Ingimundur Árnason á 40 höggum. ★ Coca Cola keppninni lauk á golfvellinum á Akureyri fyrir skömmu. Keppnin var 72 holu keppni, með og án forgjafar. Sigurvegari í keppni án for- gjafar varð Björgvin Þorsteinsson, sem er aðeins 18 ára gamall, á 308 höggum, og er þetta önnur 72 holu keppnin í röð, sem hann leikur á sama höggfjölda. í 2. sæti varð Sævar Gunnars- son á 313 höggum, en í 3ja saati urðu jafnir Gunnar Þórðarson og Hörður Steinbergson á 319 högg- um (Hörður sigraði í keppninni um 3ja sætið). Með forgjöf varð sigurvegari Hörður Steinbergsson á 279 högg um, í 2—3 sæti urðu þeir jafnir Gestur Magnússon og Björgvin Þorsteinsson mef5 280 högg. Léku þeir 18 holu keppni um önnur verðlaunin. en henni lauk með jafntefli. Hafa obkui- enn ekki borizt úrslit úr seinni aukakeppni þeimu /''O* °°fUt HestdsÖíubírgdír Innflutningsdeild ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR 125. íslandsmet Guðmundar Var nálægt því að ná lágmarki á Evróp umeistaramótið í 400 m. fjórsundi. Guðmundur Gíslason, 125 íslandsmet að baki. Drengjamet í hástökki Unglingameistaramót íslands í frjálsum íþróttum fór fram á Ak- ureyri um síðustu helgi. Elías Sveinsson, ÍR, var mesti afreksmaður mótsins, setti m. a. nýtt glæsilegt drengjamet í há- stökki, stökk 1,95 m. Ingunn Einarsdóttir bar af stúlkunum og sigraði í einum 4 greinum. Mótið heppnaðist vel, en nánar venður sagt frá því hér á íþróttasíðunni síðar. Klp-Reykjavík, þriðjudag. f gærkvöldi setti Guðmundur Gíslason, Ármanni, nýtt fslands- met í 400 m. fjórsundi, á úrtöku- móti fyrir Evrópumeistaramótið, sem fram fer í Barcelona í sept. Þetta er 125. fslandsmetið, sem Guðmundur setur á ferli sínum. Guðmundur synti á 5:04,7 mín., en gamla metið var 5:06,4 mín., sett í landskeppninni við Skot- land í sumar. Valsmenn Knattspyrnufélagið Valur, hand- knattleiksdeild. — Ætfingatafla fyrir júlí og ágúst er sem hér segir: Mfl. karla. Þriðjud. og föstud. kl. 6,30—8,00 M.fl. kvenna Þriðjud. og föstud. kl. 8,00—9,00 II. fl. kvenna Mánud. og fimmtud. kl. 6,30—7,30 Telpur, byrjendur Mánud. og fimmtud. kl. 6,00—7,00 Mætið vel og stundvíslega! Til að ná lágmarki í þessari grein, varð Guðmundur að synda á 5:04,0 mín., svo lítið vantar uppá að hann hafi farseðilinn til Spánar í vasanum. Aðeins Leiknir Jónsson hefur unnið sér rétt til þátttöku í mót- ínu, og er það í 100 og 200 metra bringusundi. Guðmundur hefur góða mögu- KIp-Reykjívík. Svíar urðu eins og búizt hafði verið við mjög sigursælir á Norð urlandamóti unglinga í sundi, sem fram fór í Helsinki um helgina. í því móti tóku þátt þrír ís- lenzkir unglingar, og stóðu allir sig með ágætum. leika, og ekki ólíklegt að hann nái lágmarkinu á næsta úrtöku- móti, sem fer fram n.k. mánu- dagskvöld. Aðrir sem hafa möguleika að komast á EM eru Guðjón Guð- mundsson, Helga Gunnarsdóttir, og Vilborg Júlíusdóttir. Þeirra möguleikar eru ekki miklir, er. eru þó fyrir hendi. Vilborg Júlíusdóttir setti t.d. íslandsmet í 400 metra skrið- sundi, synti á 5:04,4 mín., sem er einni sek. betra en gamla met- ið. Sigurvegari varð sænsk stúlka, G. Vickman á 4:53,4 mín. Nánar verður sagt frá mótinu síðar, en fréttir af því eru heldur af skornum skammti. MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1979. ★ í þessum mánuði var stofnað ur á Siglufirði golfklúbbur, sem ber nafnið Golfklúbbur Siglu- fjarðar. Hefur klúbburinn fengið vilyrði fyrir aðstöðu á túni Hóls- búsins, en þar er aðstaða góð, og möguleikar á að gera skemmtileg an og fjölbreyttan golfvöll. Þorvaldur Ásgeirsson, hinn góð- kunni golfkennari, var á Siglufirði í síðustu viku, og hélt þar nám- skeið fyrir byrjendur og aðra lengra komna í íþróttinni. Voru 36 nemendur á þessu fyrsta nám- skeiði, sem tókst mjög vel. Þorvaldur sagði okkur í stuttu : viðtali í gær, að mikill áhugi væri á golfi á Siglufirði, og Sigl- firðingar samheldnir eins og í öllu, sem þeir taka sér fyrir hend ur, og sagðist harin vera viss um, að þar yrði fljótlega kominn stenk ur og stór klúbbur. Við spurðum Þorvald hvernig kennslan hefði gengið í sumar. Sagði hann að hún hefði verið mikil, og tugir manna byrjað að æfa og leika golf. Hann hefði verið með þetta námskeið á Siglu firði, og einnig hefði hann haldið námskeið í Vestmannaeyjum, Akranesi og í Hafnarfirði. Nú væri málum þannig hátt- að að hann væri á fimmtudögutn í Keflavík, en aðra daga vikunn- ar væri hann hjá GR í Grafar- holti ,og væri öllum heimilt að sækja tíma hjá sér og þeir ekki bundnir eingöngu við klúbbmeð- limi. VILBORG SETTIÍSLANDS- MET í HELSINKI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.