Tíminn - 22.07.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.07.1970, Blaðsíða 9
MTOVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1970. Útgefandi: FRAMSÓKNARPLOKKURINN Pramfcvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstlórar Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnar- skrifstofur 1 Edduhúsinu. símaT 18300—18306 Skriístofur Bankastræti . .LT;~u.Sslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur sími 18300 Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði innanlands — í lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf Línan norður? Deilurnar um nýja virkjun í Laxá virðist ætla að fara enn harðnandi og er mikil kergja komin í málið. Umræður og blaðaskrif hafa nú staðið um þessa virkjun misserum saman og náði deilan nýju hámarki við mót- mælaaðgerðirnar á laugardag, er Þmgeyingar fóru í 160 bílum til Akureyrar og afhentu bæjaryfirvöldum á Akureyri mótmælaskjal. Upphaflegar fyrirætlanir Laxárvirkjunarstjórnar voru að veita jökulvatni í Laxá og byggja miðlunarmannvirki, er legðu Laxárdal undir vatn. Náttúruverndarmenn nutu góðs og víðtæks stuðnings almennings í baráttu gegn þessum fyrirætlunum og unnu sigur í málinu í vor, þegar Iðnaðarráðuneytið taldi sig hafa komið á samkomulagi um það, að einungis yrði gerð virkjun í Laxá með sem minnstum vatnsmiðlunum, er hefðu ekki í för með sér hættu á spjöllum á náttúru og lífi í og við Laxá og Mývatn. Þegar til kom töldu náttúruverndar- menn hins vegar aðeins hálfan sigur unninn, því að stjórn Laxárvirkjunar setur það skilyrði. að fram- kvæmdum við rennslisvirkjunina sé hagað þannig, að síðar megi gera vatnsmiðlanir og frekari virkjanir Sitja nú báðir aðilar fast við sinn keip og óséð er enn, hvernig málið verður farsællega til lykta leitt. í liinum geysi viðamiklu og víðtæku blaðaskrifum og umræðum um þessi mál, virðist lítið sem ekkert hafa verið rætt um þá leið til lausnar á orkuvandamálum Norðurlands ,sem talsvert var þó rætt um fyrir all mörg- um árum, og skylt verður að telja að fulla athugun fái — ekki sízt nú. þegar slíkar deilur eru hafnar um Laxárvirkjun og æ brýnna verður að leysa úr orkuþörf Akureyrar og Norðurlands til nokkurrar frambúðar. Þessi lausn er línan norður frá orkuveitusvæðum Suður- og Suðvesturlands, þar sem orka frá Búrfellsvirkjun verður aflögu á næstu árum. Það er samdóma álit allra fróðra manna um orku- og virkjunarmál, að þessi lína verður að koma á næstu árum eða áratugum, bæði af hagkvæmnis- og öryggis- ástæðum. Þessi lína kemur, hvernig sem leyst verður úr orkuþörf Norður- og Austurlands á næstunni Þingmenn Framsóknarflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra hafa á undanförnum árum verið miklir bar- áttumenn fyrir Dettifossvirkjun og orkufrekum iðnaði á Norðurlandi. Höfðu þeir á sínum tíma forgöngu, ásamt sveitarstjórnarmönnum nyrðra og eystra um ráðstefnu um þessi mál og á iðnaðarráðstefnu Framsóknarmanna á Akureyri í júnímánuði í fyrra var gerð sérstök ályktun um stóriðju á Norðurlandi Ef til stórvirkjunar og stór- iðju kemur á Norðurlandi á næstu árum, hlýtur línan norður að verða lögð um leið, þvi að hún myndi borga sig þegar í stað með sparnaði á varaaflsstöðvum, bæði syðra og nyrðra Það hlýtur því að teljast vel hugsanleg lausn, sem athuga þyrfti af gaumgæfni, hvort það yrði ekki hagkvæmara fyrir alla aðila og þjóðarheildina að flýta því um nokkur ár, að leggja línuna og fresta um sinn smærri virkjunum á Norðurlandi, meðan frekari rannsóknir á virkiunarmöguleikum eiga sér stað Nú standa yíir könnunarviðræður við Svisslendinga um fr<-ari stóriðjuframkvæmdir, og eí stóriðja yrði stað- sett norðanlands, þarf annað hvort stórvirkjun nyrðra og þá yrði samtengilína milli orkuveitusvæða s.iálfsögð t'ram- kvæmd um leið — eða línu frá Búrfellsvirkjun norður, ef orkubörfin -’rði leyst með frekari virkjunum og vatns- miðlunum við Þjórsá. Virkjun í Laxá stærri eða minni getur aldrei leyst úr orkuþröfinni, ef til stóriðju kemur á Norðurlandi. — TK TIMINN 9 C. L. SULZBERGER: Winston Churchill yngri hefur tekið sæti í neðri málstofunni Faðir hans, afi »g langafi hafa allir átt sæti í neðri málstofunni. Saga þeirra er gagnmerk og samofin sögu brezka þingsins um langt skeið, en fyrsti maður með þessu nafni tók þar sæti á seytjándu öld BREZKA þingið stendur á afar gömlum mer« en er þó bráðlifandi enn í dag. Þetta þykir koma fratn á táknrænan hátt núna eftir kosningarnar síðustu, en þá tók sæti í neðri málstofunni í fyrsta sinni i sögu þingsins fjórði ættliður- inn í óslitinni röð. Þarna er utn að ræða dálítið óvenjulega feðga, en kjarnakarla og heita þeir Churchill. Winston Churchill, sem nú náði kjöri sem fulltrúr íhalds- flokksins, er 29 ára að aldri, sonur Randolphs Churchills, sem átti sæti í þinginu meðan á heimsstyrjöldinni síðari stóð, en gengdi þá einnig herþjónustu Winston er því sonarsonur Sir Winstons, sem kjörinn var á þing þegar að Búastríðinu loknu. Hann er því sonar-sonar sonur Randolphs lávarðar, en hann var sonur hertoga og átti glæsilegan og sögulegan feril í neðri málstofunni fyrir nálega heilli öld SAGA | ^ '-Gfíurchill-áiwá •’•(! brezku lý(Si‘æ?Si"'fiíer þV! @Hn' lengra aftur en saga Adam-anna og Kennedy-anna í Bandaríkj- unum, og þar á ofan er hún bæði sérstæð og viðburðarík Ocr ekki siður merkileg fyrir það en hitt, hve lönig hún er. Fyrsti Churchill-inn tók sæti í neðri málstofunni á seytjándu öld. Það var Sir Winston, fað- ir hins mikla hertoga af Mal- borough, sem kaus sér að eink- unnarorðum „trúr en óhepp- inn“. Þessi orð hefðu átt ákaflega vel við um Randolph lávarð. Hann hóf stjórnmálaferil sinn mjög ungur og varð fjármála- ráðherra aðeins þrjátíu og sex ára gamall. En hann féll frá fyrir aldur fram, áður en hon- tim auðnaðist að ná því marki að verða forsætisráðherra. Hinn óviðjafnanlegi Sir Win- ston virtist á góðum vegi með að fara forgörðum og hljóta sæti í sögunni sem misheppnað ur stjórnmálam. og málari, en að vísu sérstæður og góður rit höfundur. Adolf Hitler bjarg- aði honum frá þessu hlut- skipti, en hann átti einnig sinn þátt í að tryggja glæsilegan feril Dwight Eisenhower og Charles de Gaulle. RANDOLPH, faðir Winstons yngra, féll frá fyrir tveimur árum Hann hafði ávallt dreymt um að ná æðstu met- orðum Hann las í æsku ævi- sögiK'Pitts. sem varð forsætis- ráðherra tuttugu og fjögurra ára gamall, og játaði í hrein skilni, að hann ætlaði að feta í fótspor hans. En honum varð fljótlega ljóst, eins og hann játaði í trúnaði við vini sína, að vaxtarskilyrðin voru ekki sérlega góð i skugga fiinnar miklu eikur (föður hans), „þröngt hlýtur óhjákvæmilega Winston Churchill (yngrl) að verða um tvo Churchilla“. Þessi miskunnarlausa en hárrétta skilgreining á við um allan feril þessarar merku og sérstæðu ættar í brezkum stjórnmálum. Sir Winston við- urkenndi eitt sinn við Ran- dolph son sinn ,að hann gæti ekki gert sér grein fyrir, hvað honum hefði sjálfum orðið ágengt ef faðir hans hefði ekki fallið frá þegar hann var að eins nítján ára gamall. Winston yngri náði ekki kjöri til neðri málstofunnar fyrri en faðir hans var fallinn frá. CHURCHILL-ARNIR hafa verið miklum hæfileikum gæddir, og haft fleira til brunns að bera en kænsku í stjórnmálum. Sir Winston varð með tímanum meistari í mælskulist, en það kostaði hann harða og langa baráttu. En hann varð einnig snjall og stórbrotinn rithöfundur og all- góður listmálari. Randolph hafði meiri og betri meðfædda hæfileika sem ræðumaður, enda þótt stjórnmálaferill hans yrði endasleppur. Feðgarnir Sir Winston. Ran- dolph og Winston yngri hafa allir búið yfir mikilli ævintýra- þrá og notað blaðamannsstarf- ið til þess að fá tækifæri til að fara víða og kynnast mörgu, en það er mjög margbreytilegt starf í Bretlandi. Engan þeirra hefur brostið hugrekki. Þegar læknir Randolph^ heitins sagði honum. að hann gengi með ban vænan sjúkdóm lét hann það ekki uppi við neinn. Hann var ekki þannig gerður, að hann þyrfti á neinum að halda ti) að halda í hönd sina þegar dauðastundin nálgaðist. EITT hið eftirtektarverðasta við þessa gagnmerku og ending argóðu ætt er einmitt hvað hún er trú hugsjón hins kjörna þings. Sir Winston talaði af stærilæti um sjálfan sig sem „son neðri málstofunnar" Ár- ið 1955, pegar hann var orðinn gamali og þreyttur, fylgdi ég honum í kosningabaráttunni og heyrði hann segja með þunga og stolti: „Ríkið er þjónn en ekki húsbóndi þjóð- arinnar". Churchill-arnir hafa í fjóra | ættliði verið fulltrúar þeirrar fornu hefðar, sem enn stendur á gömlum merg í Bretlandi, að starfa fyrir ríkið. Þessi hefð var upphaflega innrætt drottnandi aðalsstétt, sem nú er að mestu horfin sem slík, en lifir góðu lífi í báðum stóru flokkunum. og þó ef til vill með enn sérstæðari hætti í hinum fornfræga en fámenna Frjálslynda flokki. Þjónustu- lundin verður ef til vill enn ljósari þegar tekið er tillit til þess, hve þingmenn og ráð herrar hafa í raun og veru lág laun. EKKl kemur í Ijós fyrri en eftir mörg ár. hvort Winston unga tekst að komast alla leið upp á tindinn, en það hefur aðeins einum af hinum nánari forfeðrum hans tekizt, enda þótt þeir iátuðu i hreinskilni, að þeir kepptu að þvi marki. Hann er meira að segja svo hygginn að ’át.a fátt uppi þegar hann er að þvi spurður, hvort hann ali slíkar vonir f brjósti. En þeirri staðreynd verður naumast haggað að það er ákaflega erfitt að halda aftur af Churchill-unum eða fela þá fyrir almenningi Þetta átann- ast mjög greinilega þegar fer- ill þeirra er athugaður, hvort heldur er utan þings eða innan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.