Tíminn - 06.08.1970, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.08.1970, Blaðsíða 4
4 TIMINN FIMMTUDAGUR 6. ágúst 1970 (gittineníal ONNUMST ALLAR VIÐGERÐIR Á DRÁTTARVÉLA HJÓLBÖRÐUM Sjóðum einnig í stóra hjólbarða af jarðvinnslutækjum SENDUM UM ALLT LAND GÚMMÍVimSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055 ÚTGERÐ OG FISKVINNSLA Verður kosið í haust? BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 M0T0RSTILLIN9AR IIJÚLASTIILINGAR , LJÖSASTILLINGAR Látiö stilla í tíma. . -Æ Fljót og örugg þjónusfa. | 13-10 0 © * 14444 Mér var að berast í hendnr fyrsti reikningurinn eftir verkfall yfir viðgerðir. Þessi reikningúr er svo fróðlegur að mér finnst full ástæða til þess að leyfa fleiri að njóta hans með mér. Á þessuim reikningi hefur út- seld vinna hækkað frá samsvar- andi reikningi í maí uim kr. 40.00 pr. klst. að viðbættum söluskatti að sjálfsögðu, eða samtals um kr. 44.40. Mér er tjáð að laun viðkom andi iðnaðarmanan hafi á sama tímabili hækkað ucn kr. 19.80. Viðkomandi viðgerðarverkstæði hefur því ekki séð ástæðu til að taka sjálft á sig umsamda launa- hækkun, ekki hqldur að láta við- skiptavininn greiða hækkunina eins og 'hún raunverulega var. Því dugði ekkert minna en að -taka til sín tvöfalt það, sem vinnulaun- in hækkuðu. En saga þessa reiknings er ekki öll sögð ennþá. Hann á sér langt líf fyrir höndum. Hann á semsé eftir, ásamt bræðrum sínum, að fara inn í vísitöluna og hækka hana um smáræði. Síðan hækkar kaupið til þess að bætr. launþeg- unum vísitöluháekkunina. Það leiðir svo af sjálfu sér að reikn- ingurinn hæfckar um tvöfalda þá upphæð, sem kaupið hækkar. Og þannig útbúinn 'hækkar hann svo ^vísitöluna á ný, og þannig koll af kolli. Um næstu áramót hefur hækk- unin ekki orðið kr. 40.00, heldur einhvers staðar á milli kr. 50.00 og 60.00 og þar við bætist sölu- skattur. Ekki þarf hinn almenni borg- ari neinu að kvíða þó að reikning- urinn hækki. Hann fær hækkun- ina bætta í kaupgreiðsluvísitöl- unni. Ekki þurfa þjónustugreinarn ar neinu að kviða. Þær fá hækk- unina bætta tvöfalt. Og bæturnar koma frá útflutn- ingsatvinnuvegunum. Spurningin er aðeins: Hvenær þurfa útflutn- ingsatvinnuvegirnir einnig að fá bætur? RafmagnsVerð hefur hækkað. Á hverju lendir sú hækkun? í fyrstu umferð lendir hún að vísu á not- e.ndum rafmagnsins. í næstu um- ferð kemur vísitalan til sögunnar og notendurnir fá hækkunina bæa frá atvinnuvegunum, jafnt þjónustuatvinnuvegum sem út- flutningsatvinnuvegunum. í þriðju umferð bæta þjónustuat- vinnuvegirnir sér hækkunina tvö- falt og velta öllu saman yfir á út- flutningsatvinnuvegina. Spurning- in er aðeins: Hvenær þurfa út- flutningsatvinnuvegirnir einnig að fá bætur? BILALEIGA ITVERFISGÖTU 103 V.W^endiferðabifreið-VW 5 manna-VWsvefnvagn VW9manna-Landrover 7manna Blaraf sf, Varahlutir og viðgerðir á rafkerfum bifreða. BlLARAF S.F. Borgartúm 19. Sími 24700. (Höfðavík v/Sætún). (þD VELJUM ÍSLENZKT ÍSLENZKAN IÐNAÐ VELi'JM ranial OFNA Enn sem fyrr Mallorka London ódýrustu og beztu utanlandsferðirnar Leiguflug beint til Spánar Dvöl i London á heimleið ferðaskrifstofa bankastræti 7 símar 16400 1207$ Brottför á hverjum þriðju degi. - Vikulega i ágúst og sepi — 15—1? dagar. Verð frá kr. 11.800,00. Farmgjöld hafa hækkað og mun hafa verið óskað eftir frekari hækkunuu, á þeijh. Enginn þarf *að kvíð»í í fyrjtii umferð lendir sú h^j^kup að vííti.„á neytendum, en r' þrlðju umferð hefur 61 lu saman verið velt yfir á útflutn- ingsatvinnuvegina. Spurningin er aðeins: Hvenær þurfa útflutnings- atvinnuvegirnir einnig að velta þeim af sér. Verzlunin hefur fengið bætur vegna kostnaðarhækkana. Einnig þær lenda að lokum á útflutnings atvinnuvegunum og verða til þess að ennþá einu sinni verður að gera „ráðstafanir vegna sjávarút- vegsins". Þannig dynja hækka'nirnar yfir ein á fætur annarri. Allar saman lenda þær að lokum að mestu leyti á útflutningsatvinnuvegun- um. Þannig gengur þetta ár eftir ár og áratug eftir áratug og virðist mönnum ganga álíka vel að skilja hvað er að gerast og Bakkabræðr- um þegar faðir þeirra kallaði kút- inn, og má mikið vera ef framá- menn íslenzks þjóðfélags á síðari hluta tuttugustu aldar verða ekki hafðir að viðlíba spotti í framtíð- inni og Bakkabræður eru hafðir nú. Vísitalan snýst einn snúning á hverjum þremur mánuðum. Við hvern snúning á næstrj misserum færir hún aukinn kostnað á sjáv- arútveginn þ.e.a.s. bolfiskveiðarn- ar og vinnsluna, sem nemur frá 120 milljónum króna til allt að 200 milljónum króna á ársgrund- velli. Það þýðir að um þetta leyti næsta ár þarf 20—25% geng isfellingu til að jafna metin og dragist það fram til ársloka 1971 nægir ekki minna en 30—35% gengisfelling. Litlar líkur eru til að nokk- uð verði gert til þess að spoma við þessari þróun fyrr en í árs- lok 1971. Það eru Alþingiskosn- ingar að vori og reynslan hefar sýnt að á síðasta ári fyrir kosn- ingar hefur aldrei verið gert neitt nema að láta allt fara í hundana. Síðan þurfa að líða nokkrir mánuð ir áður en eitthvað er gert, því að það tekur alltaf nokkurn tíma að söðla yfir úr barnalegri bjart- sýni yfir í yfirþyrmandi svartsýni, sem er nauðsynlegur undanfari efnahagsráðstafana. Sennilega yrði því íslenzku þjóðfélagi fátt meira bapp en að Alþingiskosningar yrðu nú í haust. Þá væri ekki von- laust að hægt yrði að draga úr verðbólguiþróuninni um næstn ára- mót. Ámi Benediktsson. Útboð - Málun Framkvæmdanefnd Byggingaáætlunar, Lágmúla 9, Reykjavík óskar eftir tilboðum í málun. fjöl- býlishúsanna, Þórufell 2—20, Yrzufell 1—3 og Yrzufell 5—15, Reykjavík. í húsum þessum eru eru 180 íbúðir og er óskað eftir tilboðum i málun þeirra, bæði að utan og innan og skal vinna verkið á tímabilinu 20. ágúst, 1970 — 1. júlí 1971. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Lágmúla 9, gegn 2000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri mánu- d' nn 17. ágúst n. k. kl. 16. Framkvæmdanefnd Byggingaáætiunar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.