Tíminn - 06.08.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.08.1970, Blaðsíða 9
^íffMTUDAGUR 6. áglíst 197« TIMINN 9 Útgefancfi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN l'Yarakvæmdastjóri: Kristján Benedtktsson. Ritstjórar: Þóraríno Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnar skrifstofur i Edduhúsinu. simai 18300—18806 SkrifstofUT Bamkastræti 7 — Afgreiðslusimi 12323. Auglýsimgasími 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskríftargjald kr. 165,00 á mánuðl. innanlands — f lausasölu kr. 10,00 emt Prentsm. Edda hf. Val í stað handahófs Framsóknarmenn hafa lagt á það áherzlu í málflutn- ingi sínum, að þeir vildu stefna að áætlunarbúskap í anda skipulagshyggju — hafna handahófinu, bruðlinu og skipulagsleysinu, en hlíta vali þjóðarnauðsynjar. Fram- sóknarmenn lofa ekki að gera allt fyrir alla og fullnægja öllum óskum strax. Þeir hafa þvert á móti bent á þá einföldu staðreynd, að það er ekki hægt að gera allt í einu og þjóð, sem á svo margt og mikið ógert sem ís- lendingar, getur ekki gert það allt í einu. Þess vegna verður hún að velja og hafna. Velja það, sem brýnust þjóðarnauðsyn er að koma fram og sjá um, að það kom- ist fram, en hafna í bili því, sem oft og einatt er að vísu mjög æskilegt en liggur ekki eins mikið á. Og það er þessi hugsun, sem er sjálfur grundvöllurinn að skyn- samlegri og þjóðhagslegri áætlunarstefnu. Allar þjóðir með sæmilegt stjórnarfar beita vali, þeg- ar ekki er unnt að gera allt í einu. Þær velja skipulag en hafna handahófi. ,,Viðreisnarstjórnin“ svonefnda hafnaði hins vegar öllu vali eða markvissri niðurröðun verkefna og kallaði allt slíkt höft og frá hinum illa komið. Hún þóttist vilja hafa einhverja sjálfsafgreiðslu á því, sem gert væri, og sagði að þá mundi allt blómstra og þroskast eðlilega eftir gamalkunnum og þrautreyndum íhaldslögmálum. Hún setti handahófið í hásætið og uppskeran ef'súVihgulréið, sem við buum við. Með þessum orðum er ekki verið að neita því, að ýmis- legt og margt þarflegt hefur verið gert á undanfömum áram, en því miður ekki eftir skynsamlegu skipulagi og vali á því, sem brýnast var — og allt of margt hefur verið misheppnað og óþarft. Þess vegna kemur það ekki að nægu haldi sem gert hefur verið, og þess vegna hróp- ar nú það, sem nauðsynlegast var að gera, en hefur ver- ið látið ógert á veldisdögum handahófsins. Tíminn hefur bent á það, að ein af meginforsendunum fyrir því að unnt sé að beita skynsamlegu vali og tryggja því framgang, sem brýnast er, sé skilvirk og markviss út- lánastefna, sem aðlöguð sé þeim verkefnum, sem valin hafa verið. íslenzka bankakerfið hefur þanizt út í allar áttir á undanförnum árum og samtímis hefur alls konar opinberum sjóðum verið fjölgað verulega. Þrátt fyrir þetta hefur þjónustu bankakerfisins við mikilvægustu atvinnutækin hrakað, enda er íslenzka bankakerfið orð- inn óskapnaður og handahófið hvergi meira en þar. Gall- arnir á þessu kerfi eru orðnir svo alvarlegir og augljós- ir öllum almenningi, að viðreisnarpostularnir sjálfir telja sér nú hagkvæmast að viðurkenna þá og tala um nauð- syn „gagngerrar endurskoðunar“ á kerfinu, sem þeir hafa þó ’iomið á, sbr. ummæli Jóhannesar Nordals, sem gerð voru að umtalsefni hér í blaðinu fyrir nokkrum dögum. „Sjóðafarganið" í síðasta hefti af Frjálsri verzlun birtist viðtal við Stefán Hilmarsson, bankastjóra Búnaðarbankans. Þar segir hann meðal annars um þróun og stjóra bankamála undanfarin ár: . ærin ástæða er til að skoða og grisja þann óhugnanlega myrkvið, sem er allt stjórnarfarganið í I landinu. Sjóðir á sjóði ofan hafa verið framleiddir á færibandi á síðustu tímum, að þvi er virðist i algjöru skipulagsleysi, svo að venjulegt fólk og jatnvel kunnáttu- menn eiga þar erfitt með að fóta sig. Út á hvað og hve- nær lánar þessi sjóður og hvenær lánar hinn sjóðurinn og hvenær lána báðir sjóðirnir og hvenær lánar hvorug- ur sjóðurinn eða enginn sjóður?" — TK JAMES RESTON: Sjónvarpiö veldur vandkvæðum í stjórnmálum Bandaríkjanna Það veitir valdhöfunum óhjákvæmilega mjög aukin tækifæri umfram stjórnarandstöðuna og forráðamenn þess hafa komið auga á þetta. Hitt er þó sennilega mun hættulegra, að það veitir auðugum frambjóð- endum mun betri aðstöðu en hinum, sem févana eru. SJÓNVARPIÐ í Bandaríkj- unum kemur mjög við sögu um þessar mundir. Það hefur öðl- azt svo mikil áhrif á stjórnmá' og ríkisstjórn Bandaríkjanna, að það er sakað um að setja stjórnmálakerfi þjóðarinnar úr jafnvægi og spilla því, eins og sagt var um stórfyrirtækin á árunum milli 1920 og 1930 og fjölmennu verka.’ýðssamtökin á árunum milli 1930 og 1950. Þessi ásökun hefur sýnilega töluvert ti! sins máls, en hún er samt sem áður ekki alls kostar sanngjörn. Vel getur ver ið, að sjónvarpið sé eins að- gangshart og kröfufrekt og stórfyrirtækin voru á þriðja tug aldarinnar og verkalýðssamtök- in á fjórða og fimmta tugnum, en því er þó ekki frjá.’st að gera hvað sem þvi sýnist. Sjónvarpið ýkir og nýtir létt- úð, sjálfræði og miskunnarleysi aldarandans og ber ábyrgð á hávaða hinna ógeðfelldu, sungnu auglýsinga, en .það ber ekki ábyrgð á reglunum, sem gera aiiðugum frambjóðendum kleift að kaupa sjónvarpstíma og sigra fátækari og oft mun betri frambjóðendur, sem ekki hafa fjárráð til svara í sömu mynt. RÍKISSTJÓRNIN og þingið bera tvímælalaust ábyrgð á þessum reg.tim. Það eru aðil- arnir, sem semja frumvörpin og samþykkja lögin og sjónvarps- stöðvarnar verða að fara eftir lögunum, sem samþykkt eru. F þeir, sem með sjónvarps- mál fara, eru teknir að gera sér grein fyrir, að reg'.urnar um sjónvarpið eru ekki einungis hagfelldar ríkum frambjóðend- um í stjórnmálum, þær draga einnig taum forsetans og setja stjórnarandstöðunni stólinn fyr ir dyrnar í ríkum mæli- Af þessum sökum hefur stjórn Columbia Broadcasting System gengizt inn á það nú fyrir skömmu að veita stjórn- arandstöðunni ókeypis aðgang að sjónvarpinu fjórum eða fimm sinnum á ári til þess að svara stjórnmálarökum forset- ans. Með þessu hefur stjórn sjónvarpsfyrirtækisins viður- kennt, að reghirnar, sem gilda, séu mjög svo hagfelldar þeim flokki, sem með völdin fer, og þess vegna sé nauðsynlegt að leitast við að veita stjórnar- andstöðunni að minnsta kosti takmörkuð tækifæri til að svara fyrir sig. ÞARNA getur aldrei orðið um ,,jafnræði“ að ræða. For- setinn talar fyrir hönd allrar þjóðarinnar. Hann býr einn yfir al.'ri vitneskju. sem byggja verður öryggi þjóðarinnar á. Hann flytur stefnuskrárræðu sína. flytur skýrslur um efna- hagsmál, heldur blaðamanna- fundi í sjónvarpi, flytur þing- inu boðskap sinn, flytur ávörp Nixon forseti skýrir frá innrásinni í Cambodíu. á sérstökum hátíðisdögum, flyt ur yfirlýsingar í alþjóðamá.'um, ferðast víðs vegar um heimina og kemur á framfæri yfirlýsing um tvisvar á dag fyrir atbeina talsmanna Hvíta hússins o. s. frv. Með öllu þessu hlýtur hann að fá yfirburðaaðstöðu í öllum fréttaflutningi. Sjónvarpið eykur stórlega á stjórnmálaáhrif forsetans og því meiri sem áhrif sjónvarps- ins verða, því meira far hljóta forsetarnir að gera sér um að auka umsvif sín og áhrif í sjón varpi á kostnað stjórnarand- stöðunnar. TIL DÆMIS um þetta má nefna, að Eisenhower forseti kom 49 sinnum fram f sjón- varpi þau átta ár, sem hann sat að vöídum í Hvíta húsinu, en Nixon forseti hefur þegar kom- ið fram tuttugu og tveimur sinn um síðast liðna sex mánuði. Hann kemur tvisvar fram í við- bót alveg á næstunni. Ljóst er hvert stefnir, og þessi þróun hófst áður en rík- isstjórn Nixons settist að völd- um. Sérhver forseti, sem farið hefur með völd síðan Eisen- hower lét af völdum, hefur kom ið oftar fram en fyrirrennari hans, og sífellt fer í vöxt að þeir komi fram á hagstæðum tíma að kvöldinu, þegar flestir fylgjast með sjónvarpi. Mögu.'eikarnir, sem i þessu felast, liggja í augum uppi. Sagnfræðingum varð ljóst, löngu áður en sjónvarpið i Bandaríkjunum varð eign al- mennings, að þeir forsetar, sem kunnu að hafa mest áhrif á al- menningsálitið, urðu „sterkir" forsetar, en hinir aftur á móti „veikir", sem mistókst að beita áhrifamætti sínum við almena ing. „MIKIL þjóð lýtur ekki leið sögn leiðtoga, sem gerir ekki annað en endurtaka það, sem almæ.'t er á torgum og gatna- mótum eða flutt er í dagblöð- unum“, sagði Woodrow Wilson. „Þjóð lýtur forustu þess manns, sem heyrir fleira en þetta . . . svo að hann getur sagt frá því, sem enginn veÞ annar, flutt þaið, sem liggur að baki al- mannarómi . . . ekki orðróm af torgum og gatnamótum, held ur grundvallarkenningar nýrr- ar, óborinnar a.'dar .. . “ Sjónvarpið ei sýnilega ómet- anlegt tæki þess háttar forustu, sem Wilson hafði í huga. Það hefði jafnvel getað bjargað Wil- son frá ömurlegum örlögum undir það síðasta, hefði þess notið við meðan hann sat að völdum. Eftirkomendur hans í Hvíta húsinu eiga nú aðgang að því, — þar sem sjónvarps- stöð er í kjallaranum og forset inn getur á svipstundu staðið frammi fyrir milljónum áhorf- enda, — og hvert er þá h.'ut- skipti fulltrúa stjórnarandstöð unnar, sem varða að láta sér að mestu leyti nægja að tala yfir hausamótunum á fáeinum stéttarbræðrum og meira og minna auðum áheyrendabekkj- um í þinginu? ÞETTA er nýtt vandkvæði á varðveizlu stjórnmálajafnvæg- isins — og þó ekki alveg nýtt. Demókrataflo.ckurinn hefur set ið að völdum í Hvíta húsinu 28 af síðast liðnum þrjátíu og níu Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.