Tíminn - 06.08.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.08.1970, Blaðsíða 8
TÍMINN SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR SKRIFAR FRÁ HAITI: Eitt aí því fyrsta, sem útlend- ingur rekur augun í, eftir komuna til Haiti, er hinn geysilegi munur á kjörum fólks. Allur þorri manna býr við skort: Haiti er með fátæk- ustu ríkjum veraldar. Þó eru til þar svo ríkar fjölskyldur, að þær standa bandarískum auðkýfingura lítið að baki. Stéttaskiptingin er alger: Menn teljast annað hvort til yfirstéttar eða almúga, og leikur yfirleitt enginn vari á því, hvorri stétt- inni menn tilheyra. Millistétt er varla til. Bilið á milli stéttanna er óyfirstíganlegt, fólk fæðist í ann- arri hvorri stéttinni og deyr í henni. Rekja «ná rætur stéttaskipt ingarinnar til fyrstu tíðar Frakka í landinu. Þegar hinir svörtu þrælar gerða uppreisn gegn Frökkum, í lok 18. aldar, drápu þeir hvert hvítt mannsbárn, sem þar var. Hins vegar þynmdu þeir múlöttum, af- komendu'in hvítra og svartra þræla þeirra, sem margir voru auðugir mjög. Af'komendur þessa fólks mynda kjarnann í yfirstétt- inni. Svolítið hefur bætzt við síð- an, t. d. eru þar margir afkom- endur hirðfólks Kristófers kon- ungs, en þó er allt þetta fólk ekki meira en 5% af allri þjóðinni. Litarháttur fólks skiptir enn meira cnáli en efnahagurinn. Ljós eða ljósbrúnn hörundslitur merk- ir, að maðurinn telst til yfirstétt- ar. Ungir menn reyna að leita sér ljósara kvonfangs en þeir eru sjálfir til að lýsa hörundslit fjöl- skyldunnar. Erlent fólk er gjarn- an tekið inn í fjölskyldur af sömu ástæðum. Nú er samt nokkuð meira um hörundsdöktot fólk í yfirstétt en iður, og er það að nokkru leyti fyrir aðgerðir Duvaliers forseta, en cnargir nánustu fylgismenn hans eru svartir eins og hann sjálfur. Fólk þetta hefur þrengt sér inn í yfirstéttina vegna stjórn- málaskoðana sinna og nýfenginna auðæva, en vafasamt er, að það haldi lengi sessi, er stjóm lands- ins kemst í aðrar hendur, enda •istir menntun þeirra oft ekki ijúpt. Yfirstéttarmenn eru ýmist em- bættismenn, atvinnurekendur ýmniss konar eða kaupmenn. Til skamms tíma þótti ekki hæfa, að konur ynnu utan heimilis, þó að á allra síðustu tímum hafi það breytzt nokkuð. Nú er orðið all algengt, að konur vinni við skrif- stofustörf. En þó er það ekki gert nema þær þykist tilneyddar, því að hin eina sanna staða kon- unnar er á heimilinu, þar sem hún eyðir dögunura við að stjórna vinnufólkinu, situr við hannyrðir og fer í heimsóknir til nágranna- kveananna. Segja má, að öruggasti mæli- kvarði á stöðu manns í þjóðfélag- inu sé, hvort hann hefur vinnufólk i þjónustu sinni eður ei. Yfirstétt armaður má ekki vinna neina lík- amlega vinnu, því að við það lítil- lækkar hann sig í augum annarra og lítilsvirðir vinnufólk sitt, sem hefur þarin starfa á hendi. Nokkuð algengt er það, að yfir- stéttarfólk lifi þröngt á vestræna vísu, þó að það sé ríkt í saman- burði við almúgann. Fólk sveltir sig heldur en að segja upp vinnu- fólkinu: Það myndi þýða hrap nið ur í neðstu tröppu þjóðfélagsstig- ans. Venja er, að útlendingar bú- settir í landinu greiði vinnufólki sínu 15-----20 dollara (um 1350— 1800 ísl. kr.), en innfæddir hafa oft vinnufólk í þjónustu sinni kauplaust, en það fær fæði, nokk- uð af klæðum og húsnæði. Oft hafa margar kynslóðir sömu fjöl- skyldu verið í þjónustu heimilis. Menntun yfirstéttarfólks hefur á sumum sviðum staðið á háu stigi. Venja hefur verið, að synir auðugra manna ' færu til Frá'kk- land& í háskólanám. Sem dæmi um það, hve menntún fólks hefur ver- ið mikil raá nefna, að fyrir nokkr- um árum var algengt að halda fyrirlestra um háheimspekileg efni, sem voru mjög fjölsóttir og ræddir. En ástandið hefur breytzt nokkuð á síðari árum. Þeir, sem mest sköruðu fram úr, hafa ann- að hvort flúið land eða verið út- rýmt af forsetanum. Flótti mennta manna úr landinu er gífurlegur. Áhugamál þess fólks, sem eftir er, eru nokkuð önnur en áður: lögð er meiri áherzla á að koma sér upp villu og einkasundlaug á kale forniska vísu og að verða sér úti um dollaragrín en að afla sér fróðleiks á rykugum bókasöfnum Sorbonneháskólans. Kúreka-mynd- ir eru vinsælli meðal hinna ný- ríku en heimspekifyrirlestrar. Ameriskra áhrifa gætir meir og meir. Yfirleitt talar yfirstéttar- fól-k frönsku sín á milli, en nú er svo komið, að surnt þess talar kreole, mál almúgans, og lærir þá frekar ensku en fröosku sem erlent tungumál. En það er ekki nerna örlítill hluti íbúa Haiti, sem getur leyft sér þann munað að fara að sjá kúrekapiyndir: 95% þjóðarinnar fara aldrei í bíó. Fólk þetta býr í hreysum, er klætt lörfum og lifir við stöðugan skort og vannær- ingu. Mestur hluti þessa fólks býr í sveitum og fæst við landbúnaðar- störf. Þó er margt í bæjum, sér- staklega Port-au-Prince. Þeir eru iðnaðarmenn og verkamenn og grípa feginshendi hvað, sem til fellur, því að atvinnuleysi er mik- ið. Vinnufólk betri borgara er líka allfjölmenn stétt. Þetta fólk býr oft við betri kjör en í sveit- um, þó að til séu slík fátækra- hverfi í Port-au-Prince, að skepn- um væri vart bjóðandi. Þar liggur fólk í saur sínum, í rytki og leðju götunnar, étur allt sem að kjafti kemur en hreyfir sig ekki, hvað sem á dynur. Bústaðir sveitafólks eru mis- jafnir eftir efnum og aðstæðum. Yfirleitt er ekki nema eitt íveru- herbergi, veggir gerðir úr leir og þak úr stráum. Stundum eru þeir þó ekki svo veglegir, heldur ein- göngu búnir til úr bananatrjálaufi og stráum. f þessum kofa og í kringum hann lifir fjölskyldan eftir beztu getu. Ekki er óalgengt, að menn eigi fleiri en eina konu, og er þá venjulega einn kofi handa hverri konu og bíirnum hennar. Yfirleitt er fó!k ekki gefið saman í hjónab.: það er tilkostnaður, sem fæstir leggja út í. Hjónavígslan sjálf kostar peninga, brúðhjónin þurfa að vera sæmilega klædd og eiga skó á fæturna. Líf þessa fólks er eilíf barátta við að haldi í sér lífinu. Flestir eiga örlítinn skika, þar sem þeir rækta allan sinni mat: sykurreyr, maís, baunir, banana, mangó- ávexti o.s.frv. Ef eitthvað örlítið verður afgangs, fer konan með það á markaðinn, sem haldinn er einu sinni til tvisvar á viku i öll- um þorpum og bæjum. Oft vr*ða konur að ganga klukkutímum sam an eða jafnvel heilu dagana með körfuna sina á höfðinu. áður en þær koma á markaðinn. Ágóðinn af sölunni nemur sjaldan meiru en nokkrum krónum, þegar búið er að greiða alla skatta, og er af- gangnum varið ti; kaupa á þeim nauðsynjum, sem ekki er hægt að rækta heima. Verksvið kvenna og karla er alveg aðskilið. Karlar undirbúa jörðina fyrir sáningu og plöntun. Sumir eru svo ríkir að eiga haka til þessa, en aðrir róta í jörðinni með höndunum. Síðan taka konur við: þær sá, reyta illgresi o^ taka upp uppskeruna, auk annarra dag- legra starfa, svo sem matseldar, þvotta, vatnsburðar o.s.frv. Konur virðast sístarfandi og óþreytandi. Þær eiga bam á hverju ári ,en það virðist há þeim lítið við störf: iðulega má sjá kon- ur 'komnar að barnsburði berandi 50 kg. körfur á höfðinu á léið á markaðinn. Ef barnið skyldi koma á leiðinni, fara þær bara út fyrir vegarbrúnina, ala barnið í ró og næði og halda síðan áfram eins og ekkert hafi í skorizt. Barnadauði er geysilegur: talið er, að aðeins helmingur fæddra bama nái fullorðinsaldri. Má segja, að þetta sé mikið lán fyrir þjóðina, sem er alltof fjölmenn fyrir landið, og einnig á fólk fullt í fangi með að halda líftórunni í þeim, sem eftir lifa. Orsakir barna dauðans eru bæði vannæring og alls konár landlægir sjúkdómar, sem breiðast ört út í srteikjandi sólskininu, þar sem þrifnaður er enginn. Þeir sem lifa af allar hörmungarnar, eru ekki auðdrepn- ir. Lítið er um skólagöngu barna, talið er, að 92% þjóðarinnar sén ólæs og óskrifandi. Þó eru til skólar úti á landsbyggðinni, en áhöld eru af skornum skammti, lítið er um bekki og skólatöflur, bækur og ritföng. Ekki er óal- gengt, að kennarinn sjálfur sé ólæs og óskrifandi. Kennt er á frönsku, sem er algerlega fram-- andi mál fyrir fólk þetta, og ár- angur verður oft harla lítill. Enda hefur fólk hvorki tíma né pen- inga til að sóa í slíkan óþarfa: börn eru látin hjálpa til frá þriggja ára aldri. Karlmenn virðast taka lífinu með meiri ró en konur og börn. A sunnudögum vakna þeir til lifs- ins, þvi að þá er keppt í iþrótt þeirri, sem mestrar hylli nýtur meðal landsmanna: hanaati. Þetta er grimmileg og frekar ógeðsleg [ athöfn. Hanarnir hafa verið æstir : upp með lyfjum og þjóðarbrenni-. víninu „clairin", og era orðnir viti sínu fjær þegar leikurinn hefst. Allt í kringum pallinn standa á- horfendur, álíka æstir og drukkn- ir og hanarnir, öskrandi og bað- andi út öllum öngum. Veðjað er óspart, og fer oft fyrir lítið hagn- aðurinn af markaðsför frúarinnar þá vikuna. Menn hafa hægt um sig dagana á eftir oa virðast oft ekki hafa annað fyrir stafni en að hvíla sig í skugga trjánna. Þó færist lif í þá, ef inna þarf af hendi eitthvert stórt verk, svo sem plægja maís- eða sykurreyrakurinn. Nágrannar hafa alltaf samstarf sín á milli í slíkum stórframkvæmdum: þeir vinna ókeypis hver hjá öðrum, en fá brennivín og mat hjá eigandan- um. Unnið er óslitið frá sólarupp- rás fram undir kvöld í takt við bumbuslátt og þyt „lami“-kuð- Framhald á bls. 14. Sölukona með ávextL Þjónafjöldinn mælikvarði á þjóðfélagsstöðuna Fólk sveitur fremur en segja upp vinnufólki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.