Tíminn - 06.08.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.08.1970, Blaðsíða 1
I I I ¥72. fbl. — Fimmtudagur 6. ágúst 1970. — 54. árg. Birgðageymslan í nýju bækistöSvum ÁTVR. Jón Kjartansson forstjóri, sýnir fréttamönnum dýrðina, en þarna mun vera verðmætasti vörulager á landinu. Áfengiskössum er staflað allt upp undir loft og hefur hver tegund sinn ákveðna stað í geymslunni. (Tímamynd GE) 941 þús. lítrar aí sterkum vínum drukknir hér í fyrra ÁTVR skilaði 917 milliónum í ríkiskassann á s.l. ári 0Ó—Reykjavík, miðvikudag. Nettóliagnaður Áfengis og tóbaksverzlunar rikisins nam á síðasta ári kr. 729,652 þúsund kr. Tollagreiðslur til ríkissjóðs voru kr. 93.10 þús. Söluskattur nam kr. 89.357 þús. Urðu beinar greiðslur til ríkissjóðs því 917,114 þús. kr. Árið 1968 voru beinar greiðslur til ríkissjóðs kr. 829,713 þús. Auk beinna greiðslna til ríkis- sjóðs greiddi ÁTVR til Gæz.\i- vistarsjóðs kr. 7.500 þús, lands- útsvar til Reykjavíkur o'g sex kaupstaða, þar sem útsölur eru kr. 37.005 þús. og til ÍSÍ o.fl., kr. 12,086 þús. Urðu því greiðsl- ur ÁTVR til ríkissjóðs og fleiri aðila samtals kr. 973.705 þús. Samsvarandi tala árið áður var kr. 885.035 þús. Sa.’a að frádregnum sö'uskatti tillögum til styrktarfélaga o.fl. varð eftirfarandi á s.l. ári. Áfengi kr. 649.197 þús. eða 54% af veltu fyrirtækisins, Tóbak kr. 531.165 þús-, eða 44,1% af veltunni, iðnaðarvör- ur kr. 22.945 þús. eða 1,9% af veltunni samtals gerir þetta kr. 1.203 307 þús. 1968 var samsvar- andi tala kr. 1.022.873 þús. TiL veitinga húsa nam áfeng- issafan á s.l. ári kr. 78,019 þús. á s.l. ári en var 73.802 þús. ár- ið áður Allar áfengisflöskur sem nú eru seldar til veitinga- húsa eru merktar með bókstöf- unum VH, og er veitingahúsun- um •'kki heimilt að kaupa beint úr útsölunum, heldur úr birgða- geymsi'unni. Útsölurnar þrjár í Reykjavík seldu á s.í. ári fyrir kr. 442.219 þús. að meðtöldum söluskatti, en árið áður fyrir kr. 367.781 þús. Útsölurnar úti á landi seldu áfengi á s.l. ári fyrir kr. 161,604 og tóbak fyrir kr. 140.587 þús. Þá er eftir að vita hvað vi@- skiptavinirnir fengu fyrir alla þá peninga sem þeir verzluðu fyrir hjá ÁTVR. En það voru 941 þúsund fítrar af sterkum Framhald á bls. 14. Enn er leitað að sovézku risaflutninga- flugvélinni KJ-Reykjavík, miðvikudag. í dag, átján dögum eftir að sovézku flugvélarinnar Antonov 22 var saknað, var enn leitað að henni á hafinu milli Grænlands og fs- lands. Bandarísk flugvél frá Kefla, víkurflugvelii, var við leit í dag, en sovézku vélarnar tvær, sem aðsetur hafa á Keflavíkurflugvelli : Framhald á bls. 14. BOAC boðar 100 punda lækkun á fargjöldum á leiðinni London — New York KJ-Reykjavík, miðvikudag. Með tilkomu risafarþegaþotanna hafa viðhorfin hjá hinum voldugu flugfélögum breytzt, og nú hefur t.d. brczka flugfélagið BOAC til- kynnt, að það muni fara fram á að lækka fargjöld um meira en helming, á fargjaldaráðstefnu í Honolulu í sept. n.k. Þessi kostakjör verða í boði fyr- ir þá farþega, sem panta far og staðfesta það með fjögurra mán- aða fyrirvara, og verður farseðill- inn ekki endurgx-eiddur, eða breytt undir neinum kringumstæðuni, að bví er segir um mál þetta í síðasta hefti af brezka ritinu The Econo- mist. BOAC-flugfél. hefur þegar fengið fyrstu Boeing 747 þotuna, sem tekur 360 farþega, en félagið hefur ekki enn getað hafið starf- rækslu hennar, vegna launadeilu við flugmenn þá, sem fljúga eiga þotunni. Félagið á 12 slíkar þotur í i’öntun, og auk þess mun það hafa í huga fjórar til viðbótar. Sem dæmi um fargjöld með þessum kjörum má nefna, að far- gjald á leiðinni London — Syd- ney er nú 424 sterlingspund, en yrði 212 pund, ef IATA samþybk- ir þessa skilmáia. , Fargjald á leiðinni London — Toronto er nú 158 sterlingspund, en yrði 79 pund og fargjald á leið inni London — New York er nú 175 pund, en yrði aðeins 75 pund. Talið er líklegt að BOAC fái þessi fargjöld samþyfckt á IATA-ráðstefn unni í Honolulu í september, seg- ir í The Economist. Verðbólgan mest hér Óeðlilegt að hafa 2 verk- fræðinga sem meðdómendur — segir Sigurður Gizurarson lögm. Laxárbænda í Evrópu segir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn NTB—Wshington, miðvikudag. Verðbólga á fslandi hefur auk- izt meira en í nokkru öðru landi í Evrópu á s.l. ári, að því er seg- ir í skýrslu frá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum, sem gefin var út fyrir skömmu. Skýrslan tckur yfir verð á neyzluvamingi í 64 löndum. í öðru sæti í Evrópu er Noregur, en þegar farið er út fyrir Evrópu, er Suður-Víetnam efst og síðan Chile og Brasilia. Verðhækkun á neyzluvöru í flestum Evrópulöndum á árinu var frá 3—7%. Á íslandi námu hækkanii-nar hins vegar 12% — og í Noregi 10%. Skýrslan bygg- ist á tölum frá þessum löndum á tímabilinu 1 apríl 1969 til 31. marz í ár. Á tímabilinu hefur verð á neyzluvörum í Suður-Víet- naai hækkað um 41%, í Chile 30% og Brasilíu 22% og 16% í Uru- guay. í flestum Mið-Áusturlöndum voru hækkanirnar undir meðal- lagi, eða aðeins 3% í fsrael og 5% í Jórdaníu. Þegar litið er á sex ára tíma- bil frá 1963—1969, hefur verð neyzluvaimings hækkað langmest í Uruguay, 1600%, þá kemur Bi-asilía með 638%. Á því tímabili eru Malaysía og Sýrland neðst, með aðeins 4%. Danmörk er þá með 44%. Svíþjóð 26% og Nor- egur 28%, en ísland er þá ekki að finna á listanum. OÓ—Reykjavík, miðvikudag — Við liöfum enn ekki séð úr- skurðinn um að lögbannsgerðinni væri synjað, heldur aðeins sagt að úrskurðurinn hafi fallið á þann veg, sagði Sigurður Gizurarson, Iögmaður landeigenda við Laxá, Tímanum í dag. Við bíðum nú eft- ir aS’fá endun-it af úrskurðinum og þá verður málinu sjálfsagt áfrýj- að. Okkur finnst þetta yfirleitt frá- ,'eitt. Tveir verkfræðingar voru =kipaðir meðdómendur. en í lögum er engin heimild til að skipa með- dómendur í fógetamálum, og er dómurinn því afskaplega vafasam- ur, þegar af þeirri ástæðu. En fyrst verið er að skipa með- dómendur, þá er óeðlilegt að skipa tvo verkfræðinga í máli sem þessu, það væri kannski stætt á að skipa* einn verkfræðing, þvi þáttur af þessu máli er tæknilegur, en það er síður en svo að einungis sé um verkfræðileg atriði að ræða. Það er líka tif náttúrufræði og búnað. arfræði. Aftur var stefnt í Laxárvirkjun- armálinu fyrir norðan í gær. Er það um sama sakarefni, en það er Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.