Tíminn - 06.08.1970, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.08.1970, Blaðsíða 14
14 TÍMINN FIMMTUDAGUR 6. ágúst 1970 Sovézka vélin Framhald af bls. 1 voru ekki við leit vegna slæmra veðurskilyrða. Sovézku flugmennirnir notuðu þá tækifærið til að skoða sig um í Reykjavik, og mátti s.iá þá í hóp- i um í einkennisbúningum Aeroflot ' flugfélagsins, á aðal verzlunargöt- um borgarinnar í dag. Þetta er orðin ein mesta leit sem gerð hef- ur verið að einni flugvél frá ís- landi, og þótt víðar væri leitað, en auk flugvélanna, sem stöðugt eru á lofti, er fjöldi sovézkra skipa að leit á hafinu milli Is- lands og Grænlands. ! Lögbannsmálið Framhald af bls. 1 almennt dómsmál en ekki fógeta- mál. Það'skoðast þá sem endanleg- ur dómur ifm lögmæti framkvæmd- anna, en fógetamálið er fyrst og fremst hugsað sem bráðabirgða- gerð. Var það mál þingfest og lögð fram málskjöl. Jóhann Skaftason sýsfumaður þingfesti málið, en sí'ðan víkur hann sæti og verður skipaður setvdómi '. Verður það mál mun umfangsmeira, en lög- bannsmálið, sem nú er búið að kveða upp úrskurð í. Verður reynt að afla ítarlegri sönnunargagna í því máli. 941 þús. lítrar VÉLAVERKSTÆÐI HARÐAR SIGURÐSSONAR HÖFÐATÚNI 2 Annast viðgerðir á: Utanborðsmótorum Vélsláttuvélum Vélsleðum Smábátamótorum o. fl. Slípum ventla og sæti. Einnig almenna járnsmíði. SÍMI 22-1-86. Framhald af bls. 1 drykkjum og 319 þúsund lítra af borðvínum og heitum vín- um. Árið áður voru keyptir 906 þúsund lítrar af sterkum drykkj um og 312 lítrar af borðvínum og heitum vínum. Af vindlingum var keypt 220 þúsund mille, en í hverju mille eru 1000 vindlingar, 9 þús. mille af vindluim, 92 tonn af reyktóbaki og 28 tonn af neftóbaki. Nokkur breyting varð á tóbaksnotikun íslend- inga tniðað við árið áður. Þá tóku þeir 2 tonnum meira í nefið, og reyktu aðeins 59 þús. tonn af reyktóbaki, en 10 mille af vindlum og 250 þús. mille af vindlingum, Á fyrstu sex mánuðum þessa árs var áfengi selt fyrir kr. 339.165 þús., tóbak fyrir kr. 294.978 þús. og iðnaðarvörur fyrir kr. 9.505 þús. Velta ÁTVR er nú 5 millj. kr. á dag. Þótt sutnum kunni að þykja fyrrgreindar tölur nokkuð háar munu íslending- ar ekki drekka eins mikið áfengi miðað við íbúa og t.d. aðrir Norðurlandabúar. Hér er drukkið sem svarar 2.17 litrar af hreinu áfengi á hvert manns barn, en Finnar drekka t.d. 4 lítra á mann, en þeir munu líka eiga Norðurlandamet hvað áfengisneyzlu snertir. Nú eru á boðstólum alls 352 tegundir áfengis hjá einkasöl- unni, sem keyptar eru frá 352 löndum. Seldar eru 180 tegund ir tóbaks frá samtals 9 lönd- um. Starfsfólk ÁTVR var á síð- asta ári 102 og námu launa- greiðslur kr. 35.150.340,04. Jón Kjartansson, forstjóri, gaf þessar upplýsingar á blaðamannafundi í dag, en þetta er þriðji fundurinn, sem hann heldur uieð fréttamönn- um og skýrir frá rekstri fyrir- tækisins þess, sem hann veitir forstöðu, til að almenningur fái vitneskju um framkvæmdir •»g|ýsið í Tinianuií' Minningarsjóður frú Þorbjargar Þorkelsdóttur, Laugarvatni. Minningarspjöld eru fáanleg í Bókaverzlun Stefáns 'Stefáns- sonar. Laugavegi 8, Reykjavík. Eiginmaður minn, faSir okkar og tengdafaSir Bjarni Bjarnason frá Laugarvatnl andaSist í Landspítalanum 2, ágúst. Útförln fer fram frá Dómkirkj. unnl, laugardaginn 8. ágúst, kl. 10,30 árdegis. Anna Jónsdóttir Védís Bjarnadóttir, Vilhiálmur H. Pálsson, Þorkell Bjarnason, RagnhelSur Ester GuSmundsdóttir. Hjartkær eiglnmaSur, faSir, tengdafaSir og afi Kjartan Einarsson, Þórlsholtl, Mýrdal, sem lézt 28. júli s.l. verSur jarSsunginn frá Reynlsktrlcju taugar- dagínn 8. þ.m, kl 2 e.h. ÞorgerSur Einarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Innllegt þakklæti fyrir auSsýnda samúS viS andlát og jarðarför Nikólínu Benjamínsdóttur, GUsbakka. ASstandendur. þar og fjárhagsafkomu, sem er eins og sjá má af fracnan- greindu með afbrigðum góð. ÁTVR sér ekki um alla áfengis- og tóbakssölu á land- inu, Þeir, sem selja áfengi og tóbak á Keflavíkurflugvelli flytja það inn beint án af- skipta ÁTVR og eins kaupa flugfélögin og skipafélögin áfengi beint af umboðsmönn- um. /Enn er ótalinn einn liður í starfseminni en það eru póst- kröfusendingar á áfengi til þeirra staða sem útsölur eru ekki starfræktar á. Er sérstök deild sem sér um þá þjónustu, sem hefur minnkað mikið síð an áfengisútsalan var opnuð í Eyjum. Hins vegar eru aðrir eyjabúar, sem farnir eru að panta talsvert af áfengi héðan, en það eru Færeyingar og eru talsverðar póstkröfusendingar þangað. í ráði er í framtíðinni að hefja útflutnine á fram- leiðslu Áfengisverzlunarinnar. Á VÍÐAVANGI Framhald ai ols 3 staða þessara flokka um áfram- haldaadi bæjarstjórn? — Ég gat þess áður að sam- starf þessara flokka í bæjar- stjórn hefði stundum verið nokkuð fyrirhafnarsamt og tel ég, að samstarfsflokkurinn hafi ekki gert sér grein fyrir þcirri skyldu, sem aðild flokka að meirihluta krefst. Alþýðuflokk- uriim lét pólitísk sjónarmið sitja ofar öðrum í sumum til- fellum. Eftir kosningarnar kom þetta enn skýrar í ljós. Þeir töldu sig hina sterku í oddaaðstöðu og í skjóli hennar gætu þeir sétt fram miklar kröfur og gert kosti: Tregða þeirra til að hef ja raunhæfar viðræður um áfram- haldandi samstarf, sýndi það og einnig, að þeir höfðu meiri á- huga fyrir kaupmennsku en heilbrigðu samstarfi. — Nú hafa Framsóknarflokk- urinn og Sjálfstæðisflokkurinn tekið höndum saman um stjórn bæjarins. Hver eru að þínum dómi brýnustu verkefnin, sem bíða þess meirihluta til úr- lausnar? — Já, þessir flokkar hafa nú tekið höndum saman um stjórn bæjarmálanna. Ég vona, að sam- starf þeirra verði gott og bæn- um og málefnum hans til heilla. Verkefnin eru auðvitað næg. í vaxandi bæ er margs vant- Verkefnaskortur er því ekki fyrir hendi, heldur hljtt, að velja þau, sem framgang verða að hafa. Aukning atvinnulífs til lands og sjávar er auðvitað efst á blaði. Stöðug atvinna án langra bláþráða er fyrir öllu. Jafnframt þarf að hlúa að og halda áfram uppbyggingu menn- ingar- og félagsmálastofnana. Anka þarf skilning manna á nauðsyn meira samstarfs byggða og bæjar. Gömul einangrunar- sjónarmið þurfa að víkja. Margt biður að sjálfsögðu, því að fjármagn bæjarins til fjár- festingar og uppbyggingar er auðvitað takmarkað. Upptaln- ingu einstakra verkefna sleppi ég að sinni, þau eru svo mörg.“ — T.K. Bruni Framhald af bls. 16 að leggja sig aftur. f þvf fann hann reykjarlykt, sem lagði frá norðurenda hússins. þar sem hinn bóndinn, Tryggvi Jónsson svaf. Sigurður hljóp o? «’akti Tryggva og síðan konu sl-- börn Hún brást rólega /i' jaði á t>« að hringja á bæina og biðja um hjálp, meðan Sigurður leysti kýrn ar, en mikill reykur var þá kom- inn í fjósið. Bændur brugðu vel við og voru margir komnir á staðinn innan skammrar stundar. Þeir tóku til við að bjarga innanstokksmun- unum, en einn fór í bæinn og sótti slökkviliðið, sem kom strax á vettvang. Vatni var dælt úr Garðsá og gekk slökkvistarfið vel. Talið er að eldurinn hafi kvikn að í geymslu í norðurenda húss- ins, en ekki er vitað, hvað olli eldsupptökum. ÁTVR flutt Framhald at bls. 16 fengi í. Taka þeir samtals 33,500 lítra. Ætti það að tryggja, að í framtíðinni fái viðskiptavinir gam- alt og legið brennivín og ákavíti, en í Nýborg var húsnæðið svo lít- ið, að ekki var hægt að koma við að geyma framleiðsluna nægilega lengi áður en hún var sett á markað. í ráði er að Áfengisverzlunin hefji framleiðsAi á vodka og gini. Af því venður þó ekki fyrr en reynsla er fengin betri reynsla af þeim framleiðslutækjum, sem nú eru fyrir hendi. í birgðageymslunni er komið fyr ir fullkomnu brunavarnarkerfi og getur vaktmaður, dreift vatnsúða yfir þau svæði sem eldur kann að koma upp í, eða ef vart verður við reyk. Birgðir Áfengisverzlun- arinnar eru ekki vátryggðar, hvorki í flutningi né í geymslu. Sagði Jón að með því sparaðist um 1 millj. kr. á ári. Má geta þess, að þegar brann hjá Lyfjaverzluninni í fyrra nam tjónið um 400 þús. kr. ÁTVR á lóð á Draghálsi, sem er 43 þús. ferm. að stærð. Sagði Jón Kjartansson, að stefnt verði að því að byggja þarna -einnig yfir Tóbaksverzlunina og Lyfjaverzlun- ina, iðnaðardeild svo og skrifstofur ÁTVR, en þessi fyrirtæki eru nú dreifð um borgina. Ævintýrið Framhald af bls. 6. en í rauninni tilheyrði þaÖ ekki leiknum. María og Dísa voru svo- lítið móðgaðar við úlfinn fyrir að hafa étið þær svona fljótt, einmitt þegar það var svo gaman að leiknum. Þær báðu samt foreldra sína að leyfa úlfin- um að fara. Svo saumuðu þau magann saman með stórri nál og tveggja metra löngum spotta. Litlu stúlkurnar grétu, því þetta var svo sárt, en úlfurinn sagði með tárin í augunum. — Ég á þetta skilið, því að þið eruð allt of góðar við mig. Ég lofa að gera þetta ekki aftur. Strax og ég sé börn, skal ég hlaupa í burtu. Sennilega hefur úlfurinn staðið við orð sín. Að minnsta kosti hefur ekki Heyrzt, að hann hafi étið utlar stúlkur, síðan hann átti þetta ævintýri með Vlaríu og Dísu. ENDIR. Barnatími Framhald af bls. 6. mundi hann hvað íkorninn hafði sagt og flýtti sér upp í herbergið sitt og upp í rúmið og klemmdi augun fast aftur. Það fyrsta, sem Daffy datt í hug, þegar hann vaknaði morguninn eftir var töfra- íkorninn. Hann settist upp 1 rúminu og leit í 'kringum síg. En allt var eins og áður. Sólin skein úti og Daffy var ósköp ánægður með lífið. Allt í einu. . . hann uppgötvaði, að hann var farinn að syngja. Og hann notaði almennileg orð! — Ég syngj^ hugsaði hann undrandi. — Ég syng almenni lega! líann hoppaði út úr rúm inu. — Mamma, pabbi- hróp- aði hann. — Ég get talað! Pabbi og mamma Daffys urðu svo glöð, að þau héldu veizlu. Öllum var boðið og all- ir sögðu, að þetta væri skemmti legasta veizla, sem þau hefðu verið í. Öll börnin í nágrenn- inu vildu nú leika sér við Daffy. Harm var óskaplega hammgjusa--'ir, þegar hann fór að hátta um kvöldið. Nú vissi hann, að hann yrði aldrei framar einmana. Frá Haiti Framhald af bls. 8 ungsins. Á meðan fást konur við matseld, og við sólarlag er fyrsta máltíð dagsins innbyrt: baunir og: hrísgrjón eða maís. Þegar menn eru mettir, er safn- azt saman í kringucn eldinn. „Oric“? spyr einhver, „á ég að segja sögu?“ „Crack“, svara hinir, og sögurnar ganga á víxl, þar sem hið raunverulega og óraunveru- lega verður ekki greint í sundur: Allir vita ,að allt í kring eru guð" ir og vættir, sem stjórna aðgerð- um manna. Þeir eru ekki annað’ en leiksoppar duttlunga þeirra. En nú er bumbuleikarana farið að klæja í fingurgómana, og bumbuslátturinn hefst, lágvær í fyrstu, en síðan hærri og hráðari. Allir syngja og dapsa, karlar, kon- ur og börn. „Bon dieu bon“: „Góð- ur guð er góður“. Honum hefur þóknazt að skapa fátækt og ríki- dæmi, verði hans vilji.. Hann hef- ur leitt þennan dag farsællega til- lykta, og hann einn mun ráða, hvað morgundagurinn ber í skauti sínu. Sjónvarpið veldur Framhald af bls. 9 árum rúmum, en nú, þegar hann er í stjórnarandstöðu, hrópa leiðtogar hans hástöfum á jafnan tíma. Vitanlega verður ekki orðið við þeirri kröfu. Enginn stjórn arandstöiðuflokkur getur fengið jafnan tíma á við stjómarflokk iun, en hvað sem líður deilunni um ójafna aðstöðu stjórnar og stjórnarandstöðu, er þama um annan alvarlegan vauda að r«ða. Sjónvarpið hefur raskað stjórnmálakerfi Baudarikjanna og er þeim hliðhollt, sem með völdin fara og hafa yfir auði a® ráða. Þessu dirfist enginn stjórnmálamaður að neita, nvort sem hann fy.'gir Republi- kanaflokknum, Demókrata- flokknum eða er óháður, og sem betur fer eru forráðamenn sjónvarpsins farnir að koma auga á, — seint os síðar meir að vísu og aðeiní ' 'akmörk- uðu leyti, — að 1 hverra ráða venður að «■ ! að draga að nokki iðu- muni þeirra ann með völd fara eð. rn aramdstöðu, og i, ar snauðra og fjánsterki. im- bjóðcnda. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.