Tíminn - 06.08.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.08.1970, Blaðsíða 7
pemKMant 6. ágó*t 1970 TIMINN UNNIÐ AÐ UNDIRBUNINGI TVEGGJA NÝRRA FYRIR- TÆKJA í BORGARNESI Rætt viS Ólaf Sverrisson, kaupfélagsstjóra Kaupfélag Borgfirðinga er stærsti atvinnurekandinn í Borgarnesi og sennilega á Vest urlandi öllu utan höfuðborgar- svæðisins- Félagssvæðið nær frá Skarðsheiði norður í Breiðu vík undir Jökli. Um fjögur þúsund manns skipta við kaup- félagið á þessu svæði en fé- lagsmenn eru um 1200. Auk þess hefur Kaupfélag Borgfirð- inga reki'ð verzlun á Hellissandi og í Ólafsvík í um 114 ár en á þessum tveim stöðum búa um 1600 manns. Þessar verzlanir hafa borið sig, sem og Kaupfé lagið í Borgarnesi sjálft. í haust og næsta lxaust táka tvö ný fyrirtæki til starfa í Borgarnesi, annað á vegum kaupfélagsins cn hitt á vegum Sambands íslenzkra samvinnii- félaga og verða til húsa i gömlu verzlunarhúsum kaupfé- Iagsins. f samtali, sem blaða- maður Tímans átti við Ólaf Sverrisson, kaupfélagsstjóra, i Borgarnesi nýlega skýrði hann m. a. frá þessum framkvæmd- um. — Starfsfólk kaupfélagsins er í sumar um 140 manns, en fastir starfsmenn árið um kring eru um 108, sagði Ólafur. — í Si’áturtíðinni eru ráðnir til okkar um 170 manns til við- bótar, svo þá erum við um eða yfir 300. Kaupfélagið rekur verzlanir hér í Borgarnesi, að Vegamótum, í Ólafsvík og á Hellissandi. Þá er starfrækt kjötiðnaðarstöð, brauðgerð, bif reiðastöð, frystihús, sláturhús, garnahreinsun, fóðurgeymsla og kornmylla. Einnig rekur kaupfélagið veitingahús að Vegamótum á Snæfel’snesi. Ólafur Sverrisson, kaupfélagsstj. Stóraukin fóðurverzlun. — Mesta breytingin, sem orðið hefur hjá okkur nýlega, er ‘■sú, að- fóðurvérzlun hefur aukizt að mun. Við höfum bætt aðstöðu okkár á þéssú sviði óg í vetur hófst hér í Borgarnesi kornmölun, fóðurblöndun og dreifing á lausu korni. Getum við nú boðið betri kjör en áður, en einnig er lélegur heyskapur undanfarin ár eflaust ástæðan fyrir þessari söluaukningu. í þessu skyni hefur verið komið upp fóðurgeymslu, kornmyflu og blöndunarvélum. Bændur í nágrenni Búðardals og Borð- eyrar eru nú jaínvel farnir að kaupa fóðurvörur hjá okkur. — Þá hefur kjötiðnaðurinn aukizt, og getum við séð Mýra- og Borgarfjarðarsýsiu ásamt Snæfellsnesi fyrir kjötvörum. Sláturhúsið er hið stærsta á landinu, og er slátrað hér um 80.000 fjár á ári. Smíði slátur- Ökukennsla - æfingatímar Cortina Upplýsingar i síma 23487 kl. 12—13. og eftir kl 8 á kvöldin virka daga Ingvar Björnsson. STIMPLAGERÐ FÉLAGSPRENTSMIDJUNNAR Jón Grétar Sigurðsson héraðsdómslögmaSur Austurstrætl 6 Símí 18783 Gmim' Stokábsson HÆSTARÉTTARLÖGMADUk AUSTUASTK.AU « SlUI 1*354 ENSKIR RAFGEYMAR fyrirliggiandi LONDON BATTERY Lárus Ingimarsson, Beildverzlun Vitastig 8 a Simi 16205 hússins var fokið 1967—68 og kostaði það 50 milljónir. Úrgangsverksmiðja Nú vantar okkur verksmiðju til að vinna úr úrganginum, en öllu innvolsi, löppum o. fl., er hent. Ákveðið hefur verið að þyggja slíka verksmiðju, en við bíðum eftir tæknilegum upplýsingum og tilboðum um vélar frá útlöndum varðandi hana. Þessi verksmiðja verður ekki tekin til starfa fyrr en haustið 1971. Þar verður úr- gangurinn bræddur, malafður og skilinn í eggjahvítuauðugt mjö! og feiti. Þessar afurðir verða síðan notaðar í íóður og sápu. Sláturhúsarekstur er r-aunar miklum erfiðleikum bundinn hér á landi, þar sem sláturtíðin er aðeins hálfur annar mánuð- ur. Með því lagi fæst eðlilega aldrei eins vel þjálfað starfs- fólk og æskilegt væri. Eins er erfiðara með sölu til útlanda. Að sjálfsögðu vei'ður nýting húsnæðis einnig mjög óhag- stæð. í sumum löndum er slátr- að alit árið og alls staðar leng- ur en hér, þar horfir þetta allt öðru vísi við. — Útflutningur? Meiri hlut- inn af kjötinu hððan er selt til Laugavegí 38 op Vestmannaeyjum M A R l l Ó oevsur Néjai seodingai Kallecai Vandaðai. 7 Tveir starfsmanna fóöurvörudeildar, t, h. er Sveinn Eiðsson, en því mióur höfum viö ekki nafn starfsfélaga hans. útlanda, og koma opinberir að- ilar frá þeim löndum, sem kaupa af okkur af og til hingað tii að ganga úr skugga um að sláturhúsið uppfylli þau skil- yrði, sem þeir setja. Þá flytjum við út hreinsaðar garnir og í vetur fluttum við út verulegt magn af beinlausu kjöti til Færeyja. 15 konur fá atvinnu í húfu- verksmiðjunni. — Þá er Samband íslenzkra samvinnufélaga í þann veginn að setja hér á stofn húfuverk- smiðju, og venður hún í gömlu verzlunarhúsum kaupfélagsins. Ætlunin er að framleiða 20.000 kuldahúfur fyrir karlmeinn, börn og unglinga fyrsta árið. Vonazt er til að fyrirtækið stækki síðar meir og miðað við að selja framleiðsluna einn- ig til annarra landa.Útflutnings markaður hefur þegar verið kannaður og talinn álitlegur. Finnskir sérfræðicigar setja upp vélar verksmiðjuinnar nú í haust og munu leiðbeina við framleiðsluna í byrjun. Gert er ráð fyrir að við húfugerðina fái atvinnu um 15 konur, sem ela hefðu tæpast unnið utan heim- ilis. Vi@ þökkum Ölafi fyrir sam- talið. S- J. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja um 300 rúmmetra stein- steyptan vatnsgeymi í Borgarnesi fyrir Borgarnes- hrepp. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Borgarnes- hrepps, Svarfhóli, Borgarnesi og á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen s.f., Ármúla 4, Rvík, gegn 1000,— króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Borgarnes- hrepps, Borgarnesi kl. 11, þriðjudaginn 11. ágúst n.k. Bílakjör - Bílakjör Höfum opnað bílasöluskála i Hreyfilshúsinu á horni Grensásvegar og Miklubrautar undir nafn- inu BÍLAKJÖR. Tökum allar tegundir bifreiða, búvéla og þungavinnuvéla í umboðssölu. Höfum rúmgott innihúsnæði, einnig stórt útisýningar- svæði. , Allar bifreiðar og vélar í sal eru tryggðar fyrir öllum skemmdum. Munum kappkosta að veita góða þjónustu. Komið og skoðið bílaúrvalið hjá , okkur. Ef þér viljið kaupa eða selja, þá hafið samband við BÍLAKJÖR í Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Símar 83320 og 83321. MATTHÍAS V. GUNNLAUGSSON, ÞÓRÐUR PÉTURSSON.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.