Tíminn - 08.08.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.08.1970, Blaðsíða 3
/,//■*, SATOARDAGUR 8. ágúst 1970 TÍMthWsl „ICELAND IN A HURRY" Fr.já.'st framtak hf. hefur ný- lega gefið út bæklinginn „Iceland in a hurry“, en hann er sniðinn fyrir ferðamenn sem hafa hér stutta viðdvöl og vilja finna á éinum stað helztu upplýsingar um land og þjóð. Ritstjóri er Ólafur Sigurðsson. NÝR VESTUR- ÞÝZKUR AMBASSADOR Karl Rowold SJ—Reykjavfk, föstudag. Nýskipaður ambassador vestur- þýzka Sambandslýðveldisins, Karl Rowold, afhenti forscta fslands trúnaðarbréf sitt í dag. Karl Row old starfaði í þýzika sendiráðinu hér 1958—1963 og í viðtaii við Tímann í dag lýsti hann ánægju sinni yfir að vera kominn hingað á ný til starfa. Karl Rowold fæddist 12. ágúst 1911 í Okerdiarz í Þýzikalandi. Ánim saman stundaði hann nám og störf á sviði almannatrygginga og samvinnumála. Árið 1933 varð hiann að flýja land vegna virkrar andstöðu við stefnu nazista, og átti þá að baki langa fangavist. Fram til stríðsloka starfaði hann að menntamálum almennings, námsflokkum og þess háttar fræðslustarfsemi í Danmörku og Svíþjóð. Frá 1945 til 1950 var hann fulltrúi og varaforstöðumað ur menntamála- og menningardeild ar dönsbu hjálparstofnunarinnar fyrir þýzka flóttamenn. 1950 gekk Karl Rowold I þýzku utanríkisþjón ustuna og var félags- og menning armálafuiltrúi, og um skeið blaða fulltrúi þýzka sendiráðsins í Kaup mannahöfn til 1955. Frá 1958 til 1963 var hann sendi ráðsritari og staðgengill þýz&a ambassadorsins í Reykjavík. 1963 varð Rowold fyrsti sendiráðsritari og blaðafulltrúi sendiráðs Þjóð- verja í Stokkhólmi og síðar stað- gengill ambassadorsins þar. ÍKVEIKJA í TIMBURHÚSI OÓ—Reykjavík, föstudag. Slökkviliðið var s.l. nótt kvatt að húsinu nr. 103 við Suðurlands- braut. Var eldurinn í rusli á gólfi í geymsluherbergi, náði hann ekki að breiðast út um húsið og var fljótlega slökktur. Leikur lítill vafi á að um íkveikju var að ræða. Húsið er tvílyft byggt úr timbri og járni. í því búa tvær fjölskyld ur. Á efri hæðinni var húsráðandi einn heima, en enginn íbúa neðri hæðarinnar var heima. Maðurinn sem var á efri hæðinni gerði slökkviliðinu viðvart um eldinn. Bækliagurinn, sem er 96 bls. í handhægu broti, er unninn í sam- ráði viö fyrirtæki, sem á einn eða annan hátt eiga viðskipti við ferða menn. í formála getur ritstjóri þess að bækdngnum sé fyrst og fremst ætlað að benda á helztu þjónustufyrirtæki og hvert ferða- maðurinn eigi að snúa sér, ef hann lendir í einhvers konar vandræð- um. Jafnfram er í bæklingnum getið þeirra rita, sem veita fyllri upplýsingar um land og þjóð á erlendum málum. Bæklingnum er dreift ókeypis meðal L'ugfélaganna, hótela, ferða- skrifstofa og sérverzlana. Mikil aukning / milli- landaflugi Flugfélagsins Á fyrra helmingi yfirstandandi árs hefur orðið veruleg aukning í farþegaflutningum Flugfélags íslands milli landa. Svo virðist, sem stórauknar bókanir með ferð um féiagsins til og frá fslandi snenuna á þessu ári hafi í vern- leguin atriðum staðizt, og aldrei hafa fleiri erlendir ferðamenn fiogið með flugvélum félagsins en í sumar. Þó er vitað að fjölmarg ir einstaklingar og nolckrir hóp- ar hættu við íslandsferð vegna verkfallanna í jún. Fyrstu 6 mán- uði ársins fluttu flugvélar félags ins í millilandaflugi 23.733 far- þega en fluttu 17.360 á sama tíma í fyrra. Aukning nú er 36.7%. Mest varð aukningin í júní eða um 50% miðað við sama mánuð fyrra ár. Þá var einnig veruleg auking í vöruflutningum og póstflutningum milli landa. Vöru flutningar jukust um 23.7% og póstflutningar um 37%. Svo sem ku-nmigt er stöðvuðu verkföllin í júni innanlandsflugið í fjórar vikur. Friam að verkfalli höfðu nokkru fleiri farþegar ferð ast í innanlandsflugi félagsins en árið áður eða 35.351 á móti 34.774 í fyrra. Hið langa verkfall setti hins vegar stórt strik í reiking- inn og að loknu 6 inánaða innan- landsflugi, og þar í töldu verk- inu, lítur dæmið þannig út að í Héraðsmót í Strandasýslu Héraðsmót Fram- sóknarmanna í | Slrandasýsht verð | ur að Sævangi I laugardaginn 8. ágúst og hefst kl. 9 s.d. Ræður og á- vörp flytja Bjarni Bjarni Guðbjörmsson, al- þm., Már Péturs- son, lögfr. og Steingrímur Her- mannsson, framkv.stj. Skemmtiatriði aanast Hjálmar Gíslason gamanleikari, og þjóð- lagatríið „Lítið eitt“. Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar leikur fyrir dansi. mm&k ár hafa verið fluttir 41.765 far- þegar fyrstu 6 mánuðina, 46.838 á sama tíma í fyrra eða 10.8% færri en þá. Sömu sögu er að segja um póstflutningana. Þeir minnk- uðu um 9.5% en fragtflfutningar jukust lítilsháttar eða um 4.2%. GRÆNLANDSFERÐIRNAR VINSÆLAR. Eins og undanfarin sumur hef- ur Flugféilag íslands haldið uppi skemmtiferðum til Grænlands, 4- daga ferðum til hinna fomu fs- lendingabyggða við Eiríksfjörð og 1-dags ferðum til Austur Græn- lands. Nú hafa verið farnar 11 ferðir til Austur Grælands óg sex 4-daga ferðir til Eiríksfjarðar auk einnar veiðiferðar sem stóð í viku. Góð þátttaka hefur verið í Grænlandsferðum og almenn ánægja meðal feraðfólksins. Eft- ir eru í sumar átta 1-dagsferðir til Austur Grænlands og fjórar 4-daga ferðir til Narssarssuaq. f upphafi þessarra skemmtiferða fé lágsins til Grænlands, sem nú hafa verið farnar með líku sni'ði í 10 ár, var meirihlluti farþeg- anna útlendingar. Á síðari árum hafa íslendingar hinsvegar heim- sótt Grænland í rnjög vaxandi mæli. LOFTBRÚ TIL VESTMANNAEYJA. Nú fer Þjóðhátíðin í Vestmanna eyjum í hönd og eins og undan- farin ár er mikill fjöldi gesta væntanlegur þangað. Flugfélag ís- lands mun ekki láta sitt eftir liggja til þess að koma gestum til Eyja og aftur til lands að iÞjóðhátíðinni lokiani. Fyrstu aukaflugin með Þjóðhátíðargesti til Vestmannaeyja voru farin í Framhald á bls. 14. FRANK SINATRA Kvæntist aftur fyrstu konu sinni SB—Reykjavfk, föstudag. Frank Sinatra er búinn að gifta sig í fjórða sinn. Nýja konan hans er engin önnur en Nancy Sinatra sú, sem hann skildi við fyrir 15 árum, til að kvænast Ava Gardner. Þótt Frank hafi tvisvar verið kvæntur síðan, hafa þau senni- lega aldrei gleymt hvoru öðru. Að minnsta kosti hefur Frank oft- sinnis heimsótt Nancy til að létta á hjarta sínu þessi ár, og nú hef- ur þetta leitt til hjónabands' á ný. Steingrímur Már Háraðsmót á Austurlandi Elnar ÞórSor Jón VALASKJÁLE: Sumarmót ungra Framsúkn- armanna á Fljótsdalshéraði verður í Valaskjálf laugardag- inn 15. ágúst og hefst kl. 9 síðdegis. Ræður og ávörp flytja Einar Ágústsson varafor maður Framsóknarflokksins og Þórður Pálsson bóndi, Refstað. Jörundur Guðmundsson flytur gamanþátt og Ríó tríóið skemmtir. Hljómsveitin Húsa- víkurhaukar og Sigga Maggy ,’eika fyrir dansi. VOPNAFJORÐUR: Héraðsmót Framsóknarfélag anna á Vopnafirði er sunnudag inn 16. ágúst og hefst kl. 9 síðdegis. Ræðtxr og ávörp flytja Eiaar Ágústsson vara- formaður Framsóknarflokksins, Þórður Pálsson bóndi, Refstað og Jón Kristjánsson verzlunar- stjóri. Ríó-tríóið skemmtir, Jör- undur Guðmundsson flytur gam anþátt. Hljómsveitin Húsavík- urhaukar og Sigga Maggy leika fyrir dansi. Það eru farnar að birtast skrýtnar forystugreinar í stjórnarblöðunum og það sem meira er, að það er engu lík- ara en ritstjórar þeirra séu komnir í kapp um að afneita kjarna þeirrar efnahagsstefnu, sem ríkt hefur á íslandi á anu an áratug, um leið og þeir óvart lýsa sig samþykka megin atriðunum í ádeilu Framsóknar manna á efnahagsstefnu undan farandi ára. Þessum sérstæðu leiðara- sltrifum verður annars bezt lýst með því að taka hér upp orð- rétt úr leiðara Alþýðublaðsins í gær, en þar segir m.a.: „Blaðamenn Morgunblaðsins hafa ferðazt víðs vegar um landið í sumar og birt greinar um ýmis byggðalög. Eru þær margar fróðlegar og athyglis- verðar. Dregur svo Morgunblað ið lærdóm af þessu í forystu- grein og boðar þar samstöðu í stað sundrungar. Tilefni þessarar ályktunar er sú staðreynd, hversu velgengni sjávarplássanna víðs vegar um landið hefur verið mismunandi. Morgunblaðið segir um þetta: „Sums staðar hefur uppgang- urinn verið mikill og má í því sambandi nefna, scm dæmi Bol ungarvík og nú á síðari árum Höfn í Hornafirði. Velgengni þessara staða hefur byggzt á öflugum atvinnufyrirtækjum og þau hafa veri'ð sterk vegna þess að fólkið hefur staðið sam an um uppbyggingu þeirra“. Annars staðar er þessu ólíkt farið. MorgUnblaðið rekur ekki þá sögu, en bendir á megin- orsök ófarnaðarins. Hún er þessi: „Byggð hafa verið tvö frystihús, sem bæði hafa reynzt vanmáttug í stað eins öflugs fyrirtækis og slík dæmi eru einnig til í öðrum atvinnugrein um en hraðfrystiiðnaðinum“. Morgunblaðið kallar þetta sundrungu. Sú nafngift er ekki fjarri lagi, þó að skipulags- leysi eigi kannski enn betur við í þessu sambandi. Hér er einmitt rætt um aðalókost einkarekstursins. Hann er það skipulagsleysi, sem Morgunblað ið kallar sundrungu. Vissulega hefur hann veri'ð fslendingum skeinuhættur eins og málgagn einkaframtaksins tekur rétti- lega fram. Varla orkar tvímælis, að Morgunblaðið hafi rétt fyrir sér, þegar það segir, „að sam- staða um uppbyggingu og rekst ur atvinnufyrirtækja í fámenn- um sjávarplássum er beinlínis forsenda þess, að fyrirtækjun- um végni vel og þar með fólk- inu, scm að þeim starfar“. — En svo er ekki aðeins um fá- mennu sjávarplássin/ Hagur samfélagsins, afkoma fyrirtækj anna og velgengni þegnanna hlýtur að fara eftir því, hvort sundrungin, sem Morgunblaðið kallar svo, ríkir í landi eða hún verður látin þoka fyrir stjórn og(skipulagi. Játningar Aldrei fyrr hefur það verið játað jafn hreinskilningslega og fyrr að skipulagsleysið í at- F’ramhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.