Tíminn - 08.08.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.08.1970, Blaðsíða 7
 TIM1N1M „Útbreiddur misskiln- ingur að hér sé herstöð Tíminn hiifir að máti Hafstein Jónsson, starfsmann Loranstöðvarinnar að Gufuskálum á Snæfellsnesi Folttrúar urtgu kynslóSarinnar a8 Gufuskálum. Eítt siðkvöld í suniar áttum við leið hjá loranstöðinni að Gufu- skáium vestast á Snæfellsnesi. Þaina getur að líta myndarlegar húsasamstæður og hinn geysi- mikla loftskeytatum, (loranturn), , sem er einn af hæstu turnum í heimi eða rösklega 400 metrar á haeð. Og Gufuskálafólk hefur ekki einungis hæsta mannvirki á land- mu, í næsta nágrenni, skammt frá eru elztn byggingar á íslandi, að því er talið er, yfir 200 fiskbirgi frá fjTri öldum. Þegar við ókum fram hjá þessum fremur hrjóstr- ■ga stað, vaknaði með okkur for- vitni um fólkið, sem þarua býr. Við mundum eftir þeim atburði, ' þegar lítið barn týndist í hraun- ínu í nágrenninu fyrir nokkrum árum, leitinni að því og gleðinni sem allir fundu til, þegar það fannst á lífi. Eu að öðru leyti höfðum við næstum gleymt að þarna byggi og starfaði hópur fólks- Við ókum að stöðvarhúsinu og hittum að máli einn starfsmann- anna, Hafstein Jónsson, sem var svo vingjamlegur að spjalla við okkur og sýndi okkur hin flóknu tæki stöðvariunar ásamt hinum of urrafmagnaða loranturni. Þvi mið- ur fóru tæknileg atriði fyrir ofan gai-ð og neðan lijá þessum fávísu hlustendum, og læt ég því í aðal- atriðúm nægja að endursegja það, sem Hafsteinn sagði okkur um daglegt líf fólksins á Gufuskálum. — Loranstöðin að Gufuskálum er ásamt tveim eða þrem öðrum slíkum stöðvum tengiliður milli Austur- og Vestur-Atlantshafs, sagði Hafsteinn. — Við sendum út radíómerki, sem sæfarendur og fiugmenn nota til staðarákvarðana, og fylgjumst með áreiðanleik slíkra merkja. Nafnið loran er skammstöfun yfir ,.long range aid to navigatio'n“, sem skýrir þetta að nokkru. — Hér eru mi 22 fjölskyldur, auk 1—2 einhleypra karlmanná, en megnið af starfsmönnunum hér eru venjulega fjölskyldumenn. Vi'ð stöðina vinna eingöngu kar.’menn; vélstjórar, loftskeytamean, sím- virkjar og vaktmenn, sem eru þjálfaðir hér á staðnum. Fjórir menn eru á vakt í einu, 6 tíma í senn, einn vélstjóri og þrír menn við lórantækin. Þá eru tveir við- gerðarmenn, yfirvélstjóri, stöðvar- stjóri og fuiltrúi hans. Ólafur Þór- arinsson er stöðvarstjóri hér, ep stöðin heyrir undir Sigurð Þoi kelsson, forstjóra radiótæknideild- ar Landsímans. Hafsteinn hefur verið þrjú ár á Gufuskálum ásamt eiginkonu sinni og tveim börnum, sem okkur gafst því miður ekki tækifæri ti' að spjalla við, þar sem komið var næipú miðnætti. Þau kunna öll vel við sig. og hjónin eru ánægð með.að geta látið börnin dvelja í sveit. — Á þessum árstíma er hér ekki hrjóstrugt, sagði Hafsteinn. —- En versti gallinn við staðinn er að hér er mesta rokbæli og alveg hending að fá logn. Á sumrin stundar fó.'kið nokkuð útilíf, göng ur og þess háttar, og í nágrenn- inu er mjög gott berjaland. Sjónvarpið sjáum við mjög vel, en náum ekki litviarpi nema á FM- bylgju en á henni heyrist það prýðiiega. Starfsfólkið hefur til afnota svo lStinn samkomiusal og eru þar kvikmyndasýningar annað kastið. Karlmennirnir hafa með sér klúbb og leika saman bilfjard og siana öðrum áhugamálum, en konurnar eru hins vegar I saumaklúbb. Einn ig taka íbúarnir á Gufuskálum þátt í félagslífi fólksins á Rifi og Hell- issandi og jafnvel í Ólafsvík, en nær aflir starfsmennirnir eiga lög heimili á Snæfellsnesi, í Neshrepp utan Ennis. — Börnin sækja skóla á Sandi, sagði Hafsteinn, — og er þeim ek- ið þangað daglega. Samgöngur eru ágætar til Heliissands og Ólafsvikur og eins fyrir Jökul. Einu sinni í viku fjölmenna rúrnar í verzlunarferð tif Ólafs- víkur. Það kemur sárasjaldan fyr- ir að ófært sé fyrir Ennið og gtend ur aldrei nema í mesta lagi einn dag. Þá hefur Flugþjónustan hald ið uppi áætlunarflugi til og frá Reykjavík og til stendur að það hefjist aftur á næstunni. Hafsteinn lætur vel yfir vistinni að Gufuskáfum, en kveður aðal- áhugamál fólksins, sem þar býr, vera umbætur í skólamálum. — Það er útbreiddur misskiln- ingur, sagði Hafsteinn að lokum, — að hér sé einhvers konar her- stöð. Landsiminn rekur þessa stöð fyrir bandarísku strandgæzluna, og hún var byggð af íslenzkum Erlingur Bertelsson neraðsriomslöginaSin lilrklntorg) # ' Simai 15545 oe 14965 Hafsteinn Jónsson, starfsmaður lóranstöSvarinnar. aðalverktökum fyrir sama aðila. Stöðin var tekin í nolkun 1960 og Bandaríkjamenn slarfræktu hana í nokkra mánuði meðan ís.'enzkir starfsmenn voru í þjálfun í Banda rikjunum. Nú starfa hér eingöngu íslendingar og öllum er velkom- ið að koma og skoða stöðina og kynnast því, sem hér fer fram. S. J. Bílaraf sf, Varahlutir og vi'ðgerðir á rafkerfuip bifreða. BÍLARAF S.F. Borgartúni 19. Simi 24700. (Höfðavík v/Sætún). SÓLNING HF, SlMI 84320 VELSMIÐI Tökum að okkur alls konar RENNISMlÐI, FRÆSIVINNU og ýmis konar viðgerðir VélaverkstæSi Páls Helgasonar Siðumúla IA Siml 38860. ENSKIR RAFGEYMAR fyrirliggíandi LONDON BATTERY Lárus tngimarsson, heildverzlun, Vitastig 8a Simi 16205 Það er yðar hagur að aka á veJ sóluðum hjól- börðum. Sólum allar tegundir aí hiólbörðum fyrir vöru- og áætlunarbifreiðir. SÓLNING H.F. — Sími 84320.. — Pósthólf 741. ASAHI PENTAX myndavélar auðvelda (leirum að taka betri myndir ASAHI ASAHI PENTAX PENTAX r r r FOTOHUSIÐ BANK ASTRÆTI SÍMI 2-15-56

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.