Tíminn - 08.08.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.08.1970, Blaðsíða 5
laMBGftRDAGUR 8. ágúst 1970 TIMINN MEÐ MORGUM KAFFIMU Heim'arinn væri betri, ef Karl Marx hefði verið einn af Marx-bræðrum. Kaþólskur maður gekk til skrifta og varð að viðurkenna, að hann hefði haldið fram hjá konu sinni. Prestinum fannst hann verða að athuga þetta nánar og spurði, hvort þetta hefði gerzt oft, hvort það væri alltaf sama konan, eða margar og svo fram vegis. Að lokunn varð maður- inn óþolinmóður og sagði: ■— Heyrið þér prestur minn, ég er kominn hingað til að skrifta, en ekki til að gorta. — Þa'ð er óréttlátt, að löggan sést aldrei, þegar vcrt er að hrósa manni. Biskupinn, sem var bindind- ismaður og systir hans, sem var það vægast sagt ekki, hitt- ust af tilviljun á samkomh.' — Heyrðu systir, sagði bisk-' upinn við hana, þegar líða fór á kvöldið. — Nú ert þú búin að fara sex sinnum á barinn. Er það ekki heldur mikið?, — Já við höfum tapað dóttur — Nei, nei, kæri bróðir, svar- okkar — en við eignuðumst aði systirin. — Ég segi bara, stiga! að ég sé að sækja handa þér. -------- Fegurðarlæknirinn var bú- inn að fjarlægja undirhöku forstjórafrúarinnar, leggja eyrun inn að höfðinu og hún sagiðst gjarnan vilja hafa aug- un svolítið stærri. — Þau verða það af sjálfu sér frú, þegar þér fáið reikn- inginn. Dómarinn: — Þér dæmist hér með til að greiða sekt að upphæð 2000 krónur. Ákærði: — Æ, það er allt of mikið fyrir mig, fátækan kaupmann. Dómarinn: — Jaeja þá. 1999. 85! DENNI DÆMALAUSI — Þetta var „Ó, Guð vors lands'*. Viltu heyra „Faðir and- anna'1? ISPEGLITTD i Julie Driscoll, sem stundu.n er kölluð drottning hippanna í London, vakti þegar í upphafi ferils síns með hljómsveitinni Trinity gífurlega athygli fyrir útlit sitt. Hún var sú fyrsta sem lét setja stíft permanent í sitt síða hár, þannig að það stóð út í allar átti og hún var lífca fyrst tilað raka hverthár af höfðinu, þegar permanentið fór að leka úr. Og hún málaði sig svo ógur- lega, þegar hún kom fram opin berlega, að helcningurinn af áheyrendum fékk gæsahúð af því einu að horfa á hana, og restin martröð næstu nætur á eftir. Nú þarf Julie ekki lengur að gera sig svo ægilega útlits til að vekja á sér athygli, því að strax eftir fyrstu hljómleika- hennar í The Royal Festival Hall í London, þar sem hún kom fram ein og óstiidd af hin- um hljómsveitarmeðlicnunum, var það lýðum ljóst, að það er þrátt fyrir allt röddin hennar, sem mesta athygli vekur. ★ Eftir því sem AP fréttastof- an bandaríska segir, 'þá rnunu sovézk yfirvöld nýlega hafa komið upp um svindlaraflokk einn svívirðilegan. Svindlarar þessir bjuggu á samyrkjubúi einu, sem ber það elskulega nafn ,,Minning Len- íns“. Það var einhver herra Makh- mudov sem stjórnaði búinu, og kaus hann fremur að aka um í lúxusbíjum og selja og byggja hús handa fjölskyldum, en að standa í brauðstriti á búinu. Samyrkjubúið er í héraðinu Lenkoran-Astra sem er nálægt landamærum írans. Mikill fjöldi háttsettra flokksstarfs- manna hefur verið rekinn úr flokknum vegna hneykslisins. Miek Jagger — aðalmaður- inn í hljómsveitinni ,,The Rol- ling Stones“ er nú farinn að sýna. sig víða með nýrri vin- konu sinni. Heitir hún Patti d’Arbanville. Patti þessi hefur að sögn sérlega mikinn áhuga % á fötum og klæðaburði. Hún er frá New York, en þótt hún sé frá svo sveitalegum stað að óliti enskra unglinga, þá tollir hún algjörlega í tízkunni og er eiginlegá ætíð skrefi á undan. Litlu stúlkurnar á myndinni eru, þótt ótrúlegt megi virðast jafngamlar, átta ára, en sú minni er dvergur vegna of lít- illar framleiðslu skjaldkirtils- ins á vaxtarhormónum. Hefðu henni verið gefnar sprautur með þessum hormónum reglu- lega frá því hún var fimm ára og alveg til tvítmgs, eða til þess aldurs, er venjulegt fólk hætt- ir að vaxa, hefði framtíð henn- ar verið bjargað. Sænskir læknar berjast nú fyrir því, að leyft verði mað lögum þar í landi að taka megi skjaldkirtilinn úr fólki, sem deyr í sjúkrahúsum, eða’ er flutt þangað látið, svo hæg’t verði að nota vaxtarhormóna- innihald þeirra til að bjarga börnum, sem ellá yrðu dverg- ar. Sums staðar er þetta leyfi- legt, eins og t. d. í Danmörbu, og hefur þegar orðið mörgum til hamingju. Áður fyrr héldu læknar, að hægt væri að notast við skjaldkirtil úr dýri, en í ljós kom, að hann er ekki eins gerður og í manni, þótt í nokkr usn tilfellum hafi tekizt að nota hormóna úr apa. Að vísu nær fólk, sem þannig er læknað, aldrei fuilri meðalstærð, en verður þó ekfci rninna en svo, að það sker -sig , ekki úr í hópi venju- legs lágvaxins fólks, og þar með er tilganginum náð. Vegna erfiðleika við að út- vega vaxtarhormóna frá dán- um, hafa læiknar víða um heim hafið tilraunir með framleiðslu gervihomióna, og er banda- ríski prófessorinn Ohoh Hao Li þar fremstur í flokki. En vegna þess, hve langt þær til- raunir eiga í land og ekfci síð- ur vegna þess gífurlega háa verðs, sem hlýtur að verða á þeirri framleiðslu, halda sænsku læknarnir baráttunni áfram ótrauðir. Anita Lindblom, sænska söngkonan, sem er í útlegð í París vegna skattaóreiðu sinn- ar heima fyrir, varð fyrir svæs- inni árás um daginn. Svört kona réðst að henni, þar sem hún sat við borð á veitinga- húsi og reyndi að skera hana með hnífi í andlitið. Aníta var hins vegar bláedrú og snögg i hreyfingum. SkeUti sér í gólf- ið, en sú svarta valkyrja hékk í fötum hennar og datt lika. Konan mun hafa komið ein- hverju sári á læri Anítu, en varla mun það umtalsvert. Eig inmaður Anítu, hnefaleikarinTi Bosse Högberg, var í London er þetta gerðist, og flaug haun þegar til Parisar að nóa koaai sína.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.