Tíminn - 08.08.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.08.1970, Blaðsíða 6
« MÁLOG DJ „GLEYM ÞÓ EIGI AÐ HELDUR . . .“ Svo er sagt, a3 danski mál- t íræðingurinn Rasmus Kristján < Rask kynni skil á fimmtíu og f fimm tungumálum. Á fegstein i hans í Assistentskirkjugarðin- í tun í Kaupmannahöfin eru » höggnar áletranir á fjórum L tungumálum — dönsku, ís- lenzku, arabísku og sanskrít. I>ar stendur á íslenzku: „Ef þú vilt fullkominn vera í þekk- , ingu, þá lær þú allar tungur, 1 en gleym þó eigi að heTdur þinni tumgu“. Leiðin til fullkomnunarinnar : mun jafnan reynast torsótt, og seint nær nokkur þeirri full- komnun í þekkingu, að honum I auðnist að læra allar tungur. ! Slíkt er jafnvonlítið og komast i undir regnbogann. En sky 'duna 1 vi® þjóðtungu síma ættu menn ■ að geta rækt á viðhlítandi hátt. Á því vill samt verða misbrest- ur. íslendingar eru nú almennt tungumálamean meiri en þeir voru um daga Rasks, svo sem að líkum lætur með allt skóla- kerfið og utanfarirnar. Vissu- lega er ísfenzkan líka orðin auðugra, þjálla og fjölhæfara mál en hún var í byrjun nítj- ándu aldar. En svo undarlega bregður við, að málkennd og málskilningi virðist oft stórlega áfátt, og eru þeir þar ekki barn anna beztir, er hafa það að at vinnu að skrifa og tala á ál- mannafæri. I sumarleyfi mínu barst mér Vísisbiað upp í hendur á gisti- stað. í því var grein um breyt- ingar á jöklum hérlendis og mætum jarðfræðingi lögð í munn orð um það, að jöklar m ^±4444 \mium BILALEIGA HVJSRFISGÖTU 103 VBSendiferðabifreið-VW 5 manna-VWsvefnvap VWémanna-Landrover 7manna TaiISTv TÍMINN landsins hefðu „skriðið saman“ á þessari öld. A.’gengt er að segja, að menn skríði saman, þegar þeim er heldur að skána einhver kvilli, stjórnmálaflokk- ar skríða iðulega saman á nýj- an leik, þótt kastist í kekki í bili, og þjóðtrúin sagði, að ána- maðkur skriði saman, þótt skor- inn væri sundur. Um jökla er sagt, að þeir skríði fram, ef þeir stækka eðá lengjast og leggjast yfir .’and, er áður var autt, og ef þeir „skríða saman“, getur það táknað það eitt, að tveir jöklar eða tvær jökultung- ur nái að sameinast En maður- inn, sem Vísisgreinina skrifaði, ætlaði sjáanlega að hafa það eftir jarðfræðingnum, sem al- kunna er, að jöklar bafa hörfað — minnkað, stytzt. Líklegast er, að þráðum hafi slegið saman í kolli hans og þessi óheppi.'ega sambreiskja orðið úr sögnun- um að skriða fram og skreppa eða dragast saman. Hér fyrir framan mig er Tímablað. Þar er grein um seli og selveiðar, og frá því sagt, að dýrafræðingar ætli að „festa plastmerki á ,hreifar kópanna". Þarna virðast selshreifar kven- kenndir, og ætla ég, að það þyki ekki kunnáttusamlegt mál- far. í fréttagrein einni í Tím- anum var líka seytján sinnum tuggið upp, að svo eða svo marg ir .’axar hefðu veiðzt „úr“ þess- ari eða hinni ánni. Oft er talað um, að krakkar veiði rúsínur upp úr graut eða súpu eða kett- ir fiskbita upp úr soði. En ég kann bölvanlega við það, ef ein hver segir, að Guðmundur Dan- íelsson hafi veitt lax úr Ölfusá. Hún er sem sé ekki neinn soð- pottur. Allur sauðfénaður virðist heita rollur á máli sumra Reykjavíkurblaðanna. Þegar prúðmennska ska.’ viðhöfð, eru þó ær stöku sinnum nefndar kindur. Ær hafði lent í sjálf- heldu í gljúfri í Skagafirði, og var það sýnt í sjónvarpi á dög- unum, er henni var bjargað. LAUGARDAGUR 8. ágúst 1970 Lambið sást hvergi, sagði þar, en „kindin" varð frelsinu fegin, rétt eins og lamb sé ekki Líka. kind. Þetta orðafar ætla ég fengið að láni frá kaupstaðar-- börnum. í útvarpi var sagt frá um-: ferðaróhappi „vestan við Fer-, stiklu“ á Hvalfjarðarströnd. Ekki rengi ég, að þetta hafi mátt til sanns vegar færa, og nokkur vorkunn er ókunnugum mönnum, þótt þeir taki svo til orða. Em sá hængur er á, að áldrei er um það talað, að eitthvað sé eða gerist vestan eða austan við Ferstiklu, heldur ævinlega utan eða innan. Svo hygg ég, að langvíðast sé tekið til orða í strandbyggðum með fjörðum fram. Himinskautin eru látin lönd og leið, en sagt út með firðinum eða inn með firðimum. í síðasta tölublaði Frjálsrar þjóðar er fágætlega að orði komizt, en hreint ekki ágæt- lega: „ . . . að ástmegin SÍS skuli fylgja NEl-stefnu“. „Bibl- ían er sem bögglað roð fyrir brjósti mínu“, segir einhvers staðar. Ekki veit ég, hvað bögglazt hefur fyrir brjósti þessa höfundar. En eitthvað er það óþjált. íslenzkan vil,’ að minnsta kosti ekki upp í skip- ið hjá honum. J. H. Enn um vegamál f 3. tbl. Einherja þ. á. birtist grein um vegamál hér í kjördæm- inu, undirritað „Gestur í Garði“. f greininni er drepið á ýmsar vega framkvæmdir, sem þbrf er á að unnið verði að í náinni framtíð og rökstudd nauðsyn þess. Ekki skal hún dregin í efa. Á hinn bóg- inn ér á það að líta, að þörfin á úrbótum í þessum efnum er mik- il, brýn og víða en framkvæmdir hins vegar dýrar og fjármagn tak- markað. Og þegar svo háttar, sem oftast er, að ekki verður allt gert í einu, sýnist ekki óskynsamlegt að reyna að glöggva sig á því á hverju liggi mest hverju sinni og íslenzk- ensk~ spönsk Orðabókin sem er jafn nauðsynleg og sund- * fötin. myndavélin og farseðillinn. BÓKAÚTGAFÁN HILDUR knýja á um úrbætur samkvæmt því. Til rnargra ára hefur það hent á hverjum einasta vetri að vegim ir yfir Eylendið í Skagafirði hafa orðið meira og minna illfærir lengri eða skemmri tíma. Tölu- verða tilhliðrunarsemi þarf að vísu til að nefna þetta ve,gi því sönnu nær væri að kalla a.m.k. kafla af þeim traðir, þar sem þeir eru lægri orðnir en yfirborð þess lands, sem þeir liggja um. Sjald- an mun þó svo rammt hafa kveðið að sem í vetur, þó að oftast nær væri brotizt vfir annað hvort Aust- ur-Eylandið eða Vallhólminu, með miklum erfiðleikum og æmum tilkostnaði fyrir alla, sem hlut áttu að máli. Hvenær sem er að vetrinum geta þessar leiðir báðar lokast með öllu. Teppast þá ekki einasta allir landflutningar frá Reykjavík til Austur- og Norður- lands austan Héraðsvatna og þarf ekki orðum að því að eyða hverj- ar afleiðingar það hefði, heldur og einnig allar bifreiðasamgöng- ur milli austur- og vesturhluta Skagafjarðarhéraðs og þar með m. a. mjólkurflutningar og munu væntanlega öllum ljós þau vand- r'æði, sem af því hlytust. Hér er svo mikið í húfi fyrir heil byggð- arlög og jafnvel heila landshluta að næsta furðulegt má kalla, að ekki skuli fyrir löngu búið að gera aðra hvora þessa leið, (Norður- landsveg yfir Vallhólm eða Siglu- fjarðarveg yfir Austur-Eylendi) að öruggri vetrarleið og sýnist þá raunar skynsamlegra að láta ■Vallhökninn sitja fyrir. Fæ ég ekki séð, að önnur vegagerð sé brýnni en þessi hér um slóðir og í hennar stað getur engin önnur komið. Auðvitað er gerð öruggs vetrarvegar yfir Eylendið nokkr- um vandkvæðum bundin vegna vetrarflóða og framkvæmdin verð- ur óefað allkostnaðarsöm en eng- um held ég að detti í hug að hún só ógerleg. Og hvað er ekki dýrt nú til dags en dýrast getur þó aðgerðarleysið orðið. Milljóna- hraðbrautirnar kringum Reykja- vík eru góðar og nauðsynlegar ea víðar er nú til mannlíf á þessu landi. Það hefur einnig sínar þarf ir, og geldur keisaranum það sem keisarans er, ekki síður en aðrir, og á heimtingu á, að orðið sé við réttmætum kröfum þess. Fyrir neðan Akratorfu í Blöndu hlíð er vegarspotti, sem einnig getur og hefur orðið ófær vegna vetrarflóða. Sá kafli er eianig með þvi marki brenndur að vera blátt áfram sokkinn og þvi naum- ast von, að hann þoli mikið. árennsli. „Gestur í Garði“ minnir á slæm an kafla á Siglufjarðarvegi í Fjótum og ekki ófyrirsynju. Siglu fjarðarvegurinn frá gamla Skarðs veginum ásamt Strákagöngum eru of dýr og • þýðingarmiklar fram- kvæmdir til þess að vegarkafli inn í Fljótum sé látinn torvelda eða koma í veg fyrir not þeirra L fyrstu snjóum. Auk þessa torleiðis, seai hér hefur verið nefnt og sem höfuð- nauðsyn er á að lagfært verði hið bráðasta eru allvíða á aðalvegum í Skagafirði og óefað einnig sums staðar annars staðar í kjördæminn. Stuttir kaflar, sem árlega hlaða á, sig miklum kostnaði vegna snjó- moksturs en tiltölulega lítið kost- ar að færa í það horf, sem þarf. Er sú hugsun áleitin að verið sé ’ að hirða eyrinn en kasta krón- unni með því að láta þær lag-' færingar, seim hér hefur verið drepið á, ógerðar ár eftir ár. Margt fleira vegamálum viðkom andi kemur að sjálfsögðu í hug- [ ann þegar farið er að ræða þessi efni en hér er ekki rúm til að rekja það frekar að sinni enda var aðaltilgangurinn með þessu greinarkomi sá, að benda á og undirstrika alveg sérstaklega þá þrýnu þörf, sem á því er að fá veg yfir Skagafjarðareylendið þannig úr garði gerðan, að vetrar- umferð um hann teppist ekki. Þær aðgerðir þola ekki bið. mhg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.