Tíminn - 08.08.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.08.1970, Blaðsíða 9
LAUGARDAG^tl 8. ágúst 1970 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarmn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsmgastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnar- skrifstofur 1 Edduhúsinu, símar 18300—18306. Skrifstofur Banikastraeti 7 — AfgreiSslusími 12323. Auglýsmgasími 19523 Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuðl. innanlands — í lausasölu kr. 10,00 emt. Prentsm. Edda hf. Mlklir möguleikar íslendingar eiga stórkostlega möguleika til að marg- falda verðmæti margs konar sjávarafla með betri nýtingu aflans. Það er staðreynd, að við höfum t. d. talsvert mikið fjármagn bundið í niðursuðuiðnaði og við höfum hráefni, sem er að ýmsu leyti sérstætt, nóg vinnuafl og nauðsynlega framleiðsluþekkingu. Það, sem veldur því, að okkur hefur þó ekki tekizt að gera niðursuðuiðnað að gildum þætti í tekjuöflun þjóðarinnar, er hins vegar það, að við höfum ekki komið á fót sölukerfi á erlend- um mörkuðum, sem er nauðsynleg forsenda fyrir ár- angri, en íslendingar hafa í of mörgum greinum horft fram hjá eða ekki haft fjármagn, samtök og samstöðu eða skilning stjórnvalda til að standa að með nógu mynd- arlegum hætti. Ef við berum gæfu til að fjárfesta skynsamlega í sölu- kerfi á erlendum vettvangi blasa miklir möguleikar við á þessu sviði: 1. Við getum nú þegar, án viðbótarfjárfestingar innan- lands svo nokkru nemi, allt að fimmfaldið útflutning niðursuðuvara. 2. Við getum þannig gert okkur miklu meiri mat úr því dýrmæta hráefni, sem við öflum og seljum í langt um of ríkunrt mæli óunnið eða lítt unnið úr landi. 3. Við getum skapað nýja vinnu fyrir mörg hundruð manns. 4. Við getum aflað stóraukins gjaldeyris — eða flutt út niðursuðuvörur fyrir a.m.k. 600 milljónir króna á ári þegar í stað, ef sölukerfi væri fyrir hendi er- lendis. Þessar og ýmsar fleiri upplýsingar um stórkostlega möguleika þessarar atvinnugreinar koma fram í viðtali Frjálsrar verzlunar við Tryggva Jónsson, forstjóra niður- suðuverksmiðjunnar Ora í Kópavogi. Það eru starfræktar hér á landi 12—15 niðursuðu- verksmiðjur að staðaldri en engin þessara verksmiðja er það stór, að geta á eigin spýtur framleitt verulegt magn til útflutnings. Þar verður því að koma til náin sam- vinna, og niðursuðuiðnaðurinn, sem heild, megnar heldur ekki að koma á fót nauðsynlegu sölukerfi erlendis, nema veruleg aðstoð ríkisvaldsins komi til 1 byrjun. Það var ekki fyrr en á árinu 1965, að íslenzkum framleiðendum skyldist nauðsyn samstöðu og samvinnu í þessum mál- um og þá voru stofnuð samtök niðursuðuverksmiðja. Tveimur árum síðar stofnuðu 5 verksmiðjur hlutafélag um nána samvinnu í sölumálum, en fleiri verksmiðjur treystu sér ekki til þátttöku í félaginu af fjárhagsástæð- um. Síðan hefur þetta félag reynt að útvega nægjanlegt fjármagn og leit út fyrir um tíma að erlent fjárfesting- arfélag fengist til samvinnu, en miðað var við að hluta- fé gæti orðið 60—80 miljónir og félaginu útvegað álíka mikið fjármagn að láni að auki. Afturkippur komst hins vegar í málið og hefur ekkert orðið úr framkvæmdum ennþá. Sérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna voru þó fengnir til að gera ítarlega markaðsrannsókn og voru niðurstöður mjög hagstæðar eða þær, að einungis þess- ar 5 verksmiðjur gætu selt erlendis fyrir um 600 millj- ónir króna á ári, ef sölukerfið væri með eðlilegum hætti. Þetta dæmi eí aðeins eitt af mörgum um möguleika okkar, ef rétt er á málum haldið og þetta dæmi er valið hér til að skýra nánar hvað Framsóknarmenn eiga við, þegar þeir telja forystu ríkisvaldsins í atvinnumálum ís- lendinga nauðsynlega. Ef ríkisvaldið hefði á þessu skiln- ing, hefði það fyrir löngu lagt fram nauðsynlegt fjármagn í sölukerfi fyrir niðursuðuvörur. Ef þetta hefði verið gert væri þjóðin og ríkið búin að fá það fjármagn marg- falt til baka í verðmætari sjávarafla. — TK TÍMINN FRED M. HECHINGER, ritstjóri við New York Times: Orsakir óánægju stúdenta eru fjölmargar og sundurleitar Viðfangsefnið er mjög flókið og vandasamt og ekki um neina eina lausn að ræða. Fjárhagur háskólanna er í voða og ef til skerðingar kemur hlýtur hún að bitna á hinum fátæku fyrst og fremst ÞEGAR fyrsta árás stúdenta- uppreisnarinnar hófst við Berk- ley-háskóla árið 1964, litu bjart sýnismenn svo á, að varna væru í uppsiglingu skjótar og gagn- gerðar endurbætur á öllu menntakerfinu og endurbót og staðfesting hins svonefnda aka- demiska frelsis. Efagjarnari áhorfendur litu tortryggnisaug um á þá hreyfingu, sem greip tii' vafasamra ráða til þess að ná hugsjónamarkmiðum, sem ekki var einu sinni búið að gera sér ljósa grein fyrir áður en hafizt var handa. Þessum svartsýnni áhorfendum sagði þungt hugur um mjög aukna róttækni í stjórnmálum við há- skólana. Eins og nú er komið, virðist svo sem hinir svartsýnni hafi haft öilu réttara fyrir sér en bjartsýnismennirnir Forsetinn skipaði nefnd til þess að kanna orsakir óeirðanna i háskólun- um og hefur sú nefnd starfað að athugunum sínum í Wash- ington að undanförnu. Ellefu forsetar háskóla ræddu þessi mál í The New York Times um mi'ðjan júlímánuð. Niðurstaða þessara athugana og umræðna virðist taka af a"an efa um það, að háskólarnir eru veikari eftir óeirðirmar en þeir áður voru. Efnahagur þeirra er til muna þrengri og áhrifa þeirra á þjóðina gætir mun minna en áður. SKOÐANIR eru skiptar um orsök þessarar afturfarar. Þeir, sem fylgja herskáu stúdentun- um að málum, varoa sökinni á sinnuiaust cg sljótt háskóla- kerfi, svo og ágalla og bresti samfélagsins, sem háskólarnir eiga að þjóna. Hinir, sem eru efagjarnari á óskeikul.'eik stúdentanoa, skella skuldinni á örvæntingar- fulla og oft tilgangsiausa und- anlátssemi háskólanna við háv- aðasamar og vafasamar kröfur nemenda, enda þótt þær séu stundum studdar háleitum hug- sjónum. Enn aðrir kenna um þrúg- andi viðbrögðum íhaldssamra nemenda, forráðamanna og .'ög- reglu. Árangurinn af þessu verður svo reipdráttur milli tveggja fylkinga, annars vegar þeirra, sem telja stúdentana alvitra, og hins vegar hinna, sem full- yrða, að stúdentarnir viti hreint ekki neitt. Að sjálfsögðu á hvor ugt þetta sjónarmið skylt við veruleikann og stefna, sem mið uð er við anna® hvort þeirra, hlýtur að spi.Ta friði við há- skólana. STTJDENTAR eru fyllilega dómbærir á marga ágalla menntunar, andrúmslofts og umhverfis háskólanna- En þekk ing þeirra á skyldleika háskól- anna og þjóðfé.'agsstefnunnar eða tengslum menningarlegs undirbúnings og endanlegra endurbóta á þjóðfélaginu og ÞfóSvarSliðar umkringja stúdentagöngu i Berkeley. umheiminum er að sjálfsögðu ærið gi’unnfærin og vanþrosk- uð. Skilaingur þeirra á valdi og stefnum, sem móta andstæð öfl og stjórna þeim, er vitaskuld jafn óravnhæfur og mat þeirra á raunveruJegum aðförum og eftirsökn fjölda þess fólks, sem þeir vi.'du gjarna verða að liði. NOKKUR ár eru liðin síðan baráttan hófst og Berkley-upp- reisnin var gerð, og á þeim tíma hefur hinni upphaflegu áherzlu á endurbætur mennta- kerfisins verið rikið til hliðar. Ljóst var, að Robert Goheen, forseti Princeton-háskólans, hafði glöggan skilning á þessu. Hann benti á nauðsyn þess að sópa burtu ýmsum köngulóar- vefum úr menntakerfinu, en bætti síðan við: ,,Ef hinir her- skáu stúdentar gefa okkur tóm til að starfa að því“. Róttækir menn í stjórnmál- um hafa vitasku.'d engan áhuga á slíkum umbótum, þar sem þær efla og styrkja stofnanir, sem þeir vilja kollvarpa. Þeir leiðtogar háskóladeilda, sem hafa meiri áhuga á brestum þjóðfélagsins eu ágöllum deilda sinna, eru oftast fúsari á að .'áta undan stjórnmálakröfum stúdentanna en að endurbæta menntunina. ARANGURINN af þeim um- fangsmiklu tillögum um end- urbætur menntakerfisins, sem bornar voru fram að Berkley- uppreisninni afstaðinr.i, hefur orðU ákaflega lítill. Hinir svo nefndu frjálsu háskólar hinna róttæcu eru naumast annað en hrærigrautur gamalla kennshi hefða, útgáfu stjórnmáiaflug- rita, a:þýðugoðsagnaiðkana og sjálsjúkdómsgrufls- Sá veruleiki biasir nú við í háskólunum, að þeir ve.'ða sam tímis að svara lcröfum þeirra stúdenta. sem eru svo skarpir, að hinn venjulegi, akademiski matseðit: gerir bá aðeins ólyst uga, (eins og Kingman Brewst- er forseti Yale-'háskóla komst að orði), og hins mikla meiri- hluta, sem eru illa undir það búnir að notfæra sér tækifæri æðri menntunar. Af þessum sökum er hrein firra af stjórnarnefndurn há- skóla eða háskóladeilda og I-eið togum róttæk-a nemenda að tala um vandamá' háskólanna f einu orði. eins og unnt væri að ieysa þau með því að full- næg.ia samræmdum þörfum eða verða við einhæfum hugsjóna- kröfum. STÚDENTAR hafa kært sig kollótta um orsakir og afleið- ingar og þess vegna litið blind- um augum á eyðandi áhrif dvin andi fjárhagsaðstoðar. Ef til vill er þetta að einhverju ’eyti þvi að kenna. að synir og dæt- ur hinna ríku eru leiðtogar hinna róttæku. Ögn þrúgunar hinna hægri sinnuðu og ofbeldisviðbragð- Framhald á bls 14. i I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.