Tíminn - 23.08.1970, Page 2
3
TIMINN
SUNNUDAGUR 23. ágóst 1970.
♦
'
l
{
j
i
1
I
I
I
MTTUR KIRKJUNNAR
<:N-v.<i' •' ■•■•<• •• %
■
•■. .•: ............ • •••:
EKKI í
MANNGREINARÁLIT
■ Fátt er fjarlægara anda Jesú vegna er stéttamismun'ur, kyn
og kristindóminum yfirleitt þátta-a'ðgreining og þjóðar-
en allt manngreinarálit. Þess hroki algjörlega framandi
1 SÓLNSNG HF.
S í M I 8 4 3 2 0
Það er yðar hagur að aka á vel sóluðum hjól-
börðum.
Sólum allar tegundir af hjólbörðum fyrir vöru-
og áætlunarbifreiðir.
SÓLNING H.F. — Sími 84320. — Pósthólf 741.
kristninni og eðli kristins
dóms.
Jesú viðurkennir varla fjöl-
skyldubönd, ekki einu sinni
skiptinguna í vonda og góða,
réttláta og rangláta, nema þá
eins og með glettni og í hálf-
gerðu skopi, ef hann notar
þessi hugtök samtíðarinnar.
Hann gerir ekki mun á guð-
hræddum og óiguðlegum, Gyð-
ingum og heiðingjum, nema þá
til að benda á veilur í alrnenn
um hugsunarhætti.
Hann talar aldrei um hið
gjörspillta manneðli og fellst
ekki á kenningar um erfða-
synd og refsingar fyrir syndir
feðra eða drýgðar í fyrra jarð-
lífi, eins og titt var í landi
hans.
Hann krefst einskis aftur-
hvarfs í þeim skilningi, sem
oft er notaður i predikunum í
kirkju hans, heldur aðeins að
manneskjan, mannssálin snúi
frá blekkingunni og til raun-
veruleikans, sannleikans.
Synd og vonzka þýðir ekki
meira að hans dómi en óhrein
hönd. Það er hægt að þvo hend
ur og það á að þvo þær, því
að það er ekki mannlegu eðli
samboðið að vera svín. Synd
er sjúkdómur, en hún er sjúk-
dómur, sem hægt er að lækna.
Það er Jesú einnig framandi
að líta á sjúkdóma sem refs-
ingu eða dauðann sem gjald
syndarinnar eins og Gyðingar
gj'ör'ðiu í þá daga.
Þar sýnir hann glöggt sjálf-
stæði sitt og frjálslyndi. Hann
segir til dæmis:
Haldið þið, að þessir GaMleu
menn, sem Pilatus lét Mfláta
hafi verið meiri syndarar en
a.nnað fólk í Galileu — eða
þessir 18, sem turninn í Siló-
am féll yfir og varð að bana,
að þeir hafi verið sekari en
aðrir Jerúsalembúar? Nei, segi
ég ýður.
Eins og sannur læknir lætur
Kristur sér ekki nægja að gera
hinn sjúfca heilbrigðan. Hann
vill einnig annast um, að
hann sé hæfur til að lifa líf-
inu áfram. Ef lastafu'Mur mað-
ur er losaður við lesti sína, þá
er lítið eða ekkert unnið við
það, ef hann fær ekki eitthvert
viðfangsefni til uppbótar og
uppfyllingar. Það er tilgangs-
laust að reka út illa anda og
skilja allt eftir tómt, jafnvel
þótt þar sé sópað og prýtt,
annars kemur vondi andinn
aftur, með sjö anda sér verri
og allt verður ægilegra en áð-
ur. Maðurinn er ekki vondur
í siálfu sér, en hann verður
að hafa eitthvað að lifa fyrir,
■Hn
ELDAVÉLAR
ÞVOTTAVÉLAR
FRYSTIKISTUR
KÆLíSKÁPAR
fSAFIRÐI
Raftækjaverzlunin Póirmn h/f.
ÖNUNDARFJÖRÐUR
Arnór Árnason, Vöðlum.
DÝRAFJÖRÐUR
Gunnar Guðmundsson. Hofi.
PATREKSFJÖRÐUR
Valgeir Jónsson, rafvm.
Kaupfélag Króksfjarðar. KRÓKSFJARÐARNES
BÚÐARDALUR
Einar Stefánsson, rafvm. ’
STYKKISHÓLMUR
Haraldur Gíslason, rafvm.
ÓLAFSVlK
Tómas Guðmundsson, rafvm.
AKRANES
Jón Frfman..sson, rafvm.
REYKJAVÍK
(Aðalumboð:) Rafiðjan h/f., Vesturgötu 11.
Raftorg h/f„ Kirkjustræti 8.
KEFLAVlK
Verzlunin Stapafell h/f.
RAUFARHÖFN
Kaupfélag N.-Þingeyinga.
BLÖNDUÓS1 AKUREYRI
Verzlunin FróSI h/f. Raftækni ~ ln3v' R' Johannsson-
VOPNAFJÖRÐUR
HÚSAVlK M Alexander Árnason, rafvm.
Raftækjaverzlun Grlms & Árna.J
EGILSSTAÐIR
Verzlunarfélag Austurlands.
umBoosmEnn fvrir
IGMS
HEimiLISTŒKI
ESKIFJÖRÐUR
Verzlun Elísar Guðnasonar.
ÁRNESSÝSLA
Kaupfélag Árnesinga.
HÖFN, HORNAFIRÐI
Verzlunin Kristall h/f.
RANGARVALLASÝSLA
Kaupfélag Rangæinga.
VESTMANNAEYJAR
Verzlun Haraldar Ejríkssonar.
RAFIÐJAN VESTURGÖTU 11 REYKJAVlK SlMI 19294 —
RAFTORG V. AUSTURVÖLL REYKJAVÍK SlMI 26660
3
arinars nær hið illa aftur tök-
um.
Jesús lætur sér vel líka að
vera nefndur vinur tollara og'
syndara, en þeim sem ásaka
hann fyrir félagsskap og sam-
neyti við þess háttar fólk svar-
ar hann:
„Ekki þurfa heilþrigðir.
læknis. Þið eruð hraustir og
réttlátir. Ég er ekki kominn
til að kalla réttiáta, helaur
syndara. Og það er meiri gleði
í himnunum yfir einum synd-
ara, sem snýr við en yfir 99
réttlátum, sem einskis þurfa;
með“.
Og hann lofar þeim að lifa
í sinni trú, ónáðar þá ekki,
ásakar þá efeki, dæmir þá ekki,
nema með kaidhæðni orðanna,
sem þeir hlutu að finna fyrir.
Og hann biður þá blessaða
að vera ekki að láta nýtt vín
á sina gömlu belgi eða bæta
garmana sína með nýjum bót-
um. Vínið sprengir belgina og
rifurnar og götin verða enn
verri við nýju bætumar, þegar
þær þófna. Þeim hæfir bezt að
halda sig að sínu gamla. Þeir
skilji ekki hið nýja hvort eð
er og þeir hafi það ekki á
valdi sinu.
Þessum hrokafuMa ' hluta
þjóðarinnar er því, að hans
áliti bezt að hugsa sig vel um,
áður en hugsað er til breyt-
inga. Allt hálfkák er verra en
ekki.
Hinir „réttlátu" notar Jesús
nánast sem háðsyrði með bros
legum blæ, svipað og
margir nota „freJsaðir" nú á
dögum. Hann lítur á þá sem
staðnaða, eða þá, sem aldrei
hafa raunverulega lifað lífinu,
af því að þeir gerðu sér ekki
grein fyrir, hvers lífið krafðist
af hverri mannveru. Fyrir þá
er fátt hægt að gera. Þeir
gagnrýna allt, hafa allt á horn
um sér, draga alit í dilka og
flokka eftir vissum reglum, fyr
ir þeim er ekkert frjálst og
ekkert frelsi fremur en viss-
um stjórnmálaklíkum nútím-
ans. Þeir segja um Jóhannes,
sem var svo mikill spámaður,
að hann hvorki át né drakk á
mannlegan hátt. „Hann er
haldinn illum anda“. Og um
Mannssoninn, þegar hann kem
ur, segja þeir, þegar hann
bæði etur og drekkur: „Sjáið
átvaglið og vínsvelginn, sem
situr til borðs með syndurum".
Allt varð að vera eftir viss-
um reglum. En Jesús mat
meira mannssáiina, frelsi
hennar og hamingjuþörf, ást
hennar, gleði og vaxtarmátt,
en öll form hversu heilög sem
þau annars áttu að vera og
gátu verið, ef rétt var að far-
ið.
Það mátti aldrei hætta líf-
inu, frelsi þess og fegurð fyr-
ir mannlegar kennisetningar
og fordóma, boð og bönn, sem
segja hinn hvíta betri en svart ■
an, karl betri en konu, fsrael
betri en heiðingjana.
Og fylgjendur hans urðu því
að vera við öllu búnir frá^
þeim, sem fara í manngreinar-
áiit, þeim sem ala með sér.
stéttamun, þjóðahroka og kyn
þáttahatur. Þeii gátu búizt við
að missa allt, fyrir þessa lífs-
skoðun sína: Heimili, eignir,
fjölskyldu og lífsstöðu, jafn-
vel lífið — þetta jarðneska,
líkamlega líf. Og einu sinni,
þegar hann var að tala við
fólkið kom hans eigin fjöl-
skylda, sem mátti ætla að .
hann tæki þó framyfir aEa
aðra og krafðist viðtals við
hann. En hann lét þá í ljós
algjöra afneitun alls mann-
greinarálits, jafnvel skyld-
menna og sagði:
„Móðir mín og bræður mín-
ir eru þeir. sem heyra orð
Guðs og breyta eftir því.“
Árelíus Níelsson.