Tíminn - 09.09.1970, Page 8

Tíminn - 09.09.1970, Page 8
TIMINN MIÐVIKUDAGUR 9. september 1970 Áhrif ofbeldis í sjónvarpi könnuð Fréttabréf frá Sameinuðu þjóðunum Higa fjölmiðiar þátt í því a3 auka ofbeldishneigð? Enginn, sem les dagblö'ð reglulega éða horfir á sjón- varp í Evrópu eða Ameríku, kemst hjá að verða þess var, hve ofbeldið er orðinn snar þáttur í nútímaþjóðfélögum — fjölmiðlarnir sjá til þess. Jafn- framt fær enginn starfsmaður sjónvarps eða dagblaðs umflú- ið þá vitneskju, áð sá grunur verður æ almennari. að ef til vill eigi fjölmiðlarnir sinn þátt í að magna ofbeldið, sem þeir kosta kapps um að lýsa. Hingað til hefur samt ekki verið hægt að styðja þessar grunsemdir vísindalegum rannsóknarniður- stöðum, og menn skiptast mjög í tvo hópa um málið: annars vegar þeir sem saka fjölmiðl- ana um að skapa þörf fyrir ofbeldi með lýsingum sínum á ofbeldisverkum, hins vegar þeir sem legigjast gegn ritskoðun og benda á, að sjónvarp og dag- blöð geti orðið sektarlömb að- stæðna, sem þjóðfélagið getur elkki eða vill ekki hrófla við. Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESOO) efndi því til alþjóðaráðstefnu um málið í París 29. júní tii 7. júlí í því skyni að draga sam- an og kanna skipuiega þá vit- neskju, sem er fyrir hendi um vandamálið, og koma með raun- hæfar tillögur til úrbóta. Ráðstefnan hafði að yfirskrifit „The Impact of Violence in the Mass Media“ og tók til meðferðar grundvallarspurning ar eins og þær, hvernig skil- greina bæri ofbeldi. hvort of- beldi sé að færast í aukana, og hvort breyting sé að verða á afstöðu almennings til ofbeld- ÍS. Einnig voru rædd áhrif of- beldis í kvikmyndum og sjón- varpi í hlutfalli við hið prent- aða orð, og sömuleiðis ábyrgð f jölmiðlanna með tiilliti til þess að lýsa þjóðfélaginu án þess að auka á eða magna vandamál þess. Ráðstefnuna sóttu 25 sérfræð ingar frá 22 löndum — blaða- menn, sjónvarpsmenn, kvik- myndamenn, sálfræðingar og glæpamálasérfræðingar — sem ræddu vandamál ofbeldisins á grundvelli fyrirlestra, sem báru heiti eins og þessi: „Könnun á ofbeldi í þjóðféliagi samtím- ans“, „Hinn skapandi lista- maður í ofbeldis-samfélaginu“ og „Skyldur og ábyrgð fjöl- miðla í ofbeldis-samfélaginu". — Nánar verður greint frá nið urstöðum ráðstefnunnar siðar. Norðurlönd veita hjálp við M ekong-verkef nið. í Prek Thnot-dalnum fyrir vestan Phnom Penh í Kam- bódíu, þar sem landbúnaður liggur .niðri mánuðum saman vegna vatnsskorts, er nú unn- ið af kappi með tækjum og búnaði hvaðanæva úr heimin- um að verkefni, sem gera mun íbúunum kleift að rækta jörð- ina allt árið. Mörg hundruð kílómetrum fyrir norðvestan þetta svæði, við Nam Ngumfljótið í Laos, eru aðrir vinnuflokikar önnum kafnir við að breyta dal í nám unda við Víentíane með það fyrir augum að koma þar upp raforikuveri og binda þannig enda á stöðug flóð og þurrka, sem hráð hafa svæðið öldum saman. Bæðj þessi verkefni eru ofar lega á skrá þróunaráætlunar- innar fyrir Mekong-fljótið. Framkvæmd þeirrar áætlunar er stjórnað af samstarfsnefnd frá Kambódíu. Laos, Suður- Víetnam og Taílandi undir handar j áðri Ef nahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Asíu og Þróunaráætlunar Samein- uðu þjóðanna (UNDP). Me- kong-áætlunin nýtur virks stuðn ings frá 26 löndum, þ. á m. Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Finnland leggur einnig fram fé til hennar. Kambódía bindur miklar von ir við þessa áætlun, sem mun gerbreyta lifskjörum fóllksins á svæðinu. Einn þáttur hennar er að gera meginstíflu og raf- orkuver, sem framleiði 18.000 kílóvött, og síðan aukastíflu til notkunar við áveitur. Gert er ráð fyrir að verkinu verði lok- ið árið 1972 oig að það muni kosta samtals 27 milljónir doli- ara. Til að byrja með er ætlunm að veita vatni yfir um þág öil 5000 hektarar lands, en smám saman verður áveitusvæðið stækkað upp í 70.000 hektara. Meðal verkfæra, sem notuð eru, má nefna valtara frá Ástr alíu, sem Hollendingar greiða fyrir, flutningabíla frá ítalíu. mulningsvélar frá Danmörku og krana og rafhreyfla frá Jap an. Verkið er unnið af kambód ísku og japönsku fyrirtæki, hópi ástralskra verkfræðinga og framkvæmdastióra frá Sam einuðu þjóðunum. Kambódía leggur fram um þriðjung fjár magsins, þ. á. m. allt fjár- magn til áð greiða innlend útigjöld. Hornsteinninn lagður. Við þverána Nam Ngum, um 70 kílómetra fyrir norðan Ví- entíane, hefur vatnið verið leitt úr eðlilegum farvegi sínum til að veita 'aðstöðu til uppgraftr- ar og byggingar stíflu. Horn- steinn stíflunnar var lagður 23. febrúar af konunginum í Laos. Við athöfnina lýsti U Nyun frá Efnahagsnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir Asíu yfir því, að lagning hornsteinsins væri til marks um einheittan vilja stjórnarinnar og fólksins í La- os að hrinda þessu mikla þjóð þrifamáli í framkvæmd án taf ar. Hann lét í Ijós von um, að fyrirtækið mundi bæta lífs- kjör og horfur á réttlátum og almennum friði allra landa og þjóða við neðanvert Mekong- fljótið án tillits til kynþátta, stétta eða trúarsannfæringa. Nam Ngum-stíflan á að gegna sama hlutverki og stíflan við Prek Thnot, sem sé því að tryggja raforku og vatnsmagn til áveiitu. Reist verður raf- orkuver sem fmmleiðir 30.000 kílóvött í byriun, en síðar verður orkuframleiðslan aukin Framhald á bls. 12 MAL og rnkmu „Hann forðaði Skúla undan fári þunga, fjöri sjáiís síns hlífði klárinn miður", kvað Grírnur Thomsen forðum í Skúlaskeiði. Hann hafði ekki stigið það merkilega menning- arspor, sem nú væri á hvers manns færi, að láta Sörla forða fárinu. Síðustu áratugina hafa menn hamazt við það í ræðu og riti að „forða" hvers kyns land- plágum, svo sem stórtjóni, slys- um. fjárfelli, ósigrum í íþrótt- um og hverjum þeim ósköpum öðrum, sem nöfnum tjáir að nefna. Varla er von að ár sé í landi. Þegar verkföllin stóðu í sum- ar, var „stórtjóni bænda forð- að“ í fyrirsögn forystugreinar í dagblaði. Og úr því að menn eru alla daga kóisveittir við að „forða“ slysum eða stértjóni, hlaut að reka að því, að menn færu að bjarga vandræðum. Það gerðist vonum seinna í út- varpinu í frásögn af íþrótta- keppni á nýliðnu vori, og mjór er mikils vísir. ★★★ Þegar yfirvöld ríkis eða bæja þ”rfa að senda þegnunum dag- skipanir um rétta hegðun, nýj- ar álögur eða afnám þeirra — sem sjaldnar ber við — verð- ur orðalagið á stundum íðil- fagrar málfléttur. Hvað segja menn um þetta viravirki í aug- lýsingu fjármálaráðuneytisins um niðurfellingu á söluskatti af neyzlufiski snemmendis á þessu ári: „Niðurfellingin tekur þó ekki til sölu á laxi, silungi, humar, rækju, en hins vegar tekur hún til sölu á saltfiski, en að öðru leyti eigi til sölu á fisin, sem sætt hefur einhvers konar aðvinnslu umfram venju- lega aðgerð, ásamt flöikun, bút- Ua eða hökkun né til sölu tilbú- inna fiskrétta í veitingahús- um, matsölum eða öðrum greiðasölustöðum". Það er ekki einskis vert, að fyrirmæli séu gagnorð! .1 i i yCTCK íslendingar eru sárfátækir að bönkum, eins og alþjóð er kunnugt, og ekki er hér vitað um aðra banka en þá, sem kenndir eru við peninga. seðla — eða þá atvinnuvegi, sem þeir eiga öðru frernur að fiár- magna. svo að maður komi fyrir sig réttu orði. í útlönd- um er flest fjölskrúðugra svo sem allir vita. og þar eru til fleiri tegundir banka, til að mynda kvenbankar, eins og fram kom í dagblaði fyrir skömmu, er frá því var greiut. að „kvenbankaræningi“ hefði látið greipar sópa um þá fögru mynt. Hlýtur sú spurning að vakna, hvort ekki sé þjóð- ráð að stofna svo sem einn kvenbanka hér á landi til þess að örva bankastarfsemina. ★★★ Skelegg framganga af opin- berri hálfu gegn okrurum og skattsvikarum er góðra gjalda verð, en þar er kapp bezt með nokkurri forsjá eins og í öðr- um orrustum. í dagblaði voru tíðindi af þessum vígstöðvum orðuð svo: „Það var rannsóknadeild ríkisskattstjóra, sem kærði grun um meint okur og skattsvik". Gott er að vera fljótur til, en einhverjum kynni að þykja álitamál, hvort kæran hafi kctnið rétt niður. Var réttmætt að gæra gruninn í þessa máli? Hefði réttlætinu ekki verið betur þjónað með því að kæra þann, sem grunaður var „um meint okur eða skattsvik?“ Gæti ekki hugsazt, að almenn- um borgurum þætti í því nokk- ur áhætta að bera grun sinn um lögbrot í tnál við verði lag- anna, ef þeij ættu yfir höfði. að grunurinn yrði kærður? Vonandi hefur „grunurinn" sloppiS við dóm og tyftun i þessu tilviki. ★★★ í víðlesnu tímariti, sem gef- ið er út í nafni fjölmennrar stéttar hér á landi, var grein um tiltekna opinbera skattþján skírð þessu nafni: „Stimpil- gjaldið er fleigur í holdi við- skiptalífslns". Þarna er umtals- verð nýsköpun á ferðinni. Hér eftir tölum við ekki um flein í holdi, heldur fleig — meira að segja með einföldu. Lík- ingamálið um „hold viðs&ipta- lífsins“ er svo kóróna sköpua- arverksins. ★★★ í Alþýðublaðinu var komizt svo að orði nýlega: „Ungir Sjálfstæðismenn reiddust yfir vinning Alþýðuflokksins í kosn- ingunum 1967 og hófu marg- víslega gagnrýni á flokkinn". Alþýðublaðið er því miður ekki eitt um þessa málsnilli. Menn eru sífellt að reiðast yfir einhverju og gleðjast yfir öðru, en eru hættir að reið- ast málglöpum, og snjöll orð gleðja engan framar. Goðanum sem stóð á Þingvelli árið 1000, var eins orðs vant. Munur hefði nú verið að heyra hann segja: Yfir hverju reiddust goðin, þá er hér brann hrauniS, er nú stöndum vér á? —AK.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.