Tíminn - 12.09.1970, Qupperneq 3

Tíminn - 12.09.1970, Qupperneq 3
lAUSÆÐ-AGUR 12. september 1970. TÍMINN 3 EINN SKUTTOGARII STAD TVEGGJA TIL NESKAUPSTADAR EJ—Reykjavík, PÓ—Neskaup- stað, föstudag. Tvö fyrirtæki í Neskaupstað hafa haft áhuga á að festa kaup á þriggja ára gömlum skuttogur- um í Frakklandi. Eru það Síldar- vinnslan h.f. og Arnarborg h.f. Á síðasta fundi í bæjarstjórn Nes- kaupstaðar lágu fyrir beiðnir frá báðum fyrirtækjunum um bæjar- ábyrgð vegna skuttogarakaup- anna, og hljóðuðu þær upp á 13% af kaupverði þeirra. Báðar beiðn Irnar voru samþykktar, en beiðn- in frá Arnarborg h.f. með skilyrð Veðrið komið út Fyrra hefti 15. árgangs af Veðr inu, alþýðlegiu tímariti veðurfræð inga, er komið úf. Jónas Jakobsson skrifar þátt- inn Úr ýmsum áttum, og rabbar um heiti vindstiga, sóLskin^rit eft ir Markús Á. Einarsson og veður- tunglamyndir. PáH Bergþórsson segir frá alð- ferð norska prófessorsins Eliasar Morks að meta trjávöxt og annan gróður eftir loftsiagi og birtir m.a. kort, sem á að sýna hitaskil- yrði tiT skógræktar hér á landi. Jónas Jakobsson og Knútur Knudsen segja frá veðurfari síð- asta vetrar, og Páll Bergþórsson, greinir frá Hafísspá fyrir árið, sem er að líða. Þá er fyrri hluti greinar eftir Hlyn Sigtryggsson um lagnaðarís við Island. Ennfremur eru gamlar veður- vísur og kaflar úr bréfum frá les- endum, m.a. frá HaTldóri á Ás- brandsstöðum um glitský eða ísa- ský, sem áður voru talin benda til hafíss við iandið. Fjórða sýning hjá listasafni ASI Hinn 10. september var opnuð sýning á landslagsmálverkum hjá Listasafni ASÍ að Laugavegi 18 Þetlta er fjórða sýningin, sem safnið efnir til á yfirstandandi ári. Sýningin nefnist: íslenzkt lands lag. Höfundur verkanna eru Jó- hannes Kjarval, Sigurður Sigurðs- son, Snorri Arinbjarnar, Jóhannes Geir, Ásgeir Jónsson, Jón Þor- leifsson, Þórarinn B. Þorláksson, Jú’íana Sveinsdóttir og Jón Stef- ánsson. Sýndar eru fjórar myndir Jóns Stefánssonar en eitt verk eftir hvern hinna málaranna. Sýningin verður opin næstu vikur kl. 15—18 daglega nema laugardaga. Háskólafyrirlestur um myndir í Ferðabók Eggerts og Bjarna Dr. med. Egiil Snorrason flytur í boði Háskóla íslands fyrirlestur í 1. kennslustofu mánudaginn 14. september kl- 20,30, um myndirn- ar í Ferðabók Eggerts og Bjarna. Nefnist fyrirlesturinn: Lidt om- kring iliustrationeme tii Eggert Ólafssons og Bjarni Páisson Is- landsrejse. um, sem allir vissu að fyrirtækið gæti ekki uppfyllt. Er því óvíst, hvort nema einn skuttogari verði keyptur til Neskaupstaðar að sinni. Skilyrði þau, sem meirihluti bæjarstjórnarinnar setti voru að kaupendur skipanna Tegðu fram fasteignaveð að upphæð 5 miiljón ir króna, og að skipin skyldu landa af!a sínum á Neskaupstað a.m.k. 8 mánuði ársins. Á bæjarstjórnarfundinum lagði einn af fuHtrúum minnihlutans, Reynir Zoega, fram breytingarti'l- Tög'U þess efnis, að ákvæöin í tiillögu meirihlutans um skilyrði fyrir bæjarábyrgðinni um fast- eignaveðið yrði feilt niður. Þessi breytingatillaga var fel-ld af meiri hluta Alþýðubandalagsins. og til laga meirihlutans síðan samþykkt. Þótt bæjarfulltrúum Alþýðu- bandalagsins væri fuffljóst, að Arnarborg h.f. getur ekki notfært sér ábyrgiðina eins og hún var samþykkt á fundinum. Þrír af fimm fulltrúum Alþýðu- bnndaliagsmeiriMiutans eru að miklu leyti tengdir Síldarvinnsl- unni h.f. Bæjarstjórinn, Bjarni Þórðarson, er stærsti einkahlut- hafi fyrirtækisins, og jafnframt stjórnarmeðlimur. Forseti bæj- arstjórnar Jóhannes Stefánsson er stjórnarfonmaður Síldarvinnslunn ar h.f. og Jóhann K. Sigurðsson, sem er framkvæmdastjóri út- gerðar Síldarvinnslunnar h.f. á einnig sæti í bæjarstjórn. Er auð- séð að þessir menn vilja ráða at- vinnufyrirtækjum og atvinnulífi hér í bænum að svo mikTu leyti sem þeir geta. Seyðisfjarðarkaupstaður hefur boðið bæjarábyrgð á skipakaup- um, án þess að fasteignaveð kæmi á móti. Þar væri eina skilyrðið, að landað yrði á Seyðisfirði að minnsta kost fjóra mánuði á ári. A fyrrgreindum bæjarstjórnar- fuindi var samþykkt að bæjar- stjóri semdi fyrir hönd bæjarins við stjórn SíMarvinnslunnar um fasteignaveðið sem Síldarvinnslan setti fram. Eru þeir kumpánar þarna greinilega að semja við sjálfa sig, þar sem þeir ráða öllu í bæjarstjóm og Síldarvinnslunni h.f. Mánudagsmynd Háskólabíós Ótrú eiginkona (La femme infidele) Leikstjóri er Claude Chabrol. Með aðalhlut- verikin fara: Michel Bouquet og Stephane Audran, sem er eigin- kona leikstjórans. Efnið er í stuttu máli það að eiginkonan heldur fram hjá manni sínum, sem er eldri en hún. Eiginmaðurinn kemst að þessu og í örvæntingu sinni og afbrýði semi drepur hann friðil konunnar, en lætur sem ekkert sé á eftir. Eiginkonan rennir grun í hið sanna, en lætur líka sem ekkert sé. en þá er það stóra spurningin, geta hjónin tekið upp þráðinn aftur og búið saman hamingjusömu lífi eft ir það, sem á undan er gengið? Hus Jons Sigurðssonar í Hofn. A myndmni eru Julius Solnes, verkfræðingur (t.h.) formaður Is- lendingafélagsins í Höfn og Guðmundur Björnss on, verkfræðistúdent, formaður Félags íslenzkra námsmanna þar, (Tímamynd — Kári). Jóns Sigurðssonar- húsið vígt í dag ; KJ—Kaupmannahöfn, l föstudag. IForsetar Alþingis eru nú komnir til Kaupmannahafnar og eru að undirbúa athöfn þá, , sem fram fer á morgun í Jóns ' Sigurðssonar húsinu, sem > stendur við Östervoldgade 12, j en húsið hefur nú verið end- j urbyggt og því breytt á allan ' hátt og er það nú komið í mjög í gott lag, en áður var það í nið J urníðslu. Á fyrstu hæð er bú- 1 ið að gera samkomusal, sem í rúmar á annað hundrað manns J og þar fá féiogin i Kaupmanna | höfn góða aðstöiðu til að halda I fundi og samkomur. Þar inn af er eldhús fyrir veitingastarf semi. A annarri hæð er íbúð fyrir íslenzka fræðimenn og býr nú íslenzkt fólk í þessari íbúð. Þriðja hæðin verður til- einkuð Jóni Sigurðssyni að nokkru leyti, þar sem nokkur herbergi verða lögð undir muni hans og myndii af hon- um. Þar verður einnig bóka- safn félaganna. Á hæðinni þar fyrir ofan verður síðan íbúð islenzka sendiráðsprestsins í Kaupmananhöfn, Hreins Hjart arsonar. Hann kemur til Kaup- mannahafnar alveg á næstunni. t kjalilaranum eiru snyrtiher- bergi og geymslur og aðstaða fyrir tómstundaiðju. Húsið er í alla staði hið vistlegasta orð- ið eins og þeir Júlíus SóTnes og Guðmundur Björnsson sögðu fréttamanni Tímans, þá er margra alda draumur Is- lendinga í Kaupmannahöfn að rætast með þvi að eignast fast an samastað, en þeir hafa ver- ið á hrakhólum með starfsemi sína. Hefst starfsemin strax eftir helgina, en á sunnudaginn verður húsið opið íslendingum sem eru í Kaupmannahöfn og geta þeir þá skoðað húsið eftir þær miklu endurbætur, sem farið hafa-fram á því. Daglaun og mjólk Alþýðublaðið ræðir í gær á forsíðu um daglaun og mjólk, og ber snman hluífallið á milli launa og mjólkurverðs nú og 1965. Blaðið segir: „Nú eftir hinar miklu hækk- un, sem or'ðið hefur á mjólk, kostað mánaðarskammtur fjög urra manna fjölskyldu af mjólk krónur 1409,94. Verka- maður, sem hefur fyrir fjög- urra manna fjölskyldu að sjá, og fær laun samkvæmt 2. launataxta Dagsbrúnar, er 17,7 vinnustundir að vinna fyrir mjólkinni. Haustið 1965, þegar mjólkur lítrinn kostaði kr. 7.50 greiddi sami verkamaður krónur 587,48 fyrir sama mánaðarskammt af mjólk 0[f var þá 14,28 vinnu- stundir að vinna fyrir mjólk- inni, eða 3,49 vinnustundum skemri tíma en nú. Það kemur sem sagt í ljós, a'ð verkamaðurinn er nú um það bil fjórðungi fleiri vinnu- stundir að vinna fyrir því mjólkurmagni, sem fjölskyldan neytir á mánuði, en hann var haustið 1965. Þetti þróun hefur vakið rétt mæta gagnrýni og reiði neyt- enda, og er það skýlaus krafa neytenda, að þessi óheillaþró- un verði stöðvuð“. Hvert beinist krafan? Þetta segir Alþðublaðið, og skulu útreikningar þess á eng- an hátt véfengdir, og hiklaust tekið undir kröfuna um „að þessi óheillaþróun verði stöðv- uð“. En er ekki ástæða til að spyrja: Er mjólkurverðið, það eina, sem laga þarf? Hefur það hækkað mest í neyzluverð laginu síðustu fimm árin? Og hvert beinist krafan um að stöðva þessa óheillaþróun? Hverjir bera ábyrgð á henni, og hverjum ber að stöðva hana? Af orðmn Alþðublaðs- ins mætti helzt ætla, að mjólk væri eina neyzluvaran, sem hefði hækkað, og sökin væri bænda. Lítum betur á þetta mál. Bændur eiga liér enga sök. Þeir fá aðeins samræmishækk anir eftir á, eins og allir vita, miðað við almennar launahækk « anir í landinii, sem þeir ráða J í engu. Mjólkin er ekki eina 3 varan, sem hækkað hefur. — X Hvað um fisk, kornvöru, aldin | og allar aðrar neyzluvörur al- mennings innlendar og erlend- ar. Þær hafa langflestar hækk að miklu meira á þessum tíma, og hlutfallið milli verðs þeirra og launa verkamanns hefur skekkzt meira þar en í mjólkur dæminu. Þetta er augljóst og margsönnuð staðreynd. Mjólkurdæmi Alþýðublaðs- ins cr aðeins eitt af mörgum og alls ekki hið hrikalegasta um minnkandi mátt verka- mannakaupsins undir „við- reisn“. Það er dómur yfir geng isfellingar- og dýrtíðarstjórn- inni, sem setið hefur að völd- um. dómur um Gylfa og félaga hans. Krafa Alþýðublaðsins „að þessa óheillaþróun verði að Framhild á bls. 14.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.