Tíminn - 12.09.1970, Qupperneq 9

Tíminn - 12.09.1970, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 12. september 1970. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FramJspæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnar- skriístofur í Edduhúsinu, simar 18300—18306. Skrifstofur Bankastræti 7 — AfgreiSsliusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar sikrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði, innanlands — í lausasölu br. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf. > Dvalarheimili aldraðra Með breyttum þjóðfélagsháttum hefur þörfin fyrir dvalarheimili aldraðra farið ört vaxandi, einkum í þétt- býli, og eru þar víða rekin dvalar- og hjúkrunarheimili fyrir aldrað fólk, flest á vegum bæjarfélaganna. Lang umfangsmesta stofnun af þessu tagi er Elli- og hjúkrunarheimilið Grund í Reykjavík, en deild frá því starfar í Hveragerði, og svo Hrafnista, dvalarheimili aldraðra siómanna. Er hin fyrrgreinda einkafyrirtæki, en hin síðamefnda reist og rekið af sjómannasamtökunum. Önnur dvalarheimili aldraðra eru miklu minni í snið- um og sum rekin við mjög óhæga aðstöðu sökum lítils og óhentugs húsnæðis. En þörfin fyrir þessar stofnanir er ekki lengur bundin við kaupstaði eina. Má m.a. ráða það af vistmannaskrám dvalarheimilanna hér í Reykjavík, og fleira fólk utan af landi sækir raunar um upptöku þar en hægt er að sinna. Nú er það að margra dómi óæskileg þróun, að tengsl milli kynslóða rofni á þann hátt, er verður við brottför aldraðra af heimilunum. Hún verður þó varla stöðvuð með löggjöf eða á annan hátt. En eðlilegt er, að sam- félagið stuðli að því, að aldrað fólk, sem á því þarf að halda, geti fengið athvárf og nauðsynlega aðhlynningu sem næst átthögum sínum og ættmennum. Það mun og sammæli allra þeirra, er þessi mál hugleiða, að dvalar- og hjúkrimarheimili aldraðra beri að reisa í hæfilega stórum einingum, vistarverur séu af misjöfnum stærðum, þannig að t.d. hjón geti að nokkru haldið sitt heimili, þegar það hentar, o.s.frv., og að þeir, er þess óska, fái aðstöðu til starfa við hæfi. Dvalarheimili aldraðra hafa til þessa verið reist og rekin af einstökum sveitarfélögum, þar sem ekki hafa komið til einkaaðilar, eins og t.d. hér í höfuðstaðnum. Það er áreiðanlega heppilegt, að hlutdeild sveitarfélaga að framkvæmd ýmissa málaflokka heima í héraði fari fremur vaxandi en minnkandi. Það fer því vel á því, að þau hafi forustu um stofnun og rekstur dvalarheimilanna. En á meðan fjárráð sveitarfélaga eru ekki rýmri en þau eru nú, er nauðsynlegt að veita þeim beinan fjár- stuðning úr ríkissjóði til margháttaðra framkvæmda, eins og raunar þegar er gert í fjölmörgum greinum. Því er eðlilegt að þátttaka ríkisins í byggingu og rekstri dvalar- heimila fyrir aldrað fólk verði ákveðin með lögum. í samræmi við þau sjónarmið, sem eru rakin hér að framan, fluttu þrír þingmenn, Vilhjálmur Hjálmarsson, Lúðvík Jósefsson og Eysteinn Jónsson, frumv. um það á síðasta þingi, að ríkið greiddi Vá hluta af stofnkostn- aði dvalarheimila. Slíkt framlag ríkisins myndi mjög auðvelda sveitarfélögunum að koma þeim á fót. Frum- varp þetta fékkst ekki afgreitt á síðasta þingi, en væntan- lega fær það betri undirtektir á þinginu, sem kemur saman í næsta mánuði. Hér er um mál að ræða, sem ekki aðeins varðar aldrað fólk, heldur aðstandendur þeirra og raunar þióðina alla. Á sigurþingi Ársþing Sambands ísl. berklasjúklinga hófst í gær. Það er eitt mesta sigurþing, sem háð er um þessar mundir, því að Reykjalundur er nú 25 ára. — Sigurinn yfir berklaveikinni er einhver gleðilegasti áfangi, sem lýðveldisþjóðin hefur náð Margir eiga þar hlut að, ekki sízt læknarnir. En sigur berklasjúklinganna er mestur. Þjóðin studdi þá til sjálfsbjargar, en þeir eru nú ekki lengur þiggjendur heldur gefendur og hafa endurgolUið hjálpina margfaldlega. Nú er SÍBS og Reykja lundur óðrum hæli. Þeir, sem hjálpar þurftu, orðnir hjálparsVeit. Það er eðli hinna mestu og beztu sigra. AK TÍMINN ERLENT YFIRLIT Salvador Al sósíalisma í að leita samstarfs viS Kristilega flokklnn. Allende á fyrsta blaSamanna fundinum eftir kosningarnar Heppnast koma á Stjórn hans verður SÍÐASTLIÐINN föstudag fór fram forsetakjör í Chile, setn veitt var mikil athygli víða um heim. Ástæðan var sú, að líklegt þótti, a'ð frambjóðandi vinstri flokkanna, sósíalistinn Salvador Allende, tnyndi bera sigur úr býtum, og yrði hann þá fyrsti sósíalistinn, sem væri kjörinn forseti í latnesku Ame ríku. Úrslitin urðu líka þau, að hann fékk flest atkvæði, eða 36,3% greiddra atkvæða. Næst ur kom frambjóðandi hægri flokkanna, Jorge Alessandri, með 34,9% greiddra atkvæða. Hinn þriðji í röðinni var fram- bjóðandi kristilegra demókrata Radomiro Tomic, sem fékk 27% atkvæðanna. Þar sem eng- inn þeirra fékk 50% greiddra atkvæða eða meira, verður það hlutverk þingsins að velja for- setann endanlega. Það hefur verið hefð í Ohile, þegar þing- ið hefur þurft að velja forseta, að það veldi þann frambjóð- andann, sem hafði hlotið flest atkvæði. Líklegt þykir, að þeirri venju verði fylgt nú. Kristilegi flokkurinn fer með úrslitavaldið í þinginu og hafa forustumenn hans þegar gefið til kynna, að flokkurinn muni ekki brjóta gegn þessari hefð, ef Allende gengur að vissusn skHyrðum,' er síðar verður greint frá. Flest bendir því til, að Salvador Allende taki við forsetaembættinu 4. nóv. næst- komandi, en forsetakjörið í þinginu fer fram 24. október. SALVADOR ALLENDE er 62 ára gamall, fæddur 26. júlí 1908. Faðir hans var þekktur lögfræðingur, sem sat á þingi um skeið. Allende gerðist strax sósíalisti á stúdentsárum sínum, en þá þegar lét hann sig stjórmmál miklu skipta. Hann lauk embættisprófi í læknisfræði 1932 og starfaði næstu ár sem læknir á ýmsum stöðum. Árið 1933 var hann einn af stofnendum jafnaðar- mannaflokks og var kjörinn á þing fyrir hann fjórum árum síðar. Hann varð heilbrigðis- málaráðherra 1939 og gegndi því embætti um nokkurt skeið. Á þeim tíma varð mikill jarð- skjálfti í Chile og létu um 20 þúsund manns lífið. Allende þótti sýna mikla skipulagshæfi leika, er hann s'kipulagði hjálp arstarfsemina. Hann hefur síð- an verið þekktur maður í Chile. SÍÐUSTU áratugina hefur Allende verið sá leiðtogi rót- tækra vinstri manna í Chile, er flestir hafa getað sameinazt um. Hann hefur þrívegis verið forsetaefni vinstri manna, eða í kosningunum 1952, 1958 og 1964. Jafnt kommúnistar sem tiltölulega hægfara lýðræðis- sinnar hafa getað sameinazt um hann. Sjálfur hefur hann talið sig róttækan sósíalista. !Hann hefur þó jafnan hafnað byltingarleiðinni, því að hún henti ekki í Chile. Hann hefur einnig haldið því fram, að sósíalisma yrði ekki komið á nema á löngum tírna, því að hann verði að þróast stig af stigi, og laga sig eftir mismun andi staðháttum í hverju landi. Enda þótt Allende hafi lýst sig aðdáanda Castros og hafi heimsótt hann nokkrum sinn- um, hefur hann áréttað mjög kroftuglega, að Castro-isminn eigi ekki við í Chile. Allende er snjall ræðumað- ur og vel ritfær. Hann er sagður þægilegur og léttur í viðmóti og umgengni, og á því marga vini og kunningja í hópi pólitískra andstæðinga sinna. Það mun vafalítið koma hon- um að góðu haldi nú. Allende er fcvæntur og á þrjár upp- komnar dætur. ALLANDE studdist að þessu sinni við samtök margra smá- flokka. Andstæðingar hans segja, að kommúnistar séu áhrifamestir meðal stuðnings- manna hans. Hann birti fyrir kosningarnar mjög róitæka stefnuskrá og eru nokkur helzut atriði hennar þessi: Þjóðnýting koparnámanna. en kopar er helzta útflutnings- vara landsins. Námurnar eru nú að miklu leyti i eign Banda ríkjamanna. Þjóðnýting allra banka og lánastofnana. Þjóðnýting flestra fyrirtækjc sem annast þjónustustarfsemi, eins og flugfélaga og járn- brauta og símafyrirtækja. Þjóðnýting allrar orkufram- leiðslu, eins og olíunám og orkuvera. Þjóðnýting vmissa atvinnu- greina annarra, eios og sem- entsframleiðslu og pappírsfram leiðslu. Ný landbúnaðarlöggjöf um skiptingu stórjarða 'og sam- vinnurekst'ar í landbúnaði. , Breytintr á stjórnarskráuni, 1 sem m.a. feli í sér, að þingið n verði ein deild í stað tveggja fej nú. 1 Lækkun kosningaaldurs i 13 M ár og að kosningaréttur verði ekki bundinn við lestrarkunn- áttu eins og nú er. f utanríkismálum verði breytt um stefnu á ýmsum svið um. T.d. viðurkenni Chile ríki eins og Kína, Kúbu. Norður- Vietnam og Austur-Þýzkaland. Þá gangi Chile úr samtökum Suður-Ameríkuríkja og öðrum hliðstæðum samtökum, sem erj undir áhrifum Bandaríkj- anna. ALLENDE hefur reynt að gera fylgismönnum sínum ljóst eftir kosningarnar, að erfiít verði að koma fram öllum þess um stefnumálum að sinni. Það er auðvelt að sigra í kosning- um, segir hann, en það er erfitt að byggja upp nýtt ríki. Fyrst um sinn segist hann ætla að reyna að koma fram þeim mái- um, sem ættu að eiga vísan stuðning Kristilega flokksins, samkvæmt kosningastefnuskra þess flokks. Þar nefnir hann einkum þjóðnýtingu bankanna, nýja landbúnaðarlöggjöf og að þingið verði ein cnálstofa. Hann telur að það tvennt, að þjóð- nýta bankanna og að skipta stórjörðunum, skerði mest vald auðmanna í landinu, því ið lykilvöld þeirrá séu fólgin í yfirráðum yfir bönkunum og nær öllum jarðeignum landsins. Af hálfu Kristilega flokksins er rætt um að hann setji Allende viss skilyrði. ef flokk urinn kýs hann í þinginu m forseta. Þessi skilyrði eru fyrst Framhald á 14. &lðu. \(%sœsœ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.