Tíminn - 15.09.1970, Blaðsíða 13

Tíminn - 15.09.1970, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 15. september 1970 ÍÞRÓTTIR TÍMINN 13 BIKARINN EFTER TÍU ÁRA SKAGA Akranes sigraði Keflavík 2:1 í úrslitaleiknum Glæsilegt samspil Eyleifs Haf- steinssonar og Guðjóns Guðmunds sonar, sem lauk með linitmiðuðu skoti Guðjdns, færði Akranesi sig urinu í úrslitalcik íslandsmótsins í knattspyrnu. Sigurmarkið varð að veruleika aðeins 5 mínútum fyrir leikslok og var einn af fáum sólargeislum í einhverium fátæk- legasta úrslitaleik íslandsmóts, sem sögur fara af. Vera má, að taugaspenna lcikmanna liafi haft þau áhrif, að leikurinn einkennd- ist af ónákvæmum spyrnum og leið inlegri .,pressu-knattspyrnu“ í stað góðrar knattspyrnu og skemmti- legra auguablika, sem maður vænt ir að sjá í úrslitaleik. En hvað um það, Skagamenn eru orðnir íslandsmeistarar á nýj- an leik eftir 10 ára hlé, eða allt frá þeim tíma, að gullaldarlið Akraness rann skeið sitt á enda. Ekki þori ég að spá, hvort ný gull- öld Akraness sé framundan, sem gefa gömlu stjörnunum lítið eftir. Þar er efstur á blaði Eyleifur Haf- steinsson, sem var tvímælalaust maðurinn á bak við sigur Akraness í Keflavík á laugardaginn en leikn um lauk 2:1, og átti Eyleifur þátt í báðum mörkunum. í fyrra skipt ið hristi hann Keflavíkurvörnina af sér, lék upp að endamörkum. og gaf fyrir mark á Teit Þórðar- son, sem átti auðvelt með að skora. Þetta mark var skorað á 1. mín- útu leiksins, óvænt og skemmtileg ' ' '' y " Sigurmarkið! Þorsteini Ólafssyni tekst ekki að verja skot Guðjóns Guðm undssonar, sem sést fyrir miðju á myndinni. Guðni Kjartansson er lengst til vinstri. (Tímamynd Róbert). byrjun, og virtist ætla, að,ugfa voþ um fjörugan og skemmtilegan úr- slitaleik. En sú von rættist ekki. Fljótlega byrjuðu Keflvíkingar, sem sóttu undan snarpri norðan golu, að pressa á Akranes-mark- ið, en tókst ekki að skapa veru- lega hættu, fyrr en á 16. mínútu, að Magnús Torfason, bezti maður Keflavíkur í þessum leik skoraði óvænt með föstu jarðarskoti af 20 metra færi. Síðan var leiðinlegt þóf á dag- skrá, og það var ekki fyrr en 5 mínútur voru til leiksloka, að Akranesi tókst að skora sigur- mark, eftir að hafa sótt heldur meira í síðari hálfleik. Eyleifur lék á miðjunni frá hægri til vinstri — og sendi knöttinn til Guðjóns Guðmundssonar, er lék nokkra metra áfram, en skaut síð an föstu og hnitmiðuðu skoti rétt utan vítateigs, sem hafnaði í blá- horni Keflavíkurmarksins hægra megin. Vel af sér vikið. Og þetta samspil félaganna Eyleifs og Guð- jóns, gerir ieikinn minnisstæþan, þrátt fyrir allt. Þáttur Eyleifs í þessum þýð- ingarmikla sigri Akraness er enn meiri, þegar það er athugað, að Keflvíkingar gerðu sérstakar ráð- stafanir til að gæta hans. Styrk- ur Eyleifs felst í igóðri knatt- Framhald S bls. 14. „Leikum gegn Keflavík eins og við myndum gera gegn Miian" - segir Allan Ball í viðtali við Tímann Hér á eftir fer viðtal, sem Kolbeinn Bjarnason, fréttamað ur íþróttasíðunnar í Liverpool, átti við Allan Ball, nýkjörinn fyrirliða Everton, en leikur Keflvíkinga og Everton fer fraim annað kvöld. — Hvað var það fyrsta, sem kom upp í huga þínum þegar þú fréttir það, að mótherjar ykkar í fyrstu umferð Evrópu keppni meistaraliða voru áltuga menn frá íslandi? Þekking okkar Evertonmanna á Keflavíkurliðinu var mjög takmörkuð — en sú staðreynd að mótherjar okkar eru áhuga menn hefur gert það að verk um að flest blöðin hér hafa álitið þá auðvelda bráð. Mín persónulega skoðun er sú, að enginn leikur í Evrópu- keppninni sé auðveldur o.g við munum leika alveg eins gegn Keflavík, sem við mundum leika gegn Inter-Milan. Við munum gera okkar bezta til að ná öruggri forustu í leiknum á Goodison Park, er gæti komið okkur að góðum notum þegar við heimsækjum ísland til að leika seinni leikinn í lok mán aðarins. — Hvað vissir þú um ís- lenzka knattspyrnu áður en Everton dróst á móti Kcflavík? — Alls ekki neitt. — Hvað villt þú segja um möguleika Keflavíkur gegn Everton? Fólk talar um að Everton muni vinna — en óþefckt lið geta sett strik j reikninginn, og hafa gert það. og við munum því að sjálfsögðu ekki vanmeta Keflavík. — En hvað um möguleika Everton á sigri í Evrópukeppn inni í ár? Að sjálfsögðu vonumst við að standa okkur mun betur en sið ast er við tókum þátt í keppn inni, þegar við töpuðum fyrir Inter — Milan í fyrstu umferð — en þessa stundina er aðeins eitt sem kemst að — að sigra Keflavík. K. B. „Óþekkt lið geta sett strik í reikninginn" segir Allan Ball.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.