Tíminn - 15.09.1970, Blaðsíða 14

Tíminn - 15.09.1970, Blaðsíða 14
14 TÍMINN ÞKIDJUI>A GUR 15. september 1970 Á VÍÐAVANGI Framhald af bls. 3. eðlilega, eins og aðrar þjóðir á framleiðslustig.i en láta Jaækkanirnar fara b'eint í verð- lagíð. Og neytendur geta ekki held ur keypt ísíenzkar búvörur eins og þeir kjósa, vegna þess að kaupmáttur launa hefur hvergi nærri haldizt í hendur við þróun í öðrum löndum, og dýrtíð og verðbólga fara eldi um laun þeirra á öllum neyzlu vörumarkaðinum. f vandræðum þeim, sem Al- þýðublaðið ræðir um, eru því tvær meginmeinsemdir: Al- röng landbúnaðarstefna, eins og að framan hefur verið lýst, og kaupmáttarskerðing hjá launafólkinu undir „viðreisn“. Þar liggur hundurinn grafinn — £ garði Ingólfs og Gylfa. — AK Kjörskrá Framhald af bls. 16. félagsmenn, sem fært hafa lög- heimili sitt til Reykjavíkur eftir 1. desember síðastliðinn, beðnir að athuga þetta, því að þeir kunna að hafa fallið út af k.törskránni. Þeir, sem vilja ganga í félagið og koma’st þannig á kjörskrá, geta útfyUt inntökubeiðnir á skrifstofu folkksins þar til á fimmtúdaginn, en á fimmtudagskvöld verður fé- lagsfundur í FUF og nýir félagar þá teknir inn. Stjórn FUF. Lögregluaðstoð Framhald af bls. 16. við sig fjóra lögregluþjóna úr Reykjavík. Hópur af unglingum er komu með Akraborginni voru út- úr drukknir um allan bæ, og margir þeirra ósjálfbjarga, eftir leikinn, og sagðist ,'ögreglan hafa þurft að flytja marga þeirra um borð, þessi hópur setti leiðinda svip á leikinn og umhverfið og voru sér og sínu byggðarlagi til stórskammar. Þá voru þrír að- komumenn settir ,,inn“ vegna ölv unar eftir leikinn. í síðustu viku vorum við að tala um framkomu Keflavíkurunglinga á leikjum ÍBK uindanfarið, en þeir voru eins og hreinir englar í samanburði við unglingana af Akranesi. Það skal tekið fram að það voru ekki allir unglingarnir frá Akranesi, sem voru sér og sínum til skammar þarna í Keflavík. Stór hópur þeirra var prúður og kurteis og skömmuðust sín sýni- lega fyrir þessa kunningja sína og skólasystkina. Haustverð Framhald af bls. 1 lega, til dæmis fóðurbætir, áburð- ur, flutnings- og rafmagnskostnað- ur og fleira. Einnig hefur kostn- aður við slátrun fjárins og flutn inga kjötsins hækkað, mest vegna launahæikkananna. Dreifingarkostn- aður í smásölu hefur einnig hækk að. Hér fer á eftir nýja verðið og það gamla til samanburðar: Súpukjöt: (framp. og síður) 137,20, kostaði 1. júni 116,30. Læri: 155,70, kostaði 1. júní '32 30. Kótelettur: 176,80, kostaði áður 150,40. Kartöflur: 23,10 tog, kostuðu 1. marz 20,00 (Miðað er við 5 kg. poka). Heil slátur: m/sviðnum haust: 127,00, kostuðu 1. marz 103,40. Skrifar bók Framhald af bls. 16. að komast í samband við þá hér á landi, seim eru áhuga- samir am grein mína. — Það er bráðnauðsynlegt fyrir mig að læra íslenzku til þess að starf mitt beri árang- ur, sagði Tomasson, — og ég get nú þegar lesið svolítið í málinu. En ég verið að segja, að það er erfiður lærdómnr. Ætlun mín er að ræða við um 100 fjölskyldur vegna rann- sókna minna, en ég býst ekki við að geta byrjað á því fyrr en í marz vegna málsins. f vet- ur ætla ég að taka þátt í ís- lenzkunámskeiði Háskólans fyr ir erlenda stúdenta. Fyrsta verk mitt eftir að til Reykjavíkur kom, var að Hesa allar ferðabækur erlendra manna, sem hingað hafa komið, um ísland, allt aftur til^ bókar Uno von Troil frá 1772. Á þeirn er raunar lítið að græða, en sumt af þessu er kostulegasta Hjartanlegar þakkir til allra sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og kveðjum á áttræðis afmælinu , 11. september s.l. Hlýjastar eru þó þakkir mínar til sam- ferðamannanna lífs og liðinna. Ríkey Gestsdóttir, Bollastöðum. Alúðar þakkir til vina og sveitunga fyrir vinsemd, gjafir og hlýhug á 70 ára afmælinu. Sérstaklega þakka ég, konu minni og fósturbörnum, þeirra stóra tillag og alla fyrirhöfn. Lifið heil. Björgvin Elísson. lesefni, því þessir erlendu höf- undar segja hinar mestu furðu- sögur af löndum ykkar. — Nú. þá er ég að lesi allar íslenzkar skáldsögur og leikrit, sem þýddar haaf verið á ensku, var að ljúka við Sölku Völku nú í morgun. Ef við víkjum að þurrum o-z klárum heimildum, þá byrjaði ég á því að kynna mér Hagskýrslur íslands og ritverkið Læknar á íslandi, nota ég einnig, en rit sem það gefa glöggar heimildir um ýmsar þjóðfélagsbreytingar. Áður fyrr voru fleiri íslenzkir læknar til dæmis komnir af fyrirfólki en nú, börn þeirra fæddust ekki fyrr en a.m.k. níu mánuðum eftir hjónvígslu, en á því er aliur gang ur nú á síðari árum o.s.frv., o.s. frv. Eitt er það atriði í íslenzku þjóð lífi, senri ég mun fylgjast sérlega vel með, nefnilega kosningarnar í vor. Margir hafa talið að fslending- ar væru á óvenju háu menningar stigi, lesi t.d. meira en aðrar þjóð ir. Ég héf áhuga á að kynna mér hvort sú er raunin. Við fyrstu at- hugun virðist mér unga fólkið ósköp líkt og ungt fólk annars staðar, svo sem á Norðurlöndum, einnig hvað bóklestur snertir. En ef til vill les fullorðið fólk hér meira en jafnaldrar þess af öðr- um þjóðernum. Þetta er skoðun mín við fyrstu athugun, en vissu- lega treysti ég henni ekki sem fullgildum sannleika. Þá hef ég einnig hug á að sannreyna hvort stéttaskipting sé hér eins sára- litil og haft er á orði. Ég er rétt aðeins byrjaður að vinna að bók, sem ég ætla að skrifa um niðurstöður starfs míns hér. Bók þessi verður svipuð að uppbyggingu og bók sem ég skrif- aði um rannsóknir mínar í Sví- þjóð, en þar dvaldi ég í tvo ár. Nefnist hún Prototype of Mödern' Society. — Ef þú villt heyra mitt álit, sagði Tomasson, — þá held ég raunar þið getið mest lært af Svíum allra Norðurlandaþjóðanna hvað hvers konar þjóðfélagslegar umbætur snertir. Þeir eru mjög vakandi í þeim efnum og skóla- málin t.d. með miklum ágætum. Sama er að segja um barnafræðsl una í Noregi og Finnlandi, en Danmörto er að mínu áliti eftir tímanum í skólamálum. Við þökkum Tomasson fyrir þetta lauslega spjall um starf hans hér og óskum honurn góðs árangurs. Fróðlegt verður að vita hvern dóm skólarnir okkar fá í væntanlegri bók um íslenzkt þjóð félag. Synir hans tveir ganga í íslenzka skóla en sá þriðji í banda rískan. Eiginkona Tomassons, Nancy, er Ijósmyndari og er að búa sig undir að taka meistarapróf í þeirri grein við háskólann í New Mexico. Hún hefur þegar tekið nokkur hundruð myndir hér á landi, svo þau hjón geta líklega í sameiningu gert góða úttekt á landsmönnum, þegar þau fara héð an í ágúst næsta sumar. Ölvaðir menn Alúðar þakkir fyrir vinarhug og samúS, er okkur var auðsýnd við andlát og útför Steins Guðmundssonar, frá Seli, ‘Hólmgarði 39. Jóhanna Jónsdóttlr, Erna Steinsdóttir Þórhallur Stelnsson, Sigríður Sigurðardóttir Jónlna S. Steinsdóttlr, Guðrún Steinsdóttir Guðjón Steinsson, Guðlaug Steinsdóttlr barnabörn og systkini hins látna. Framhald af bls. 1 á Akureyri tilkynnt um að ölvað- ur maður væri á jarðýtu fyrir ofan bæinn. Var hann þarna á ferð milli bæja utan vegar, en hafði áður verið að gera við ýt- una, og farið síðan á henni bæjar- leið. Aðfaranótt sunnudagsins varð umferðarslys í Glæsibrejar- hreppi fyrir innan Akureyri, er tvær bifreiðir rákust saman. Öku- maðurinn í öðrum bílnum var einn, og var hann grunaður um ölvun við akstur, en afturendi bíls hans klipptist frá aftan við aftursætið og er talinn gjörónýt- ur. Um klukkan ellefu á sunnu- dagsmorgun var ekið á kyrrstæðan bíl á Akureyri, og bíllinn sem ek- ið var síðan skilinn eftir. í dag kom svo. ökumaðurinn til lögregl- unnar, og viðurkenndi að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Þá valt bíll í Vaðlaheiði aðfara- nótt sunnudagsins og um ellefu á laugardag valt annar bill syðst á Dalvíkurveginum,. skammt frá yegamótunum við Norð'urlandsveg. Ökumenn og farþegar sem voru í Vaðlaheiðarbílnum sluppu allir ómeiddir, en bílarnir skemmdust. Tveir í Kópavogi. Um helgina voru tveir ökumenn teknir í Kópavogi, og grunaðir um ölvun við akstur, og þar er sama sagan og á fleiri stöðum, að ölv- un við akstur virðist vera a® auk- ast. íþróttir Framhald af bls. 13 tækni næmu auga fyrir samleik og gífurlegum dugnaði, sem bygg- ist á góðu úthaldi. Guðjón og Matthías eru báðir leiknir og virt- ust eiga auðvelt með að leika á bakverði Keflavíkur, þegar þeir reyndu það, en það var allt öf sjaldan. Varnarleikmennirnir eiga sérstakt hrós skilið — og þá ekki sízt markvörðurinn, Einar Guð- leifsson. Ég vil nota þetta tækifæri til að óska Skagamönnum og þjálfara þeirra, Ríkharði Jónssyni, til ham- ingju með íslandsmeistaratitilinn, um leið og ég harma það, að ís- lenzkum knattspyrnuáhugamönn- um skuli ekki gefast tækifæri til að sjá hina nýbökuðu íslandsmeist ara leika annan leikinn í Borga- keppni Evrópu hér heima. Þeir hefðu ekki þurft að óttast, að áhorfendapollarnir yrðu auðir, svo gott vörumerki. sem Akranes er í íslenzkri knattspyrnu. Keflavíkurliðið var greinilega ekki' • í éssJiuÁsínu í 'þessum leito. Sókn liðsins var ekki nógu beitt, því að enginn tengiliðanna virtist hafa kraft til að taka fullan þátt í sókn, þegar svo bar -undir, gagn- stætt því, sem Eyleifur gerö með Akranesi. Magnús Torfason var góður í leiknum, einkum í fyrri hálfleik. Jón Ólafur og Steinar voru virkastir í sókninni, en allt of oft réri Jón Ólafur einn á báti gegn sterkri vörn Akranes. Óli P. Ólsen dæmdi leikinn, sem fram fór í Keflavík að viðstödd- um 4^—5 þúsund manns, vel. — alf. — Iþróttir Framhald af bls. 12 aftur og skorar með þrumuskoti frá vítateig — skemmtilega unn- ið og vel gert mark. 44. mín 6:1. Helgi Númason sendir á Kristinn, sem er á markteig og hann skorar þriðja mark sitt í leiknum auð- veldlega. 59. mín. 7:1. Baldur Scheving leikur upp allan völl og sendir á Helga, sem renn ir fram hjá Samúel og í netið — þriðja mark Helga í leiknum. Þannig féllu mörkin í þessum leik, og má segja að fátt annað markvert hafi skcð í honum. Akur eyringar voru óvenju daufir eða réttara sagt slakir. Eini maðurinn sem eitthvað sýndi að viti, var annar bakvörðurinn, Aðalsteinn Sigurgeirsson, og þá bæði í vörn og sókn, en það var þó aðeins í síðari hálfleik. Framlínan var bitlaus. og langt er síðan að mað ur hefur séð Hermann Gunnars son í lakari hópnum — í lakara liðinu. Sigurbergur Sigsteinsson átti auðvelt með að taka hana úr um ferð, enda bar Hermann sig varla eftir knettinum. Framararnir áttu allir sem einn mjög góðan leik. Vörnin fór létt með Skúla, Kára & Co. Snorri var mjög góður á miðjunni, og framlínan öll með tölu frísk og skemmtileg og þá sérstaklega í fyrri hálfleik, er hún sýndi hvað í henni býr. Dómari í leiknum var Einar Hjartarson, og dæmdi hann nokk uð sæmilega auðveldan lei-k. íþróttir Framhald af bls. 12 þá sérstaklega „gullskallinn“, Haraldur Júlíussoi. sem þrívegis ska,'laði rétt yfir, og einu sinni í þverslá, en þar fyrir utan bjarg aði Magnús markvörður oft vel, bæði frá Haraldi og öðrum. KR-ingarnir áttu sárafá tæki- færi í síöari hálfleik. Það bezta átti Jón Sigurðsson, er hann skaut þtrumuskoti af 25—30 metra færi, sem Páll náði -að slá yfir á síðasta augnabliki. Eyjamenn voru betri aðilinn í síðari hálfleik. en tókst ekki að skora og leiknum lauk því með sigri KR, 2:0. Heldur voru heimamenn súrir yfir þessum úrslitum og ekki bætti það úr skák, að 5. flokkur tapaði fyrir Val í úrsditaleik í riðlinum rétt áðúr og urðu því þar með úr leik í þessum f.'okki', en plástur á sárið var jafntefli í 4. flokki við Val, sem færði ÍBV rétt til þátttöku í úrslitum þar. Dómari í leik KR og ÍBV var Valur Benediktsson og var hann heldur daufur í dómum sínum. íþróttlr Framhald af bls. 12 inni, tapaði fyrir Haukum á Mela- vellinum á sunnudag. Haukarnir með sína handknattleiksmenn voru frískir tii að byrja með og skoruðu í fyrri hálfleik þrjú mörk, þar af Jóhann Larsen tvö. Ármenningunum tókst ekki að minnka það bil á neinm hátt, og urðu þetta því lokatölur ,'eiksins. Bæði þessi iið hafa nú lokið sín- um leikjum í deildinni en önnur lið að undanskildu FH, eiga eftir einn leik. FH-ingar eiga eftir 3 leiki, þar af einn við Völsunga frá Húsa- vík, sem á laugardaginn sigruðu ÍBÍ 2:1 á heimavelli sínum. Með þeim sigri hafa Völsungar hlotið 5 stig eins og FH. Eitthvað af kærum hafa borizt á FH fyrir að nota of marga unga leikmenn en ekkert hefur heyrzt frá dómum í þeim kærum. Verði þær dæmdar FH í vil, má búast við hreinum úrslitaleik milð FH og Völsunga í Hafnarfirði, en FH- ingar geta þó bjargað sér me@ því að sigra í þeim tveimur leikj- um, sem þeir eiga eftir þar fyrir utan. Átök Framhald af bls. 9 ar, gróðurvernd og næringu. Skriffinnska hefur þó ekki dafnað eins vel innan samtak- anna og hjá Sameinuðu þjóð- unum. Aðildarríkin eru að tölu til fullur þriðjungur af aðild- arríkjum Sameinðu þjóðanna, en yfirstjórn þeirra er hlut- fallslega mun fámennari. Embættismenn samtakanna í Addis Ababa eru ekki nema um 60. Aðalstjórnin er að mun skjót virkari en stjórn Sameinuðu þjóðanna. Þá geta einstakir embættismenn eins og Dialle Tolli framkvæmdastjóri tekið sér verulegt vald cnilli funda ríkisleiðtoga eða ráðherra að- ildarríkjanna o« gera oft þeg- ar jafna þarf deilur milli Afríkuríkja. Þetta á að sjálf- sögðu ekki við, þegar deilurn' ar eru jafn erfiðar viðfangs og borgarastyrjöldin í Nigeríu til dæmis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.