Tíminn - 16.09.1970, Qupperneq 10

Tíminn - 16.09.1970, Qupperneq 10
10 TÍMINN WTOVTKDDAGCK T6. september 1970 Lmden Grierson: UNGFRÚ SMITH 30 fá nýja manneskju til að elda of- an í þá. Ekki hafði Anne heldur kvart- að- yfir allri þeirri aukavinnu, sem hlóðst á hana, þegar fimm manns komu til viðbótar. Það þýddi að hún hafði ekki eina ein- ustu frístund, allan daginn. Móð- ir hennar hjálpaði til við húsverk in og hugsaði um Joy, en í eld- húsinu varð Anne að- sjá um allt ein. Pat leit þangað yfir. Hann gerði sér grein fyrir, að hann yrði að biðja hana afsökunar á mörgu, sem hann hafði sagt við hana. Það var ekki auðvelt fyrir hann, að brjóta þannig odd af oflæti sínu. Hann vildi heldur framkvæma hlutina, en vera með málalengingar. Etoki hafði hann heldur reynslu sem aðdáandi, og þegar hún var nálæg. var hann alitaf eins og mállaus og langaði ekki til annars en halda henni í örmum sér. Hann vonaði, að þeg- ar hann tæki utan um hana næst, myndi hennar eigin ást hjálpa henni að skilja tilfinningar hans. Samt var hann sannfærður um, að það yrði efcki nóg, hún myndi vilja einhverja tryggingu fyrir, að hann væri ekki sár yfir, að hafa afhjúpað hana. — Nú, þarna eruð þér. Frú Smythe kom út á veröndina. — Joy var svo þreytt að ég háttaði hann og nú vill hún bjóða góða nótt. Pat andvarpaði og fylgdi henni inn að rúmi Joy, sem kallaði til hans: — Hvar hefurðu eiginlega ver- ið svona lengi — og hvar er Anne? — Hún er í eldhúsinu. Hann settist á rúmstokkinn og hugsaði um allt leirtauið, sem Anne þurfti að þvo upp. Honum fannst það ekki vera skylda henn ar. Hún ætti að vera hér í aðal- álmunni og ekki hafa annað að gera en vera húsmóðirin fyrir gesti sína. — Ég vil segja góða nótt við hana líka. — Hún má ekki vera að því. — Jú, þið eigið að segja góða nótt við mig saman. — Nú? Hann horfði lengi á hana og henni var ekki alveg sama. Þótt hann væri oft harður í horn að taka. hafði Joy alltaf þótt vænt um þennan frænda sinn og álitið hann einskonar ævintýraprins. Til að það væri alveg ósvikið, varð hann auðvitað að fá prinsessu, því þau áttu að gifta sig og lifa ham- ingjusöm til æviloka. í augu-m hennar var Anne þessi prinsessa, og hún hafði meira að segja sagt, að hún vildi giftast Pat frænda. Þetta virtist allt ætla að ganga vel, þangað til þetta ókunnuga fólk kom og allt snerist við. Það var þessi heimska stelpa, sem leið yfir, og Pat varð hræddur og svo var það ungi maðurinn, sem kyssti prinsessuna. Joy greip um hönd Pats. — Þykir þér vænt um ungfrú Hainsworth? — Nei, svaraði hann snögglega. — Gott, mér þykir það nefni- lega ekki heldur — og ekki mömm,u Anne. | — Heldur þú. að Anne þyki vænt um Roddie? — Það er nokkuð, sem þér kemur ekki við. Það dimmdi yfir svip hans. — Nei, það er rétt, viður- kenndi hún. — Viltu sækja Anne? — Við skulum ekki vera að tefja fyrir henni í kvöld, Joy. — Hún verður að koma. Hún segir alltaf góða nótt við mig. Pat leit á hana og stóð upp. Allt fullorðna fólkið gerði sitt bezta til að leiða huga hennar frá flóðinu, svo hún yrði ekki hrædd, því hún komst ekki til móður sinnar fyrst um sinn. Samt hafði Pat lúmskan grun um, að ung- frú James skemmti sér bara hér og væri ekki hið minnsta hrædd við ána. Anne stóð við eldhúsborðið með báðar hendur í sápuvatni, þegar Pat kom inn, og Roddie, sem auðsjáanlega var að leka nið- ur af þreytu. reyndi að hjálpa henni eftir mætti. — Ungfrú Smith. — Já, herra Kennedy? Anne gat ekki annað en bros- að að þessari formlegu kveðju. — Joy krefst þess, að fá að bjóða yður góða nótt, sagði Pat stíft. — Viljið þér koma yfir? — Sjálfsagt. Hún flýtti sér að þurrka sér um hendurnar, kastaði svunt- unni á stól og gekk út, án þess að líta á Roddie. Hún leit snögg- lega á Pat um leið og hún gekk framhjá honum í dyrhnum og bæði gerðu sér grein fyrir, hve hitt var þreytt. Hann hafði verið úti við stíflugerðina og sjálf hafði hún staðið á fótunum síðan í být- ið um morguninn. Það var ekk- ert grín að elda mat ofan í fjór- .tán i.ianns og þar að auki varð I hún að taka tillit •tíl, að ekki var hægt að fá neinar birgðir frá borg inni næstu tvær til þrjár vikurn- ar. — Hvernig er áin? spurði hún, meðan þau gengu yfir að aðal- álmunni. Hún vildi hafa sagt svo margt annað heldur, en féfck sig ekki til þess. því hún vissi, að Roddie stóð og horfði á eftir þeim. Hún hugsaði líka um eldhúsborðið, sem enn var hlaðið óhreinu leir- taui og að dagsverki hennar var ekki lokið. Garðurinn, eins og hann leit út þessa stundina, var heldur ekki beint ákjósanlegur staður fyrir afsökunarbeiðnir. — Hún nær næstum upp að brún stíflunnar. — Heldurðu að stíflan haldi? — Hún verður. Pat skaut hökunni fram, eins og það væri óhugsandi, að stífl- an færi að bresta, þegar búið var að leggja svo mikla vinnu í hana. Joy brosti, þegar þau komu inn saman og þau settust sitt hvoru megin á rúmið. —■ Þrjú andlit og einn koss, sagði Joy. — Hvað meinarðu með því? spurði Pat. — Það eru mamma og pabbi vön að gera, útskýrði hún. — Við kysstum alltaf hvert annað í einu, en nú eru þau ekki hérna. svo ég hef bara ykkur. — Allt í lagi þá, tautaði Pat. — Anne? — Já. Þau kysstu Joy og eitt augna- blik litu grá augu inn í brún. Anhe fann að blóðið herti á sér í æðum hennar, og hún lagði höndina á öxl hans til að styðja sig. — Fjandinn sjálfur, hvíslaði Pat og kyssti hana snögglega. Svo stóð hann upp og gekk út, án þess að líta á þær. — Fannst þér leiðinlegt, að hann skyldi segja þetta? spurði Joy. Augu Anne Ijómuðu. — Nei, svaraði hún og það var satt — en það þyrfti að kenna þér. . . — Ætlarðu nokkuð að gera það núna? — Ekki í kvöld. Ég geri það á morgun, ef þú verður ekki góð. Joy brosti ánægjulega yfir ár- angrinum af áætlanagerð sinni, og Anne slökkti ljósið og gekk hægt fram ganginn. Hún heyxði að móðir hennar og Jeen sátu og töluðu saman í stofunni, en hún fór ekki nin til þeirra. Áður en Pat kom inn í eld- húsið hafði Roddie verið að tala um að þetta væri uppbyggjandi starf, sem hún hefði valið sér. og Anne gat ekki annað en sam- þykkt það. Nú hafði hún kynnzt öllum hlutum á Gum Valley þann ig, að það hefði ekki verið mögu- legt á annan hátt. Hún var þakk- lát rigningunni, sem komið hafði í veg fyrir að Pat ryki burt í reiði sinni. Aldrei framar yrði hún jafn hamingjusöm annars staðar, en það var auðvitað iund- ir því komið, að henni tækist að halda Pat hérna. Til þess urðu þau að sættast, áður en vegirnir urðu færir aftur. Anne vildi ekiki trúa, að hatur hans á ungfrú Carrington-Smythe væri sterkara ást hans á Anne Smith, og hún brosti enn að því, sem hann hafði sagt, þegar hann kyssti hana fram Furuhúsgögn á framleiðsluverði Sel sóí'asett, sófaborð, horn skápa o.fl. — Komið og skoðið. Húsgagnavinnustofa Braga Eggertssonar, Dunhaga 18. Sími 15271 til klukkan 7. er miðvikudagur 16. sept. — Imbrudagar Tungl i hásuðri kl. 1.50. Árdegisháflæði í Rvík kl. 6.42. HEILSUGÆZLA Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir. Sjúkrabifreið ; Hafnarfirði. sím: 51336. fyrir Reykjavík og Kópavog sim’ 11100. Slysavarðstcfan 1 Borgarspít, inum er opin aUan sólarhringinn. Að eins mótt .a slasaðra Sinii 81212. Kópavogs-Apótek og Reflavíkur' Apótek eru opin virka daga fcl. 9—19 laugardaga kl. 9—14. beiga daga kl 13—15 Almenmír upplýsingar um Lækna þjónustu 1 borginni eru gefnai 1 símsvara uæknafélags Reyk.iavfk ur, slmi 18888. FæðingarheimilP ] Kópavogl. Hlíðarvegi /l0. snni 42644 Apótek Hafnarfjarðai er opiö alla virka daga frá lcl 9—7 á lauear dögum kl. 9—2 og a sunnuriögurr og öðrum helgidögum er opið fra fcl. 2—4. Tannlæfcnavafct er i Heilsvernd- arstöðinm (bar sem oi an var) og er opin laugardaga og sunnudaga kl 5—6 e. h. Sími 22411 Nætua'- og helgidagavarz'.a vik- una 12.—18. sept. er í Reykjavík- ur Apóteki og Borgar Apóteki- Nætui-vörslu ,’ækna í Keflavík 16. sept. annast Arnbjörn Ólafs- son. SIGLINGAR Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell er i Svendborg. Jökul- fell fór í gær frá Rvík tO vestur og norðurlandshafna. Dísarfell væntanlegt ti? Hornafjarðar í dag. Litlafell er á Akureyri. Helga- fell er á Akureyri, fer þaðan til Húsavíkur. Stapafell er í Rvik. Mæ.’ifell er í Ai-changel, fer það- an væntanlega 25. þ.m. til Hol- lands. Falcon Reefer er í Ólafs- vík, fer þaðan til Grundarfjarðar. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á Akureyri. Herjólfur fer til Vestmannaeyja og Horna- fjarðar kf. 21.00 í kvöld. Herðu- breið er i Rvík. Baldur fer á moirgun til Snæfellsncss- og Breiðaf j arðarhaf na. FLU GÁÆTL ANIR Flugfélag íslands h.f.: IVÍUliIandaflug. Gullfaxi fór til G.'asgow og Kaup- mannahafnar kl. 08:30 i morgun og er væntanlegur aftur til Kef!a vikur kl. 18:15 i kvöld. Gul.'faxi fer til Oslo og Kaup mannahafnar kl. 15:15 á morgun Fokker Friendship vé) félagsins fer til Vaga. Bergen og Kaup- mannahafnar kl. 12:0(( i dag. Innanlandsflug, í dag er áætlað að fljúga ti.' Akur- eyrar (3 ferðir) til Vestmanna- eyja (2 fenðir) til ísafjarðar, Sauð árkróks, Egilsstaða, Patreksfjarð- ar. A morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir) til Vest- mannaeyjá (2 ferðir) til Fagur- hó.'smýrar, Hornafjarðar, ísafjarð ar, Egilsstaða, Raufarhafnar og Þórshafnar. Loftleiðir h.f.: Snorri Þorfinnsson er væntanLeg- ur frá NY kl. 0730- Fer til- Luxem- borgar kl. 0815. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 1630. Fer til NY k.\ 1715. Þorfinnur karlsefni er væntanleg- ur frá NY kl. 0900- Fer til Luxem- borgar kl. 0945. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 1800. Fer til NY k.\ 1900. Guðríður Þorbjarnardóttir er vænt anleg frá NY kl. 1030. Fer til Luxemborgar kl. 1130. Er vænt- anleg til baka frá Luxemborg kl. 0215. Fer til NY kl. 0310. FÉLAGSLÍF Kvenfélag Bústaðasóknar. Fundur verður á fimmtudags- kvöld í Réttarholtsskóla kl. 8,30. Aríðandi má! á dagskrá. Stjórnin. Ferðafélagsferðir: Á föstudagskvöld kl. 20. Landmannalaugar — Jökulgil Á laugardag kl. 14 Haustlitaferð í Þórsmörk. Á sunnudag kl. 9,30. Gönguferð á Hengil. Ferðafé.'ag íslands, Óldugötu 3, Simar 11798 og 19533. Tónabær — Tónahær. Félagsstarit eidri borgara I dag verður „opið hús“ frá 130 — 5,30 e.h. eins og venjufega á mi'ðvikudögum. Á morgun verður farin skemmtiferð til Þingvalla, Selfoss og Hveragerðis. Lagt verð ut af stað frá Austurvelli kl. 1 e.h. Fargja'd kr. 175.00. Uppl. í síma 18800 frá kl. 10 — 12 f.h. ORÐSENDING Heyrnarhjálp: Þiónusti við heyrnarskert fólk hér a landi er mjög ábótavant Skil- yrði til úrbóta er sterkur félags- skapur þeirra, sem þurfa á þjón- ustunni að halda — Gerist þvl fé- lagar. Félag Heyrnarhjálp Ingólfsstræti 16, sími 15895- Minningarspjóld Háteigskirkju. eru afgreidd hjá: Frú Signði Kenónýsdóttur. Stigahlíð 49. s 82959. Frú Gróu Guðiónsdóttur liáaleitisbraui 47, s. 31339. í bókabúðinni Hlíðiar, Miklubraut 68 og j MLnnmgabúðinni Lauga- vegi 56. Minningarspjöld Barnaspítala- sjóðs Hringsins fást á eftirtöldum stöðum: Vesturbæjar-Apóteki Mel haga 22. Blóminu Eymiundssonar- kjaOara Austurstræti. Skartgripa- verzlun Jóhannesar. Norðfjörð Laugavegi 5. Hverfisgötu 49. Þor- steinsbú® Snorrabraut 61. Háafeitis Apóteki Háaleitisbraut 68. Garðs Apóteki, Sogavegi 108. Minninga- búðinni Laugavegi 56. Sýn ikeiiinslunlámskcið í mat- reiðslu grænmetis og fl. á vegum Nábtúrulækningafélags Reykja- víkur, verður haldið í Mýrarhúsa- skóla á Seltjarnarnesi dagana 21. og 22. sept. n.k. kl. 20, þátttöku- gjald er kr. 450,00. Áskriftarfistar liggja frammi í N.L.F. búðinni, Týsgötu 8, sími 10262. Stjórn N.F.L.R. Lárétt: 1) Spurðar 5) Vætt 7) Kemst 9) Klukkurnar 11) Ösp 13) Skcl 14) Veikt 16) Eins 17) Eldi- viðarframleiðsla 19) Kjörinna. Krossgáta Nr. 625 Lóðrétt: 1) Efni 2) Fersl 3) Húsbóndahofl 4) Þá m 2. 6) Brísta 8) Sóma 10 Angrar 12) Gælunafn 15 Tæki 18) Alg. skst. Ráðning í gátu nr. 624. Lárétt: 1 Öldurót 6) Op; 7) Dá 9) EE 10) Unglinj 11) Na lí) Na 13) Áta 15 Siðsamt. Lóðrétt: 1) Öldugans 2 Do 3) Upplits 4) Ra 5 Tregast 8) Ána 9) Enn 13 Áð 14) AA.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.