Tíminn - 20.09.1970, Side 1
JL
jQfhcii ffetm ■■cVfT i AjT
■MMBIMMJMMttBQBll SÍSfl tCSfiS
Heyþurrkunar-
hús Benedikts
brann í gær
Verður endurbyggt á sama
stað á næstunni
KJ—Reykjavík, laugardag.
f morgun kom upp eldur í þurrk
húsi Benedikts Gíslasonar frá Hof
teigi, sem nýverið var reist í Hvera
gerði, og brann það til kaldra kola
með öllum búnaði. Strax í morgun
var svo tekin ákvörðun um að end-
urbyggia húsið.
Þórður Snæbjörnsson fréttarit-
ari Tímans í Hveragerði sagði að
eldsins hefði orðið vart laust fyr-
ir kiukkan tíu í morgun, og brann
húsið til kaldra kola á skammri
stundu. Var nýbúið að setja blás
axann í heyþurrkhúsinu í gang,
er eldsins varð vart. Rafmagns-
laust var í Hveragerði og á fleiri
stöðum í Árnessýslu í nótt, og
geta menn sér þess tii, að eldur
tnn hafi kviknað vegna hita í
heyinu, sem í húsinu var, og síð-
an þegar blásarinn var settur í
gang, þá hafi eldurinn blossað upp.
Heyið sem var í húsinu, var frá
Ingólfshvoli í (Wfusi, en utan við
húsið voru tveir vagnar fullir af
heyi, sem þurrka átti í dag.
Þurrkhúsið var á aðalhverasvæð
inu í Hveragerði, og var um 3x3
metrar að flatarmáli, trégrind með
klæðningu. Var búið að þurrka
töluvert magn af heyi þarna und
anfarna daga, og ráðgert hafði ver
ið að halda þurrkuninni áfraim enn
um sinn.
í morgun eftir brunann var
svo tekin ákvörðun um að endur
byggja húsið á sama stað, og mun
Gísli Sigurbjörnsson forstjóri, sem
átti góðan hlut að byggingu fyrra
hússins, hafa tekið þá ákvörðun,
og fól hann verkið sama manni,
og byggði fyrra húsið, en það
hús var trygigt.
Myndin var tekin, er heyþurrkunarhúsiS í HveragerSI var komið aS falli, en þaS brann [ gær. Heyþurrkunar-
tilraunir hafa nú staðið yfir í þessu húsi í nokkrar vikur og gefizt vei. Strax verður hafizt handa um að end-
urbyggja tilraunahús til heyþurrkunar og verður það nokkru stærra en það, sem brann og einnig verða
gerðar á því nokkrar breytingar, sem til bóta eiga að teijast.
2ja ára
drengur
beið bana
VV—Kirkjubæjarklaustri,
Iaugardag.
í gær, senni part dags, gerðist
sá hörmulegi atburður að
Prestbakkakoti á Síðu, að tæp-
lega tveggja ára drengur varð
undir stórri vöruflutningabif-
reið, og lézt samstundis.
Vöruflutningabifreiðin var
að aka út vörum, og kom heim
að bænum Prestbakkakoti í
þeim erindum. Litli drengur-
inn mun hafa verið að leik
skammt þar frá sem bifreiðinni
var lagt, og fœrt sig að henni,
um það leyti, sem bifreiðinni
var snúið við. Varð hann þá
undir afturhjóli bifreiðarinnar,
án þess að nokkur sæi til, og
var komið að honurn látnum.
Drengurinci hét Þorbergur
Steinar, og ólst upp hjá afa
sínum og ömmu að Prestbakka
koti, hjónunum Þorbergi Jóns-
syni og Sigríði Jónsdóttur.
Framkvæmdanefnd byggingaáætlunar aftur í sviðsljósinu:
HORÐ DEILA UM MALUN
3. BREIDHOLTSÁFANGA
Lækkaði tilboð sitt um 4 milljónir,
þrátt fyrir árshækkanir á tilkostnaði!
Skoðanakönnuninni
í Reykjavík
lýkur í dag
Skoðanakönnun Framsóknar-
manna í Reykjavík heldur áfram
í dag, sunnudag. Kjörstaðurinn
að Hringbraut 30 opnaði kl. 10 og
er opinn til kl. 20, en þá lýkur
skoðanakönnuninni.
HVERNIG KOSNING
FER FRAM
Kosningin fer fram með þeim
hætti, að kjósandi fær afhentan
kjörseðil. Á honum eru, í staf-
rófsröð, nöfn 10 manna, sem boð-
ið hafa sig fram í skoðanakönn-
unina. Fyrir framan hvert nafn
er reitur. Kjósandinn skal setja
númer í reitina í samræmi við þá
röð, sem hann vill að frambjóð-
endur skipi á væntanlegum fram-
boðslista. Þannig skal setja tölu-
stafinn „1" í reitinn framan við
nafn þess manns, sem skipa skal
fyrsta sæti framboðslistans, tölu
stafinn „2“ í reitinn framan við
nafn þess sem skipa skal annað
sætið o.s.frv.
<'ramh3.1d 4 14. síðu.
EJ—Reykjavík, laugardag.
Nýtt dcilumál virðist í uppsigl-
ingu hjá Framkvæmdanefnd bygg
ingaráætlunar. Að þessu sinni er
það útboð um málun á þeim 180
íbúðum, sem eru í 3. áfanga.
Breiðholtsframkvæmdanna, sem
styr stendur um, en sá aðilinn
sem var með lægsta tilboðið í
uppliafl. litboði fékk ekki verkið
og hefur skotið málinu til ráð-
herra. Fullyrt er, að höfuðástæð
an fyrir því, að verkið var öðrum
veitt, sé að Meistarasamband bygg
ingarmanna liafi ritað framkvæmda
i nefndinni bréf og hótað þvi að öll
vinna iðnaðarmanna við Breiðholts
framkvæmdirnar yrðu stöðvaðar
ef aðilar sambandinu þóknanlegir
fengju ekki verkið.
Verk þetta var boðið út í ágúst
í fyrra. Einar Kristjánsson hafði
þá lægsta tilboðið, 5,2 milljónir
króna. Tvö önnur tilboð bárust.
Næstlægsta tilboðið var frá Verk
takafélagi málarameistara, 8,3
milljónir, en það hæsta frá Vil-
hjálmi Ingólfssyni og fleiri, 10,
7 milljónir. Af þessum aðilum er
Einar einn utan Málarameistara-
félagsins, en hann mun ekki hafa
fengið inngöngu í félagið.
Einar tjáði blaðinu í dag, að
þegar tilboðin hafi verið opnuð í
fyrra hafi framkvæmdanefnd
byggingaáætlana samþykkt á fundi
að taka upp samninga við sig um
verkið, og hafi allmangir fundir
verið haldnir. Hafi sér skilizt á
öllu, að hann fengi betta verk, og
nú fyrir skömmu hafi sér verið
tjáð að hann gæti farið að ráða
menn og athuga með kaup á
efni.
Hins vegar mun Meistarasam-
band byggingarmanna hafa haft af-
skipti af málinu. Mun það hafa
sent Framkvæmdanefndinni bréf,
bar sem hótað var stöðvun á allri
vinnu iðnáðarmanna við verk
nefndarinnar, ef Einar fengi þetta
verk.
Málið dróst á langinn, og loks
var ákveðið að bjóða það út aft-
ur. Var ástæðan sögð vera, að
miklar hækkanir hefðu orðið og
því eðlilegt að leita nýrra tilboða.
Aðrir telja hins vegar, að hótun
meistaranna hafi verið hin raun-
verulega orsök.
f morgun var kveðinn upp
dómur í máli Allan Grimmer
skipstjóra á Aberdeentogaranum
Ben Gulvain. Hlaut skipstjórinn
600 þúsund króna sekt, og afl' og
Einar sagði blaðinu, að hann
hefði haft samráð við Fram-
kvæmdanefndina um hið nýja til-
boð, og sú niðurstaða fengizt að
allar hækkanir við verkið næmu
2,5 milljónum króna. Hafi hann
hækkað tilboð sitt í samræmi við
það.
Þá koim hins vegar í Ijós, að
hinir aðilarnir höfðu lækkað til-
boð sín, en alls bárust sjö tilboð
að þessu sinni, frá 6,8 milljónum
upp í 7,9 milljónir.
Lægsta tilboð nú hafði Vilhjálm
ur Ingólfsson og fleiri, sem gátu
nú — efiir að verkið hafði hækk
að mjög verulega — lækkað til-
boð sitt frá í fyrra úr 10,7 milljón
um í 6,8 milljónir. Og meistara
félag málarameistara gat lækkað
sitt tilboð, þrátt fyrir hækkanir,
úr 8,3 milljónum í 7,9 milljónir.
Ákvað framkvæmdanefndin að
taka tilboði Vilhjálms.
veiðarfæri voru gerð upptæk.
Skipstjóri áfrýjaði dómnum til
Hæstaréttar. Eftir að hafa sett
tryggingu fyrir sektinni lét skip-
ið úi höfn á Eskifirði.
Einar taldi sig illa svikinn og
kærði málið til félagsmálaráð-
herra, Emils Jónssonar, og er mál
ið þar nú. Sagði Einar, að ef ekki
fengist leiðrétting þessara mála,
myndi höfðað skaðabótamál á hend
ur Framkvæmdanefnd bygginga-
áætlunar.
Vinnuslys
OÓ-Reykjavík, laugardag.
Vinnuslys varð í vörugeymslu
Eimskips við Skúlagötu í morgun.
Féll verkamaður niður um lúgu-
op í vörugeymslunni. Var hann
fluttur á Slysavarðstofuna. Ekki
var vitað hve alvarleg meiðsli
hans voru í morgum.
Dómsforseti var Gísli Einars-
son fulltrúi sýslumannsins á Eski
firði, en meðdómendur voru skip
stjórarnir Stoinn Jónsson og Vögg-
Ur Jónsson.
Fékk 600 þúsund í sekt