Tíminn - 23.09.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.09.1970, Blaðsíða 7
I 1 ' " I' !| t I f; _8S^Vmn>AGUR 23. sept. *97fl. TIMINN við komið, eiga konur og karl- ar að eiga þess kost að vinna % eða % starfs, óski þau þess. hafi slíkt starf sómu réttindi og skyldur sem fullt starf. Allir þeir foreldrar, sem þess óska, hafi möguleika á að hafa börn sín á dagvöggustof- um, dagheimilum eða leikskól- um. Háifsdagsvöggustofur verði einnig starfræktar. Gæzlufólk á þessum stofnun- um sé bæði karlkyns og kven- kyns. Séu slíkar stofnanir rekn- ar af opinberum aðilum og dreifðar sem víðast. Skipuiögð verði heimilisað stoð, þar sem hægt sé að fá fólk til þess að sitja yfir veik- um bömum vegna útivinnu foreldra. Sé hún rekin af op- inberum aðilum og starfsfólk sérmenntað. Foreldri í fastri stöðu geti fengið leyfi í alit að tvö ár frá störfum vegna ungra barna sinna. GreinargerS Vitað er og viðurkennt, hversu nauðsynlegt bað er fyr- ir andlega velferð manna, að þeir fái að stunda þau störf, sem þeir hafa áhuiga á og hæfi- leika til. Fram á síðustu ár hafa konur átt fárra kosta völ f þeirn efnum hér á landi, eins og annars gtaðar í heiminum. Segja má. að meginþorri kvenna hafi verið fæddur inn í eina og sömu stöðu. þ.e. hús- móðurstöðuna. Sambvæmt íslenzkum lögum hafa konur rétt til að stunda nær hvaða starf sem er (nema e.t.v. atvinnuflug) og að afla sér hverrar þeirr- ar menntunar, sem þær kjósa, dveg eing og karlmenn. I lög- um er líka ákvæði um launa- jafnrétti, þ.e. sömu laun fyrir sömu vinnu. Því mætti ætla, a@ konur hefðu ekki undan neinu að kvarta varðandi at- virmumöguleika. Reyndin er þvi miður önnur. Launajafnréttið er í mörg- um tilvikum nafnið tómt. Eink um er mismiunun mikil í verzl unar-, skrifstofu- og banka- störfum. Knnur eru að mest urn hluta í lægstu launaflokk- unum og hafa sáralitla mögu- leika á frama í starfi. Alsiða er einnig, að karlmaður fái hærri byrjunarlaun en kona, brátt fyrir sömu menntun beggja. Aðalástæður þessa eru tvær að dómi vinnuveitenda. í fyrsta lagi: Kona er óstöð- ugur vinnukraftur, hún kemur til með að hverfa frá störfum vegna barneigna, bess vegna er ti'lgangslaust að fela henni þýðinganmikil störf. í öðru lagi: Karlmaður er „Konur, nýtið mannréttmdin'. Síöan í vor hefur margt verið glensað um „Raoðsokkahreyfinguna' en fæstir vifa hver baráttumál hennar eru. „fyrirvinna" heimilisins, þess vegna þarf hann að fá hærra kaup en kona. Auðvitað eru þessi rök úr- elt og ekki byggð á neinum rannsóknum varðandi störf kvenna i atvinnulífinu, heldur á þeim aldagamla hugsunar- hætti, að kona sé ekki jafnoki karlmanns og þess vegna sé hún í rauninni annars flokks þjóðfélagsþegn og eigi þar af leiðandi að bera minna úr být um en karlmenn. Af þessu sést, að mjög er að kallandi að hrekja þessi svo- kölluðu rök vinnuveitenda, og það verður bezt gert með fræðslustarfsemi, rannsókn- um og raunhæfri starfsfræðslu í skólum. Rétt er að geta þess að lok- um, að vinnuveitendur eiga hér ekki alla sök. Konur sjálf- ar bera einnig ábyrgð á, hvern ig atvinnumálum þeirra er hátt að. Ennþá miða allt of marg- ar ungar stúlkur nám sitt við, að þær vinni aðeins um stund- arsakir. Hjúskaparlög, trygginga- og skattamál Lágmarksgiftingaraldur verði hinn sami hjá konum og körlum. Orðalag hjúskaparsáttmál ans verði breytt, þannig að hjónaefni þurfi ekki að játa fyrir presti eða yfirvaldi öðru en því, að þau viiji eigast. Allar konur verði titlaðar á sama hátt, hvort sem þær eru giftar eða ebki. Þó væri æski- legt að leggja niður alla titla bæði á konum og körlum (þ.e. herra, frú, fröken). Allar skrásetningarskyidar sameiginlegar eignir hjóna verði skráðar á nöfn þeirra beggja (t.d. þinglýsing á fast- eign). Æski annað hjóna að vinna eingöngu á heimilinu, á það rétt á að vera talið framfær- andi þess til jafns við mak- ann, sem vinnur utan heimil- is. Því fái sá aðili fulla dag peninga á sjúkrahúsi svo og slysa- og örorkubætur (þe.e eins og heimilisfeður fá nú). Ekklar fái bætur frá Trygg- ingastofnun ríkisins eins og ekkjur fá nú. Eins fái þeir sjálfkrafa eftirlaun úr lífeyris- sjóði, hafi konan greitt ið- gjöld í lífeyrissjóð. Öll skattalöggjöfin verði tek in til rækilegrar endurskoðun- ar, sérstaklega með tiiliti til þess, að hver einstaklingur verði skattlagður sér, hvort sem hann er giftur eða ógift- ur. Það forrn, sem nú er í gildi, að gift kona er í raun- inni ekki skattgreiðandi og það af tekjum hennar, sem greiddur er skattur af, telst sem viðbót við tekjur eigin- manns, teljum við óviðunandi. Því er það krafa samtakanna, að löggjafinn sjái svo um, að giftar konur, bæði þær sem vinna utan heimilis og þær sem vinna eingöngu á heimil- inu, verði taldar fuligildir skattþegnar með öllum réttind um og skyldum, sem því fylg- ir. Þetta er reyndar heimilt í núgildandi skattalögigjöf, en er í langflestum tiifellum óhag- kvæmt fyrir hjón. Eins og málum er háttað nú, eru 50% af tekjum giftrar konu ekki skattlagðar. í stað þess verður því að koma einhvers konar persónufrádráttur fyrir hjón, sem ekki er lægri en þessi frádráttur. Ýmislegt fleira varðandi endurskoðun skattalöggjafar- innar kemur að sjálfsögðu til greina, eins og t.d. breytingar á skattstigum o.fl. Ógiftir feður fái aukinn rétt yfir. börnum, sínum. ViS hjónaskilnað verði í hvert skipti metið hjá hvoru foreldranna börnin skuli vera og hafi báðir foreldrar jafnan rétt til að fá þau. í lögum urn réttindi og skyldur hjóna (frá 1923) seg- ir svo: Hjónum er skylt að hjálp- ast að því að framfæra fjöl- skylduna með fjárframlög- um, vinnu á heimilinu og á annan hátt, eftir getu þeirra og aðstæðum. Til framfærslu teljast útgjöld til heimilisþarfa og uppeidis barnanna, og einnig útgjöld tii sérþarfa hvors hjónanna. Ef útgjöld til sérþarfa ann- ars hjónanna nema meiru en því sjálfu er skylt að leggja fram til framfærslu fjölskyldunnar, skal hitt hjónanna greiða því pen- Frá fundinum á þriðjudagskvöld. Meðiimir hreyfingarinnar hafa ekki setiö auðum höndum í sumar. Einn starfshópur hefur kannað námsefni skói. anna með tilliti til misrétfis kynjanna. Annar hefur tekið saman hver ha nn teldi aðaláhugamál hreyfingarinnar. Sá þriðji hefur undirbúið skipu- lagningu hreyfingarinnar. Og ýmsir fólagar hafa kynnt sér eftir fremstu getu réttindabarátto kvenna i öðrum löndum. — Tímam.: Gunnar. ingaupphæð þá, sera með þarf, hæfilega í hvert skipti. Þetta ákvæði vífcur að því, að maðurinn verður að leggja fram peninga til kon- unnar, þar sem það er hann, sem að jafnaði vinnur fyrir kaupi, en hún leggur fram sinn skerf með vinnu innan veggja heimilisins. Af þessu sést, að vinna á heimili, þar með talin umönn- un og uppeldi barna, er ó- heyrilega iágt metin. Konan er, samkvæmt þessum löigum, ekki nema rétt rúmlega mat- vinnungur. Þetta er mjög ó- sanngjarnt, cins og ailir sjá. Oftast er það svo, að konan verður að leggja niður sína at- vinnu, þegar fjölgar í fjöl- skyldunni. >á verður hún að miklu leyti upp á náð og misk- unn eiiginmannsins komin fjár hagslega, hún hefur engar sjálfstæðar tekjur og eigin- manni hennar ber aðeins skylda til að sjá til þess, áð hún hvonki svelti né gangi klæðlaus. Þetta skerðir rétt- indi giftrar konu. Hún er heima vegna barnanna, en hún á ekki börnin ein, og þess vegna verður Iöggrjöfin að meta hennar uppeldisstarf að verðleikum. Fjölskyldan og heímilið Eitt meginmarkmið samtak- anna er, að allir einstaklingar, jafnt konur sem karlar, eigi þess kost a’ð velja sér starfs- grein og stunda hana, af því leiðir, að heimilisrekstur breyt ist nokkuð. Stefna verður að, því, að drengir jafnt sem stúlkur verði búnir undir rekstur heimilis og uppeldi barna sjá kaflann um menntun). Vinnan á heimilinu og umönn un barnanna ætti siðan að skiptast á rnilli heimilisföður og húsmóður, vinni bæ'ði utan heimilis. I þessu sambandi skal bent á, að leikföng og leikir barna eru tæki til þess að búa undir líf og störf fullorðinsár- anna, því þarf að uppræta bá hefð, að hvoru kyni um sig hæfi sérstök leikföng og leik- ir. Dremgir koma til með að eignast börn og heimili eins qg stúlkur og þurfa að búa sig undir það eins og þær, og stúlkur munu aka bilum er þær ná tilskyldum aldri, jafnt sem drengir. Stefna ber áð því að nýta betur þá möguleika, sem sam- býli býður upp á, t.d. með þvotta, malartilbúning, við- hald á fötum, barnagæzlu o.fl. Framhald á 14. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.