Tíminn - 23.09.1970, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.09.1970, Blaðsíða 13
tflÐVIKUDAGUR 23. sept. 1970. TÍMINN 13 EFTIR VIKU FÁ ÍSL. ÁHORFENDUR AÐ SJÁ Nú styttist ó3um aö þeim við bitrði, sem knattspyrnuunnend- m' hafa beðið eftir með hvað mestri óþreyju — komu Eng- landsmeistara Everton til ís- lands og síðari leik þeirra ' Evrópukeppninni gegn Kcflvík ingum. Ákveðið er að leikurinn fari fram mi'ðvikudaginn 30. september klukkan 5.30 (hálf sex), en það er nauðsynlegt til að birta haldist allan leik- inn. Miðasala á leikinn hefst t dag og fer frarn í tjaldi við Útvegsban'kann í Reykjavík og í Sportvík i Keflavík. Verði miðanna er stillt í hóf — 200 kr. í sútku, 150 kr. í stæði og 50 kr fyrir börn. Þess tná geta að stúkusæti á leikinn í Liver- pool kostaði eitt og hálft pund eða 315 kr íslenzkar. Til að auðvelda utanbæ.iarmönnum að sjá leikinr, býður Flugfélag ís- lands 20% afslátt á innan- landsflugi. Fverton-hópurinn, sem inni heldur 1* leikmenn o-g 20 fylgd armenn. kemur hingað í leigu- þotu daainn fyrir leik og lend- ir á Keflavíkurflugvelli klukk- an 13.45. Leikmennirnir munu lítið fá að skoða sig um, því þeir þurfa að fara snemma í háttinn á Hótel Sögu, þar sem hópurinn mun dveljast. Búizt er við að þeir taki létta æfingu,, annað hvort sama dag og þeir koma eða á leikdegi — en hóp urinn flýgur heim strax að leik loknuim. Upplifun fyrir ísl. áhorfendur Leikurinn í Goodison Park, Liverpool, mætti svo sannar- lega kalla „leik markvarð- anna“, þvi fyrir þá sem sáu leikinn verður markvarzla Þor- steins Ólafssonar ógleymanleg, enda kunnu áhorfendur vel að meta. í leikslok mynduðu leik- menn Everton heiðursröð og tóku í höndina á Þorsteini og félögum, meðan áhorfendur klöppuðu þeim lof í lófa. Mark vörður Everton, Gordon West, var eini leikmaður Everton. sem ekki fór i heiðursröðina — og láir honum það kannski enginn. Hanr. hefur verið sjálf kjörinn í aðallið Everton undan farin þrjú ár, talinn annar eða þriðji bezti markvörður Eng- lands — en í leik gegn áhuga-. mönnum frá íslandi fær hann á sig tvö klaufamörk og við það verður hann af þessu öllu, því í næsta leik valdi hinn ákveðni framkvæmdastjóri Everton, Harry Catterick, hann ekki í aðalliðið. Leikurinn hér heima ætti að geta orðið mikil upplifun fyrir áhorfendur, því ekki er það oft sem mönnum gefst tækifæri á að sjá félagslið. sem er full- skipað enskurn landsliðs- og unglingalandsliðsmönnum. þ.á m. Alan Ball, Keith Newton os Tommy Wright, en leik- menn eins og Gordon West og Brian Labone sitja á vara- mannabekk. Gaman verð-ur að fylgjast með viðureign Alan Balls og Þorsteins Ólafssonar. og vonandi eiga Keflvíkingar eftir að koma jafnmikið á óvart og beir gerðu með fyrri leik sínum í Liverpool. — kb. Band.shakc» inr fhe mgn Grxxíimn goal rmt S<-:« f'.vSxxXy.-.tSi**'. ' ’i'.■:■ «• íy.-SXX'X'- ; *&£&& &*> : *■ víS" •&■■■&£■. f.ftjt* «d S<S<fjí:' •. :■ : ■' '■■•' t :&*$**• <«•*'■:«-•*> * ,v. ■ 'bV .*■ '■■ :ý F' föfiSS' x<- :W -íSScWStW:: í». -$4 >\<(A 4 'y . m.............1....m I " «áii: tf&'ENr Hér að ofan getur að lita fyrirsagnir á íþróttasiðum ensku stórblaðanna daginn eftir leikinn. Þá hljóðuðu þær á annan veg, heldur en daginn fyr'r leikinn — og orð eins og „vonlausu" íslendingarnir breyttust i „hinir baráttuglöðu". Fyrirsagnirnir voru allt upp í sex dálka (flest íslenzku blöðin eru fimm dálka). Voru skrif blaðanna vinsamleg í alla staði og eitt blaðið sló því upp i fyrirsögn að „ís- lendingar aettu að sæma markvörðinn heiðursmerki". Mikið var rætt um markvörzlu Þorsteins Ólafssonar, enda aðalumræðuefnið eftir leikinn. wi—i nm———inpiiiiM'iiinniii'i in iiiíittiT n frniíiin f: i in i ii ii|ininiii|inii— m— nni—yimiinii m; m' Mest selda píputóbak íAmeríku,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.