Tíminn - 23.09.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.09.1970, Blaðsíða 9
r r' r ' ^DVIKUDAGUR 23. sept. 1970. • y r r r :r;v< ♦/.; / * rr; *, r »• »•»; -r,» r ' ' f> n *• ; t /r - TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason ©g Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnar. skrifstofur i Edduhúsinu, simar 18300—18306. Skrifstofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusimi 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði, innanlands — í lausasölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf. Viðræður stjórnarinnar við stéttasamtökin í viðræðum þeim, sem nú fara fram milli ríkisstjóm- arinnar ananrsvegar og stéttasamtakanna hinsvegar, hljóta stéttasamtökin að leggja áherzlu á, að hvergi verði hopað frá því grundvallaratriði kjarasamninganna í sumar, að greidd verði full verðlagsuppbót á laun. Laun- þegasamtökin gera þetta vegna þess, að reynslan er margbúin að sýna, að þetta er launafólki meiri trygging en nokkuð annað og jafnframt höfuðhvatning fyrir stjórnarvöldin um að halda dýrtíðinni í skefjum. Atvinnu- rekendasamtökin hljóta að gera þetta vegna þess, að sökum verðtryggingaákvæðisins tókst að semja til lengri tíma en oftast áður, en fyrir atvinnuvegina er mikil- vægt að samningstíminn sé sem lengstur og vinnufrið- ur þannig tryggður. Slíkt er hinsvegar útilokað, nema ákvæði um fulla verðtryggingu launa sé í samningunum. Sökum þess, að stéttasamtökin hljóta að standa sam- einuð um þetta höfuðatriði, getur stjórnarflokkunum naumast komið í hug að fara fram á, að verðtryggingin verði gerð ógild að meira eða minna leyti. Það væri rof á samningum, sem vafalítið myndi tafarlaust bjóða nýj- um vinnuófriði heim. Önnur viðbrögð verkalýðshreyf- ingarinnar væru óeðlileg. Þetta gilti ekki sízt, ef ríkis- stjórnin ætlaði að reyna að setja lög um þetta efni, eins og stundum hefur heyrzt. Lög, sem rjúfa samninga, eru ólög, og ólögum una menn ekki. Af þeim ástæðum, sem hér eru greindar, hljóta við- ræðendur að leggja til hliðar allar bollaleggingar um að ógilda að einhverju leyti ákvæði núverandi kaupsamn- inga um verðtryggingu launa. Viðræðurnar hljóta að snúast um eftirgreint fyrst og fremst: í fyrsta lagi ráðstafanir fil að haida dýrtiðinni > skefjum, t.d. með niðurfellingu söluskatts á helztu neyzluvörum, og auknum fjölskyldubótum. í öðru lagi ráðstafanir til að bæta rekstraraðstöðu atvinnuveganna með því að draga úr ýmsum kostn- aði. Þar kemur t.d. til greina að lækka vexti á fram- leiðsluvíxlum, aflétta ýmsum sköttum, sem óeðlilegt er að leggist einhliða á atvinnuvegina o.s.frv. Þá vni-ður að hvetja atvinnurekendur til að auka stjórn- un og hagræðingu í rekstrinum, til að gera rekstrar- og framkvæmdaáætlanir og fylgja þeim, o.s.frv. í þriðja lagi ráðstafanir til að auka hagræðingu í ríkisrekstrinum, t.d. með því að endurskoða og endurskipuleggja rekstur ríkisfyrirtækja og ríkis- stofnana, en þar getur efalítið margt staðið til bóta. Það er um þessar framangreindu þríþættu ráðstaf- anir, sem viðræður ríkisstjórnarinnar og stéttasam- takanna hljóta að snúast fyrst og fremst. Þær ættu að geta borið verulegan árangur, ef unnið verður af heilindum og ríkisstjórnin hefur vilja og getu til að hafa þá forustu, sem hér hvílir á herðum hennar. En því miður bendir reynsla síðustu mánaða ekki til þess. íhaldið tapaði í sænsku kosningunum varð það einna athyglisverðast að íhaldsflokkurinn, sem líkist helzt Sjálfstæðisflokknum hér, beið mikinn ósigur. Fyrir íslendinga er ástæða til að íhuga vel þá staðreynd, að á Norðurlöndum er íhalds- flokkurinn hvergi eins sterkur og hér. Þ.Þ. I. FLORENTEF, APN: Ný vatnalög í Sovétríkjunum miða að stóraukinni vatnsvernd Stórhert verður á ráðstöfunum til að hindra mengun. Frá 400 km. löngu uppistöðulóni við Viljusk-rafstöðina í Jakútíu. Við stiflurnar er lónið sjötíu metrar að dýpt. FRUMVARP að nýjum vatins lögum fyrir Sovétríkin og sam bandslýðveÁLin hefur nýlega verið prentað til þess að hægt verði að taka það til umræðu um land allt. Frá upphafi hefur hi® sov- ézka ríki sýnt því mikla um- hyggju, að náttúruauðæfi landsins yrðu hagnýtt á sem skynsamiegastan hátt. Hinn 14. maí 1919 ritaði V. I. Lenin fyr- ir hönd ríkisstjórnarinnar und ir fyrirskipun um „skrásetn- ingu borhola, sem gerðar eru í vatnsleit", en þar er bent á nauðsyn þess, að þegar í stað verði gripið tií ráðstafana til skynsamlegrar vatnsnotkunar og til þess að koma í veg fyrir mengun brunmvatns, en úr brunnum kemur bezta vatnið, sem íbúar landsins eiga kost á. Á þriðja áratugnum var sér- stök löggjöf varðandi vatn sett í ýmsum sambamdslýðveldum Sovétríkjanna. Og á síðast liðn um árum hefur sovézka ríkis- stjórnim sett ýmsar regiugerð- ir um vatn, svo sem hinn 22. apríl 1960: Um ráðstafanir til að koma á skipulegri nýtingu á vatnsbói'um í Sovétríkjumum og bættri vernd þeirra. Og enn er þörf á að endur- bæta vatnslöggjöf landsins. GRÍÐARMIKIÐ vatn er til í landinu: 800 þúsund ár og fljót hafa samanlagt vatns- rennsli í meðalári sem svarar rúmlega fjórum og háifum þúsund rúmkilómetrum, og tuttugu og tvö prósent þessa vatnsmagns er neðanjarðarvatn. En þrátt fyrir a.’lt þetta vatn er vatnsskortur í hinum þétt- býlustu héruðum landsins. Vatnsskorturinn stafar af því að hinu náttúrulega vatns- rennsli er mjög misskipt land- fræðilega, og falla um 80 pró- sent af því um efnahagslega litt þróuð héruð út í Kyrrahaf og norður í Ishaf. Önnur ástæða er sú, að um 60 pró- sent hins árlega vatnsrennslis fe.lur fram í stórflóðum (á steppunum er þetta hlutfall jafnvel hærra). I samræmi við ályktum mið- stjórnarfundar KFS í maí 1966 hafa áveitur verið byggðar á síðastliðnum fjórum árum tii þess að veita vatni á 408 þús. hektara lands á vegum ríkisins og 120 þúsund hektara á veg- um samyrkju- og ríkisbúa í Rússlandi einu. Með aukinni vatnsnotkun hef ur frárennsli eimnig aukizt. Og mikiL' hluti frárennslisvatns er ekki hreinsaður nægilega vel. Mengun vatnsbóla, sem hefur ekki aðeins breiðzt út um allan Evrópuhluta Rússlands, en einnig til Síberíu, Kyrrahafs- strandarinnar og Mið-A 'Iu, veldur mjög mikluð skaða. Þess vegna er brýn nauðsyn á skipu.'egri hagnýtingu vatns og betri verndun þess og þetta út- heimtir að sínu leyti róttækar umbætur á vatnslöggjöfinni. ÞAÐ ERU fastanefndir Æðsta ráðs Sovétríkjanna, sem hafa undirbúið fruravarpið að nýjum Vatnslögum fyrir Sovét- ríkin og sambandslýðveldin, sem nú hefur verið prentað og lagt fyrir þjóðina. Auk fuL’- trúa í fastanefndunum tóku fulltrúar viðkomandi ráðuneyta þátt í samningu frumvarpsins og einnig fulltrúar stjórn- deilda, rannsóknarstofnana, sérfræðingur í vatnsnotlkun og vemd vatnsbóla, ,'ögfræðingar, hagfræðingar, vatnsaflsfræðing ar og jarðfræðingar. Andstætt þeirri löggjöf, sem nú er í gildi og tekur einkum tii vatnsnota í landbúnaði, fjall ar þetta frumvarp um hvers konar vatnsnotkun í öllum greinum atvinnulífsins I formá'a að frumvarpinu er áherzla lögö á það, að vatn er ríkiseign og það er grundvöll- ur vatnsnotkunar og tryggir vfðfeðma möguleika á vísinda- legri og alhliða vatnsnotkun samkvæmt áætlun tu hagsbóta fyrir þjóðarbúskapinn i heild og tryggii fólki þanaig hinar heppilegustu forsendur fyrir störfum, fjölskyldulífi, hvíld og heilsuvernd. I FYRSTA hluta frumvarps- ins er bent á það, að allt vatn í Sovétríkjunum er ríkiseign. Þá er ábyrgðinni á reglugerð- um um vatnsnotkun skipt á mil-'i sovézkra miðstjórnar- valda og sambandslýðveldanna, settar eru fram grundvallar- reglur um ríkiseftirlit með vatnsnotkun og vernd vatns- bóla, skilgreindar eru reglur fyrir dreifimgu, gerð og upp- byggingu fyrirtækja, sem hafa áhrif á vatnsbó,' og vinnuaðferð ir við vatnsvirki og önnur störf á vatnasvæðum. í fyrri lögum er bannað að hefja starfrækslu á nokkrum fyrirtækjum, verk- smiðjum eða orkustöðvum fyrr en þær hefðu verið búnar tækj um til veradar gegn vatnsmeng un. Þetta bann er áfram í hinu nýja frumvarpi. I frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir því, að áveitukerfi verði ekki leyfð fyrr en ráðstafanir hafi verið gerðar til að koma í veg fyrir flóð, of mikla seltu og jarð- vegseyðingu. Bannað venður að setja upp vatnstökutæki ón fiskverndunarútbúnaðar og bannaðar stífluframkvæmdir, ef ekki er gert ráð fyrir sér- stökum flóðagáttum í þeim og bannað er að fyL’a uppistöðu- lón, fyrr en botn þeirra hefur verið undirbúinn hæfilega. I öiðrum hluta frumvarpsins eru settar fram reglur um vatnsnotkun. I frumvarpinu er kveðið á um forgangsrétí vatns nýtingar til drykkjar, krafizt er sérstaklega varfærinnar hag nýtingar drykkjarvatns neðan- jarðar og heilsubótarvatns, skorað er á alla vatnsnotendur að grípa til ráðstafana tif að því verði gersamlega hætt, að veita frárennslisvatni í vatns- ból. ÞESS SKAL getið. a® fram á síðustu tíma var veiting frá- Framhald á 14. siðu. mmtF

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.