Tíminn - 23.09.1970, Qupperneq 16
Miðvikudagur 23. septemb«r 1970
Rauðsokkar þinga - bls. ,6 óg.;f7
Akureyri
Fógetinn rannsakar
málið
OÓ—Reykjavík, þriðjudag.
Faraldur peningakeðjubréfa gekk
yfir á Akureyri fyrir helgina. Þar
var opnaður markaður fyrir varn-
inginn á föstud. og var ekki að
sökum að spyrja, múgur og marg
menni þyrptist að og var álíka
handagangur í öskjunni og í Stekk
við Hafnarfjörð á dögunum. Lög-
regian komst fljótlega í málið og
er það nú j rannsókn _hjá bæjar
fógeta. Ekki var pósturinn á Akur
eyri notaður til að dreifa bréfun
unum, það þótti of seinvirkt, held
ur var hlaupið með bréfin miili
húsa og svo var borgað og borgað
og tekið við peningum og sjálf-
sagt hafa einhverjir grætt fé á
tiltækinu eins og til er stofnað, en
fleiri tapað.
Á föstudag komu menn frá
Reykjavík til Akureyrar og fengu
aðsetur í nýbyggðu húsi, sem
ekki var flutt í og hófu sölu pen
ingakeðjubréfa. Árangurinn var
frábær, enda Akureyringar rösk
leikafólk. Brátt varð mikil ös af
bílum og fólki á þessum stað. Svo
mikill var áhuginn að fólk sem
bjó í næstu húsum við keðju-
bréfamarkaðinn kvartaði við lög
regluna undan átroðningi, því marg
ir fóru húsvillt og óðu inn í nær-
liggjandi hús til að kaupa keðju
bréf, og var lítill friður í ná-
grenni keðjubréfasölunnar, en
margir rötuðu líka rétta leið á
i'ötuna og bréf og peningar gengu
manna og kvenna á milli eins
hratt og hendur réðu.
Keðjubréfasalar hurfu á braut
á sunnudaginn og munu hafa gert
góða fjáröflunarferð til Akureyr
ar.
Eins og kunnugt er, hefur ekki
verið úr því skorið hvort þetta er
löglegt athæfi eða ekki. svo að
starfsemin var ekki stöðvuð. en
hins vegar munu nær allir mögu
leikar á Akureyri hafa verið full
nýttir á sunnudag. Málið er nú í
rannsókn hjá bæjarfógeta.
Framhaid á bls. 3
Féll út úr bíl
og beið bana
OÓ—Reykjavík, þriðjudag.
Fullorðinn maður beið bana í
Grindavík í gær, er hann féll út
úr kyrrstæðum vörubíl. Slysið var
um kl. 7 í gærkvöldi. Var verið að
aka sorphreinsunarmönnum heim
eftir vinnudaginn og var gamli
maðurinn meðal þeirra.
Var bíllinn stöðvaður við hús
eitt i Grindavík og fór ungur pilt
ur þar út úr bílnum, og fram hjá
manninum. En svo tókst til að
þeir féllu báðir út úr bílnum og
á götuna. Maðurinn féll á höfuð
ið en pilturinn slasaðist ekki. Var
maðurinn fluttur í lögreglubil á
sjúkrahúsið í Keflavík. En þegar
þangað var komið var hann lát-
inn.
Unnið við grunn hjónatbúðanna i gær.
(Tímamynd — Gunnar)
LOFTBELGURINN
TÝNDUR!
NTB—New York, þriðjudag.
Þrír ofurhugar, tveTr karlmenn
og ein kona, lögðu á sunnudaginn
af stað í loftbelg frá Long Island
og hugðust fljúga ýfir Atlantshaf-
ið. Loftbelgurinn er nú týndur
og bendir allt til þess, að hann
hafi fallið í sjóinn. Ekkert er vit-
að um afdrif fólksins. ■ j
f loftbelgnum voru Roy Ander-
son, 32 ára gamall og kona hans
Pamela Brown, sem er fræg sjón-
varpsstjarna og þriðji maðu^inn
var Malcolm Bright sém er 32 ára.
Síðast þegar fréttist af þeim, í
nótt, var belgurinn aðeins 160
metra fyrir ofan hafflötiun og
féll stöðagt.
Strandvaktin segir, að leitin sé
erfið, vegna þess, að engum beri
saman um, hvar belgurinn hafi
fallið í sjóinn. Þrjú skip og fjórar
Framhald á 14. síðu.
Framkvæmdir hafnar við 18 hjónaíbúðir á vesturlóð DAS-Hrafnistu:
ÞÆR KOSTA FULLFRÁ-
GENGNÁR UM 850 ÞUS.
EJ—Reykjavík, þriðjudag.
Framkvæmdir eru nú hafnar við
18 hjónaíbúðir, sem reisa á á vest
urlóð DAS-Hrafnistu, en jbúðirn
ar eiga að vera tilbúnar til notkun
ar haustið 1971. fbiiðir þessar eru
um 43 fermetrar að innanmáli og
munu kosta fullfrágengnar um 870
þúsund. Heildarkostnaður við íbítð
irnar 18 er áætlaður 15,7 milljón
ir króna.
í byrjun ágúst var auglýst eft
ir tilboðum í byggingu íbúðanna.
og voru þau opnuð 14. ágúst. Átta
tilboð bárust, og reyndist bað
lægsta (þó án jarðvinnu og vinnu
við neðstu plötu) vera 14,31
milljónir, en það hæsta 22.1 mill
jónir. Nýlega voru undirritaðir
bráðabirgðasamningar um verk
þetta við lægsbjóðanda, Einar
Konur á ísafirði ræða um heilbrigðismál:
Efna til fundar í kvöld um
læknamiðstöð á ísafirði
GS-ísafirði, EB-Rvík, þriðjud.
Konur í norðanverðum Vest
firðingafjórðungi efndu til um-
ræðufundar í ísafjarðarkaup-
stað á laugardaginn, fyrir til-
stuðlan Jóns Árnasonar, sjúkra
hússlæknis, um heilbrigðismál
í viðkomandi hluta fjórðungs-
ins, en þar er nú mikill lækna
skortur. Jón Árnason lætur af
störfum sem sjúkrahússlæknir
á ísafirði nú um mánaðamótin
og hefur ekki fengizt læknir
þangað vestur í hans stað. Ann-
að kvöld, miðvikudagskvöld,
efna konurnar aftur til fundar
í Alþýðuhúsinu á ísafirði, þar
sem rætt verður um læknamið-
stöð á ísafirði.
1 tilefmi af þessu sneri Tím-
in nsér í dag til Jes Einars-
Þorsteinssonar arkitekts, og
spurðist fyrir um elliheimilið
og þjónustudeild sjúkrahússins
á ísafirði, sem hann sér um
teikningar á, og áður hefur ver-
ið sagt frá í blaðinu. Jes Einar
sagði að teikningamar væru nú
tilbúnar til úrvinnslu og lík-
lega yrðu framkvæmdir hafnar
við byggingar þessar næsta surn
ar, en samþykkt hefur fcngizt
fyrir byggingunum frá land-
,'ækni, ráðuneyti og bæjarstjórn
ísafjarðar. Það er fjármagnið
sem nú vantar, en þó mun vera
fyrir hendi nægilegt fjármagn
til a'ð steypa upp elliheimiiið.
Elliheimilið verður 4300 rúm-
metrar og mun taka 40 dvalar-
gesti, en þjónustudeildin 3400
rúmmetrar. Þegar hún verður
tilbúin, verður gam.'a sjúkra
húsið, sem tekið var i notkun
1925, gert að leg’jsjúkrahúsi.
Þarf því að gera ailmiklar
breytingar á sjúkrahúsinu.
Munu þá verða rúm í því fyrir
60—70 sjúklinga, en nú eru
rúm fyrir 40, auk þess sem elli
heimilið mun taka á móti gam-
almennum, sem á sjúkrahúsinu
liggja, en það fó.'k hefur rétt
á þriðjungi sjúkrarýmis sjúkra
hússins.
Þá sagði Jes Einar, að bygg-
ing þjónustudeildarinnar og elli
heimilisins, sem tengd cru
gamla sjúkrahúsinu, þyrftu að
haldast í hendur þar sern bygg
ingarnar verða t.d. með sam-
eiginlegt eldhús og þvottahús.
í þjónustudeildinni verður
læknamiðstöð — verða 2—3
,'æknar með skurðstofur ’par,
slysavarðstofa verður þar og
fæðingardeild, og aðstaða til
ljóslækninga.
Agústsson byggingarmeistara,
ásamt undirverktökum, sem einnlg
tekur að sér að slá upp og steypa
undirstöður. Hins vegar hefur ver
ið samið við Loftorku h. f. wm
útgröft og sprengivinnu grunns og
klóaks, og um fyllingu og jöfnun
lóðar.
Heildarkostnaður, ásamt frá-
angi á lóð, er áætlaður 15,7 millj.
eða um 870 búsund á hverja íbúð.
Byggingartími er áætlaður 12—
13 mánuðir. þannig að reiknað er
með að taka íbúðirnar í notkun
haustið 1971. íbúðirnar verða um
þaið bií 43 ferm. að innanmáli,
stofa, svefnherbérgi. Jítið eldhús
með eldavél og kæliskáp, WC með
sturtubaði, ásamt lítilli geymslu i
íbúð og annarri geymslu í kjallara.
Á gólfum og stigum verða teppi.
Ennfremur dyrasími fyrir hverja
íbúð, reykvarnarkerfi, lögn fyrir
bæjarsíma, útvarps- og sjónvarps-
loftnet, gluggauppsetningar og
gluggatjöld auk loftljósa og ljósa
í bað, eldhús, ganga og á veggL
Fyrirhugað var að byggja 54
slíkar íbúðir, en aðeins 18 verða
byggðar í þessum áfanga, ein
tveggja hæða sambygging með 3
stigahúsum.
Teikningar, útboðs og verklýs-
ingu að byggingu þessari önnuðust
þeir Guðmndur Kr. Guðmundsson
arkitekt og Hörður Biörnsson
tæknifræðingur, en að hita og
hreinlætislögnum Verkfræðistofa
Guðm. og Kristjáns og að raf-
magnslögnum Jón Skúlason verk
fræðingur. Burðarþolsmælingar og
útreikningar voru unnir af Al-
menna byggingarfélaginu.
Nú bíða 64 h.ión eftir vist að
Framhald á 14. síðu.
Flugbrautin í Neskaupstað lengd um 130 metra
EB-Reykjavík, þriðjudag.
Nú er verið að lengja flugbraut
ina á Neskaupstað uni 130 metra.
Byrjað var á verkinu fyrir
skömmu, og reiknað með að því
verði lokið fyrrí liluta næsta mán
aðar. Efnið sem notað cr til upp-
fyllingar er tekið úr höfninni í
Neskaupstað og áleit Hörður Slef
ánsson, flugvallarstjóri þar. Iieita
efni mjög gott.
Flugbrautin hefur verið 10U0
metra á lengd, og hafa Fokker-
vélar Fí einkum ,'ent þar. Hefur
flugfraktin verið takmörkuð við
16250 kg., en verður eðlilega tak
tnörkuð við allniik'u meiri þyngd
eftir lenginguna.
Hörður sagði blaðinu, að byrj-
að hefði verið að ræða um þessar
framkvæmdir fyrir hálfu öðru ári,
og yrðu þær al.’mikil bót fyrir flug
samgöngur staðarins.
k