Tíminn - 01.10.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.10.1970, Blaðsíða 7
FIMMTUÐAGUR 1. október 1970 TÍMINN ? Hvaö er sannleikur? f Arbók landbúnaðarins, sem er nýkomin út, er margt athygl- isveit efni, og er Árbókin stórt rit og vandað að þessu sinni. Meðal efnis er stutt en glögg grein eftir Svein Tryggvason, framkvæmdastjóra Framleiðslu ráðs landbúnaðarins, og sér Tíminn ástæðu til þess að birta hana. Það hvílir mikil ábyrgð á herðum þeirra manna, er fjalla um beilbrigði einstaklinga og þjóða. Venjulegast eru þetta ,'ærðir menn, sem auk venju- legs skólanáms hafa aflað sér talsverðar reynslu við störf sín eða í lífinu. Þeir eru að vísu oft mjög sérhæfðir og nám þeirra og reynsla markast oft af sérfræði þeirra, án tillits til þess, sem önnur sérfræði telur nauðsyniegt. Þegar þesssir menn láta til sín heyra, hlustar öll þjóðin á þá, og alveg sér- staklega þegar þeir bera starfs- heiti, sem, hafið er upp yfir meðailmennskuna. Þeir geta því mótað líferni einstaklinga og heilla þjóða meir en nokkurn gnunar. Þjóðin lítur svo á, að þeir búi yfir allri þeirri vizku, sem til er á sviði heilsugæzlu, og heilbrigðs lif- ernis. Eftir ráðum þeirra fer fjöldinn, og hví skyldi því á annan veg farið? Þess vegna er ábyrgð þeirra mikil, því að svo getur vissulega farið, að ráð þeirra leiði einstaklinga og heilar þjóðir inn á villugötur, sem enda að lokum í óförum. Fólk, sem komið er yfir miðj an aldur, minnist sjáffsagt margra kenninga, sem áður fyrr voru taldar sannar og engum datt í hug að bera brigður á, Nú er hins vegar farið-áð bera a kenningum, sem „sérfræðingar'* bera fram, en brjóta algjörlega í bág við það, sem til skamms tíma voru talin algild sannindi. Þeir eru margir. sem muna enn hugtakið „undanrennu- andlit“. Ég skildi það svo, að það væri fólk sem þjáðist al næringarskorti, sem hægt hefði verið að bæta úr með betri og hoflari fæðu, þá helzt meiri mjólkurneyzlu og eða smjör- neyzlu. Eldri maður, sem ég mætti á förnum vegi nú fyrir skömmu, sagðist vera farinn að sjá þessi ,,undanrenmuandli“ nú aftur í ríkari mæli, en um skeið hefði verið. Það væri skinhor- að bláfölt fólk, sem neitaði sér um eðlilegt viðurværi, oftast af hégómagirnd, því ekki skorti það fé ti3 þess að veita sér eðli- legt viðurværi. Þá var ofckur sagt það hér áður, að blinda gæti orsakazt af því, að ákveðið efni skorti í fæðu þess fólks, sem ekki neytti smjörs. Nú vitum við, að þetta efni var A-bætiefni. Orsakir margira sjúkdónva, sem áður geisuðu hér svo mjög, voru og taldir vera skortur á heilnæmu fæði, þá fyrst og fremst mjólk. Nú er það hins vegar haft að kjörorði þeirra sérfróðu manna, sem eiga að hafa menntun og reynslu oð hafa gerzt leiðbein- endur þjóðarinnar í heilbrigðis málum, að mjólk og mjólkur- matur sé viðsjárverður viður- gerningar og sé megin orsök ýmissa þeirra sjúkdóma, sem aðgangharðastir eru á heilsu manna. Samkvæmt þeirra ráð- um eiga menn nú að neyta jurta feiti og undanrennu, ef þeir vilja verða langlífir í landinu. Við, sem stöndum álengdar og hlustum á þessar ráðlegging ar, spyrjum vitanlega margra spurninga í þessu sambandi, sem engin svör virðast koma við. Það er t.d. tafið full sannað, að í því gózenlandi, Bandarikj- unum, hafi tíðni hjai'tasjúk- dóma aukizt örar en í nokkru landi öðru. Okkur er einnig sagt, aJ hvergi í heiminum hafi smjörneyzla dregizt eins mikið saman og þar á undanförnum áiHim, en jafnframt hafi neyzla jurtaieiti heldur hvergi auk- izt jafn mikið. Nú er mörgum það ljóst, að jurtafeiti er ákaf- lega stór hópur efirA, og sam- ar tegundir jurtafeiti eru miklu haröari feiti, en t.d. smjörfeit- in. Þetta getur því ruglað r.ienn í ríminu. En samt sem áður er hér um sláandi mótsagnir að ræða við þær kenningar, sem nokkrir „sérfræðingar" íslenzk ir halda að þjóðinni Frá Sviþjóð berast þær frétt- ir, áð meirihluti fólks þar í landi, sem komið er yfir sjö- Framhald á bls, 14. ■\ INTERNATIONAL HARVESTER NYJAR OG BETRI TD-VÉLAR BÆTAST STÖÐUGT VIÐ DÝRARI VÉLAR Á GÓÐU VERÐI IH BELTAVÉLAR - TD - 6, 8, 9, 15, 20 og 25. Á myndinni hér að ofan sést ein sú minnsta — TD — 8 B — með „power-shift" og 65 hestafla mótor. TD — 8 B — beltivél — með tönn eða skóflubúnaði — sérlega hentug í gatnagerð — húsgrunna — lóðir og ræktunarvinnu. Verð með tönn, húsi og miðstöð um kr. 1.380 þúsund KLIPPIÐ ÚT OG S'ENDIÐ TIL VÉLADEI'LDARINNAR THj VÉLADEILDAR SÍS, Ármúla 3, Reykjavík Vinsamlega sendið til undirritaðs upplýsingar um verð og greiðslukjör á eftirtöldum vélam (merkið við): 0 Beltavél m/töm 0 Vélskóflu á beltum 0 Vélskóflu á gúmhjóium 0 Iðntraktorar með tækjum StærS • ••••< Nafn: ................ Heimilisfang: ...... '••••■ •-•«•••••• •■•••! • •••••#••»••••••*%•« Eigum nokkrar beltavélar og vélskóflur til afgreiðslu með stuttum fyrirvara »- VÉLADEILD - Ármúla 3 - Reykjavik - Sími 38900 Sveinn Tryggyason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.