Tíminn - 03.10.1970, Qupperneq 2
%
TIMINN
LAUGARDAGUR 3. október 1970
Stýrimanna-
skóladeild
á Neskaupstaö
boða til
almenns
fundar
Æmennur fundur verður hjá
Hjagsmunas amtöku m einstæðra
fbreldra mánudagskvöldið 5. októ
ber n. k. í Tjarnarbúð. Þar mun
Jódis Jónsdóttir, varaformaður
HJEiF. ræða um skólaheimili hér
og í Danmörku, en það skoðaði
líun slík heimili fyrir nokkru.
Formaður gireinir frá s-tarfi stjórn
arinnar í suimar og væntanle-gu
vetrarstarfi. Félagsmál verða
rædd almennt á fundinum og
skipað í ýmsar nefndir. er starfi
stjórn samtakanna til aðstoðar.
Nefna má, að unnið hefur verið
að spjaidskrárgerð í sumar og
verður því haldið áfra-m. Sömu-
leiðis er að hefjast söfnun styrkt
arfélaga og mikill áhugi er á að
auka enn félagatölu samtakanna.
Æskulýðsfylk-
ingarþing
25. þing Æskulýðsfyikingarinn-
ar, sambands ungra sósía’.ista ar
sett í gærkvöldi, föstud-ag, kl. 8
í Tjarnargötu 20 og stendur þing-
ið yfir helgina.
A dagskrá þingsins er m.a. ný
stefnuyfirlýsing samtakanna, svo
og veigamiklar skipulagsbreyting-
ar.
Frétbatilky-nning frá Æsku.ýðs-
fylkingunni.
MenntaskóÞnn á ísafirði verð-
ur settur í fyrsta sinn í Alþýðu-
húsinu á ísafirði, laugardaginn
3. október kl. 15, en hann tekur
til starfa föstudaginn 2. október.
Viðstaddir athöfnina verða
(þdngmenn kjördæmisins, sveita-
stjómarmenn, ýmsir forustumenn
skólamála í byggðarlaginu og aðr
ir forvígismenn baráttunnar fyr-
ir stofnun Menntaskóla á Vest-
fjörðum
Skóiinn mun fyrst um sinn starfa
í gamla Barnaskólahúsinu á ísa-
firði, eða þangað til hann flyzt
í eigin húsakynni. Þar hefur hann
til umráða fjórar kennslustofur í
vetur. Hefur í sumar verið unn-
ið a<5 nauðsynlegum breytingum á
húsnæðinu og er þeim framkvæmd
um að mestu lokið. Hafa skóia-
menn lo'kið upp einum rómi um
að kennsluhúsnæði þetta sé í
fyllsta máta aðlaðandi og hag-
kvæmt.
j Heimavist pilta verður í vetur í
: húsinu Hafnarstræti 20, en það
• húsnæði tekur skó'linn á leigu af
\ Ilótel M’ánakaffi á ísafirði. Eru
; þar vistarverur fyrir 15 nemend-
i ur, auk setustofu og íbúðar heima
vistarstjóra, sem ráðinn hefur ver
ið Pétur Þórðarson. kennari.
Stúlkur munu vera í heimavist
Húsmæðraskólans Óskar, ísafirði.
og mun Húsmæðarskólinn einnig
reka mötuneyti fyrir heimavistar-
búa alla sameiginlega. Forstöðu-
kona Húsmæðraskólans er Þor-
björg Bjarnadóttir frá Vigur.
Alls munu 35 nemendur stunda
nám í fyrsta bekk skólans þenn-
an fyrsta vetur og skiptast þeir í
tvær bekkjardeildir. Eru það 28
piltar og 7 stúlkur, allir af Vest-
fjörðum ,utan fjórir.
Eftirtaldir kennarar hafa verið
ráðnir að skólanum, auk skóla-
meistara: Finnur Torfi Hjörleifs-
son, kennir íslenzku, Ólafía Sveins
dóttir, BA. kennir dönsku (og
frönsku, ef nægilega margir nem
endur velja þá grein), Han-s W.
Haraldsson, BA, kennir þýzku,
Þorbergur Þorbergsson, cand.
polyt., kennir stærðfræði og Guð
mundur Jónsson kennir efna-
fræði. Kennslu í náttúruvísindum
eða samtímasögu hefst á miðönn,
og hefur henni enn ekki verið
ráðstafað. Vélritunarkennslu ann
ast Sigþrúður Gunnarsdóttir
bankaritari. Sumir kennarann;
starfa í vetur jafnframt við Gagi
fræðaskóla fsafjarðar.
Fyrstu tvo veturna verður nám;
efni með svipuðu sniði og í öðr
um Menntaskólum, þ. e. sameig
inlegur kjarni menntaskólanáms
Síðan er ráðgert að ta-ka upi
tvær meginlínur, þ. e. annars vej
Framhald á bls. 14.
NYJAR HELGAFELLSBÆKUR
EJ-Reykjavík, föstudag.
Nokkrar af haust- og jólabók-
um Helgafells eru þegar komnar
út, svo sem „Innansveitarkrónika“
eftir Halldór Laxness og „Vonin
blíð“ eftir William Heinesen, í
þýðingu Magnúsar Jockumssonar,
fyrrv. póstineistara og Elíasar
Mar. Þá er komin út þriðja út-
gáfan af fyrstu bók Stefáns Harð-
ar Grímssonar, „Svartálfadans“.
Af væntanlegum bókum síðar
í haust ber hæst ný bók eftir
Sigurð Nordal um Hallgrím Pét-
ursson og Passíusálmana. Þessi
bók hans hefur lengi verið í smíð
um, en Sigurður hefur nú nýlokið
vi"j hana.
Þá er væntanlegt smásagnasafn
eftir Guðberg Bergsson, og nýtt
skáldverk eftir Thor Vilhjálms-
son.
í haust kemur út sagnfræðirit
eftir Siglaug Brynleifsson og
fjallar bókin um Svarta daaða.
Er rakinn ferill þeirrar plágu inn
í Vesturlönd og til íslands árið
1402.
Einnig verður gefin út ný og
endurskoðuð útgáfa á öllum ver
um Stefáns frá Hvítadal. Kristj;
Karlsson, bókmenntafræðingr
annast útgáfuna og ritar ítarle
an formála um skáldið og vei
hr.ns.
1 október kemur síðan stórt
skíldverk eftir Guðmund L. Frið-
finnsson á Egilsá, og er þetta
áttunda skáldverk hans, róman-
tísk ástar- og hetjusaga.
Einnig kemur út fyrir jólin safn
bókmenntaþátta eftir Svein Skorra
Höskuldsson, og er hér um að
ræða þætti þá sem hann flutti
í útvarp fyrir nokkru.
Eins og áður segir er verk
Heinesens, Vonm blíð, þogar kom-
in út, en sem kunnugt er hlaut
færeyski rithöfundurinn verðlaun
Norðurlandaráðs fyrir þá bók.
Helgafell og Mál og menning
standa að útgáfu þessa verks. og
hefur bókin verið í þýðingu í
2—3 ár að sögn Ragnars Jónsson-
ar.
Innansveitarkrónikan er einnig
komin út, og væntanlegt er síðar
Framhald á bls. 14.
Stýrknannaskútlinn í Reykjevík
var settur j áttugasta sinn 1. októ
ber s.l. í hátíðasal Sójmannaskól-
ans. Nemendur þetta skólaar
verða væntanlega 267, ef allir
koma. sem sótt hafa um skóla-
vdst. Eru þetta fleiri nemendur
en nokkru sinni hafa verið i skól-
anttm. Kennarar verða alls 20.
Á vegum skólans verður hald-
in fyrsta bekkjardeild fiski-
manna með 10 nemendum í Nes-
kaupstað. f ráði var að hafa einn-
ig sams konar deild á ísafirði,
en þáttaka reynddst ekki nægjan-
leg.
Einstæðir
foreldrar
skólanum á isafiröi í vetur
MIKIL FAGNAÐARLÆTI
Skólastjóri gat þess í setning-
■raœðu sinni, að aukin aðsókn s.l.
baust og núna yili miklum erfið-
leikum vegna rúmleysis og slæmr-
ar kennsluaðstöðu, sem enn hefði
ekki fengizt ráðin bót á. Einkum
er alM tækjakennslu þröngur
stakkur skorinn, svo að hin nýju
kennsAutæki, sem skólinn hefur
eignazt á seinni ánim, koma elkki
að fnRum notum við kennsluaia.
Auk þess er ekkert pláss fyrir þau
tæki, sem skólinn þarf að eignast
f íramtíðinni og hefur þegar nokk
ort fé til kaupa á. Nauðsyniegt
er að bæta við tækjakost skólans,
ef fylgjast á með beirri þróun.
sem orðið hefur við sams konar
steöla erlendis og við eigum að
geta veitt okkar nnmendum hlið-
stæða menntun og þeir skólar
veista.
Það er ekki oft, að íslenzkir
leikhúsgestir rísi úr sætum sín-
um að lokinni sýningu og hrópi
Húrra, húrra, bravó, bravó. En
þetta gerðist eftir sýningu Skot-
anna á Albert Herring s.l. fimm-
tudagskvöld og er það mijög sjald
gæft að slikt gerist hér. Fagnað-
arlæti voru svo mikil að húsið
ætla'ði að rifna af lófaklappi og
hrópum ánægðra Jeikrúsgesta.
Þjóðleikhúsið var þétt setið og
mikil gleði ríkti hjá leikhúsgest-
um. Að sýningu lokinni þakkaði
þjóðleikhússtjóri gestun '.m fyrir
komuna, en óperustjórinn Peter
Hemmings þakkaði fyrir hönd
Skotanna og mælti á íslenzku.
Eins og fyrr segir verða sýning-
ar aðeins fjórar og verður síðasta
sýningin á sunnudag kl. 15.
Myndin var tekin að lokinni
sýningu á fimmtudagskvö:d.
35 nemendur veröa í mennta-
Nefnd til að
undirbúa við-
urkenningu
fslands á D.D.R.
Hinn 1. október s.i. var hald-
inn undirbúningsstofnfundur nefnd.
ar, sem hefur það markmið að
vinna að viðuirkenningu Islands á
Þýzka Alþýðulýðveldinu. Formað-
ur hennar er til bráðairgða Sig-
urvin Einarsson aiþingismaður.
Tilgangur nefndarinnar er sá
að vinna að eðlilegurn samskipt-
um íslands og D.D.R. í því skyni
mun nefndin safna vitneskju um
vandamál þýzku ríkjanna og gera
tillögur um ráðstafanir, sem stuðl
að geta að eðlilegum samskiptum
fslands og D.D.R. Lokatakmarkið
er full formleg viðurkenning á
D.D.R.
Meðal verkefna, sem nefndin
ætlar sér að vinna að eru þessi:
Aukin menningarsamvinna milili
fslands og D.D.R.
Komið verði á fót opinbeirum
verzlunarskrifstofum.
Komið verði upp ræðismanns-
skrifstofum.
ísland og D.D.R. geri viðskipta-
samninga sín á milli.
Stuðlað verði að aukinni sam-
vinnu fé'lagasamtaka á fslandi og
í D.D.R.
Aukin verði gagnkvæm kynni
menntamanna, listamanna, stjórn-
málamanna o. s. frv.
Ríkin skiptist á þingmanna-
sendinefndum.
íþróttasamskipti varði aukin.
Tekin verði upp samvinna um
tækniþekkingu milli íslands ag
D.D.R.
Þannig yerði í áföngum stefnt
að því, að ísland viðurkenni D.D.R.
að fullu samkvæmt ákvæðum al-
þjóðaréttar.
Framhaldsstofnfundur nefndar-
innar verður haldinn á næstunni.
Prestskosning
í Grensáspresta-
kalli á morgun
A morgun, sunnudaginn 4. októ
ber, fer fram prestskosning í
Grensásprestakalli í Reykjavik.
Einn umsækjandi er um presta-
kallið, séra Jónas Gíslason, sem
á undanförnum árum hefur gegnt
prestsstörfum fyrir íslenzku kirkj
una í Kaupmannahöfn.
Kosning feir fram í nýbyggingu
Grensássafnaðar við Háaleitis-
braut og verður kjörstaður opinn
frá kiukkan 10.00 til 19.00. Varð-
andi mörk Grensássóknar vísast
til auglýsinga í dágblöðum hinn
29. og 30. september.
Bygging safnaðairheimilis Grens
ássóknar er nú í fokheldu ástandi.
Þótt byggingin sé ekki lengra á
veg komin, lagði sóknarnefnd safn
aðarins til, að kosning færi fram
í henni til þess að gefa sóknar-
börnum kost á að kynna sér by.gg
ingaframkvæmdir um leið og þau
greiða atkvæði.
Fjárskortur hefur komið í veg
fyrir, að æskilegur hraði væri á
byggingaframkvæir.-dum. Til þess
að afla nokkurs fjár til frekari
framkvæmda gengst sóknarnefnd-
in fyrir merkjasölu í dag, laug-
arda-g frá kl. 14.00 til 18.00. inn-
an sóknarinnar og rennur ágóðí
af henni til byggingasjóðs safn-
aðarheimilisins.
Sóknarnefndin mælist eindreg-
ið til þess, að þátttaka í prests-
kosningunni á morgun verði sem
almennust og væntir þess, að
sóknarbörnin leggi góðu máli lið.
með því að kaupa merki tiil ágóða
fyrir byggingasjóð safnaðarhelm-
ilisins.