Tíminn - 03.10.1970, Qupperneq 7

Tíminn - 03.10.1970, Qupperneq 7
fcAUGARDAGUR 3. október 1970 TÍMINN Heggur sá er hlífa ekki ráðherrar verkalýðsfélag- í nýkomnu dagblaði hingað, eða nánar sagt í Tímanum frá 10. sept. stendur eftirfarandi frétta fyrirsögn: Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna mótmælir hækkunum landbúnaðarvara. „Svo mörg eru þau orð“ en í fljótu bragði vinðist mér næsta ótrúlegt, að þessi mótmæli komi frá sömu mönnuir- sem fyrir fáum mánuðum, átto langvinnu og harðsnúnu verk- faili, vegna launahækkunar og ýmissa annarra kjarabóta. Ég er ekki a@ halda því fram, að þð hafi verið nein ofrausn, sem þeir komust að, en þar sem engar ráðstafamir voru gerða af há'lfu stjórmarvaldanna, vegna þeirrar hækkunar sem þeir fengu, má geta nærri að hún Maut að koma út í verðlagið bæði á innlendum og erlendum neyzl'uvörum. Þar sem líka bæði heildsölum og smásöJum var þegar í stað, leyfð meiri áiagnimg á allar neyzluvörur. Það hefir aldrei verið talið stórmannlegt, að ráSast á garð- inn þar sem hann væri ,’ægstur, en svo hefir þó verið gert í þetta sinn, því að alþjóð veit að og hefir lengi vitað, að kjör bænda eru þau lægstu í iand- inu, og m.a.s. langt fyrir neðan lægstu verkamannalaran, og er þá langt jafnað. Þessu dugir ekki að mótmæla. Verkafólk og iaunamenn, gengu frá sammingaborðinu í sumar með 15% kauphækkun, og þess utam sem skiljanlega var þó miklu meira viriði, lof- orð ram fulia dýrtíðaruppbót á launin. Mér er sagt að hækkun lamdbúmaðarvara mrani vera 20%. Væri nú svo vel að ,'aun bóndans hækkuðu sem þessu svarar, þá væri kannski nokk- ur ástæða til mótmæla, en hver heilvita maður getur séð að svo er ekki, því rekstrarkostn- aður búanna hin síðari ár, hef- ir hækkað með risaskrefum, og þessi hækkun landbúnaðarvara nægir ekki nærri því tii að bæta það upp, hvað þá heldur að hún bæti lífskjör bóndans nokkuð að öðru leyti. Margir kaupstaðabúar virð- ast haidnir þeirri villu, að það sé svo ódýrt að lifa í sveitinni, og þessvegna séu iaun bóndans, þó iág séu að krónutali, miklu meira virði, því a® þeir fái allar landbúnaðarafurðir fyrir ekki neitt. Já og húsnæði lika. En þetta er nú stórkostlegur misskilningur, því að allar land búnigðarafrarðiir sem motaðar eru á búunuim, eru reiknaðar bóndanum til tekna á skatta- skýrslum, með sama verði og þær seljast í verziunum, bónd- inn borgar því í raun og veru af tekjum sínum, sama verð og launafólk. Hvað viðkemur hús- næði bómdans, að þa@ sé ódýr- ara, þá stafar það einungis af því að eftirspurn eftir húsnæði er engin, en ekki af því að hús í sveit séu ódýrari yfirleitt en hús í kaupstöðum, enda veit ég ekki. hvernig það ætti að vera, þar sem bæði flutningskostnað- ur á byggingarefni og fæ@i smiða, leggst á byggingarnar, framyfir það sem er í kaup- stöðum. En lúxusbyggingar með öllum mögulegum þægind- um, þekkjast tæpiega til sveita á íslandi. í áðurnefndri frétt er það harðlega vítt, að hafin skyldi sumarslátrun dilka löngu fyrr en kjötiaust var i landinu, og það kjöt selt með uppskrúfuðu venði. Ég tel þetta fullkomlega réttmætar vítrar. En munu bændur hafa verið hér að verki, eða með í ráðum. Ég hygg ekki. Ætli það séu ekki dreifendur vörunnar sem sök- ina bera með réttu? Mér liggur við að segja, þessar afætur, sem aldrei telja sig fá nóg í sinn hiut. í sjónvarpinu í fyrravetur, voru sýndar mórauðar iambs- gærur sútaðar og snyrtar til, sagt var a@ þær væru seldar á 800 kr. En hvað fékk svo bónd- inn í sinn hlut? 150—180 krón- ur. Ullarlopi var seldur í verzl- unum í fyrra á 250—300 kr. en ullarverð til bænda á óþveg- inni ull var 20—25 kr. kg. Ann- að er svo eftir þessu af land- búnaðaraf'urðum sem unnar eru í landinu. Það er áreiðanlega enginn búhnykkur fyrir verka- lýðinn þó landbúnaður legðist alveg í rúst í þessu landi, eins og allar líkur benda þó til, jafnvel þótt þeir fengju svína- kjöt ffutt inn frá Danmörku, lambakjöt frá Nýja Sjálandi eða Ástralíu, og mjólk frá Holllandi. Það myndi sýna sig, einkum ef „viðreisnin heldur áfram, að hún hefði einhver ráð til að géra þá vöru sízt ódýrari. en þótt hún væri framleidd í landinu, eins og verið hefir. Ég minntist á hér að fratn- an, að refcstrarvörur landbún- aðarins hefðu hækkað mjög í verði, og skal nú nefna nokk- rar dæmi: Seinasta árið sem vinstri stjórnin sæla sat við völd, fceypti nágranni minn súg blásara og vél til að snúa hon- um, tovort tveggja hjá Lands- smiðjunni. Blásarinn kostaði kr. 12.500,00 en vélin kr. 22.000,00: Samtals kr. 34.500,00. í sumar keypti svo annar bóndi hér samskonar tæki frá sama stað. Blásarinn kostaði kr. 44.000,00 en vélin kr. 95.000,00. Þó er verð allra varahluta í landbúnaðarvélar ennþá óhag- stæðara. Reikningsfróðir menn í stjórn verkalýðsfélaganna ætt-ra að taka sig til og rei'kna hvað í raun og veru kostar að framleiða landbúnaðarvör- ur, og iþó þeir ekki notuðu nema lægsta taxta Dagsbrún- ar, myndu þeir sanna að þær yrðu talsvert dýrari en þær eru. „Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna mótmælir hækkranram landbúnaðarvara". — Þannig hljóðar textinn. En toversvegna ekki: Fulltrúaráð verkalýðsfé- laganna mótmælir toækkun lífs- nauðsynja. Eða eru það bara landbúnaðarvörur sem toækkað hafa svo gjfrarlega í verði, að ástæða sé til að mótmæla hækk un á þeim eingöngu? Ég held ekki, og má nefna samanburð á verði 1. nóv. 1968 til jafn- lengdar 1969, sem birtist í dag blaði í byrjran þessa árs. Þar segir: Nýmjólk hefrar hækkað á árinu um 233%. Smjör um 237%, súpukjöt 307%, ýsa, ný hefur hækkað ram 471%, salt- fiskur 444%. Takið eftir, þetta eru nú allt matvæli sem íands menn framleiða sjálfir, og þetta er aSalfæði almennings til sjávar og sveita. Því hefur verkalýðsforustan ekki farið á stúfana, og mótmælt hækkran á ýsu og öðrum fisktegund- um? Um verðlag á útlendum neyzluvörum er nokkuð annað að segja. því að við ráðum því lítið sjálfir. nema hvað snertir þjónrastra innaniands, sem ég f-ullyrði að mætti vera talsvert ódýrari og þó jafngóð. En gætu anna í ríkisstjórn nokkuð létt það. Þeim var þó nokkurn veg- inn í lófa lagið að samþykkja frramvarp Framsóknarmanna um niðurfellingu söluskatts á ýmsum nauðsynlegustu neyzlu- vörum, svo sem kornvörum, olíu til húsahitunar o.fl. En þeir létu það bara vera, bless- aðir, en hjálpuðu til að hækka söluskattinn. Þvj segi ég hað, menn hafa stundum ástæðu til að biðja guð að forða sér frá vinum sínum. Mér dettur ekki í hug að mótmæla því, að verð á mjólk og mjólikurvörum svo og kjöti, er hátt til neytenda, en það er ekki hærra hlutfallslega en aðrar matvörutegundir og hreinasti óvarfi að krefjast lækkunar á þeim vörutegund- um fremur en öðrum, sem um er kvartað. Frá 1. nóv. 1968 til jafnlengdar 1969 höfðu hækkanir á eftirtöldum mat- vörutegundum verið þessar: Kaffi hafði hækkað um 276%, molasykur um 240%, strásykur um 250%, hveiti uni 580%, haframjöl um 819%, hrísgrjón um 665% og rúgbrauð ram 300%. Hvers vegna hafa ekki for- menn verkalýðsfélaganna mót- mælt þessram hækkunum, svo og hinni óskaplegu hækkun á neyzlufiski? Er garðurinn of hár þar, til að ráðast á hann? Þar sem heildsalar, kaupmenn og útgerðarmenn eru annars vegar? Spyr sá er ekki veit. Mætti ekki byrja á því að gera þá kröfu til ríkisstjórnarinn- ar, að hún aflétti þegár í' stað öllum tollurn og söluskatti af brýnustu lífsnauðsynjum, haéði landbúnaðarvörum og fiski- fangi, sem neytt er í landinu. Það er margt í þjóðarbúskap okkar íslendinga, sem þarf að laga, og vil ég aðeins nefna eitt dæmi: Hvaða vit er t.d. í því, að flytja mestalla út- lendar neyzluvörur landsmanna á eina höfn í landinu, sem er þó eyland eins og aliir vita, með mörgum höfnum, og flytja hana síðan með vörubifreiðum út um land, með margföldram kostnaðarauka, sem allur kem- ur fram í verðlaginu. Það sýn ist einkennileg hagfræði að flytja vörur með bifreiðum frá Reykjavík til Húsavíkur eða ísafjarðar og borga 5—6 kr. á hvert kíló, eða kannski meira. En þetta er bara plús fyrir ríkissjóðinn, því vitan- lega er söluskattur lagðrar ó þessa þjónrastu sem aðra. En skyldi allt ber það að sama brunni. Tollur á vöruna. skattur á flutning til landsins, skattur á uppskipun, skattur á geymslu, skattur á flutninga út um land- iS og svo að síðustra skattur á söluna þegar búið er að hnoða þessu öllu á hana. Það væri verðugt verkefni fyrir verkalýðsforustuna, að fá þessu kippt í lag, og afnuminn allan sölus'katt af lífsnaraðsynjum al- mennings. Miklu verðugra era að ala á úlfúð og fjandskap milli hinna vinnandi stétta í Jandinu. G.E. FRYSTIKISTUR IGINS-djúpfrystirinn gerir yður kleif hagkvaamari matar- innkaup og sparar yður snúninga vegna matarkaupa. Tvöfaldur þéttilisti i loki — hlífðarkantar á hornum — Ijós í loki — faeranlegur á hjólum — Ijósaborð með rofa fyrir djúpfrystingu, kuldastilli og 3 leiðbeiníngar- Ijósum, „gult djúpfrysting" — „grænt venjuleg frysting" — „rautt of lág frysting". — Stærðir Staðgr.verð Afborg.verð 145 Itr. kr. 16.138,— kr. 17.555.— út + 5 mán. 190 Itr. kr. 19.938.— kr. 21.530.— { út + 5 mán. 285 Itr. kr. 24.900.— kr. 26.934.— { út + 6 mán. 385 Itr. kr. 29.427,— kr. 31800— { út + 6 mán. -ö- RAFIÐJAN VESTURCÖTU 11 REYKJAVÍK SlM119294 Sólun SÓLUM HJÓLBARÐA Á FÓLKSBÍLA, JEPPA- OG VÖRUBÍLA MEÐ DJÚPUM SLITMIKLUM MUNSTRUM. Ábyrgð fekin ó sólningunnu Kaupum notaða sólningarhæfa nylon-hjólbarða. önnumsf allar .viðgerðir hjólbarða með fullkomnum fækjum. GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF. Ármúla 7.-Sími 30501.—Reykjavík.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.