Tíminn - 03.10.1970, Page 16
fffl
vS5^4Hwjp^qWPy“B
Laugardagur 3. október 1970.
Ingólfur Davfðsson
Málshöfðun landeigenda gegn
Laxárvirkjun tekin fyrir:
KRAFIZT AÐ
SETUDÚMARI
VÍKIÚR SÆTI
EJ-Reykjavík, 2. október.
í fyrradag var þingað í máli
því, sem Félac landeigenda á
Laxársvæðinu hcfur höfðað gegn
Laxxárvirkjun til að fá fram-
kvæmdir hennar við 1. áfanga
Gljúfurversvirkjunar dæmdar
ólögmætar.
Setudómarinn í málinu, Magnús
Thoroddsen, lagði þár fram s'kip-
unarbréf sitt, en honum var fengið
málið til meðferðar, eftir að sýslu
maður Þingeyinga hafði vikið
sæti.
Lbgð voru fram nökkur gögn í
málinu, þar á meðal listi yfir
tuttugu menn, sem lögmaður Fé-
lags landeigenda, Sigurður Gizur-
arson hdl. fór þess á leit við dóm-
arann, að yrðu boðaðir fyrir dóm
inn til að gefa skýrslu um málið.
Auk þess lagði lögmaðurinn
fram kröfu um, að setudómarinn,
Magnús Thoroddsen, viki sæti í
málinu, en hann hafði áður neitað
að víkja sæti í fógetamáli til iög-
banns, ;iem var undanfari þessa
máls. Kröfu sína rökstuddi lögmað
ur landeigenda á þann veg, að
sýslumaður Þingeyinga, Jóhann
Skaftason, hefði vikið sæti, án
þess að honum væri það skylt, til
þess að forðast að vekja tortryggni
og vantraust á dómstólunum.
Framhald á bls. 14.
Aðalfundur FUF
í Árnessýslu
Aðalfundur Félags ungra Fram
sóknarmanna í Árnessýslu ver'ður
f Framsóknar-
húsinu á Selfossi
n.k. fimmtudag,
8. okt. Fundu:*-
inn hefst kl.
21,30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðal
fundarstörf. 2.
Kosning fulltrúa
á Kjördæmisþing. 3. Önnur mál.
Gestur fundarins verður Már
Pétursson, formaður SUF. —
Þýðingarmikið er að félagar fjöl-
menni á fundinn.
Stjórniu.
Ingólfur Davíðsson: Efnafræðilegar rannsóknir sýndu fluormengun í gróðrinum:
Trjágróður á íslandi þolir mengun
verr en gróður veðursælli landa
OÓ-Reykjavík, föstudag.
Ingólfur Davíðsson, grasafræð-
ingur, sendi í dag Tímanum grein
argerð um athuganir sínar á
gróðri í Hafnarfirði og þeirri
flúormengun, sem hann telur að
stafi frá álverksmiðjunni í
Straumsvík. Segir hann að gerðar
hafi verið efnafræðilegar rann-
sóknir á gróðrinum á sínum veg-| megi við, að trjágróður hér áj
um og niðurstöðurnar sýni, að um landi þoli niengun verr en trjá-
talsverða flúormengun sé að gróður í veðursælli löndum. Tek-
ræða. Segir Ingólfur að búast I ur Ingóifur það fram, að athug-1
Um mál þetta er einnig fjallað í þættinum
Á víðavangi í dag — 3
Lovell og eiginkona hans heilsa upp á forseta íslands og forsetafrú að Bessastöðum í gær. (Tímam. Gunnar)
DEILUR UM
FUND MEÐ
GEIMFÖRUM
EJ-Reykjavík, föstudag.
Þeir, sem skipuleggja heimsókn
Appolo-13 geimfaranna hingað til
lands, hafa átt í miklum erfið-
leikum með þann opinbera fund,
sem haldinn verður á morgun —
en þar eiga geimfararnir að lýsa
geimferð sinni og svara spurn-
ingum. Stúdentafélag Háskóla ís-
lands hafði fallizt á að taka að
sér að halda fundinn, en gafst upp
við það í dag. Var þá leita'ð til
Blaðamannafélags, fslands, en í
stjórn félagsins var ekki samkomu
lag um málið. Meirihluti við-
staddra stjómarmanna samþykkti
þó að félagið skyldi gangast fyrir
fundinum.
í hinni opinberu dagskrá heim-
sóknarinnar er gert ráð fyrir þess
ari samkomu, og heitir það að
geimfararnir muni hitta stúdenta
og blaðaménn. Stúdentafélagið
hafði tekið að sér að sjá um sam-
komuna, en í dag tilkyimti stjórn
þess, að hún gæti ekki haldið
samkomuna, þar sem búast mætti
við mótmælaaðgerðum á fundin-
uc:.
Leitað var til Blaðamannafélags
íslands um málið, og kom stjórn
þess saman til fundar í dag. Stjórn
in var ekki einhuga í málinu, en
meirihluti viðstaddra stjórnar-
manna samþykkti að lokum að
' Framhald á bls. 14.
VY
anir sínar hafi verið gerðar fyrir
tilmæli héraðslæknisins 'íf' HáfJíar
firði. Þá hefur Tímanujn borizt
tilkynning frá iðnaðarráðuneytinu
um þetta mái. Segir þar að ein-
ungis vísindalegar rannsóknir geti
skorið úr um hver áhrif mengun
ar kunni að vera, en að miklar
fullyrðingar hafi verið byggðar á
staðhæfingum Ingólfs Davíðsson-
ar.
Greinargerð Ingó.fs er eftirfar-
andi:
Athuganir þær sem undirritað-
ur hefur gert á skemmdum í trjá
gróðri í Hafnarfirði í sumar, eru
gerðar samkvæmt tilmælum- hér-
aðslæknisins í Hafnarfirði. Skoð-
aðir voru fjolmargir gárðar og
fundust víða merki svíðnunar á
laufi trjánaa. EnnfremUr felldu
allmörg tré lauf snemma sumars,
en það er óvenjulegt, aema hvass
viðri með særoki gangi.' ýfír, -en
slíku var ekki til að dreifa Í sum
ar. Einkenni á laufi trjánna benda
til flúormengunar.
Ég tók 3 sýnishorn af trjálaufi
og barri og efnagreindi þau Hörð
ur Þormar efnafræðingur, að
beiðni minni. Niðurstöður eru
þessar:
Fura 19 p. p. flúor
Hlynur 49 ” ” ”
Reynir 50 ” ” ”
Þetta er talsverð flúormengun.
Búast má við að trjágróður hér
á landi þoli mengun verr en trjá-
gróður í veðursælli löndum.
Geta má þess, að furan stóð
undir öðrum, hærri trjám, sem
hafa hlíft henni. Að Hofi á Álfta
nesi og víðar í grend, fell'di birki
lauf snemma á sumri og stendur
bert eftir.
Ath.: Niðurstöður raansókna á
flúormengun á öskufallssvæðun-
um birtust jafnóðum, svo unnt
væri að gera varúðarráðstafanir
se . allra fyrst.
Fréttatilkynning frá iðnaðarráðu-
neytinu er þannig.
Vegna endurtekinna ummæla
og staðhæfinga í blöðum og út-
varpi um mengun á gróðri af vödd-
Framhald á bls. 14.
Bæjarráð HafnarfjarSarum flúormengunina:
Staðreyndirnar á borðið
OÓ-Reykjavík, föstudag.
Frétt Tímans um athuganir
Ingólfs Davíðssonar, á gróðri
í Hafnarfirði og í nágrenni
Straumsvíkur og þær niður-
stöður hans, að um talsverða
flúormengun sé að ræða, og
að mengunin stafi frá álverk-
smiðjunni, hafa vakið mikla
athygli. A furtdi bæjarráðs
Hafnarfjarðar var samþykkt
samhljóða eftirfarandi álykt-
un: tilefni af frétt í dagblað-
inu Tímanum í dag, um
meinta alvarlega flúormeng-
un af völdum álbræðslunnar
« Straumsvík, óskar bæjarráð
eftir við heilbrigðisráð. að það
þegar í stað afli nauðsynlegra
upplýsinga um raunverulegt
ástand þessara mála.
Sveinn Guðbjartsson, heilbrigð-
isfulltrúi í Hafnarfirði, sagði Tím-
anum. að sér kæmi ekki á óvart
þótt um einhverja mengun frá
álverksmiðjunni væri að ræða, en
það ætti eftir að koma betur í
liós hvort mengunin væri hættu-
leg gróðri, þegar niðurstöður rann
sókna lægju fyrir. Mengunin hef-
ur vcrið lengi undir eftirliti sagði
Sveinn. Af okkar hálfu hefur ver-
ið fylgzt með vatni og tekið sýni
af jarðvegi og fleira. Höfum við
beðið Rannsóknarstofofnanir að
taka sérstök sýni með þeim full-
komnu tækjum ,sem það hefur
yfir að ráða og hefur það verið
gert, og ekki aðeins fyrir okkur
Hafnfirðinga, heldur einnig fyrir
mengunarnefnd sem er ríkisskip-
uð og er þetta hennar -verkefni.
— Okkur er tjáð að rannsókn-
irnar séu að komast á lokastig.
og þá verða niðurstöðurnar lagð-
ar fyirir mengunarnefnd, sem ger-
ir þær ráðstafanir sem rannsókn-
irnar gefa tilefni til.